Morgunblaðið - 23.06.1979, Side 15

Morgunblaðið - 23.06.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 15 Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri: Um ráðherrabíla og löggjafarstörf menn ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar, sem viö felldum svo rækilega í vor leið, að menn eru enn með hellu fyrir eyrunum eftir skellinn. Afstaða þingflokksins Við þessar aðstæður þótti þing- flokki Alþýðuflokksins rík ástæða til að fjalla um þessar tilteknu orðræður manna og taka til þeirra afstöðu. Á fundi þingflokksins var sú afdráttarlausa samþykkt gerð, að þingflokkurinn væri alfarið andvígur því, að almennum launa- kjörum í landinu væri skipað með lögum enda er slíkt ekki aðeins ástæðulaust heldur auk þess bæði venju- og löghelgað verkefni ann- arra. Hins vegar gæti í algerum undantekningartilvikum svo farið, að ríkisvaldið yrði að láta mál til sín taka þegar verkfall einstaks hóps eða hópa manna væri farið að ógna almannaheill og stefna atvinnuöryggi og afkomu launa- fólks í landinu í alvarlega hættu og ljóst þætti að samkomulag á grundvelli frjálsra samninga ætlaði ekki að nást. Eftir þessa samþykkt þing- flokks Alþýðuflokksins féllu að mestu niður allar alvarlegar um- ræður um að skipa launamálum í landinu almennt með lögum enda ljóst, að fyrir því var enginn þingmeirihluti. Bergmál umræðn- anna í ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar frá því fyrir ári hljóðnaði að undanteknu stöku bofsi, sem ekki var ástæða til að taka alvarlega. Farmannadeilan Með sama hætti var ljóst, að á meðan samningaviðræður við far- menn og mjólkurfræðinga stóðu yfir myndi Alþýðuflokkurinn ekki fallast á að grípa inn í gang mála með lagasetningu hvað svo sem menn fjösuðu um slíka hluti. Enda var það ekki gert. Vinnudeila mjólkurfræðinga leystist með samningum án afskipta löggjaf- ans. I farmannadeilunni varö annað uppi á teningnum. Kaflaskipti urðu í þeirri deilu nú á mánudaginn. Verkstjórar viðræðnanna, sáttanefnd og sátta- semjari, skiluðu skýrslu um við- ræðurnar til ríkisstjórnarinnar og létu í ljós það álit sitt, að frekari tilraunir til samkomulags að 3Ínni með hefðbundnum hætti væru tilgangslausar. Auk þess skilaði sáttanefnd af sér störfum. Hætti. M.ö.o., verkstjóri viðræðnanna tjáði ríkisstjórninni, að verkinu yrði ekki lokið með þessum hætti. Sáttanefndin „sagði upp“. Svipað virtist vera álit bæði vinnuveit- enda og málsvara farmanna. Ef niðurstaða ætti að fást í deilunum áður en mjög alvarleg tíðindi gerðust yrði sem sé að breyta um vettvang. Fletta við spili. Gefa upp á nýtt. Hefðbundin viðbrögð ríkisvalds við slíkum tíðindum eru tvenn. Annað hvort lögbindur ríkis- stjórnin við slíkar aðstæður til- lögu sáttanefndar, sem deiluaðilar hafa ekki viljað samþykkja. Eða þá að ríkisstjórn felur öðrum verkstjórn málsins, setur úrlausn- inni annað form, lyftir málinu á annað stig — vísar deilunni í gerð. Allir stjórnarflokkarnir voru sammála um, að ekki ætti að lögfesta sáttatillögu m.a. vegna þess, að með því móti væri ríkis- valdið með lagasetningu að gefa fordæmi um almenna launaþróun í þjóðfélaginu og við núverandi aðstæður er ekki verjandi að setja lög um launahækkun til einnar stéttar án þess að gera um leið ráð fyrir sambærilegri úrlausn til allra annarra. Það úrræði var því ekki á dagskrá. Hitt stóð þá eftir: Að ríkisstjórnin lögbyndi engar kauphækkanir eða kaupbreyting- ar heldur notaði vald sitt til þess aðeins að breyta um form við úrlausn deilunnar — skyti ágreiningnum í gerö. Það val tók ríkisstjórnin og það val er rétt og tvímælalaust í fullu samræmi