Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 Fjörug knatt- spyrnuhelgi IIELGIN er nokkuð fjörug á knattspyrnusviðinu, 3 leikir í 1. deild, 3 í 2. deild og svo að venju urmull leikja í 3. deild. Vestmanneyingar fá Ilauka í heimsókn til Eyja og verður fróðlegt að sjá hvort að Eyjapeyjum takist loks að skora mark á hinum nýja grasvelli við Ilástein. Keflvíkingar fá KA í heimsókn til Keflavíkur og ættu að tryggja sér sigur. þar scm KA hcfur verið að gefa eftir að undanförnu. Þriðji leikur 1. deildar er viðureign Vals og Víkings á mánudagskvöldið, cn það gæti orðið hin hressilegasta viðureign, þar sem Valsmenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð, en Víkingur gengur með stórsigur á síðasta leik sínum á fund Vals. Leikir helgarinnar eru þessir: I.augardagur: 1. deild: Vestmannaeyjavöllur 2. deild: Laugardalsvöllur Norðfjörður Kaplakriki 3. deild: B-riðill Katla — Hekla B-riðill UMFA — Þór Þorl. C-riðill Stefnir — Víkingur Ól. D-riðill Tindastóll — Svarfdæl. D-riðill Leiftur — KS E-riðill HSÞ — Dagsbrún E-riðill Völsungur — Reynir F-riðill Leiknir — Valur F-riðill Súlan — Sindri F-riðill Huginn — Einherji Sunnudagur: 1. dcild: Keflavíkurvöllur 3. dcild: C-riðiil Stefnir — Skallagrímur F-riðill Hrafnekll — Sindri Mánudagur: 1. deild: Laugardalsvöllur 3. dcild: A-riðill Stjarnan — Grótta A-riðill Njarðvík — Víðir A-riðiIl Ármann — Grindavík B-riðill Oðinn — Leiknir kl. 16.00 ÍBV — Haukar dómari: Grétar Norðfjörð kl. 16.00 Fylkir — Magni kl. 16.00 Þróttur — ÍBI 14.00 FH — Austri kl. 16.00 á Víkurvelli kl. 16.00 á Varmárvelli kl. 16.00 á Suðureyri kl. 16.00 á Sauðárkróki kl. 16.00 á Ólafsfirði kl. 16.00 á Álftabáruvelli kl. 16.00 á Húsavík kl. 16.00 á Fáskrúðsfirði kl. 16.00 á Stöðvarfirði kl. 16.00 á Seyðisfiröi kl. 16.00 ÍBK —KA dómari. Hreiðar Jónsson kl. 14.00 á Suðureyri kl. 16.00 á Breiðdalsvík kl. 20.00 Víkingur — Valur dómari: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kl. 20.00 á Stjörnuvelli kl. 20.00 í Njarðvík kl. 20.00 á Ármannsvelli kl. 20.00 á Melavelli. Mikið af kryddi og allt galopið ÞÁ ER fimm umferðum lokið í 1. deild íslandsmótsins f knatt- spyrnu, cn þrátt fyrir það er línur enn mjög óskýrar, bæði á toppi og botni. Reyndar er varla hægt að tala um topp eða botn, deildin er svo jöfn að miklu nær er að tala um einn hnút. í fyrra léku Valsmenn þann leik að hirða 35 stig af 36 stigum mögulegum, afrek, sem varla verður leikið eftir í íslenzkri knattspyrnu komandi ára. í sumar vinnst 1. deildin varla á meira en 27—28 stigum. Fjögur lið hafa hlotið 7 stig úr leikjunum sínum 5, Fram og Keflavík, sem ekki hafa tapað leik, KR og Akranes, gömlu stórveldin. Vestmannaeyingar hafa komið sterkari út úr byrjuninni, en menn áttu von á og eru með 5 stig, en margir spáðu þeim erfiðleikum og lítilli velgengni í sumar. Þá eru upp talin 5 betri liðin í deildinni — eða hvað, hafa Valsmenn ein- hverjar athugasemdir við þessa staðhæfingu? Val og Víkingi var spáð góðu gengi í sumar og þá einkanlega Valsmönnum, en enn sem komið er hafa þeir ekki fundið taktinn frá í fyrrasumar, auk þess, sem hin liðin í 1. deildinni virðast aldrei leika betur en á móti núverandi meisturum, svo sem ekki ný bóla að allir vilja leggja meistarana. Valur og Víkingur