Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 Það ástand og sú ringulreið, sem ríkir i stjórnunar- og efnahagsmálum okkar í dag, er dæmigerð spegilmynd af ástandi þjóðar í botnlausri verðbólgu. Ríkisstjórnin hefir misst tökin, vonleysi og þekkingarskortur ræð- ur ríkjum. Einkenni slíkrar fram- vindu eru örþrifaráð og flótti frá raunveruleikanum. Enda þótt flest okkar hræðist verðbólgu, þá vitum við að minnsta kosti hvaða áhrif hún hefur á okkar líf: Verðlag stígur og raungildi krónunnar lækkar. Verðbólgan er á vörum manna á hverjum degi, og fjölmiðlarnir hamra á henni sýknt og heilagt. Ríkisstjórnin skellir á launa- og verðlagshöfturti, til þess að stöðva „verðbólguvaldinn", og kallar á almenning til þess að fá hann til þess að falla frá öllum launakröf- um. En spurningin er: Hvað er verð- bólga í raun og veru? Þessi mikli bölvaldur þjóðfélagsins. Hvað veldur henni? Getur hinn almenni borgari svarað þessari spurningu? Hvað veldur því að íbúð, sem kostaði í fyrra 6 milljónir króna, kostar í dag 11 milljónir. Heimilistæki tvöfaldast í verði á tveim árum og svo framvegis. Svarið er: Verðbólga. En hvað þýðir verðbólga? Hvað veldur fyrirbærinu, sem hljóð- laust rænir okkur lífskjörunum? Til þess að skilja verðbólgu (verðþenslu) verðum við að vita hvað það er, sem þanið er út. Það er ekki almennt vöruverð (þó það hækki) og það eru ekki launin (þó þau hækki líka) — Heldur er það peningamagnið, sem er í umferð 'í þjóðfélaginu, (gjaldmið- illinn og bankalánin), sem þanið er út. Peningamagnið eru pening- ar prentaðir af ríkisvaldinu, og eru þeir góð merkistika um þjóð- arauðinn. Hluta af þjóðarauðnum gefum við til ríkisins í sköttum, til þess að ríkið geti staðið undir rekstri sínum og skuldum. En hvað skeður: Ríkið eyðir stórum mun meira en við þegnarnir gef- um því í sköttum og álögum. Ofaníkaupið setur ríkið sig í mikl- ar skuldbindingar fram í tímann meö lagasetningum og áætlunum, sem þjóðartekjur standa ekki und- ir. Nú er spurningin: Hvernig getur ríkið eytt meiru en við gefum því? Svarið er: Það gerir ríkið venju- lega með því að safna meiri skuldum og prenta fleiri peninga, sem eðlilega er enginn raunveru- legur þjóðarauður fyrir. Hið gamla lögmál hagfræð- innar segir: Því meira sem til er af einhverju því ódýrara er það. Þetta á líka við gjaldmiðilinn. Krónan er rýrð að verðmætum, vegna þess að það eru prentaðir of margir seðlar. — Það eru tilbúnir peningar í umferð. Það eru fleiri krónur settar inn í hagkerfið heldur en sannvirði hagkerfisins segir til um. — Með öðrum orðum: Verðbólga. — Þegar hægt er að viðurkenna þessa staðreynd, þá fyrst er hægt að skoða verðbólguna í réttu Ijósi og áhrif hennar á þjóðfélagið. Það er hægt að gera sér betur grein fvrir, hvað ríkisstjórnin og fjöl- miðlarnir eru að fara í þessum efnum. Það er sannleikur, að launa- hækkanir, sem fara langt fram úr framleiðni og hagvexti þjóðar hafa örvandi áhrif á verðbólgu og hækkandi vöruverð siglir í kjöl- farið. Aftur á móti eru launakröf- urnar bein afleiðing af eyðslusemi ríkisvaldsins, sem gefur að skilja, þegar peningamagnið í umferð er þanið út og verðgildi krónunnar skert. Þegar ríkið skerðir kjörin á þennan hátt, koma kröfurnar í kjölfarið. Verðbólgan, sem