Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 21
 _____________________ÚTGERÐIN MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 2 1 þessi veiöileyfi, þá myndu þeir, sem á endanum ekki gerðu út, vegna þess aö útgerð þeirra væri óhagkvæm, samt sem áður fá allt sitt tjón bætt, því þeir myndu selja veiðileyfin. Allir eiga að geta hagnast Kjarninn í þessu máli er sá að það eiga allir að geta hagnast. Málið er það að talað er um að taka upp hagkvæma fiskveiði- stefnu sem eykur arðinn af veið- unum umfram allan kostnað, ef það verður arður af veiðunum þá er hægt að bæta öllum upp það tjón sem þeir verða fyrir, það eiga allir að hafa það betra. Það er aðeins spurning hvernig þeim tekjum verður dreift á milli manna. Þetta ákvarðast þó að nokkru af því hvaða stjórnunar- leið er farin. Hins vegar skiptir það miklu máli að velja kerfi sem er þannig, að samkv. því sé unnt að sjá til þess að enginn beri skertan hlut frá borði. Þar koma helst til greina tvær leiðir, annars vegar það að ríkið selji veiðileyfin og hins vegar auðlindaskatturinn, sem er skattur á aflamagn. — Hvaða efnahagslega þýðingu hefur breyting á fiskveiðistefnu þeiri sem nú ríkir yir í æskilega fiskveiðistefnu fyrir þjóðfélagið? „Það er engum blöðum um það að fletta að slík breyting hefur geysilega efnahagslega þýðingu fyrir þetta þjóðfélag. Það má setja fram í þessu sambandi ákv. kenn- ingu, sem virðist vera rétt. Stærsti hluti okkar efnahagsstarfsemi byggist á nýtingu á sameiginlegri náttúruauðlind, slík nýting leiðir alltaf til offjárfestingar og of- sóknar, fyrirtækin eru þéss vegna hagnaðarlaus, síðan kemur til að þetta er sveiflukenndur atvinnu- vegur, vegna verðlags á erlendum mörkuðum og vegna náttúrulegra sveiflna á fiskistofnum og veður- fari. Ef það verður sveifla niður á við þá kemst atvinnuvegurinn í þrot, og er honum þá bjargað vegna mikilvægis síns með gengis- fellingu. Það veldur aftur á móti verðbólgu. Vegna gengisfellingar- innar batnar hagur útgerðarinn- ar, hún fer að fjárfesta á nýjan leik, þá fer hagur hennar aftur versnandi efnahagslega séð. Síðan hlýtur að koma að því fyrr eða síðar að það verður sveifla niður á við, þá verður að fella gengið á nýjan leik, með aukinni verðbólgu í kjölfarið. Verðbólgan rýrir hag útgerðarinnar Þessi þróun gerist alltaf hraðar og hraðar og sjálf verðbólgan flýtir fyrir því að hagur útgerðar- innar komist aftur í lágmark. Það má leiða að því gild rök að þessi sívaxandi verðbólguhraði sem við búum við, stafi einmitt af þessu vandamáli. Sívaxandi verðbólgu- hraði, stöðugur og sívaxandi rekstrarvandi útgerðarinnar þrátt fyrir alger metár, en samt eru rauntekjur almennings ekki miklu hærri en þær voru fyrir allmörg- um árum, við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum í því efni. Öll þessi hringrás verður aðeins leyst með því að taka upp skyn- samlega fiskveiðistefnu. Verði það ekki gert höldum við áfram á þessari hnignunarbraut, sívaxandi verðbólgu, stöðugu neyðarástandi í sjávarútvegi og of lágum raun- tekjum landsmanna. Þetta er, að niínu áliti, stærsti þátturinn í þessari eilífu verðbólgu sem við búum við, það er okkar megin atvinnuvegur byggist á nýtingu endurnýjanlegrar náttúruauðlind- ar. Ef við ætlum að reyna að ráða niðurlögum verðbólgunar verðum við að ráðast gegn rótum mein- semdarinnar og breyta skipulag- inu á nýtingu þessarar auðlindar. - ÓJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.