Morgunblaðið - 15.05.1979, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979 23
Bandaríska háskólamótið
í frjálsíþróttum:
Sérfræðingar spá
Óskari þriðja sæti
• Pat Rice fyrirliði Arsenal fagnar bikarsigri
Arsenal á laugardag. Til vinstri á myndinni sést
Karl Bretaprins sem afhenti verðlaunin.
Á neðri myndinni sést aðdragandinn að sigur-
marki Arsenal 40 sekúndum fyrir leikslok.
Sunderland lengst til vinstri kemur á fullri ferð
og nær að senda boltann í markið framhjá
Albiston á miðri mynd. Markvörður Man. Utd
Gary Bailey til hægri ætlaði sér að ná fyrirgjöf-
inni og er hlaupinn út. Sjá bls. 26.
Sunderland skorar sigurmarkið
Pétur kominn
með 10 mörk
Bandaríska frjálsiþrótta-
tímaritið Track and Field
News. sem er eitt af virtustu
frjálsiþróttatímaritum heims-
ins. fjallar í nýjasta hefti um
meistaramót bandarískra há-
skóla. Þar spáir ritið að
íslenzki frjálsíþróttamaðurinn
Óskar Jakobsson. sem stundar
nám við háskóla í Austin í
Texas. verði í þriðja sæti í
kringlukastinu. Ef sér-
fræðingar blaðsins reynast
sannspáir geta íslendingar
orðið stoltir af, því mótið er
afar sterkt og svo til eingöngu
íþróttamenn á heimsmæli-
kvarða sem þar vinna til
verðlauna.
„Það er öruggt mál að það
verður ofboðsleg keppni um
hvert sæti á mótinu," sagði
Óskar Jakobsson í spjalli við
Mbl. í gær. „Norski kringlukast-
arinn Knut Walvik erm með
bezta árangurinn, hefur kastað
rúma 63 metra, en svo koma
margir menn með um 60 metra.
Úrslitin á mótinu, sem verður
háð í bænum Champaign í
Illinois-fylki, fara eftir því hver
verður beztur þann eina dag.
Mér finnst ég eiga mikið inni í
kringlukastinu og nú er bara að
RÚMENSKA stúlkan Nadia
Comaneci varð Evrópumeistari
í fimleikum kvcnna í Bröndby-
hallen í Danmörku um helgina.
fékk samtals 19,77 stig, þ. á m.
9.95 fyrir stökk á hesti.
Comaneci hlaut gullið í tveimur
greinum, gólfæfingum og
stökki, brons á jafnvægisslánni.
Keppnin var henni þó ekki
átakalaus, því að á tvfslánni,
missti hún takið og féll á gólfið.
Ilrapaði hún við það niður í
fjórða sætið í þeirri grein, en
• Nadía Comaneci er aftur
komin á toppinn í fimleikunum.
vona að maður hitti á gott form
á mótinu," bætti Óskar við.
Óskar stóð sig með miklum
ágætum á keppni nokkurra
háskóla, er fram fór í Austin um
helgina. Sigraði Óskar í kúlu-
varpi og kringlukasti, en í
fyrrnefndu greininni náði hann
sínum bezta árangri, kastaði
19,16 metra. „Skólafélagi minn,
Robbie Robinson, varð annar
með 18,90 í kúluvarpinu og sjötti
maður kastaði 18,60 og gefa
þessar tölur til kynna hversu
hörð keppnin var. Það sama var
upp á teningnum í kringlukast-
inu, næstu tveir menn voru rétt
við 60 metrana. Ég kastaði 60,18
en er óánægður. Leiðinlegur
vindur, hálfgerður bakvindur
skellti kringlunni alltof fljótt
niður. Við unnum hinsvegar
skólakeppnina og var það ákaf-
lega ánægjulegt," sagði Óskar.
Sem sigurvegari í tveimur grein-
um átti Óskar drjúgan þátt í
þeim sigri.
I spjallinu sagði Óskar að
Hreinn Halldórsson og Friðrik
Þór Óskarsson, sem dveljast nú í
Texas, æfðu vel og mikið. Hvor-
ugur þeirra gat tekið þátt í
mótinu í Texas um helgina.
— ágás.
hún hefur líklega ekki fengist
um það, þar sem hún slapp
ómeidd frá öllu saman.
Sovésku smástelpurnar Elena
Mukhina og Natalía Shaposnik-
ova veittu Nadíu harða keppni
eins og ráð var fyrir gert, en
Nadíu gekk illa á síðasta heims-
meistaramóti. Shaposnikova
krækti sér í ein gullverðlaun, á
jafnvægisslánni, þar sem
Comaneci varð þriðja. Elena
Mukhina dró sig út úr keppninni
á jafnvægisslá af óútskýrðum
ástæðum. Mukhina varð síðan
aðeins fjórða í stökki, en gekk
síðan mun betur á tvíslánni og í
gólfæfingunum. Tilþrif hennar á
tvíslánni vöktu miída hrifningu
áhorfenda og færðu henni sigur í
greininni. Mukhina varð síðan
önnur í gólfæfingunum.
Landi Nadiu Comaneci, Emilia
Eberle, sem aðeins er 14 ára
gömul, vakti mikla athygli. Hún
varð í öðru sæti bæði í tvíslá og
jafnvægisslá, en aftar á merinni
í stökki og í gólfæfingunum.
Ef frá eru taldar þær fjórar
sem þegar eru nefndar, vöktu
helst athygli þær Maxi Gnauck
frá Austur-Þýskalandi og Romi
Kessler frá Sviss. Maxi varð
önnur í stökki og þriðja í tví-
slánni, en Romi Kessler varð í
fimmta sæti á jafnvægisslánni,
sem er athyglisverður árangur
hjá Vesturlandabúa á dögum
austrænnar einokunar.
