Morgunblaðið - 23.06.1979, Síða 11

Morgunblaðið - 23.06.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 11 STÆLT OG STOLIÐ — STÆLT OG STOLIÐ — Gylfi Þ. Gíslason Hver verður ambassador íHöfn? Úr orðspori Frjálsar verzlunar: Menn eru stöðugt að spá í það, hver verði ambassador íslands í Kaupmannahöfn síðar á þessu ári og taki við embættinu af Agnari Kl. Jónssyni, sem nú lætur af störfum í utanríkisþjónustinni fyrir aldurs sakir. I vetur bar nafn Magnúsar Torfa Ólafssonar hátt í þessu sambandi. Gylfi Þ. Gísiason hefur líka verið talinn líklegur og síðast heyrðum við Einar Agústsson nefndan. Þá er því við að bæta að nokkrir starfsmenn utanríkisráðuneytisins með ambassadorstitil eru starfandi hér í ráðuneytinu og koma að sjálfsögðu til greina. Magnús Torfi Einar Ágústsson Alltá vonarvöl? MÍ1979 Lokað 25. júní — 6. ágúst Vegna stjórnleysís í landinu t.d. verkfalla, verkbanna og vöruskorts svo og vegna sumarleyfa veröa skrifstofur okkar lokaðar frá og meö 25. júní til og með 6. ágúst n.k. E. TH. MATHIESEN H.F. OALSHBAUNI 5 HAI NAR'ii;-|)i SIMi •: < 8«fc Volvo — afturábak Úr Orðspori Frjálsrar verzlunar: Veltir h.f. hefur náð geysigóðum árangri í sölu Volvo-bíla hér á landi, og þykja bílarnir henta mjög vel íslenzkum aðstæðum. Samkeppnisaðilar í bílaverzluninni líta nokkrum öfundaraugum til Veltis á stundum og hafa sínar skýringar á þessum góða árangri. Sumir tala um Volvo-eigendur sem sértrúarsöfnuð. Einn bílainnflytjandi var nýlega spurður um galdurinn við sölu Volvo hér á landi. Hann svaraði einfaldlega: „Lestu það afturábak.“ Umsjón:HaUurHaUson Hann er sænskur, nú prófessor í pjóöháttarfræðum yiö Háskólann í Dyflinni. Talar reiprennandi íslenzku og var sendikennari við Háskóla íslands fyrir um 20 árum. Hann hefur varið doktorsritgerö um níö í íslenzkum fornbókmenntum, hefur rannsakað sagnir um víkinga í írskum pjóösögum. Nafn hans er Bo Almqvist — og viðtaliö viö hann fer hér á eftir. ....er kennt á íslenzku við Háskóla íslands?" „ÍRAR hafa mikinn áhuga á ís- landi. Og um margt er fólkiö líkt í þessum löndum, í báöum löndun- um er mikill áhugi á mannfræöi og ættfræöi. Það er algengt að hitta fyrir írskan bónda er getur þuliö ætt sína 8—9 ættliöi aftur. íslend- ingur eru afskaplega vinsælir með írum. Ég held aö þaö hvernig íslendingum hefur tekizt að verja tungu sína, sé það sem hrifur íra mest. Sjálfir eiga þeir þar mjög undir högg að sækja. Lítil þjóö í skugga stórveldis. Á írlandi eru tvær tungur, írskan, sem á mjög í vök aö verjast og svo auðvitaö enskan. Þaö kemur oft fyrir aö prófessorar og menntamenn koma til mín og spyrja: Hvernig er það, er kennt á íslenzku viö Háskóla íslands? Hvaö heldur þú, segi ég og hlæ,“ sagöi Bo Almqvist, þjóöháttfræöingur, er blaöamaður Mbl. ræddi viö hann vestur í Norræna húsi. Þar dvelst Bo nú. „Ég er aö glugga í fylgjutrú í fornbókmenntum. Hún er lík fylgjutrúnni ( Noregi á síöari tímum en hefur nú breyzt mjög á íslandi. Norömönnum hefur tekist aö verðveita hana betur," sagöi Bo Almqvist er blaðamaöur spuröi hann ástæðuna fyrir dvöl hans hér. Bo