Morgunblaðið - 23.06.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.06.1979, Qupperneq 27
1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 2 7 800 ára af mæli Snorra Sturlusonar: „Kringla heimsins, sú er mannfólkit by ggvir. Hátíðardagskrá í tilefni 800 ára íæðingarafmælis Snorra Sturlusonar fór fram í hátíðarsal Háskóla íslands í gær. Fjölmenm var við athöfnina og íslensk veðrátta skartaði spariklæðum í tilefni dagsins. Útvarpað var frá athöfninni. Athöfnin hófst með Jþví að blásarakvartett lék „Ar vas alda“, og setti þetta gamla íslenska þjóðlag strax í upp- hafi hátíðarblæ á athöfnina. Blásarakvartettinn skipa fé- lagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands, þeir Árni Elvar, Her- bert H. Ágústsson, Stefán Þ. Stephensen og William Gregory. Að því loknu setti Guðlaug- ur Þorvaldsson, háskólarekt- or, hátíðina en hann er for- maður Snorranefndar. Halldór Laxness rithöfund- ur flutti ræðu þar sem hann fjallaði um Heimskringlu en þó einkum og sér í lagi þann hluta hennar sem nefnist Ólafs saga helga. Síðan var lesið úr ritverk- um Snorra Sturlusonar. Les- arar voru Óskar Halldórsson, Silja Aðalsteinsdóttir og Sverrir Hólmarsson og var í upplestri þessum víða komið við í ritverkum Snorra. Að lokum flutti blásara- kvartettinn „ísland, farsælda frón“. Gestum var að lokinni þessari athöfn í Háskólanum boðið að ganga til Þjóðminja- safns, þar sem opnuð var í Bogasal sýning í tilefni 8 alda afmælis Snorra. Á sýningu þessari getur að líta fjölmörg handrit sem geyma ritverk Snorra. Má þar nefna eitt einstakt blað úr handritinu Kringlu, en það handrit hafði að geyma alla hluta Heimskringlu. Nafngift Heimskringlu má rekja til upphafsoröa hennar sem seg- ir: „Kringla heimsins, sú er mannfólkit byggvir, er mjög vágskorin". Kringla brann í Kaupmannahöfn árið 1728 en þetta eina blað hafði orðið viðskila við handritið og hef- ur varðveist af þeim ástæð- um. Meðal annarra sýningar- gripa má nefna Flateyjarbók, sem geymir Ólafs sögu helga og önnur rit, Möðruvallabók, sem geymir 11 Islendingasög- ur og þar á meðal Egils sögu, en sumir fræðimenn telja Snorra hafa samið hana. Þór Magnússon þjóðminja- vörður sagði við opnun sýn- ingarinnar: „Snorri Sturluson hefur ekki eftirlátið okkur nein þau verðmæti sem mölur og ryð fá grandað" og því ekkert hefur varðveist af jarðneskum eigum Snorra, sem á sínum tíma var einn mesti stóreignamaður lands- ins. En á þessari sýningu gefst tækifæri til að sjá hand- rit sem geyma þær gersemar sem Snorri skóp og standa ofar veraldlegu glysi. Að sýningunni í Bogasal standa Landsbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar og Þjóðminjasafnið. Sýningin verður opin í allt sumar. Hönnuður sýningarinnar er Steinþór Sigurðsson. í tilefni þessarar sýningar hefur verið gefin út vegleg sýningarskrá sem hefur að geyma upplýsingar um hand- rit og myndir sem á sýning- unni eru, auk tveggja formála sem Kristján Eldjárn, forseti íslands, og Finnbogi Guð- mundsson, landsbókavörður, hafa skrifað. Haustið 1978 skipaði menntamálaráðherra Snorra- nefnd, sem séð hefur um undirbúning hátíðardag- skrárinnar í Háskólanum og sýninguna í Bogasal. Formað- ur nefndarinnar er Guðlaug- ur Þorvaldsson, en aðrir Halldór Laxness rithöfundur flutti ra>ðu um Snorra og verk hans. og þó sérstaklega um Ólaf s sögu helga. nefndarmenn eru Gils Guð- mundsson og Ólafur Hall- dórsson. Heiðursformaður er forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, og hefur hann starf- að mikið með nefndinni. Ýms- ir aðilar og samtök hafa minnst þessa afmælis með einhverjum hætti og nægir þar að nefna útvarp, sjónvarp og Fornritafélagið. Snorra- nefnd hefur í hyggju að bjóða hingað til lands norska fræði- manninum Holm-Olsen, sem margir