— Við lékum betur allan
tímann og verðskulduðum sig-
ur. Ég skoraði fyrra mark
Feyenoord í leiknum úr víta-
spyrnu. Ég tek orðið allar víta-
spyrnur sem liðið fær. sagði
Pétur Pétursson í viðtali við
Mbl. í' gær, en hann bætti einu
marki í sarpinn um helgina og
er nú kominn með 10 mörk í 15
leikjum liðsins.
— Síðara mark okkar var
skorað úr aukaspyrnu af um 20
metra færi, glæsilegt mark. Við
eigum nú 5 leiki eftir í deildinni
og enn er hún opin hvað snertir
Ajax og okkur, bæði liðin geta
orðið meistarar. — Nú, ég bíð
spenntur eftir að leika landsleik-
inn við Sviss, ég hef verið valinn
og fengið grænt ljós hjá forráða-
mönnum Feyenoord. Ég sá þá
leika í sjónvarpinu um daginn og
get ekki annað séð en að við
eigum að hafa góða möguleika á
móti þeim, sagði Pétur.
Úrslit leikja í hollensku deild-
inni urðu sem hér segir:
Ajax—Sparta 1:0
Den Haag—Nec Nijmegen 3:2
Haarlem—Utrecht 0:0
Alkmaar—Maastricht 0:0
Deventer—Pec Zwolle 2:2
PSV Eindhoven—Nac Breda2:0
VVV Venlo—FC Tvente 1:4
Vitesse Arnhem—Volendam 0:0
Feyenoord—Roda JC 2:1
Forysta Ajax er enn 3 stig
fram yfir Feyenoord, en fram-
undan eru erfiðari leikir hjá
Ajax, svo sem útileikir við Roda
og AZ ’67. Ajax hefur 45 stig, en
Feyenoord 42 stig. Ekki ber að
afskrifa PSV Eindhoven frekar
en fyrri daginn, þar sem liðið
hefur 41 stig og AZ '67 hefur 40
stig.
- þr.
Kristinn
meiddur
Ilinn snjalli miðherji skaga-
manna Kristinn Björnsson
kemur ekki til með að leika með
ÍA-liðinu í fyrstu leikjum
íslandsmótsins. Kristinn meidd-
ist illa í Indónesíuferð ÍA og
útlit er fyrir að hann sé með
slitinn liðbönd. Er það mikið
áfall fyrir ÍA að missa Kristinn
úr liðinu þar sem hann var
kominn í mjög góða æfingu, og
að sögn aldrei verið betri en
einmitt nú. þr.
Vilmundur
sprækur
„Æfingar hafa gengið
ágætlega. en verðráttan var þó
leiðinleg í vetur. Það stendur þó
til bóta og hitinn að verða
óbærilegur. Ég hef lítið keppt.
Hef notað keppnir sem æfingar,
get ekki sinnt þessum málum of
mikið þar sem ég er í lokapróf-
um. En ég er þó í ágætri
æfingu, stefni á heimsíeika
stúdenta í haust og gefst því
góður tími til undirbúnings að
því móti að náminu loknu.“
Þannig mælti frjálsíþróttamað-
urinn Vilmundur Vilhjálmsson
í spjalli við Mbl. í gær, en
Vilmundur stundar nám í bæn-
um Loughborough á Englandi.
Vilmundur sagðist hafa keppt
fyrir skóla sinn á frjálsíþrótta-
móti á Crystal Palace í Lundún-
um 25. apríl sl. Keppti hann þar í
mörgum greinum og náði m.a.
48,4 sekúndum í 400 m hlaupi.
Skömmu eftir það hlaup hljóp
Vilmundur í 4x400 m boðbhlaupi
og fékk þá 47,9 sekúndur í
millitíma. „Ég tók þetta mót sem
æfingamót og keppti í mörgum
hlaupum. Er ennþá „hægfara"
og vonast ekki eftir að ná
topp-árangri fyrr en seinna.
Nokkrum dögum eftir mótið á
Crystal Palace, eða 28. apríl, tók
Vilmundur þátt í æfingamóti í
skólabæ sínum, en þar eru
malarbrautir. Hljóp hann fyrst
200 m á 22,0 sekúndum og 15
mínutum seinna brá Vilmundur
sér í 800 m hlaup og hlaut
tímann 1:56,1 mínútur. „Þetta
sýnir bezt hvers konar æfingu ég
er í um þessar mundir, kraftur-
inn, þrekið og úthaldið er sæmi-
legt, en hraðinn verður að koma
seinna," sagði Vilmundur.
Það kom fram í spjallinu við
Vilmund að hann hefur komist í
gegnum vetraræfingarnar án
þess að verða fyrir nokkrum
skakkaföllum. Sagðist hann von-
ast til þess að bæta Islandsmetin
í spretthlaupunum í sumar.
Hefur Vilmundur náð árangri
með rafmagnstímatöku sem
svarar til 10,2 sekúndna.
Vilmundur á svo metið í 200 m,
21,1 sekúndur og í 400 m hlaupi á
hann næst bezta árangur
íslendings frá upphafi, 47,1
sekúndu. Vilmundur hefur
undanfarin ár lagt stund á
iþróttafræði í Englandi og lýkur
hann lokaprófi við skóla sinn í
næsta mánuði. — ágás.
• Pétur
Valur—KR
í kvöld
EINN leikur fer fram í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í
kvöld. A Melavellinum eigast þá við Valur og KR og hefst
leikurinn klukkan 20.00.
Comaneci á
toppinn á ný