Morgunblaðið - 23.06.1979, Side 40

Morgunblaðið - 23.06.1979, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 KArPINU (0 Sé þetta óskilamuna-deildin, hefur nokkur komið með móður mína? Því er nú einu sinni þannig varið með hann, að ef hann segist ætla að reykja pípu, þá reykir hann pípu og ekkert kjaftæði. T jörnin næst? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I úrspilsæfingu vikunnar þarf að finna svör við mörgum spurn- ingum. Austur og vestur hafa alltaf sagt pass en norður gaf. Norður S. 973 H. K86 T. 76 L. DG843 Suður S. ÁK6 H. Á97 T. ÁK54 L. K72 Suður er sagnhafi í þrem grönd- um og fær út spaðadrottningu? Fyrsta málið er hvað best sé að gera við útspilið. Fái vestur að eiga slaginn getur hann skipt í annanhvorn rauðu litanna. Styrk- ur okkar jafnmikill í þeim báðum og eini ávinningurinn væri að hafa gefið einn slag. Við tökum því fyrsta slaginn með kóng og ráðumst eðlilega á laufið. í fyrstu virðist sjálfsagt að spila lágu að háspilum blinds. En er það svo sjálfsagt. Nei, skiptist liturinn 3—2 er sama hvernig honum er spilað, fjórir slagir og þar með einn yfirslagur verða auðveldir. Við höfum efni á að gefa tvo slagi á laufið ef við fáum í staðinn þrjá og mikið þarf að ske til að við vinnum ekki spilið ef við spilum laufkóng frá hendinni í slag nr. 2. Eigi austur öll laufin fimm verðum við að vísu að gefast upp en 4—1 skiptingin verður okkur auðveld. Fyrst gerum við ráð fyrir að kóngurinn sé drepinn. Sé spaða þá spilað gefum við og sjáum í næsta slag hvernig hann skiptist. Hafi vestur átt fimm spaða í upphafi verðum við næst að svína laufáttu láti vestur lágt. Með því vinnum við spilið þó vestur hafi átt í upphafi 10965. En hafi vestur átt laufásinn einspil má austur stöðva litinn einu sinni. Ef við fáum á laufkónginn spilum við litnum aftur. Sé vestur enn með látum við hátt frá borði og fjórir laufslagir verða öruggir. En sé vestur ekki með verðum við að láta lágt frá borðinu því annars getur austur gert okkur lífið leit með því að gefa slaginn. Austur fær þá slaginn á lágt spil og spili hann spaða látum við lágt til að ráða við spilið eigi vestur DG blankt í spaðanum. COSPER í grein um fyrirhugaða skerð- ingu Landakotstúns í blaðinu 21. júní s.l. er minnst á Margrétu Andréu Knudsen en hún bjó þar. Hún var amma ömmu minnar og sé sú ætt rakin lengur var hún af merkum íslenskum aéttum komin. Nú virðist stefna í þá átt að gera aðför að grænum svæðum í borginni. Talað er um að byggja á Klambratúninu, Landakotstúnið og Tjörnin verða kannski næst, hver veit. Gamla kirkjugarðinn í Aðal- stræti var farið með sem hvern annan öskuhaug. Séð hef ég á silkiborðum, festum við kransa sem lágu á leiðum látinna, orðin „Hvíl í friði". Hvenær verður kirkjugarðurinn við Suðurgötu ekki lengur staður þar sem bein látinna hvíla í friði. Þar eru tré og blóm, græn vin í eyðimörk steins og malbiks. Séð hef ég erlendis kaþólskar kirkjubyggingar, mjög fallegar. En stundum hafði verið byggt svo að þeim að í mesta lagi ein hlið sást. Á að gera slíkt við Landa- kotskirkjuna? Væri ekki nær að planta lágvöxnum gróðri kringum túnið? Eitt er víst að þegar búið er að eyða öllum grænum svæðum í Reykjavík verður farið að byggja lengra frá miðbæ en nú er. Þetta dugar því aðeins fá ár. Og hvers vegna ekki að gera það nú en láta þessu fáu grænu svæði halda sér? Góðir Reykvíkingar, stöðvið þessar heimskulegu framkvæmdir. Ásgeir Guðmundsson, Kópavogsbraut 16. • Útrýming? „Andmæli gegn fósturmorð- um“ nefndist grein í Velvakanda fyrir nokkru. Var þar veriö að taka undir með öðrum blaðagrein- um um það, að hamla beri gegn þessum faraldri, sem tekur nú um 500 mannslíf á ári hverju hér á landi. Var í „andmælum" vikið að því, hvort ekki hefði gefið slæma raun einhvers staðar að fara að lögleyfa eyðingu mannlífs á ein- hverju stigi, í þeim tilgangi að komast hjá óþægindum þeim og fyrirhöfn, sem menn hafa af þeim sem ósjálfbjarga eru. Á kvennadaginn 19. júní var flutt í ríkisútvarpinu erindi gagn- stæðs efnis, þar sem fóstureyð- ingar voru taldar mikil nauðsyn. Var helzt að skilja á flytjanda, að 25% fóstureyðingar, eða fjórða hvert fóstur, væri það minnsta sem hægt væri að komast af með. Taldi flytjandi erindisins, Helga Hannesdóttir, það skaðlegt „geðheilsu" konunnar sem gengur með, svo og ófæddra barna hennar (ef einhver yrðu), að fóstureyðing færi ekki fram, nema því aðeins að fóstrið væri til komið samkvæmt gerðri áætlun (áætlunarbúskapur). Sama kvöld var sagt frá því að ríki nokkurt í Suðaustur-Asíu, sem litla virðingu ber fyrir mannslífum, hafi sent nokkur hundruð þúsundir þegna sinna á haf út til þess að drekkja þeim þar. Af þeim sem þrátt fyrir allt hefur skolað á land einhversstaðar er þess krafizt, að íslendingar gróðursetji 50 sálir í landi sínu. Enginn vafi er á því, að neyð slíks fólks er mikil, og væri það drengskapur, að leggja nokkra fjárhagsaðstoð af mörkum því til hjálpar. Vonandi er að því verði framgengt. En er það ekki dálítið athyglisvert, ef þeir sem eru ákaf- astir um að fækka íslendingum með fóstureyðingum, yrðu einmitt manna óðfúsastir að flytja hingað fólk af fjarlægum löndum til þess að fylla í skörðin. Hvort tveggja miðar nefnilega að hinu sama, að útrýma íslenzku þjóðinni. Valnastakkur. lii. L,Lausnargjald í Persíu 2 Helztu sögupersónur: Logan Field — athafnasamur og umsvifamikill forstjóri Imperial-olfufélagsins. Eileen Field — kona hans — sem verður ein helzta persóna sögunnar. James Kelly — framkvæmda- stjóri í fyrirtæki Fields. Aðdó- andi eiginkonunnar. Janet Armstrong — ástkona Logans Fields. Ardalan hershöfðingi — yfir- maður SAVAK. Khorvan — efnahagsmálaráð- herra írans, sem á að semja við Logan um mikilsháttar fram- kvæmd í olfumálum. Peters — Bandarfkjamaður, forsvarsmaður skæruliðahóps sem undirbýr mannrán. reynslu að það var bezt að reiða sig ekki um of á franska stund- vísi cða orðheldni. Salurinn stóri var gríðarlega mikið skreyttur og koparljósakrónan 'í loftinu haíði verið fægð íagur- lcga. Blómalmurinn var allt að því yfirþyrmandi, en hann vissi að franskur smekkur í slíku var íburðarmeiri en svo að hann gæti fellt sig við það. Hann ræddi við yfirþjóninn og minnti hann á að byrja nú á að kæla kampavfnið og áréttaði við hann að hafa nægilega mikið af viskf á boðstólum. Kelly var maður hávaxinn, dökkur yíirlitum og grannvax- inn með mikið dökkt hár. Hann var myndarlegur og fágaður og hann hafði sýnt það og sannað þessi þrjú ár í Teheran að honum var til mikilla verka treystandi. Nú var Logan Field að uppskera ’launin af starfi hans með því að halda þetta samkvæmi íyrir einn illúðleg- asta ráðherra keisarans sem var frægur fyrir andúð sína á öllu scm vestrænt var. Sjálfsagt var það ástæðan fyrir því að Eileen hafði verið látin koma með. Ráðherranum hugnaðist vel návist kvenna, og hann talaði afbragðs góða ensku. Þegar klukkan var að verða sex íóru starfsmenn í fyrirtæk- inu að koma ásamt eiginkonum sfnum. James leit á úrið sitt og sem hann gerði það sá hann Logan og Eileen birtast í gætt- inni og hann hraðaði sér fram til að hitta þau. Á leiðinni til Hilton-hótelsins hafði Logan snúið sér að konu sinni. Kelly ók Mercedes Benz en auk þess var í eigu fyrir- tækisins Rolls Roycebíll sem notaður var þegar formaðurinn var í borginni en annars var hann geymdur í bflskúr. Þótt klukkan væri farin að halla í sex var hitinn í borginni enn jafn steikjandi og göturnar virtust fljóta til í hitamistrinu. Eileen Field var í silkikjól og henni var kalt inni í loftkæld- um bflnum. Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á fslenzku — Khorvan kemur ckki í bráð, sagði Logan. — Þeir hafa sérstakt yndi af því að láta bíða eftir sér. Þeim finnst það auka mikilvægi sitt. Hann kveikti sér í sfgarettu og leit út um gluggann. Hann var ókyrr og cirðarlaus og hann hrukkaði ennið þegar hann saug að sér sfgarcttuna. — Æ, hvað gerir þab til, sagði Eileen. — Okkar menn verða komnir og við getum talað við þá. Mér er alveg sama bótt hann láti okkur bíða. — Það er ekki kjarni máls- ins, sagði Logan. — Mér gremst það vegna þess að það er móðg- un við þig og setur mig í verri stöðu. Við hefðum ekki átt að koma fyrr en korter fyrir sjö. — Og ef nú ráðherranum hefði dottið í hug að koma fyrr, þá hefðum við móðgað hann. Ég held þetta sé skárra svona. Auðvitað hefði hann átt að geta fellt sig við röksemdir hennar. En hann gat það ekki. Hann hafði ekki kært sig um að hún kæmi og efnahagsráðherr-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.