telja einn fróðasta núlifandi manna um Snorra og verk hans og mun hann flytja fyrirlestur í Háskólan- um um það efni. Listf lug og svif drekaflug eru meðal atriða á f lugdegi í dag Á hlið yfir Fossvogi, en andartaki síðar var jörðin ekki lengur undir vélinni, eins og flestir flugfarþegar eiga að venjast, hcldur beint fyrir oían. Tony Bianchi við stýrið á listflugvélinni CAP 10. Ljósm. Kristján. FLUGMÁLAFÉLAG ís- lands stendur fyrir sér- stökum flugdegi í Reykjavík og á Akureyri í dag, laugardag og á morgun, sunnudag. Flug- dagurinn í Reykjavík hefst með því að fólki verður gefinn kostur á að fara í útsýnisflug kl. 9— 12 f.h. og kl. 12:30-13:30 fer fram hópflug 15 einkaflugvéla yfir Reykjavík. Klukkan 13 verða flutt ávörp og síðan frá kl. 13:20—16 verða hin ýmsu dagskráratriði svo sem flug Fokker véla Landlielgis- gæzlunnar og þyrlu hennar, DeHavilland Dash—7 sýnir stutt flugtak og aðrar listir, vélar frá vestur—þýzka flug- hernum og bandaríska hernum Hér stefnir Tony vélinni beint til jarðar við Suðurgötuna, en hann var ýmist með vélina í 4.500 eða 2000 feta ha“ð og sagðist ljósmyndarinn hafa átt fullt í fangi með að henda reiður á í hvaða átt vélin stcfndi og fengið hálsrfg af að horfa „niður'* á jörðina. sýna, einnig fljúga Panthom og Lockheed þotur yfir svæðið og félagar úr Fallhlífarklúbbum Reykjavíkur og Akureyrar sýna fallhlífarstökk úr Douglas vél Landgræðslunnar. Þá verður sýnt flug á radíóstýrðum flug- módelum og á sérstæðri þyril- vængju, sem smíðuð var hér- lendis svo og listflug á svif- flugum. Klukkan 15:35—16 koma síðan fram þekktir erlendir gestir, annar bandaríski svifdrekaflug- maðurinn Dan O’Neil, sem sýnir flug á vélsvifdreka og listflug- maðurinn brezki Tony Bianchi. Sýnir hann listflug á vélinni Cap 10, sem er í eigu Magnúsar Norðdahl og fleiri áhugamanna um listflug. — Eg hefi sýnt listflug nú í nokkur ár, sagði Tony Bianci i samtali við Mbl., en auk þess keppi ég stundum í listflugi. Sagðist hann hafa sýnt listflug í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Bandaríkjunum auk heimalands síns, en á flugdegi í Reykjavík í fyrrahaust var ráðgert að hann sýndi listflug, sem þó varð að hætta við þar sem deginum var þá frestað og hann gat ekki beðið. — En auk þess að stunda listflug hefi ég starfað við ýmis konar flug, m.a. fyrir kvikmynd- ir, en aðalstarf mitt er við fyrirtæki sem ég tók við af föður mínum og sinnir endurbyggingu og viðhaldi ýmis konar sjald- gæfra flugvéla, m.a. tveggja Spitfire véla. Ekki vildi Bianci halda fram að listflug væri hættulegt starf, það væri ekki hættulegra en að fljúga áætlunarflug við misjöfn skilyrði, en í listflugi væri aðai- atriðið að vera alltaf i góðri þjálfun og ætla sér ekki að gera hluti, sem menn réðu ekki við. Þá sagði hann að listflugmenn treystu ekki öðrum vélum al- mennilega en nýjum og nýlegum, enda væru listflugvélar í dag alltaf byggðar með þetta ákveðna hlutverk í huga. Magn- ús Norðdahl, einn eigenda list- flugvélarinnar, sagði að hún væri nú ársgömul og væri talin mjög fullkomin að allri gerð og væri það áhugamál listflug- áhugamanna hérlendis að Bianchi myndi jafnvel þjálfa einn til tvo íslendinga, en einnig hefur komið til tals að hann keppi sjálfur fyrir ísland í list- flugskeppnum ef honum verður útveguð vél. Flugdagurinn á Akureyri verður með svipuðu sniði og í Reykjavík og sem fyrr segir hefst aðaldagskráin kl. 13 og verður selt inn á svæðið við Öskjuhlíð og Flugvallarveg. Þá verða í gildi umferðartakmark- anir á þann veg að einstefna verður um Flugvallarveginn framhjá Slökkvistöðinni og út af flugvallarsvæðinu um gamla Flugvallarveginn til norðurs og frá Nauthólsvík að Fossvogskap- ellu að sunnanverðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.