Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 Rangar upplýsing- ar um skipstjóra á skipi Greenpeace í Ijós hcfur komið, samkvæmt upplýsinjíum scm MorKunhlaöinu hafa horist. aó rangar upplýsinsar hafa verið gcfnar til yfirvalda á Islandi um það hvcr fer mcð skipstjórn á skipi Grecnpcaccsamtakanna, Rainbow Warrior. Löjimaður Hvais h.f.. Ilaraldur Blöndal hdl., staðfcsti þctta er fréttin var horin undir hann í ga“rkvöldi. Ilaraldur sagði, að þegar Rainhow Warrior kom til Rcykjavíkur í fyrra, var á skipshafnarskrá til toilKa-slunnar jjcfið upp að skipstjóri væri maður að nafni Nicholas IIill, cn staða Davids McTajíKarts á skipinu væri DIIU. scm mun vera skammstöfun fyrir _dock hartd" cða háscti. Við komu skipsins nú var K<-‘fið upp, að skipstjóri væri Peter Misson, cn Ilavid McTajítíart var sem fyrr með stöðuheitið DHU. A skráninfí- arvottorði fyrir skipið, sem Green- peacemenn löpðu fram í fógetarétti síðast liðinn fimmtudaíí, er David McTajiKart hins vetíar skráður skip- stjóri á skipið. Kvöldið áður, er lö};bannshciðni Hvals h.f. var tekin fyrír, kvaðst Peter Misson aðspurður af fópeta vera skipstjórinn, ok lofaöi sem slikur að halda skipi sínu í Reykjavík á meðan lötíbannsmáliö væri fyrir fÓKetarétti Reykjavíkur. Á skránintíarvottorði skipsins kemur fram, að Peter Misson hefur ekki verið skráður skipstjóri á Friðrik með eins vinnings forystu Manila. 22. júní. AP. FRIÐRIK Ólafsson gerði jafntcfli við skákmeistara Filipseyja, Rafaelito Mani- nang, í sjöttu umferð skákmótsins á Filipseyj- um. Friðrik er nú heilum vinning á undan næsta manni en það er stórmeist- arinn Eugen Torre frá Filipseyjum. Torre vann Andronico Yap, Raymond Kcen, brezki stórmeistar- inn, vann sína fyrstu skák á mótinu er hann sigraði Indónesann Jacobus Sam- pouw í 29 leikjum. Hann hefur nú 3 vinninga, auk biðskákar. Tveir aðrir sigruðu í sjöttu umferð. Glenn Bordonada, Filips- eyjum, vann Ian Rogers, skák- meistara Ástralíu, í 29 leikjum. Alþjóðlegi meistarinn Ardijan- asah frá Indónesíu sigraði alþjóð- lega meistarann Ruben Rodriguez. Sovéski skákmeistarinn Yuir Averbach gerði jafntefli við Terry Shaw, Ástralíu. Skák sovéska stórmeistarans Josif Dorfman og alþjóðiega meistarans Arovah Bachtiar frá Indónesíu fór í bið. Rainbow Warrior. Ennfremur sést á skírteininu að Nicholas Hill var hættur skipstjórn þegar skipið kom hingað til lands í fyrra, en David McTaggart var þá skráður skip- stjóri, eins og nú. Nieholas Hill mun nú vera stýrimaður á Rainbow Warrior. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi kvaðst Haraldur Blöndal ekki vilja tjá sig um málið að öðru leyti, er hann var spurður hvers vegna þessar röngu upplýsingar hefðu verið gefnar. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráöuneytinu, staðfesti að komið hefði upp sú túlkun hjá Greenpeacemönnum, að tveir skip- stjórar væru á skipinu, en ráðuneyt- ið liti svo á, að Misson væri skipstjóri þótt McTaggart gæti verið leiðangursstjóri, en hann mun hafa verið skráður skipstjóri á skipið í október s.l. Baldur kvað ráðuneytið ekkert gera í þessu máii, ekki væri ástæða til slíks, því málið lægi ljóst fyrir. Forseti bæjarstjórnar, Þorbjörn Árnason, hlcypur hér síðasta spölinn á Sauðárkróki í lylgd Tindastólskrakkanna. Eins og sjá má á myndinni var mikil bleyta á vegum. Hlaupararnir létu það ekki á sig fá og hoppuðu léttilega yfir polla, stóra og smáa. Ljósm. Mbl. Kristinn. Landshlaupið á Sauðárkróki: Yngsti þátttakandinn 7 ára FÉLAGAR í Ungmennafélaginu Tindastóli á Sauðarárkróki voru snemma á fótum í gærmorgun tilbúnir til að taka þátt í lands- hlaupinu. Var þeim ekið í rútu- bifreið að vcgamótum Ilegrancs- vegar hjá Barði, þar