við þekkjum svo vel, er sjúkdómur í hag- kerfinu. Sjúkdómseinkennin eru víxlhækkanir launa og verðlags. Stjórnvöldin, sem sköpuðu sjúk- dóminn, fara villu vegar, er þau vega að sjúkdómseinkennunum ÁR Aukning Verðbóiga _____________peningamagns í Iandinu_____________ 1976 23,7% 32,2% 1977 44,6% 30,5% 1978 36,8% 44,6% Pétur Björnsson. vægi í hagkerfinu. Þá verður skaðinn því tilfinnanlegri. Eftirminnilegt dæmi_um slíkt haftaþak finnst frá árinu 1971, þegar Nixon Bandaríkjafor- seti frysti kaup og verðlag til skamms tíma, meðan verðbólgan geisaði. Ríkisútgjöldin fóru fram úr þjóðartekjum og árangurinn varð sá, að mesta efnahagsspreng- ing í sögu Bandaríkjanna átti sér stað.“ „Það er hvergi að finna nein rök fyrir slíkum haftaaðgerðum," seg- ir Friedman. „Slík höft eru ör- þrifaráð ríkisstjórna, sem sokknar eru í hít ríkisskulda og óðaverð- bólgu." Thatcher, forsætisráðherra Breta, lagði nýlega fram efna- hagsáætlanir stjórnar sinnar og kynnti um leið þá stefnu sem fylgt verður. Það verður tekið á verð- bólgunni með niðurskurði á ríkis- útgjöldum, lækkun skatta á fyrir- tækjum og einstaklingum og ráð- stafanir gerðar til þess að hvetja fjármagnsflæði til atvinnuvega. Þetta á að vera aftur hvati til aukinnar framleiðni og hærri þjóðartekna. Arið 1948, skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar flestar þjóðir áttu í strangri efnahagsbaráttu eftirstríðsár- anna, stöðvaði stjórn Vest- ur-Þýskalands verðbólguna með því að halda ríkisútgjöldum í réttu hlutfalli við þjóðartekjur. Þýska efnahagsundrið var hafið. Banda- ríkjamenn gerðu slíkt hið sama eftir 1950, með svo góðum árangri að verðbólgu var haldið niðri við 1,4% árlega. De Gaulle fylgdi sama dæmi aftur seinna og lyfti Frakklandi upp úr hít ríkisskulda og verðbólgu. Velferð þessara ríkja hélst svo um árabil, eða þar til hin gamla árátta „pólitíkusa" að gefa meira en þjóðirnar hafa ráð á, fékk yfirhöndina og setti bæði Frakkland og Bandaríkin aftur út á verðbólgubrautina. Þegar olíukreppan skall yfir heiminn fyrir nokkrum árum, tóku Japanir og Vestur-Þjóðverjar þannig á móti, að verðbólgan fór fremur niður í þessum löndum, meðan önnur urðu aukinni verð- bólgu að bráð. Þegar litið er á þær stað- reyndir sem komið hafa fram hér að framan, hlýtur krafan að hljóða svo: Stöðvið verðbólg- una. — Það er að segja — stöðvið þensluna í peningamagninu, sem er í umferð í hagkerfinu og gerið þjóðinni kleift að framleiða þjóð- artekjurnar. Minni ríkiseyðslu og meiri stuðning við atvinnuvegina. Stjórn sem sér en gerir ekki, er í feluleik við vandann, flýr veru- leikann og stefnir velferð okkar í voða á skömmum tíma. Það er nú þegar komið að nýrri gengisfell- ingu, sem mun keyra allt verðlag upp í landinu og önnur gengisfell- ing kemur skjótt í kjölfarið, með áframhaldandi verðbólgu. Sú þjóð, sem ekki stöðvar verðbólgu með réttum aðferðum, vegna þess að sumum stjórnmálamönnum er pólitískt" sárt að framkvæma þær, er að kalla yfir sig gjaldþrot. Niðurskurður á ríkisútgjöld- um og aðrar aðgerðir til þess að stöðva verðbólguna hafa óhjá- kvæmilega í för með sér tíma- bundinn vanda, sem leysist seinna, þegar atvinnuvegirnir eru studdir og mynda jafnvægi aftur. Það þarf að taka á ýmsum hlutum og þarf