við stefnu þingflokks Alþýðuflokksins og allar aðstæður. Fyrirmælin um 3% í upphaflegum drögum að texta laganna var ráð fyrir því gert, að frá því lögin tækju gildi og þar til gerðardómur félli fengju farmenn 3% kauphækkun, en gerðar- dómurinn átti jafnframt að gilda aftur fyrir sig til gildistíma lag- anna og ef úrskurður dómsins yrði hærri en 3% fengju farmenn mismuninn greiddan sérstaklega. Að áliti okkar alþýðuflokks- manna var þarna um óskylt atriði að ræða meginefni laganna. Ef lögin hefðu hljóðað svo hefði rikisstjórnin í senn verið að breyla um lausnarform á deilunni — taka hana af sáttastigi yfir á gerðarstig — og að mæla fyrir um niðurstöður. Með því móti hefði ríkisstjórn í raun réttri verið að gefa gerðardómnum fyrirmæli um, að niðurstaða hans ætti að verða a.m.k. 3% almenn kaup- hækkun til farmanna auk þeirrar niðurstöðu annarrar, sem dómur- inn hlyti að komast að. Og hvernig átti ríkisstjórnin að leiða slíkt í lög um farmenn án þess að láta þá slíkt hið sama ganga yfir alla aðra? Hvernig átti ríkisstjórn að lögleiða almenna 3% kauphækkun til skipstjóra en láta t.d. hafnar- verkamenn liggja óbætta hjá garði og ef átti að lögleiða 3% almenna kauphækkun til far- manna, jafnt þeirra launahæstu sem hinna, hvernig gat þá ríkis- stjórn komist hjá því að veita öllum öðrum með svipuð laun, þ.á m. ýmsum hálaunahópum í þjóðfélaginu, sömu úrlausn? Auðvitað eru öllum þessi vand- kvæði ljós og allur eftirleikurinn og því var það ráð tekið þegar ráðherrar Alþýðuflokksins gerðu grein fyrir þessum sjónarmiðum í ríkisstjórninni að fella -umrædd ákvæði þegar í stað niður úr lögunum. Eg minni enn á, að forsætisráðherra lýsti því yfir að þetta hefði verið gert í fullu samkomulagi og tók sérstaklega fram í útvarpi, að sú breyting hefði verið til bóta. Þannig eru þessi viðhorf, sem ég hef nú lýst, ekki bara viðhorf Alþýðuflokksins heldur jafnframt ríkisstjórnar- innar og þá væntanlega einnig bæði þín og Þjóðviljans. Lokaorð Þetta bréf mitt er nú orðið meira en nógu langt, og langt tilskrif er löstur því færri hafa þá nennu til þess að lesa. Þó taldi ég nauðsynlegt fyrst ég á annað borð ritaði þér að nota tækifærið til þess að gefa nokkrar skýringar bæði á afstöðu .minni og einnig á sameiginlegri niðurstöðu okkar. Þá er aðeins eftir eitt: Hvers vegna ég hef kosið að biðja Morgunblaðið að birta þetta til- skrif til þín en ekki Þjóðviljann, þótt svo tilefnið sé skrif Þjóðvilj- ans þar sem þú ert ritstjóri. Ástæðurnar eru eftirfarandi: 1. Ég tel líklegt, að Mbl. sé fáanlegt til þess að birta bréfið. 2. Ég tel líklegt, að Mbl. sé fáanlegt til þess að birta bréfið fljótlega. 3. Ég tel líklegt, að Mbl. sé fáanlegt til þess að birta bréfið allt. 4. Ég tel m.ö.o. ólíklegt að þótt Mbl. hafi sjálfsagt sitthvað að athuga við efni þess þá muni það koma fram í birtingu eða meðhöndlun. Þar sem það hefur hins vegar verið margítrekað, að Þjóðviljinn sé frá upphafi til enda baráttu- tæki; m.ö.o. meðal helgað af til- gangi; þá er ég satt að segja ekki viss um hver yrðu örlög þessa „lvfseðils" í þeirri hómöpatíu. ES. Auk þess hefur það auðvitað sitt að segja, að með þessum hætti þykir mér líklegt að ég nái hvort eð er til flestra lesenda Þjóðvilj- ans — og svo allra hinna að auki. Með kveðju Sigtryggur Björgvinsson. Á s.l. vori vörðu dagblöðin drjúgu rými til að fjalla um bílamál ráðherranna. Mitt í verkföllum ofveiði og olíuverðs- hækkunum var komið mál sem allir gátu fjallað um og allir virtust kunna ráð til að leysa. Sum dagblaðanna tóku þetta við- fangsefni tveim höndum og lögðu leiðara sína undir upphrópanir um