Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 Lúðrasvcit Vestmannaeyja í dag. Hjálmar Guðnason stjórnandi £itur lengst til vinstri í fremstu röð, en lengst til hægri í næst öftustu röð er Kjartan Bjarnason, einn af stofnendum sveitarinn- ar fyrir 40 árum. l.jÓKmynd Mbl. SiuuriíCÍr JónasKon. Lúðrasveit Vestmannaeyja 40 ára: Svo undir taki í Eyjabjörgum LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja cfnir til fagnaðar í Eyjum í kvöld í tilefni 40 ára afmælis sveitarinnar, en hún er í rauninni þriðji kafli lúðrasveita í Eyjum og sá lífseigasti. Lúðrasveitin hefur ávallt sett mikinn og sérstæðan svip á þjóðlíf Eyjanna, enda hafa tvær gyðjur ávallt fylgt starfi sveitarinnar. þær gamansemi og lífsgleði. Margar ánægjustundir hafa Eyjabúar haft af fögrum hljómum lúðrasveitarmanna og samleik á góðum stundum. Það bregst ekki að þegar lúðrasvcitin er mætt komast menn í hátíðarskap og þetta á við um aldna sem unga. Ég minnist þess tíma er við peyjarnir vildum allt til vinna til þess að losna við að fara í sparifötin, en ef lúðrasveitin átti að mæta þá var allt í lagi að slá til. Maður gat ekki verið þekktur fyrir annað. 40 ára lúðrasveitarafmælið nú miðast við það þegar Oddgeir heitinn Kristjánsson tónskáld tók við stýristaumunum með félögum sínum árið 1939, en sveitin hefur starfað samfellt síðan. Fyrsta lúðrasveitin í Eyjum varð hins vegar til árið 1904. Þá tóku sig saman nokkrir Eyjaskeggjar, þeir Gísli J. Johnsen konsúll, Sigfús Árnason organisti, Magn- ús Jónsson bæjarfógeti, Gísli Lárusson gullsmiður, Kristján Ingimundarson í Klöpp og Jón Ingimundarson í Mandal, ásamt Brynjúlfi Sigfússyni organleikara sem var lífið og sálin í tónlistar- lífi Vestmannaeyja í nærfellt fjóra áratugi. Ekki gekk björgu- legá að fá lúðra frá útlandinu, því skipið sem flutti þá, Skotlandið, strandaði í Færeyjum, og það dróst í eitt ár að hljóðfærin kæmust heim til Eyja. Þessi fyrsta lúðrasveit starfaði í liðlega áratug og gekk síöan á með rykkjum þar til haustið 1924 er hafist var handa við endurskipu- lagningu og á því tímabili sem nú gekk í garð í sögu sveitarinnar naut hún m.a. stjórnar Hallgríms Þorsteinssonar, sem hafði gert garðinn frægan í þeim efnum í Reykjavík um árabil. Ávallt voru til margir menn sem vildu taka þátt í starfi Lúðrasveitarinnar og hafa marg- ir kunnustu sona Eyjanna tekið þátt í því menningarstarfi. Svo var það fyrir fjörutíu árum í febrúar að undirbúningsnefnd var skipuð að stofnun nýrrar lúðrasveitar. Nefndina skipuðu Hreggviður Jónsson, Oddgeir Kristjánsson og Karl Guðjóns- son, en aðrir fundarmenn á fyrsta fundi voru Jóhann Gíslason, Kjartan Bjarnason og Kristinn Jónsson. Stofnfundurinn var haldinn 22. marz 1939 og síðan hefur taktinum verið haldið fast og ákveðið, lengst af undir stjórn nins ástsæla Oddgeirs sem í nær þrjá áratugi var driffjöðurin í tónlistarlífi Eyjanna. Og það var lúðrasveitinni og mannlífi Eyj- anna til heilla að í liði Oddgeirs voru valinkunnir menn, sem sköpuðu sterkan og sérstæðan tón í félagsstarfinu, bæði inn á við og út á við. Má þar t.d. nefna Karl Guðjónsson, Árna úr Eyjum og Ása í Bæ, því þótt sumir af þeim mönnum sem voru í vina- hópi Oddgeirs léku ekki á hljóð- færi þá sköpuðu