Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 44
EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU \i <;i.ysi\<;.\- SÍMINN Klt: 22480 EFÞAÐERFRETT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU \i <;i.ysin<;\ SÍMINN KK: 22480 LAUGARDAGUR 23. JUNI1979 Islendingur hlaut 18 milljón króna rannsóknastyrk NÝLEGA var ungum ís- lonskum vísindamanni, Kristjáni R. Jessen, veitt- ur styrkur írá The Mental Ilealth Foundation (M.II.F.) Senior Research Fellowship — til rann- sókna á sviði taugalíffræði næstu þrjú ár. Styrkurinn nemur £27,500 eða um 18 milljónum íslenskra króna. Kristján R. Jcssen The Mental Health Found- ation sem er breskur sjóður til styrktar rannsóknum á taugakerfinu og einnig á sviði sálfræði veitir slíkan styrk árlega eða sjaldnar til verk- efna er að mati sjóðstjórnar þykja líkleg til að auka skiln- Soðningin 24% dýrari VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað hækkun á fiski til ncyt- enda í kjölfar fiskverðshækkun- arinnar á dögunum. Er meðaltalshækkunin 24%. Má nefna sem dæmi að ýsuflök án þunnilda hækka úr 675 í 838 krónur kílóið og hausuð ýsa hækk- ar úr 370 í 463 krónur kílóið. ing á starfsemi heilans og þeim breytingum á henni sem leiða til geðrænna sjúkdóma. Verkefni Kristjáns er að kanna glia-frumur í heila, einkum þá eiginleika glia- frumanna er lúta að sam- skiptum þeirra — með hjálp taugaboðefna — við tauga- frumur heilans. Kristján lauk B.Sc. jirófi í líffræði frá Háskóla Islands 1973. Hann stundaði síðan framhaldsnám í taugalíf- fræði við University College, London 1974—5 er hann lauk M.Sc. prófi, og við Háskólann í Oxford 1975—6 og hefur síðan unnið að rannsóknum til doktorsprófs við Univers- ity College, London. Listflugmaðurinn Tony Bianchi sýnir listflug á flugdegi í Reykjavík í dag, en í gær tók Kristján ljósmyndari Mbl. þessa mynd úr vélinni CAP 10, þegar þeir voru á hvolfi einhvers staðar yfir borginni. Sjá nánar um flugdag á bls. 27. Niðurstaða þriggja ungra vísindamanna varóandifiskveiðar: 40-60% minni sókn skilar miklum arði ÞJÓÐHAGSLEGA hagkvæmt er að draga nú þegar allverulega úr sókn í íslenskar botnfisktegundir og þyrfti samdrátturinn að vera 40 til 60%. Þessi minni sókn skilaði þjóðarbúinu miklum arði, að nokkru í auknum afla sfðar Floti, sem cr 50 þúsund smálest- ir, nægði til að skila á land 700 þúsund lestum en í dag er fiski- skipafloti okkar íslendinga 64 þúsund smálestir að stærð. Árið 1950 var fiskiskipafloti okkar hæfilcga stór, en stærri floti hefur ekki aukið aflann, heldur þvert á móti minnkað hann. Með því að reka útgerðina með fullri hagkvæmni gæti hún skilað 50 milljarða kr. arði í stað þess að vera á núlli eins og í dag. Þctta og margt fleira eru niður- stöður af ráðstefnu sem reikni- fræðistofa Raunvfsindastofnunar Póstur og sími kærir útgáfu Upplýsingarits: Formaóur Eyverja lok- aður inni í yfirheyrslum SIGURÐUR Karlsson, íormaður Eyverja. félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. var lokaður inni í lögrcglustöðinni í Eyjum í gær vcgna kæru frá Baldri Böðvarssyni símstöðvarstjóra í Eyjum í sambandi við útgáfu Eyverja á Upplýsingariti um Eyjar, en í því cr auk margs konar efnis innanbæjarsfmaskrá. Upplýsingaritið var ætlað til dreif- ingar endurgjaldslaust til Eyjabúa, en í því eru m.a. upplýsingar um fyrirtæki í Eyjum, íbúaskrá, ágrip af sögu Eyjanna, myndir, auglýsingar og annar fróðleikur til hagræðis fyrir fólk en með tilliti til sjóndapurra er skráin prentuð með letri sem er liðlega tvöfalt stærra en letrið í opinberu símaskránni nýju. Slík upp- sláttarrit hafa verið gefin út annars staðar á landinu um árabil án slíkra aðgerða Pósts og síma, en kæran er brot á lögum um einkarétt Pósts og síma á að gefa út nafnaskrá fyrir fjarskiptastöðvar og fjarskiptatæki. Stöðvarstjóri Pósts og síma í Eyjum fann ekki að hugmynd Eyjamann- anna fyrr en verkið var nær fullunn- ið. Bjarni Sighvatsson varaformaður Eyverja sagði í samtali við Mbl. í gær, að þetta framtak hefði ekki verið neitt leyndarmál, enda hefði verið unnið að því opinberlega í Eyjum í marga mánuði og allir hefðu vitað um það og hefði það verið gert í góðri trú. Morgunblaðið hafði tal af Jóni Skúlasyni, póst- og símamálastjóra, í gærkvöldi og sagðist hann ekki vita annað en að hér hefði átt að vera um lögbann að ræða en ekki kæru. „Við báðum um að þessi útgáfa, eins og okkur var sagt að hún væri, yrði stöðvuð, en við höfum ekki beðið um að neinn yrði settur í fangelsi, við vildum aðeins vekja athygli á einka- rétti okkar og ég er ákaflega leiður yfir þessari þróun mála.