Morgunblaðið - 23.06.1979, Page 34

Morgunblaðið - 23.06.1979, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 Kári Sumarliðason Hólmavík — Minning Fæddur 15. september 1902 Dáinn 12. júní 1979 I dag er gerð frá Hólmavíkur- kirkju útför Kára Sumarliðason- ar, Litlu-Hellu, Hólmavík. Ætíð dregur ský fyrir sólu, þá við heyrum andlát þess, sem nærri okkur hefur staðið um langan eða skamman tíma á vegferðinni. Svo fór fyrir okkur hjónum, þegar við heyrðum andlát vinar okkar og nágranna Kára Sumarliðasonar. Með Kára er hniginn í valinn einn af elstu borgurum Hólmavík- ur. Einn af þeim, sem á sinn sérstæða hátt settu svip á bæinn. En enginn fær sín örlög flúið og eitt sinn skal hver deyja. Þeim dómsdegi var Kári viðbúinn og hafði í mín eyru Iátið orð falla á þá leið, að öllu lífi væru takmörk sett og allir rynnu óhjákvæmilega sitt skeið, en þá var hann orðinn lasburða og virtist vera sér þess meðvitandi að hverju stefndi. Kári Sumarliðason var fæddur að Gilsstöðum í Selárdal 15. 9. 1902. Foreldrar hans voru hjónin Sumarliði Jónsson og Guðrún Káradóttir. Þeim hjónum varð sex barna auðið, en af þeim eru nú þrjár systur á lífi. Kári kom að Víðidalsá í Hólmavíkurhreppi 18 ára gamall og dvaldi síðan á því heimili í nærfellt tvö og hálfan áratug hjá hjónunum Páli Gísla- syni og Þorsteinsínu Brynjóifsd., sem þar bjuggu um langt árabil. Þar kynntist Kári konu sinni Helgu Jasonardóttur, en þau hófu sambúð á Víðidalsá um 1930. Til Hólmavíkur fluttust þau árið 1946, en þar gekk Kári til þeirrar vinpu, sem til féll á meðan kraftar entust, auk þess sem hann hafði ætíð svolítið fjárbú sér til lífsfyll- ingar, en hann var afskaplega natinn við skepnur. Kári og Helga eignuðust fjögur börn, en þau eru: Jóhann, starfsmaður Norðurtang- ans á Isafirði, kvæntur Ragnheiði Guðbjartsdóttur, Maríus, skip- stjóri í Hólmavík, kvæntur Kristjbörgu Jónsdóttur, Guðrún búsett í Reykjavík, gift Árna Ingimundarsyni múrara og Ást- ríður, búsett á Höfn í Hornafirði, gift Sveini Sighvatssyni trésmið. Auk þess ólu þau upp bróöurdótt- ur Helgu, Jakobínu Guðmunds- dóttur, sem búsett er á Húsavík, gift Konráð Eggertssyni bílstjóra. Þegar við hjónin fluttumst til Hólmavíkur með börn okkar fyrir tæpum fjórum árum síðan ,man ég vel útrétta hönd gamals manns, sem heilsaði okkur alúðlega með þéttu handtaki og bauð okkur velkomin. Þarna var kominn næsti nágranni okkar, Kári, og varð þessi fyrsti fundur upphaf að einkar góðum kynnum okkar við hann og Helgu. — Ég man enn hversu mér þóttu andlitsdrættir gamla mannsins meitlaðir og svipmótið allt fast og traust. Ósjálfrátt hugsaði ég með mér, að ef þessi væri ásýnd byggðarlags- ins og byggðarinnar hér í Strandasýslu væri engu að kvíða. Kári var einn af þeirri kynslóð- inni, sem hvergi má vamm sitt vita og sem tileinkaði sér þær dyggðir, sem a.m.k. einu sinni þóttu prýða menn, svo sem sann- sögli, ráðdeild, iðni og nægjusemi. Kári var einn af þeim hljóðlátu, sem aldrei heyrast kvarta eða æðrast, enda þótt hinni veraldlegu Gísli Sigurðsson Búlandi — Minning auðlegð hafi ekki verið fyrir að fara. Hörð lífsbarátta hafði gert hann og Helgu að svo