Almqvist talar mjög góöa íslenzku, hann er sænskur og er prófessor í þjóöháttafræöum á írlandi. Hann hefur varið doktors- ritgerö um níðvísur í fornbók- menntum og lagt sig í líma viö aö kanna sögur víkinga í írskum þjóðsögum. Hvernig er aö eiga rætur í þremur löndum? Ja. það er nú erfitt, skal ég segja þér. Svei mór þá, ef þaö kallar ekki fram persónuklofning. Ég er allt í senn Svíi, íri og íslendingur. Ég hef verið háift áttunda ár á írlandi. Þetta aö glugga í fylgjutrúnna er bara íhlaupavinna og í sannleika sagt þá var það ísland sem kallaöi. Eg kom hér aö vísu í fyrra, var andmælandi í doktorsritgerö. Dvaldi þá bara í viku. En fyrst kom ég hér 1954, fór ári síðar til Svíþjóöar og var í hernum. Kom síöar aftur og var fjögur ár sendi- kennari í sænsku viö Háskóla íslands. Þá byrjaði ég aö vinna aö doktorsritgerö minni, þaö er aö segja um níö í íslenzkum fornbók- menntum. Ég lauk viö ritgerðina og varöi hana víö Uppsala- háskóla. Spurningin í ritgeröinni var hvort níö heföi verið tengt töfrum. Meö því aö segja Ijótt óvini sína vildu menn draga mátt úr þeim. Þeir fengu vætti og álfa til aö gera þaö. Mín niðurstaða var, aö níö heföi veriö tengt töfrum. Ágætt dæmi hef ég hér, þar sem ég er einmitt með Jónsvík- ingasögu. Þar segir frá Byrgi nokkrum, sem haföi fé af íslend- ingum í Danmörku. Þetta er ávarp til goöanna og felur í sér töfra og þar er fast aö oröi kveöiö. Byrgir bendlaöur viö kynmök vlö meri." Vísan er eftirfarandi. Þá er sparn á mó mörnar morkunnur Haraldr sunnan varð þá Vinda myröir vax eitt í ham faxa; en bergstofu Byrgir böndum rækr í landi þaö sá öld (í) jöldu óríkar fyrir líki. um íslendinga Hvaö nútímans? Ég hef haft nokkur kynni af mönnum á íslandi, sem eru kraftaskáld, hafa jafnvel kveöiö landsins forna fjanda, ísinn, á braut en þaö var einnig gert til forna. Ég hef hitt mann sem hefur kveöið niöur draug og einnig ísinn á braut. Hann kvaö þannig um landísinn: Bo Almqvist býr í gestaher- berginu í Norræna húsinu en hann gluggar nú í fylgjutrú í fornbókmenntum. Ýttu þér, spýttu þér ört frá landi, fjandi. Færöu þig suður í Spánarhaf splundrastu, sundrastu, faröu í kaf. Svona kraftavísur má ekki nota nema einu sinni, eftir þaö hætta þær aö verka, eöa svo segir trúin. Þaö er hugurinn sem er aöalatriö- ið, . írar eiga einnig mikiö af skáld- um og hagyröingum, rétt eins og íslendingar. Kraftaskáld eins og Hallgrímur heitinn Pétursson. Ein- hverju sinni átti Hallgrímur aö hafa séö ref bíta lamb og þaö var í miöri messu. Hann-brá þá hart viö og kvaö: Þú sem bítur bóndans fé bölvuö í þér augun sé stattu eins og stofn af tré stirö og dauö á jörðinni. Þá drapst refurinn, en Hallgrím- ur er sagður hafa misst skáld- skapargáfu sína þar sem hann orti þetta í kirkju. Síöan segir sagan aö skáldiö hafi einhverju sinni veriö uppi á baðstofu, veriö að bauka viö eitthvað og sagði þá: upp, upp. Þá kom skálda- gáfan aftur og Hallgrímur byrjaöi aö yrkja á ný. Víkingarnir í írskum þjóö- sögum. Þeirra er þé væntanlega ekki getið að góðu? Nei, þaö er rétt. Þeirra er ekki getiö aö neinu