“ Við yfirheyrslur hafa aðstandend- ur Upplýsingaritsins ekki viljað gefa upp hvar upplagið sé niðurkomið. Þetta mun vera fyrsta kæra Pósts og síma af þessu tagi. Júlíus B. Georgs- son, fulltrúi fógeta í Eyjum, kvaðst ekki geta sagt hvað Sigurði yrði haldið lengi þegar blaðið hafði sam- band við hann um miðnætti, kvaðst eiga eftir að ákveða það. ASIogVSI ræda 3% grunnkaups- hækkun VIÐRÆÐUR milli Vinnuveit- endasambands íslands og Al- þýðusambands íslands um 3% grunnkaupshækkun heíjast á mánudag og er boðaður fundur aðila klukkan 14 á mánudag 1 húsakynnum VSÍ að Garða- stræti 41. Á fimmtudag ritaði ASÍ VSÍ bréf, þar sem farið var fram á þessar viðræður á grundvelli samþykktar miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands um þetta mál. Heildarkjarasamningar milli að- ila vinnumarkaðarins hafa verið lausir frá því 1. desember síðast- liðinn, er samningstíminn rann út. Það eru þvi hartnær 7 mánuð- ir frá því er samningar runnu út og þar til viðræður hefjast um grunnkaupshækkanir milli aðila vinnumarkaðarins. Háskólans gekkst fyrir um reikni- líkön á sviði fiskifræði. Margir fluttu erindi á þessari ráðstefnu, þar á meðal Ragnar Árnason hagfræðingur, Þorkell Ilelgason stærðfræðingur og Einar Júlíus- son cðlisfræðingur. Allir fjölluðu þeir um „fiskihag- fræði“ á grundvelli reiknilíkana, sem þeir hafa gert í þeim tilgangi að finna þá sókn eða það sóknar- mynstur í íslenskar botnfiskteg- undir, sem leiðir til hámarksaf- raksturs þjóðarbúsins af veiðum og vinnslu í lengd og bráð, og hafa allir komist að sömu megin niður- stöðum. I rannsóknum sínum fjalla þeir um þessa hluti með nýjum aðferð- um, sem ef til vill færa okkur nær því að nýta okkar mikilvægustu náttúruauðlind af fullri skynsemi. Hvort okkur tekst það er spurn- ing um heill lítillar þjóðar, sem lifir nær eingöngu á fiskveiðum. Útgerðin stendur á krossgötum. Spurningin er: hvað er til ráða? Morgunblaðið leitaði svara við þeirri spurningu á blaðsíðum 19 til 26. V innuv eitendur stefna á mánudag Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnufé- laganna hafa hvort í sínu lagi ákveðið að höfða mál fyrir félags- dómi á hendur Farmanna- og fiski- mannasambandi fslands fyrir hönd aðildarfélaga sambandsins vcgna yfirvinnubanns yfirmanna á far- skipum í uófnum við Faxaflóa og hcimahöfnum skipa. Verður stefnt í málinu næstkomandi mánudag, láti farmenn ckki af yfirvinnubanninu fyrir þann tíma. Barði Friðriksson hæstaréttarlög- maður og framkvæmdastjóri hjá Vinnuveitendasambandinu mun reka málið fyrir VSÍ og Skúli Jón Pálmason, hæstaréttarlögmaður og fyrrum formaður Vinnumálasam- bandsins, mun reka málið fyrir það. Barði Priðriksson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Farmanna- og fiskimannasambandinu yrði stefnt, enda hefðu öll bréfaskipti milli aðila deilunnar farið fram með því að notaðir hefðu verið bréfhaus- ar FFSÍ. Um 100 starfsmönn- um Flugleiða sagt upp RÁÐGERT er, samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur afl- að sér, að segja upp um 100 af starfsmönnum FLugleiða í næstu viku í framhaldi af ákvörðun stjórnar um að gæta fyllstu sparsemi í rekstri fyrirtækisins. Hér mun vera um að ræða u.þ.b. 50 störf á skrifstofum Flugleiða og annað eins í röðum starfsfólks í flugstöðvum og þá aðallega í Keflavík og New York. Búið mun vera að gefa mörgum af þessum starfsmönnum í skyn hvað fram- undan sé, en þó hafa endanlegar ákvarðanir ekki verið teknar ennþá. Uppsagnir þessar ná til um það bil 20% af starfsfólki í skrifstofuþjónustu FLugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.