gersamlega víllausu fólki, að ég heyrði þau hvorugt minnasst -á að þau van- hagaði um nokkurn hlut ellegar ættu á nokkurn hátt erfitt. Kári var mínu heimili sérstök stoð og stytta. Ef hjálp þurfti til einhvers hlutar var ætið leitað til hans og var bóninni ætíð tekið með sama hætti, að sjálfsagt væri að rétta hjálparhönd, ef hann gæti. Þegar við fórum að heiman og hugðumst dvelja nokkra daga, þá gætti Kári húss og blóma af slíkri kostgæfni, að blómin virtust vera orðin vinir hans, svo vel döfnuðu þau, þegar við komum heim. Fyrir allt þetta viljum við hjónin nú þakka af alhug, svo og öll hin einstaklega góðu kynni og nágrenni. Við vottum Helgu, börn- um þeirra og öðrum aðstandend- um djúpa samúð, en vitum jafn- framt, að minningin um góðan dreng mildar sorg þeirra. Guð belssi minningu Kára Sumarliðasonar. Rúnar Guðjónsson. Fæddur 11. október 1897. Dáinn 12. júní 1979. Mínir vinir fara fjöld. feÍRðin þesaa heimtar kvöld. Þessi oft tilvitnuðu orð Bólu- Hjálmars komu mér í hug er ég kom að dánarbeði vinar míns og samferðamanns Gísla Sigurðsson- ar, Búlandi. Það er lögmál lífsins að við, sem náum háum aldri, verðum að sjá á eftir mörgum samferðamönnum og vinum. Gísli Sigurðsson lést í Vífils- staðaspítala þriðjudaginn 12. júní 1979 eftir stutta legu þar. Hann var fæddur á Búlandi í Skaftár- tungu, sonur þeirra merku hjóna Sigurðar Jónssonar og Oddnýjar Sæmundsdóttur. Oddný var tví- gift. Fyrri mann sinn, Vigfús Runólfsson missti hún frá fimm ungum börnum. Með síðari manni sínum, Sigurði, átti hún fjögur börn. Guðjón, fyrsta barn þeirra, misstu þau á fyrsta ári; hin voru í þessari röð: Gísli f. 1896, Kristín f. 1900, d. 1974, Páll f. 1901. Af þessum stóra systkinahópi er nú ekki ofan moldar nenía Páll. Hann er giftur Jóhönnu Kristjánsdóttur og búa þau á Laugarnesvegi 84. Gísli tók við búi og jörð af foreldrum sínum árið 1924 og bjó þar með systrum sínum á meðan þær lifðu. Hjá þeim systkinum var orðlagt myndarheimili og greiða- mennska og gestrisni mikil. Þar var alltaf tekið á móti gestum með brosi á vör. Gísli á Búlandi var höfðingi í sér, greiðamaður mikill og aldrei mun hann hafa neitað neinum sem til hans leituðu, hvort Móöir okkar, Móöurbróðir okkar, LAUFEY LÍNDAL, JÓN EINAR EYVINDSSON, Arnartanga 76, Mosfellssveit, Karlagötu 16, áður Háteigsvegi 22, Reykjavík, lést þann 14. júní aö Hátúni 10b. andaöist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 21. júní. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö. Fyrir hönd vandamanna. Hulda Jensdóttir, Alfreö Clausen, Sigrún Þorláksdóttir, Ellert Jensson, Jón Þorláksson, Björgvin Þorláksson, Theódór Helgason. María Þorláksdóttir, Hallveig Þorláksdóttir. + Dottir min, er látin. MARGRÉT MAGNUSDOTTiR Helga Finnsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns RÖGNVALDAR BERGMANNS ÁMUNDARSONAR , Katrínarkoti í Garöabæ. Sérstakar þakkir til Sigurgeirs Kjartanssonar læknis, aöstoöar- lækna og alls hjúkrunarfólks á Gjörgæsludeild Landakotsspítala. Guö blessi ykkur öll. Sigrún Jónsdóttir og aóstandendur. + JÓHANN ÞORSTEINSSON málarameistari Kleppsveg 50, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 