fjárplógs- og yfirhylming- armenn er sætu í ráðherrastólun- um eða hefðust við í nágrenni þeirra. Það er annars sérstakt athugunarefni hve margir kjós- endur og reyndar alþingismenn eru jafnan tilbúnir til að votta, að það séu ótó ein er þeir hafi stillt í ráðherrastólana. Undirritaður telur tímabært að saga bílamálsins sé rakin nokkuð. Er þá m.a. við það miðað að nú sé nokkur tími liðinn frá því að umræður voru í hámarki og menn því til þess búnir að ræða málið frekar með talnaskoöun en til- finningum. Svokölluð bílafríðindi ráðherra eiga sér langa sögu. Að slepptum frásögnum um misnotkun hesta og bíla Landhelgisgæslunnar fyrr á dögum voru fríðindi þessi lengst af fólgin í afhendingu innflutningsleyfa endurgjalds- laust til ráðherra, er letu af embætti og síðar niðurfellingu allra aðflutningsgjalda við sömu tækifæri. Gjörðir þessar studdust ekki við sérstakar heimildir í lögum. Árið 1970 var aflað lagaheim- ildar þeirrar til eftirgjafar gjalda af bifreiðum, sem vitnað er til í lok þessarar greinar. Jafnframt var gefin út sérstök reglugerð um bifreiðamál ríkisins. í 10. gr. reglugerðarinnar segir svo: „Ráðherra, sem ekki óskar að fá til umráða ríkisbifreið, á þess kost að fá keypta bifreið, er hann tekur við embætti með sömu kjörum og gilt hafa um bifreiða- kaup ráðherra er lætur af embætti. Heimilt er að veita ráðherra iteitt skipti lán til slíkra kaupa með sömu kjörum og gilda um ríkisforstjóra, sem haft hafa ríkisbifreiðar til afnota." Samkvæmt öðrum ákvæðum reglugerðarinnar gátu lán numið allt að 350 þús. kr. Þau voru til 10 ára og endurgreiddust árlega með jöfnum afborgunum og 5% árs- vöxtum. Við kaup á Plymouth Valiant árið 1974 hefði ráðherr- anum nýst lánið svo sem sjá má í yfirliti hér á eftir: Samkvæmt áður tilvitnuðum heimildum gerðu reglurnar ráð fyrir því að ráðherra þyrfti ekki að leggja fram eyri úr eigin vasa til að eignast bifreið. Ráðherrann gat jafnvel aukið ráðstöfunarfé sitt um 50 þús. kr. á verðlagi ársins 1974. Þessi kjör urðu mörgum mann- inum ærið umhugsunarefni. Eftir 1974 lögðust lántökur úr ríkis- sjóði reyndar af án þess að heimild til þeirra væri numin úr reglugerö. Hins vegar var heim- ildin til niðurfellingar aðflutn- ingsgjalda áfram í notkun. Þegar núverandi ríkisstjórn fjallaði um bifreiðamál ráðherra varð sú niðurstaðan, að ráðherra gæti valið milli þess að fá til umráða ríkisbifreið eða að leggja með sér bifreið en fá til kaupa bifreiðarinnar 3 m.kr. lán er hann greiddi til baka með vöxtum jafnháum og greiddir eru hverju sinni af bankainnistæðum, sem bundnar eru í heilt ár, nú 24,5%. Lætur nærri að þeir vextir séu þeir sömu og ríkissjóður greiðir af yfirdráttarskuld sinni hjá Seðlabankanum. Að formi til var lánið til 10 ára en til þess mælst að ráðherrar greiddu það upp, er þeir létu af embætti. Til kaupa á Plymouth Volaire hefði ráðherra nú nýst lánið svo sem hér segir: Sé lánið frá 1974 fært til verðlags dagsins í dag næmu þær 50 þús. kr. en þá voru í afgang af láninu, 444 þús. kr. Með öðrum orðum fékk ráðherra 444 þús. kr. í vasann auk bifreiðar 1974 en skv. nýju reglunum átti ráð- herra að greiða á borðið kr. 3.500.000 árið 1979. Tollfríðindin hafa verið hluti af kjörum ráð- herra, ákveðin með lögum og ætti í sjálfu sér ekki að ræða um tollana eða lánveitingar öðruvísi en í tengslum við þau. Ákvörðun núverandi ríkisstjórnar hefur í för með sér stórfellda kjararýrn- un fyrir þá sem í henni sitja. En sú er gjörð þeirra og enginn finnst sem þakkað hefur þeim fyrir það. Höfundur þessrar greinar kann eigi ráð til þess að skilja milli nota ráðherra af