góöu. Og margt skemmtilegt kemur fram. A írlandi er sagt aö rauöhæröir menn séu af víkingaættum og þykir ekki gott. Annars er gaman að því, rauðhærðir menn á íslandi hafa löngum veriö taldir hafa írskt blóö í æöum. Þegar kalt er á írlandl er sagt aö kuldinn sé til aö drepa víking. Allt sem er tengt víkingum er af hinu illa. En eitt af því furöulegasta er, aö menn af víkingaættum áttu aö hafa rófu, eöa skott, og þeir reyndu aö koma í veg fyrir aö þaö sæist meö alls kyns undarlegum uppátækjum. Þá er skemmtilegt hvernig þjóösagan tekur á sig furöulegaat myndir. Víkingar þóttu ganga hart fram viö inn- heimtu skatta sinna. Ef menn borguöu ekki þá var sagt aö nefiö væri skoriö af þeim. Þetta var vegna þess aö meöal víkinga var talað um nefskatt — þaö er skattur á hvern einstakling, hvert nef. Rétt eins og Bretar segja „per head“. Á hvert höfuö. Þá voru ýmis dýr tengd vík- ingum. Þannig var sagt aö vík- ingar heföu refi í stað hunda og kettir þeirra væru hreysikettir. Sagan segir að víklngar hafi komið meö hænsn til írlands. Og þaö gaf ástæöu ttl sögusagna. Og líkingin átti auövitaö viö vikinga. Sagt að hæsnin væru alltaf aö hugsa um á kvöldin aö snúa til Noröurlanda. En að morgni heföu þau gleymt því. Þetta átti viö menn sem sífellt voru meö áform á prjónunum en komu þeim aldrei í verk. Þannig er hægt aö halda lengi áfram. Tii aö mynda þóttu vík- ingar brugga sérstaklega góöan bjór og til þess notuöu þeir lyng. Ekki vissu menn hvernig þessi listagóöi bjór var bruggaður og mikiö var spekúleraö en ekki komust írar aö leyndarmálinu. Svo var þaö eftir sigur íra í Brjánsbardaga á öndverðri 11. öld aö loks hillti undir að írar kæmust aö leyndarmálinu mikla, segir sagan. Það voru aöeins eftir tveir víkingar, gamall maður og sonur hans. írarnlr tóku þá til fanga og reyndu nú aö fá þá til aö gefa upp leyndarmálið mikla. Loksins sagöi gamli maöurinn: EOg skal segja ykkur leyndar- máliö mikla., en því aöeins aö þiö drepið son minn. Þetta geröu irar. Þá hló víkingurinn rosalega, segir sagan, og sagöi: Nú veit ég einn hvernig bjórinn góöi skal brugg- aður og þaö fáiö þiö aldrei aö vita. Þetta er raunar önnur mynd af sögunni um Rínargullið í Atla- kviöu, en eins og þú veist þá er oft ótrúleg samsvörun í sögum þjóöa. Sögurnar af víkingum eiga viö um Noröurlöndin öll. Þá man ég aö Þorsteinn Síöu-Hallsson tók þátt í Brjánsbardaga og þegar liöiö lagöi á flóta staldraði hann viö og mælti: Það er langt aö hlaupa til íslands. Hverníg er að búa á írlandi, vera afkomandi Víkinga? Það er ákaflega gott aö búa á írlandi, fólkið er gott. En írar eiga viö sín stóru vandamál að stríða, eins og allir vita. Verkföllln hér eru ekki mikil ef miö er tekið af írum. Nú hafa póstmenn verið í verkfalli síöan í febrúar og símamenn hafa einnig farið í verkfall. Þannig er ekki hægt aö síma frá írlandi til íslands en hins vegar hægt aö síma frá íslandi til írlands og þaö bjargaði því aö ég komst til íslands þrátt yfir allt, loksins, segi ég — hef veriö í nokkurs konar útlegö í 20 ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.