hafa hlotið 4 stig og sömuleiðis leikmenn KA frá Ákureyri. Neðst í deildinni eru Þróttur, 3 stig, og Haukar, 2 stig. Á þessu stigi er engan veginn hægt að úrskurða einhverja „fallista" og þá ekki heldur hverjir vermi toppinn þeg- ar upp verður staðið. Deildin er næstum eins og lokuð bók, staðan ekkert ljósari en í upphafi móts. Ef við lítum á helztu viðburði Islandsmótsins til þessa og byrj- um á 1. umferðinni, þá vakti það helzt athygli að Valur og KR skyldu gera jafntefli. í 2. umferð- inni áttu Skagamenn í miklum erfiðleikum með Akureyringa og voru tvívegis undir í leiknum, en unnu að lokum 3:2. í þriðju um- ferðinni vann ÍBK stórsigur á Víkingi í Keflavík og Framarar, sem voru einum og sigurvissir, máttu þakka fyrir jafntefli gegn Þrótti. I 4. umferðinni komu stóru bomburnar. Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu bikarmeistara ÍA á Hvaleyrarvelli og Vestmannaey- ingar voru betri aðilinn og unnu Val á Laugardalsvellinum. Stór- leikur 5. umferðarinnar var viður- eign Vals og ÍA á Laugardalsvelli, leikur, sem engan sveik, en stór- sigur Víkinga gegn KA, 4:0, vakti einnig athygli og í þeim leik virtist sem Víkingar væru loks að rétta úr kútnum. Þegar litið er á liðin í 1. deild- inni, þá vekur það eftirtekt hversu margir leikmenn, sem í fyrra léku í 2. deild, hafa staðið sig vel fram til þessa og sett mörk á deildina. í liði Skagamanna hafa þeir Sigurð- ur Lárusson og Kristján Olgeirs- son staðið sig eins og hetjur. KR-ingar komu reyndar allir upp úr 2. deildinni og svo sannarlega hefur frammistaða þeirra allra vakið athygli, en ekki sízt leikur Jóns Oddssonar, læknastúdentsins eldsnögga, sem áður lék með liði ÍBÍ. Svo áfram séu nefndir leik- menn úr 2. deild þá hefur Njáll Eiðsson, áður Þrótti Neskaups- stað, verið einn bezti maður KÁ í 1. deildinni til þessa. Þegar lokið er 25 leikjum af þeim 90, sem varða í 1. deildinni í ár, hafa liðin fengið samtals á sig „Þetta á allt eftiraðkoma“ Spá Dýra um leiki vikunnar. 1. deild. ÍBV —Haukar 2:0 ÍBK-KA 3:0 Víkingur—Valur 0:1 Fram —ÍA 1:2 Þróttur—KR 2:2 KA —Fram 2:2 2. deild. Fylkir—Magni 3:1 Þróttur Nes—ÍBÍ 1:2 FH —Austri 4:1 Austri—UBK 0:1 FH—Þfottur 2:0 Hinn sterki miðvörður Vals Dýri Guðmundsson verður spá- maður iþróttasiðunnar að þessu sinni. Dýri verður í eldlfnunni á mánudag er Valur mætir Víking á Laugardalsvellinum í fyrstu deild. Dýri sem er 27 ára gamall og viðskiptafræðingur að mennt hefur leikið 145 leiki með Val. En gefum nú Dýra orðið. — Valsmenn verða tvímæla- laust með í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í ár. Og reyndar ætlum við okkur að sigra í mótinu. Við höfum átt við meiðsli að stríða hjá allmörgum leikmönnum og það bitnar á lið- inu. Þá virðast öll lið ná stórleik á móti Val. Samanber ÍBV um dag- inn og nú síðast ÍA. — Þá er ekki fráleitt að sú velgengni sem við höfum haft að leika 37 leiki án taps spili inn í myndina. Verða menn ekki nokkuð öruggir með að vel gangi og það hlýtur að koma að því að dæmið snýst við. — Nú ætlum við hinsvegar að taka okkur á. Byrja nú á nýjum grunni. Liðið er í mjög góðri æfingu, á því er ekki vafi. Hugsan- lega er of mikið æft. En ég hef þá trú að þetta eigi eftir að koma. Motið er galopið. Hættulegustu andstæðingar okkar eru IA og