góða menn til, en að sitja auðum höndum og lemja skelina utan, er að flýja sannleikann og stefna lengra út í fenið. Hérna að neðan koma tölur um þensluna á peningamagninu í um- ferð undanfarin þrjú ár og til hliðsjónar tölur yfir verðbólguna fyrir sömu ár. Pétur Björnsson forstjóri: einum. Þau gerðu betur að vega að sjúkdómnum sjálfum. Það er að segja: Halda ríkiseyðslunni í skefjum og í réttu hlutfalli við þjóðartekjurnar. Þegar verðbólguástand ríkir eru þrýstihópar, sem krefjast og fá hærri laun heldur en aðrir laun- þegahópar, að bæta lífskjör sín á kostnað annarra í þjóðfélaginu. Þegar krónan lækkar með auk- inni þenslu peningamagnsins reyna verkalýðssambönd að sjálf- sögðu að tryggja óskert kjör sín í verðbólgunni, með því að setja varnagla í alla samninga. Slíkir varnaglar eru oftast hækkandi laun með hækkandi vísitölu. Niðurstaðan verður: Víxlhækkanir launa og verðlags. Þegar víxl- hækkanirnar eru komnar á kreik, blæs ríkisvaldið peningamagnið ennþá meira út með aukinni seðla- útgáfu, til þess að mæta auknum rekstrarkostnaði og bölvaldurinn er orðinn laus. Þá vill enginn leggja krónu til hliðar, heldur fjárfesta strax, til þess að halda í verðgildi krónunnar. Bankar lána út sífellt veröminni krónur og krefjast þarafleiðandi hærri vaxta. Þegar bankavextir hafa náð slíkum upphæðum, sem nú gerist í þjóðfélaginu, er velferð okkar allra bráð hætta búin. Slíkir bankavextir eru táknræn hættu- merki um ógnunina innan hag- kerfisins. E itt af vandamálum okkar þjóðfélags er þannig vaxið, að þeir stjórnmálamenn, sem með völdin fara núna, virðast ekki hafa næga hagfræðilega þekkingu til að bera og eru svo „pólitískt" hörundssárir, að það stendur vel- ferð allrar þjóðarinnar fyrir þrif- um. Ef launahækkanirnar einar út af fyrir sig eru verðbólguhvetj- andi, þá væri hagkerfi Vest- ur-Þýskalands verst leikna hag- kerfi hins vestræna heims. Á árunum 1967—1977 hækkuðu laun þýskra verkamanna um 236% en á sama tíma jókst verð- bólga um aðeins 4% árlega. Hver var ástæðan? Ástæðan var sú, að stjórn landsins hélt peningamagn- inu í jafnvægi við framleiðni og þjóðarframleiðslu. Niðurstaðan er því þessi: Launahækkanir geta átt sér stað án verðbólgu. Framleiðni þjóðar er fundin út með því að deila vinnuafli lands- ins inn í þjóðartekjurnar. Gamlar kerlingabækur segja, að launa- og verðlagshöft lækni verð- bólgu. Þessi misskilningur byggð- ist á því, að álitið var að launa- og verðhækkanir væru einar sér sökudólgurinn að verðbólgu. Nóbelsverðlaunahafinn í hag- fræði, Milton Friedman, lét svo um mælt: „í meira en 2000 ár hefur launa- og verðlagshöftum verið beitt í heiminum gegn verð- bólgu, en ávallt mistekist með slæmum afleiðingum. Þegar slík höft eru sett á, dragast atvinnu- vegir saman, vegna þess að þeir þrífast ekki á „tilbúnu" verðlagi. Gæði minnka á framleiðsluvörum og svartur markaður dafnar. Eftirlitið með höftunum krefst gífurlegs kostnaðar í skriffinnsku og mannahaldi. Höftin veita gálgafrest til skamms tíma, en að lengri tíma loknum verður efna- hagssprenging, þegar kaupgjald og verðlag leitar upp eftir jafn- Veróbólga Tími örþrífaráða Launahækkun þín og hækkandi verðlag er ekki aðalorsökin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.