Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 bæta samkeppnisaðstöðu íslenzks iðnaðar. Sá skattur yrði bættur útgerðinni upp í formi hærra fiskverðs, það er lægra gengis íslensku krónunnar. Slíkur skatt- ur snertir útgerðina í raun lítið. Það má segja að það hafi alltaf verið auðlindaskattur á útgerðinni í formi rangs gengis krónunnar, hærra gengis en aðrir atvinnuveg- ir geta staðið undir. Útgerðin fær þannig minna fyrir þann gjaldeyri sem hún aflar en hún myndi fá í frjálsri samkeppni við aðra at- vinnuvegi. Það er sjálfsagt rétt að brýna nauðsyn beri til að rétta gengi krónunnar og bæta stöðu iðnaðarins með slíkum auðlinda- skatti en uppbættur skattur af því tagi er þó aðeins tilfærsla sem hefur engin áhrif á veiðipunkt- inn.“ Höfum tekið lán hjá afkom- endum okkar — Er unnt að draga úr sókninni skyndilega eða verður. að gera það smám saman? Ef fiskveiðiíloti íslendinga yrði skorinn niður um helming. eða því sem næst. í einu vetfangi myndi það taka fiskistofnana rúm ellefu ár að ná sér þannig að aflinn yrði svipaður og hann er nú. bað tæki hins vegar 26 ár að ná því marki sem Einar telur eðlilegt. það er 700 þúsund lesta ársafla. sem 36 þúsund smálesta fiskiskipafloti getur vel annað að hans mati. 64 þúsund lestir að stærð og eru staddir nálægt veiðipunkti (VP) þar sem heildarkostnaður og hcildarágóði eru jafnir og því enginn gróði af veiðunum. Frekari stækkun flotans felur í sér enn meira hrun. bað eina sem kemur í veg fyrir að fiskiskipum fækki þegar veiðipunkti er náð er að útgerðarmenn cru tryggðir gegn taprekstri með hagstæðum lánum að sögn Einars. UTGERÐIN 23 „Það má vera að það sé hægt að draga skyndilega úr sókninni og sjálfur myndi ég leggja til að helmingur skipaflotans yrði seld- ur úr landi strax á morgun. Það eru þó hreint engar líkur á að það verði gert. Hér koma inn ýmsir þættir sem ekki er reiknað með í þessu líkani. Það kostar auðvitað mikið að hafa nýtískulega útbúin fiskiskip bundin við bryggju, sjómenn á atvinnuleysisbótum, fiskvinnsluna hráefnislausa og missa markaðina. í reiknilíkönum Þorkels Helgasonar er reiknað með félagslegum þáttum af þessu tagi og ég held að þeir Ragnar Arnason og hann mæli ekki með skyndilegri sókarminnkun. Ég er þó ekki alveg sammála þeirri hagfræði. Ég tel að ágóði í dag og tap á morgun jafnist upp, en ef reiknað er með vöxtum þá fæst úr því nettóágóði. Ef vextirnir eru nægilega háir gæti jafnvel borgað sig að útrýma fiskistofnunum. Að minnsta kosti er ekkert hægt að gera í dag, sem gefur ágóða á morgun og einnig þegar lengra er litið. Það verður að færa einhverjar fórnir því vandinn er vitaskuld sá að stofnunum verður að gefa tíma til að jafna sig og stækka aftur. Það getur tekið áratugi. Einnig þarf að finna störf fyrir sjómennina, en því má ekki gleyma að aukinn afli í framtíð- inni myndi geta aukið möguleika á fleiri störfum í fiskvinnslu en nú er. Það sem hefur gerst er ein- faldlega það að við erum búnir að taka lán hjá afkomendum okkar. Það er ákveðið ár eftir ár að fara ekki að ráðum fiskifræðinga, sem árum saman hafa varað við hætt- unni af þessari ofveiði. Þeir voru raunar farnir að vara við of mikilli sókn í fiskistofnana löngu áður en hin svonefnda „svarta skýrsla" kom fram.“ Hagnaður fyrir framtíðina — Eru niðurstöður þessara út- reikninga þinna í samræmi við það sem hagfræðingar hafa haldið fram um þessi mál að undan- förnu? „Ragnar Árnason taldi á ráð- stefnunni um daginn að ég reikn- aði gróðann of mikinn og fiskverð- ið of hátt. Það tel ég mig ekki gera. Sá ágóði er jafnstöðulausn, sem ekki næst fyrr en einhvern tíma í fjarlægri framtíð og þar er þá að sjálfsögðu ekki gert ráð fyrir neinum félagslegum kostnaði við sóknarminnkunina eða fasta- kostnaði við útgerð sem ekki sækir á sjó. Það þyrfti þó að gera ef við spyrjum til dæmis: Hver verður nettóágóðinn eftir fimm ár? Það fiskverð sem ég nota er það verð sem úgerðinni er greitt sam- kvæmt upplýsingum hagfræðings hennar. Á vissan hátt er það of lágt frekar en of hátt. Ljóst er að verðmæti fisksins fyrir þjóðarbúið sem atvinnuskapandi hráefni fyrir fiskvinnsluna er meira en það fiskverð sem útgerðinni er greitt og þjóðfélagslegur kostnað- ur við veiðarnar er minni en kostnaður útgerðarinnar, sem inniheldur allan launakostnað. Þjóðin getur haft mikinn hag af fiskveiðum og fiskvinnslu þótt útgerðin sé rekin með tapi. Heild- arágóði þjóðarinnar af kjörveiði botnsfisks er þannig miklu hærri en þeir 50 milljarðar sem eru ágóði útgerðarinnar einnar." - IIL. A þe.ssari mynd er sýnt ástand hrygningarstofna og klakstærð botnfiska hér við land síðan 1950. Ilrygningarstofninn var í hámarki síðustu ár sjötta áratugarins um og yfir þúsund smálestir en er nú aðeins 200 þúsund lestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.