sem þcir tóku við kcflinu á áætluðum tíma, kl. 9.05, frá félögum í Ungmenna- félaginu Hegra. IIlupu þeir síðan sem leið liggur til Sauðárkróks og um götur bæjarins. Yngsti þátttakandinn í liði Tindastóls var aðeins 7 ára gamall, Stefán Vagn Stefánsson, en alls hlupu af hálfu Tindastóls 12 krakkar. Forseti bæjarstjórnar, Þorbjörn Árnason, hljóp síðasta spölinn í fylgd Tindastólskrakk- anna og afhenti ungmennafélögum úr Gretti keflið við Ábæ, fyrir neðan sjúkrahúsið. Hlaupið vakti almenna athygli á Sauðárkróki. Veður var ekki sem bezt, úrkoma og vegir blautir. Skagfirðingar hafa nokkra reynslu af slíkum hlaupum, því 10. ágúst 1974 efndi Ungmennasam- band Skagafjarðar til boðhlaups í Skagafirði. Hlupu þá 132 hlaupar- ar alls 120 km vegalengd á 12 klukkustundum. Hlaupið var þá um alla hreppa sýslunnar nema Skagahrepp. Fríhöfnin lokviö vegna deilna um ráðningarkjör afleysingamanna FRÍHÖFNIN á Keflavíkurflugvelli var lokuð í allan gærdag vegna deilu forráðamanna fyrirtækisins og starfsmanna, sem að sögn BSRB snýst um það grundvallaratriði, að menn séu ckki ráðnir á lægri launum en kjarasamningur segir til um, cn að sögn ríkisins snýst deilan um það hvort vinnuveitandi eigi að ráða vinnutilhögun innan eðlilegra marka með hagkvæmni í huga. Nýlcga voru 10 iausráðnir starfsmenn ráðnir til þess að vinna við fyrirtækið yfir sumartímann og um ráðningarskilmála þeirra snýst deilan. Farþegar, sem leið áttu um Kcflavíkurflugvöll í gær, gátu því engan tollfrjálsan varn- ing keypt. Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að aðalkjarninn í deilunni væri sá, að unnið væri þar syðra á 12 klukku- stunda vöktum að staðaldri. Ákveð- ið hefði verið aö fjölga starfsmönn- um í sumar, þar sem yfirvinna á hvern starfsmann hefði komizt upp í 250 klukkustundir á mánuði, sem þýddi nær þreföld mánaðarlaun. Fjármálalegur forstöðumaður Frí- hafnarinnar vildi ráða lausráðna menn í 'k dags vinnu og höfðu 10 menn verið ráðnir á tímavinnuskil- málum. Höskuldur sagði, að ágrein- ingur væri um þetta við BSRB, sem teldi óheimilt að ráða menn til skemmri tíma en 12 klukkustunda á dag. Því væri deilt um það hvort vinnuveitandi ætti að ráða vinnutil- högun innan eðlilegra marka með Blöðinhækka VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað dagblöðunum hækkanir frá og með næstu mánaðamótum. Mánaðaráskrift hækkar úr 3000 í 3500 krónur eða um 16.7%. Lausasöluverð hækkar úr 150 í 180 krónur og auglýsingaverð hækkar úr 1800 í 2100 krónur hver dálk- sentimetri. Ástæða hækkunarinn- ar er stóraukinn kostnaður við blaðaútgáfu. hagkvæmni í huga. Ráðuneytisstjórinn kvað þessa hagræðingu ekki myndu hafa önnur áhrif en að minnka yfirvinnuna um 50 klukkustundir nú. Hann kvað fjármálaráðuneytið ekki viðurkenna samningsforræði BSRB fyrir laus- ráðið fólk. Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, kvað stjórn bandalagsins mundu halda fund á Keflavíkurflugvelli vegna þessa máls og var hann boðaður klukkan 18.30. Haraldur kvað ríkisvaldið hafa sagt, að þeir réðu menn og réðu sjálfir á hvaða kjörum. Jafnframt hefði því verið haldið fram, að BSRB kæmi þetta ekkert við, sem Haraldur kvað svipað sjónarmið og gilt hefði um aldamótin meðal atvinnurekenda. Haraldur kvað BSRB viðurkenna að þessir menn þyrftu ekki að vera félagsmenn starfsmannafélagsins, þar sem þeir væru afleysingamenn, en grundvall- aratriði væri að kjarasamningur BSRB væri samkvæmt lögum um starfskjör launþega, lágmarkskjör, Gengislækkun krónunnar í tíð vinstri st jórnar: Pesetinn til ferðamanna hefur hækkað um 63,2% — pund um 62% GJALDEYRIR sá. er menn fá, þegar þeir fara í sólarlandaferðir hefur hækkað um 63,2% frá því er núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Pesetinn til ferðamanna hefur hækkað sem þessu nemur. Á sama tíma hefur dollar hækkað um 45,1% til ferðamanna. þ.e.a.s. til þeirra sem vilja heldur sleikja sólskinið á Miami. Innifalið í þessari hækkun er 10% skattur á ferðagjaldeyri, en sé ckki tekið tillit til þessa skatts. hefur dollarinn hækkað um 31,9% og pesetinn um 48,4%, þ.e.a.s. sú vara. sem flutt er inn frá Bandaríkjunum og Spáni hefur hækkað um þetta að minnsta kosti. Um leið og núverandi ríkis- hafi stjórnarferilsins um 18,8%. stjórn tók við völdum, felldi hún gengi krónunnar og hækkaði þá bandaríkjadollar um 17,7%. Síðan hefur dollarinn hækkað frá ára- mótum um 12,1% og frá því um mánaðamót ágúst—september um 31,9%. Samtals hefur dollar- inn því hækkað um 45,1% sé tekið tillit til 10% skatts á ferða- mannagj aldey ri. Sterlingspund hækkaði í upp- Frá áramótum hefur það hækkað um 24% og samtals allt stjórnar- tímabilið um 47,3%. Ferðamanna- gjaldeyrir hefur á þessum sama tíma hækkað um 62% sé um sterlingspund að ræða. Dönsk króna hækkaði við geng- isbreytingu ríkisstjórnarinnar um 20,4%. Frá áramótum hefur geng- issig verið töluvert og hefur það hækkað danska krónu um 15%. Á stjórnartímabilinu hefur dönsk króna hækkað um 38,5% og sé ferðamannagjaldeyrir skoðaður er hækkun hans á sama tímabili 52,4%. Vestur-þýzk mörk hækkuðu við gengisbreytingu ríkisstjórnarinn- ar um 19,9%. Frá áramótum hefur gengissigið verið 20,3% og á öllu stjórnartímabilinu til dagsins í gær hefur markið hækkað um 44,2% og ferðamannagjaldeyrir á sama tíma í mörkum um 58,6%. Pesetinn hækkaði við gengis- breytingu ríkisstjórnarinnar um 18,9% og hefur sigið frá áramót- um hækkað verð hans um 24,8%. Samtals hefur pesetinn hækkað um 48,4% á stjórnartímabilinu og ferðamannagjaldeyrir í pesetum hefur hækkað um 63,2%. sem gilda ættu á staðnum. Ef farið yrði eftir samningnum, væri allt málið í lagi. Haraldur kvað utanríkisráðu- neytið ekki hafa látið sverfa til stáls í málinu, en starfsmennirnir hefðu strax lýst yfir þessari skoðun. Starfsmannafélag ríkisstofnana tók síðan undir skoðanir starfsmann- anna og síðan fyrrverandi stjórn BSRB. Síðan gerist það að utan- ríkisráðuneytið afhenti fjármála- ráðuneytinu málið í fyrradag, mönnunum smalað saman og þeir látnir mæta til vinnu og hefja afgreiðslustörf. Afgreiddu þeir í fyrradag ásamt öðrum afleysinga- mönnum, sem þó eru ráðnir á mánaðarkaup eftir samningum BSRB. Var það stöðvað í gærmorg- un og lokaðist fyrirtækið. Haraldur kvað hér vera um „prinsipp“-mál að ræða frá hendi BSRB. Þórður Magnússon, fjármálalegur forstjóri Fríhafnarinnar, sagði, að Fríhöfnin hefði verið lokuð í gær vegna verkfallsvarða, sem þar hefðu staðið. Kvað hann mikla óánægju vera meðal farþega, sem leið ættu um flugvöllinn. Kvaðst hann vonast eftir því, að samningaumleitanir hæfust milli BSRB og ríkisins vegna þessa máls. Þórður kvað 30 fast- ráðna starfsmenn vinna á vöktum við fyrirtækið árið um kring. 20 bætast síðan við á sumrin, fastráðn- ir á vöktum. Deilan snerist hins vegar um 10 menn til viðbótar á álagstoppa. Væru þeir ráðnir til þess að minnka aukavinnu innan dagvinnumarka. Hann kvað ráðn- ingu þessara manna minnka yfir- vinnuna um nokkur prósent nú í heild og hún væri tilraun til að draga úr launakostnaði og auka hagræðingu. Spurningin í deilunni væri, hvort unnt væri að reka Fríhöfnina sem opinbert fyrirtæki eða ekki. Hækkunhjá efnalaugum og hárskerum VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað 11,4% hækkun á töxtum efnalauga, þvottahúsa svo og hár- skera- og hárgreiðslustofa. Hækk- un þessi er vegna launahækkana 1. júní s.l.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.