Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 19
UTGERÐIN Á næstu síðum eru viðtöl við þrjá fyrirlesara á ráðstefnu sem nýlega var haldin um reiknilíkön á sviði fiskifræði. Þar gerðu Þeir grein fyrir niðurstöðum útreikninga sinna á hagkvæmri sókn í íslenskar botnfisktegundir. 19 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 Auðlindaskatt eða óheftasókn? Arðsemi - eða botnlaust tap? greinum og koma þar í vaxandi mæli í stað kostnaðarsamra tilrauna. I líffræðivísindum er slík reiknitækni minna notuð af eðlilegum ástæðum. Á ráöstefnunni var þó skýrt frá nokkrum reiknifræðilegum aðferðum og tilraunum er tengjast fiskifræði á einn eða annan hátt, einkum varðandi stofnstærðarmat, vistfræði sjávar og fiskihagfræði. Á ráðstefnunni voru flutt ellefu erindi um ofangreinda málaflokka. Morgunblaðið vill gefa lesendum sínum innsýn í einn þeirra meö því að ræða viö þrjá fyrirlesara sem fjölluðu um efnið fiskihagfræði, en það voru þeir dr. Einar Júlíusson eðlisfræðingur, Ragnar Árnason haffræöingur og dr. Þorkell Helgason dósent. Þeir fjölluðu allir um útreikninga á hagkvæmri sókn í íslenskar botnfisktegundir, einkum þorskinn; málefni sem mjög er í brennidepli. REIKNISTOFA Raunvísindastofnunar Háskóla íslands gekkst í byrjun þessa mánaðar fyrir ráðstefnu um reiknilíkön á sviði fiskifræði. Með sívaxandi tölvutækni er unnt að gera ýmsa flókna útreikninga sem áður var örðugt, ókleift eða of kostnaðarsamt að framkvæma. Þar við bætist að þegar slíkt reiknikerfi hefur verið gert er auðvelt og ódýrt að endurtaka reikningana með breyttum forsendum. Reiknilíkön í tölvum geta kannaö mikinn fjölda möguleika við lausn gefinna vandamála, jafnvel leitað að þeirri lausn er best uppfyllir gefin skilyrði. Slík reiknilíkön eru mjög mikið notuð í verkfræðilegum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.