bifreið til einka- þarfa og þarfa ríkisins svo án tvímælis sé. Mega börn ráðherra ferðast í ríkisbifreið? Hvaða aug- um á að líta not maka ráðherra af ríkisbifreið, maka sem reyndar er meira og minna í ólaunuðum störfum hjá ríkinu? Eignarhald ráðherra á bifreið leysir þennan vanda og af þeim ástæðum varð sá kostur til að ráðherrar ættu áfram bifreiðarnar þótt tollfríð- indin yrðu felld niður. Undirritaður er þess fullviss að enginn starfsmaður Stjórnar- ráðsins mun tilbúinn að staðfesta það, að rekstrarkostnaður bif- reiða í ríkiseign sé lægri en þeirra bifreiða sem leigðar eru ríkinu en þó áfram í umsjá eigenda. En sé umræðum um rekstrarkostnað sleppt, er það ljóst, að reglur þær er ríkis- stjórnin setti um bireiðamál ráðherra gerðu ráð fyrir að þeir fjarmögnuðu sjálfir þær bifreið- ar að verulegu leyti og án nokk- urra vaxtagreiðslna úr ríkissjóði af fé sínu. Hér er fullyrt að þeir sem barist hafa gegn hinum nýju reglum hafi jafnframt unnið gegn hagsmunum ríkissjóðs. For- Höskuldur Jónsson. vitnilegt væri að fá útreikninga ritstjóra Dagblaðsins á þeim upp- hæðum sem ráðherrar eiga að hafa „dregið sér“ úr ríkissjóði með notkun þeirra reglna, er ríkisstjórnin samþykkti s.l. vetur. Við bíðum þar eftir tölum en ekki eftir stóryrðum. Þann 8. febrúar 1979 lagði fjármálaráðherra fyrir neðri deild Alþingis frumvarp þess efnis að fella orðin „ráðherrana og“ brott úr þeirri undanþágu- grein tollskrárlaga er fjailar um eftirgjöf tolla af bifreiðum. Ásetningur ríkisstjórnarinnar var að nema lagaheimildir um tollfríðindi ráðherra úr gildi. Frumvarpið varð eitt aðalmál þingsins. Háttvirtir þingmenn fjölluðu ekki um þær reglur, sem átti niður að leggja. Aðalatriðið virtist vera ótti við nýjar reglur og að í hverjum ráðherra stólnum sætu fjárdráttarmenn er væru til þess búnir að aka á braut með feng sinn. Var margur kúnstugur fundurinn í fjárhagsnefnd Efri- deildar um frumvarp þetta. Mun þess lengi minnst af undirrituð- um og hagsýslustjóra er við mættum hjá nefndinni til að ræða annars vegar bifreiðamál ráðherranna og hins vegar lán- tökur ríkissjóðs. Umræða um bifreiðamál ráðherranna stóð í tvo klukkutíma en ekki komst á dagskrá 28 milljarða kr. lántak- an. Fremstur i flokki áhugamanna um bifreiðamál ráðherranna var hv. 3. landskjörinn þingmaður. Birtu dagblöð reglubundið frá- sagnir um, hvernig þingmaðurinn hrekkti fjármálaráðherrann með óþægilegum spurningum og hvernig flett var ofan af fáfræði og yfirhylmingum ráðuneytis- stjórans í fjármálaráðuneytinu. Þess hafa dagblöð hins vegar í engu getið, að maraþonræður hv. 3. landskjörins þingmanns urðu til þess að frumvarp ríkisstjórn- arinnar um niðurfellingu tollfríð- indanna og jafnframt stysta frumvarp þingsins, dagaði uppi. Sennilega skiptir það ekki nú- verandi ráðherra máli, þótt tollfríðindaheimildin sé enn við lýði. Þeir hafa þegar ákveðið að nota hana ekki. Af og til koma þó nýir menn í stólana. Og hver veit nema einhverjum þyki þá harla gott að hafa á sínum tíma tryggt framhaldslíf tollfríðindanna. 20. júní 1979. Ilöskuldur Jónsson. Kaup á ráöherrabifreiö árið 1979: Venjulegt verð frá bifreiðasala 6.500 Þús. kr. — Niðurfelling gjalda 0 Verö til ráðherra 6.500 Þús. kr. Lán til ráðherra úr ríkissjóöi 3.000. Þús. kr. Mismunur úr vasa ráðherra 3.500 Þús. kr. Kaup á ráöherrabifreið árið 1974: Venjulegt verö frá bifreiðasala 732 Þús. kr. — Niðurfelling gjalda skv. 10. gr. reglug. 432 Þús. kr. Verð til ráðherra 300 Þús. kr. Lán til ráöherra úr ríkissjóöi 350 Þús. kr. Mismunur í vasa ráðherra 50 Þús. kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.