Fram að mínu mati. Ég tel að Valur og ÍA leiki ekki eins góða knattspyrnu nú og liðin gerðu í fyrrasumar, en það á væntanlega eftir að lagast. Ég spái því að röð liðanna í íslandsmótinu verði þessi þegar upp verður staðið í haust: 1. Valur, ÍA, Fram, KR, ÍBV, ÍBK, Þróttur, KA, Haukar. - þr. í2. deildinni hafa nukkur lidanna tckið upp þann skemmtilega sið að bjóða andstæðingum sínum íkaffi og kökur að lcikjum loknum. Sennilega hafa cngir gert þetta rausnarlegar en Þórður Þórðarson og Þróttararnir hans á Neskaupstað, en fleiri fylgt í kjölfarið. Þessi mynd er tekin í Valhöll á Eskifirði á dögunum eftir leik Austra og Fylkis og sjást leikmenn liðanna yfir veitingum. jafn mörg mörk og þau hafa fengið á sig — eins og góður íþróttafréttamaður fann út fyrir nokkrum árum. í alvöru talað þá hafa verið skoruð 65 mörk sam- kvæmt kokkabókum Morgun- blaðsins í leikjum 1. deildar til þessa. Það þýðir að í deildinni hafi verið skoruð 2.6 mörk í leik að meðaltali, sem ætti að vera mjög jákvætt fyrir áhorfendur. Mörkin eru jú pipar og salt knattspyrn- unnar og þetta skor er yfir meðal- tali undanfarinna ára hér á landi. I 2. deildinni hafa menn verið enn iðnari við skorunina, en þar eru mörkin samtals orðin 82 í 26 leikjum, svo aftur sé vitnað í bækur kokka Morgunblaðsins. Meðaltalið verður því liðlega 3.15 mörk í leik. Þar ætti því alls ekki að skorta krydd og spennandi augnablik. Eins og undirritaður spáði í uppliafi móts virðast FH og Breiðablik vera sterkustu lið deildarinnar. FH-ingar þó ekki eins sannfærandi og spáð var, en Blikarnir hins vegar enn betri. í deildinni er annars ekki mikið af fyrirbærum, sem koma á óvart. Það er helzt að Fylkir og Austri fagni minna gengi en búast hefði mátt við. Þau lið virðast þó bæði vera að sækja í sig veðrið. Knattspyrnan í sumar hefur á köflum verið mjög góð, a.m.k. það sem undirritaður hefur haft tæki- færi til að berja augum. Blaða- menn virðast því miður vera helzt til neikvæðir á frammistöðu leik- manna. T.a.m. er það heldur óskemmtilegt að líkja liði Hauka við firmalið, ætli menn geri sér grein fyrir því að Haukarnir voru í 2. deild, æfa við erfiðar aðstæður, en hafa ekki lagt hætis hót minna heldur en t.d. Akranes, Fram og önnur lið á toppi 1. deildarinnar. Þetta firmalið úr Firðinum tók jú Akranes til bæna á dögunum, kannski Akranes sé lið Sements- verksmiðjunnar eða Skagaprjóns. Eitt enn um keppnina í 1. og 2. deild. Óþarflega mikil harka hefur verið í mörgum leikjanna og hættuleg brot verið alltof tíð. Nú þegar er heill herskari leikmanna á sjúkralista, tala þeirra gerir meira en að fylla tvö knattspyrnu- lið. Leikmenn ættu aðeins að hugsa áður en þeir brjóta af sér að óþörfu, ekki endilega að telja upp að 10, til þess er enginn tími, en til dæmis að setja sjálfan sig í spor þess, sem verður að fylgjast með knattspyrnuvertíðinni brotinn eða slitinn vegna óþarfa brots and- stæðings. Dómgæzlan í deildunum tveimur hefur á margan hátt verið betri í ár en áður og meiri festa verið á hlutunum. Hins vegar mættu dómarar frekar leyfa sér að sjá í gegnum fingur þegar um leiðindanöldur er að ræða, en heldur að lyfta spjöldum sínum þegar um háskaleg brot er að ræða. A EFTIR BDLTANUIVI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.