Morgunblaðið - 23.06.1979, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.06.1979, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 37 félk í fréttum + BREZKUR hermaður úr hinum frægu Gurkha-hersveitum í brezku nýlendunni Hong Kong, útdeilir brauði handa hópi kínverskra unglinga, sem fyrir nokkru gerðu tilraun til þess að komast óséðir inn yfir landamæri nýlendunnar og Kínaveldis. — Pilturinn, — annar frá hægri sagði frá því, að unglingarnir hefðu verið stöðvaðir og teknir til yfirheyrzlu, að þetta væri í þriöja skiptið sem hann reyndi að komast yfir Hong Kong landamærin. Hann hét því, að hann myndi ekki gefast upp og reyna áfram að læðast framhjá landamæravörðunum og komast inn í hina brezku nýlendu. + SONUR forstöðumanns Flóttamannahjálpar Samein- uðu Þjóðanna, Pouls Hartling fyrrum ráðherra í dönsku stjórninni, komst í dönsku blöðin fyrir skömmu. Þannig er mál með vexti, að foreldrar hans eiga hús í Charlottenlund hverfinu í Kaupmannahöfn. — Ungi maðurinn, Svend Hart- ling sem er á þessari mynd kom að innbrotsþjófi í húsi foreldra sinna. Þjófurinn komst út úr húsinu um garð- dyr, en Svend veitti honum eftirför. — Var það líkast 500 m. hindrunarhlaupi yfir garða og girðingar þar í hverfinu, áður en honum tókst að ná þjófinum. Löggunni var gert viðvart og kom hún að vörmu spori. Lögreglan sagðist vona aö þar með væri lokið inn- brotaöldu í þessu hverfi. Hér væri kominn maður sá sem framið hefði allt upp i 9 inn- brot á dag í þessu íbúðarhverfi, — í leit að peningum. + R/ETT við fyrrum fanga. — Þessi mynd er tekin af Jóhannesi Páli páfa, í Póllands-ferðinni á dögunum. Að lokinni messu í klaustrinu Jasna Gora, ræddi páfinn við þrjá menn, sem lifað höfðu af fangavist í fangabúðum nazista. Þeir klæddust fangabúningum er þeir gengu á fund páfans. — Við hlið páfans á myndinni er einn af samstarfsmönnum hans úr Vatikaninu. + TANNBURSTABROS er þetta ekki, svo mikið er víst. — En hér eru þeir fyrrum þungavigtarmeistari í hnefaleikum Leon Spinks (til v.) og góðkunningi hans Billy Hurt. — Spinks hefur undanfarið verið á stöðugum æfingum undir bardaga, sem fram á að fara suður í Monte Carlo 24. júní næstkomandi. Þá á hann að berjast við Suður-Afríku- manninn Gerrie Coetzee í tólf lotu keppni. í nokkrar fólksbifreiöar, jeppabifreiö og nokkrar ógangfærar bifreiöar er veröa sýndar aö Grensás- vegi 9 þriðjudaginn 26. júní kl. 12—3. Tilboöin veröa opnuö í bifreiðasal aö Grensásvegi 9 kl’ 5' Sala Varnaliðseigna. Hin frábæra ameríska söngkona Viola Wills skemmtir í kvöld kl. 23. Jónas Þórir leikur á orgeliö. •%! símanúmer 10100 22480 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.