21. júní. Jarðarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna. Rebekka Guóm'undsdóttir. + Þökkum af alhug auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdafööur og afa, STEINDÓRS EMILS SIGURDSSONAR Suðurgötu 71, Akranesi. Jóhanna Þorbjörnsdóttir, Sveinsína G. Steindórsdóttir, Björn Mikaelsson, Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, Siguróur Mikaelsson, Sigurður Heiðar Steindórsson, og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð viö andlát og útför sonar okkar, bróöur og mágs, RÖGNVALDAR GUÐNA JÓHANNSSONAR Hverfisgötu 6, Siglufirðí. Erna Rósmundsdóttir, Jóhann Rögnvaldsson, Rósmary Vilhjálmsdóttir, Þórir Sveinbjörnsson, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Bjarni Árnason, Þorsteinn Jóhannsson, Jósefína Benediktsdóttir, Skúli Jóhannsson, Jóhanna Hílmarsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Guðný Hauksdóttir. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Þór Jóhannsson, Óðin Jóhannsson, + Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug vegna andláts og viö útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa. ALEXANDERS MAGNÚSSONAR Faxabraut 1, Keflavík. Olafía Haraldsdóttir, Eygló Alexandersdóttir, Gunnar Alexandersson, Sæmundur Alexandersson, Haraldur Alexandersson, Alma Alexandersdóttir, Ragnar Hauksson, Jenný Wolfram, Rut Þorsteinsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Guðmundur Þór Einarsson. Sérstakar Þakkir færum viö Keflavíkurverktökum. sem voru sveitungar hans eða aðrir. Það hygg ég að margur ferðamaður muni hann sem að Búlandi kom og naut gestrisni þeirra Búlandssystkina. Gísli var vel greindur maður, fróður og minnugur. Hann var sérstaklega verklaginn og snyrti- maður í allri umgengni. Honum var annt um sveit sína og vildi stuðla að öllu því sem hann taldi sveit sinni til framfara og hags- bóta og var þar oft í fararbroddi. Hann unni kirkju sinni og vildi veg hennar sem mestan, enda lengi í sóknarnefnd og meðhjálp- ari í Grafarkirkju. Hin síðustu ár var hann orðinn mjög heilsutæpur. Árið 1976 lét hann fósturson sinn Sigurð Pét- ursson og konu hans Bergdísi Jóhannsdóttur taka við jörð og búi og dvaldi hjá þeim það sem eftir var ævinnar. Þar með var lokið búsetu sama ættliðarins, sem setið hefur á Búlandi síðan 1749. Nú er Gísli á Búlandi horfinn sjónum okkar og jarðvistarlífi hans er lokið. Oéfað munu margir sakna þessa mæta manns og finnast skarð fyrir skildi við burtför hans frá Búlandi. Við hjónin kveðjum Gísla með innilegri þökk fyrir órofa tryggð og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Vigíús Gestsson. Þorgeir Ör- lygsson hlaut Natostyrk AUGLÝST hefur verið veiting styrkja þeirra er Atlantshafs- bandalagið veitir árlega til fræði- rannsókna í aðildarríkjum bandalagsins. Hefur Þorgeir Ör- lygsson lögfræðingur hlotið styrk þennan nú til að vinna að ritgerð um samanburð á félagaréttarlög- gjöf í Bandaríkjunum og á ís- landi að því er varðar heimildir til stofnunar erlendra fyrirtækja og lögsögu einkaréttardómstóla í ríkjum þessum yfir erlendum fyrirtækjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.