Morgunblaðið - 23.06.1979, Síða 5

Morgunblaðið - 23.06.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 5 Heimsókn vestur-þýzka þjálfunarskipsins Deutschland: „Öll foringjaefni sjóhersins hefja feril sinn með þriggja mánaða ferð” ur inn í október ár hvert. Þessi þjálfun stendur yfirleitt yfir frani undir jól, en þá fara menn í frí fram yfir áramót. Janúarmánuð- ur er síðan notaður til þess að búa skipið fyrir næstu ferð. Skipstjórinn safíði að þessar ferðir væru ekki bara eintómar siítlinfíar um heimshöfin, heldur færu fram alls konar æfinfjar allan tímann meðan á þeim stæði. Nú hefði ferðin hafist í Kiel, heimahöfn skipsins, en þaðan hefði verið sifílt með Norefts- strönd of; farið inn á marfja firði, þar sem ýmsar æfinfíar fóru fram, bæði í samvinnu við norska her- inn of; með vitund hans. Enda- höfnin í Norefji var Tromsö. Þaðan var síðan siglt áleiðis til Islands þar sem skipið mun verða Tveir verðandi foringjar í sjó- hernum virða Skúla Magnússon fyrir sér í blíðunni í gær. Vestur-þýzka þjálfunarskipið Deutschland. DEUTSCHLAND. þjálfunar- og æfingaskip vestur-þýzka flotans, er hér á landi um þcssar mundir í fyrsta sinni. Á blaðamannafundi sem yfirmenn skipsins boðuðu til í gær sagði Gerhard Krancke skipstjóri, að allir verðandi yfirmenn í sjóhcrnum væru í þrjá mánuði um borð í skipinu á fyrsta ári þjálfunar sinnar. Skipstjórinn sagði ennfrcmur, að sá háttur væri háfður á, að ungu mennirnir, sem yfirleitt væru á aldrinum 18—20 ára. væru eina til tvær vikur á hverjum stað í skipinu og ættu því eftir þriggja mánaða fcrð að hafa kynnst nokkuð vel öllum störfum á venjulegu herskipi. Dcutschland fer yíirlcitt tvær ferðir á ári með um 125 foringjacfni, þ.e.a.s. um 250 ný foringjaefni bætast árlega við í sjóher Vestur-Þýzkalands en í honum eru í kringum 30 þúsund manns. Deutschland er 4850 tonna skip, 138 metrar á lengd, 16 metrar á breidd, ristir um 5,97 metra og mesti hraði er um 21 sjómíla við venjuleg skilyrði. Venjulega eru um borð 450—500 manns með nýju foringjaefnunum, en að sögn skipstjórans er skipt að mestu um áhöfn árlega, þar sem menn gegna herskyldu aðeins í 15 mán- uði, það eru aðeins æðstu yfir- menn skipsins sem eru áfram. Fyrri ferð skipsins hefst alla jafnan í byrjun febrúar og stend- ur til aprílloka. Maímánuður er síðan notaður til að endurnýja birgðir og sinna því viðhaldi, sem ekki er unnið í slipp. Síðari ferð skipsins hefst svo i byrjun júní, 5. júní að þessu sinni, og stendur fram í lok ágúst. Skipið er tekið í slipp í septem- ber og er þar fram í miðjan nóvember, en þá hefst þjálfun nýrrar áhafnar, sem jafnan kem- Skipstjórinn Gerhard Krancke. fram á mánudag, en engar æfing- ar munu fara fram hér. Aftur á móti verður almenningi boðið að koma um borð og skoða skipið í dag frá kl. 16.00—19.00 og haldin verður skemmtun fyrir börn um borð á morgun milli kl. 15.00—17.00. Þá mun áhöfn skips- ins leika knattspyrnu við meistaraflokk Fram á morgun klukkan 14.00, en skipstjórinn sagði það alveg öruggt, að þeir töpuðu þeirri viðureign þar sem þetta væri mjög ósamæfður hóp- ur. Því miður héidi fólk alltaf að þegar Þjóðverjar léku knatt- spyrnu hlytu þeir að sigra. Skipstjórinn sagðist vera í þess- ari stöðu vegna mikils áhuga síns á að starfa með ungu fólki og að fá að kynnast fólki úr öllum stéttum þjóðarinnar, slíkt væri ómetanlegt fyrir hvern einasta mann. Frá íslandi heldur skipið svo til Kanada, þaðan til Kanaríeyja, síðan til Dyflinnar á Irlandi og aftur til Kielar í Vestur-Þýzkalandi. Nordsat-áætlun- in f restast lík- lega um eitt ár FYRIRSJÁANLEGT er nú að Nordsat-áætlun Norðurlandanna, sem miðar að því að allir Norðurlandabúar geti tekið ú móti útsendingum allra sjónvarpsstöðva Norðurlanda um gervihnött, seinki nú um að minnsta kosti eitt ár. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs, sem haldinn var í Kaupmannahöfn nú fyrir skömmu. en fundinn sátu einnig norrænir samráðsráðherrar, nema sá íslenzki. Staðgengill hans á fundinum var Agnar Klemenz Jónsson sendiherra. Fund forsætisnefndar Norður- landaráðs sátu Eiður Guðnason, alþingismaður, einn af varaforsetum ráðsins, og Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri, ritari Islandsdeild- ar Norðurlandaráðs. Eiður Guðna- son sagði í samtali við Morgunbiað- ið, að fjórir sérfræðingahópar hefðu unnið að undirbúningi málsins, svo að unnt yrði að fjalla um það í Norðurlandaráði. Var gert ráð fyrir því að þessir sérfræðingahópar skil- uðu áliti nú í vor og að unnt yrði að taka málið fyrir á Norðurlandaráðs- þingi í Reykjavík, sem haldið verður Farmannadeilan: Gerðardóm- ur tilnefndur IIÆSTIRÉTTUR tilnefndi í gær, samkvæmt tilmælum forsætisráð- herra. þrjá menn í gcrðardóm í farmannudcilunni. en dómurinn á að ákveða kaup og kjör farmanna. samkvæmt nýútgcfnum bráða- birgðalögum, fyrir 1. ágúst. Hæstiréttur tilnefndi eftirtalda menn. dr. Guðmund Magnússpn, prófessor, formaður, Hrólfur Ás- valdsson, viðskiptafræðing Hag- stofu íslands, og Jóhannes L.L. Helgason, hæstaréttarlögmann. Samkvæmt bráðabirgðalögunum á gerðardómurinn að setja sér starfsreglur, afla sér af sjálfsdáðum nauðsynlegra gagna, og er rétt að krefjast skýrslna, munnlegra og skriflegra, af einstökum mönnum og opinberum aðilum — eins og segir í bráðabirgða lögunum. dagana 3. til 9. marz næstkomandi. Þessir fjórir hópar fjalla um málið frá menningarlegu sjónarmiði, frá tæknilegu, efnahagslegu og lög- fræðilegu og i ljós hefur komið að þau mál er lúta að dagskrá og höfundarrétti eru svo flókin, að ekki hefur reynzt unnt að ljúka vinnu hópanna. Eftir að þeir skila áliti er nauðsynlegt að senda álit þeirra til umsagnar mjög víða og þar sem hóparnir geta ekki skilað málunum af sér fyrr en i haust, frestast málið um eitt ár. Er þess vænzt að unnt verði að fjalla um málið endanlega að ári. Eiður Guðnason kvað til tals hafa komið að taka málið út af regluleg- um Norðurlandaráðsþinguin, þar sem það er svo viðamikið að menn telja sumir hverjir að það ryddi öðrum málum út af dagskrá. Því er um það rætt nú að efna til aukaþings um Nordsat. Eiður kvað þennan frest aðeins eiga að verða til þess að málið verður betur undirbúið en ella og að því er varðar dagskrár og höfundarrétt væru mörg ljón í veg- inum. Sennilega yrði að fara út í það að samræma dagskrár allra nor- rænu sjónvarpsstöðvanna, þar sem t.d. BBC myndi ekki vilja selja sama prógrammiö öllum stöðvunum fimm eftir að þær sjást á öllum Norður- löndunum. Því væri líklegt að koma yrði á sameiginlegum innkaupum stöðvanna allra, sem bezt skýrist af því að íslenzka sjónvarpið kaupir nú á kjörum, sem miðuð eru við 230 þúsund manna markað, en þegar Nordsat verður komið í gagnið verður markaðurinn fyrir 23 milljónir manna. Niðurstaðan yrði, að allir sæju allt hjá öllum. LaugardagsLAMB Úrvalsréttir úr íslensku lambakjöti á kynningarverði Kvöldverðir matreiddir samkvæmt fyrir- mælum Sigrúnar Davíðsdóttur. Reynið nýja rétti úr okkar frábæra lambakjöti. AHir matargestir fá uppskriftimar með sér heim og geta þá sjálfir spreytt sig í i eldhúsinu íkvöld: \ Forréttur: V; Kaldur fiskréttur \ í sítrónukryddlegi \ Aðalréttir: Fyllt glóðarsteikt lambalæri Lambakjöt á teini Eftirréttur: ís með rommsveskjum og súkkulaði Borðapantanir í síma 20221 e. kl. 16.00 Áskiljum okkur rétt til að ráðstafa fráteknum borðum e. kl. 20.30 ^ Dansað til kl. 02 VT T \hoTel/ Súlnasalur /A<?A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.