þeir ákveðna stemmningu sem starf lúðra- sveitarinnar naut góðs af. Ávallt var verið að kenna nýliðum fyrstu tök íþróttarinnar og allir náðu fluginu eins örugglega og lundapysjan á hverju hausti. Oddgeir lagði gífurlega vinnu í starf sveitarinnar og starfsstíl hans fylgdi slík stemmning að menn skárust ekki úr leik. Og tónlistargyðjunni var leikið lof undir stjórn Oddgeirs allt til hins sviplega fráfalls hans í ársbyrjun 1966. Var hann öllum mikill harmdauði. Lúðrasveitin þarf að leika lög Oddgeirs á hljómplötu, hún er sérfræðingur í túlkun þeirra. Eftir lát Oddgeirs stjórnaði Hreggviður Jónsson, henni um tíma, þá Marteinn Hunger Frið- riksson og fleiri hlupu í skarðið þegar svo bar undir, svo sem Björn Sv. Björnsson, Ellert Karlsson, Björn Leifsson og Stef- án Sigurjónsson, en núverandi stjórnandi Lúðrasveitar Vest- mannaeyja er Hjálmar Guðnason frá 1977. Hjálmar ber í brjósti það rím úr náttúru Eyjanna sem löngum hefur slegið taktinn í starfi lúðrasveitarinnar, en um langt árabil hafði hann leikið í sveitinni við góðan orðstír, enda er hann í hópi beztu trompett- leikara landsins. Það er merkilegt að Lúðrasveit Vestmannaeyja skuli eiga svo langa lífdaga að baki og svo gróskumikið starf sem raun ber vitni, merkilegt vegna þeirrar miklu vinnu sem hefur verið í Vestmannaeyjum um áratuga skeið. En það. er skiljanlegra þegar skoðað er það mannaval sem sveitina hefur skipað í sögu hennar, því þar eru menn sem hafa viljað leggja meira af mörk- um en gengur og gerist í dagsins önn og amstri, menn sem hafa viljað leggja sitt af mörkum til þess að viðhalda hátíðisstundum mannlífsins, en starf sveitarinn- langar árið um kring. Víða hefur Lúðrasveit Vest- mannaeyja ferðast og tekið lagið, bæði innan lands og utan og snar þáttur í starfi hennar hefur einnig verið sérstæð ferðalög félaganna, en fyrst og fremst er sveitin heimavarnarlið á góðum stundum og megi hún sem oftast íjást á ferðinni í Eyjabyggð, á götuhorn. Megi hún halda kóssin- um svo undir taki í Eyjabjörgum um ókomna tíð. Leiðtogaf undurinn í Strassbourg: Heimskreppu spáð StrattKbourg;. 22. júní. LEIÐTOGAR Efnahags- bandalagsríkjanna níu gáfu út sameiginlega yfir- lýsingu í Strassbourg í dag. Þar segir, að „verði ekki komið í veg fyrir olíuskort muni efnahags- kreppa um allan heim fljótlega gera vart við sig“, eins og sagði þar. Og ennfremur sagði, „að hag- vöxtur er ekki mögulegur nema með auknum tilstyrk kjarnork- unnar“. Leiðtogarnir hvöttu einn- ig til að kol yrðu meira notuð raforkuframleiðslu. Þá hvöttu leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni til, að olíuframleiðslulönd hækkuðu ekki olíuverð og vitnuðu þeir sérstaklega til slæmra áhrifa, sem olíuhækkanir hefðu á þróunar- lönd. „Þjóðir heims verða að stefna að því að verða óháðari olíu". Leiðtogarnir gátu ekki kom- ið sér saman um beinar aðgerðir til að hafa hemil á olíuverði en hins vegar lofuðu leiðtogarnir, að „hvert EBE-ríki hvetti olíufélög til að taka ekki þátt í olíuverzlun á mörkuðum þar sem olía væri seld í allt of háu verði“. Evrópa flutti inn 470 milljón tonn af olíu árið 1978 og sami innflutningur áætlaður fram til ársins 1985. Ríkin féllust ekki á tillögu Frakka um mun flóknari og ítarlegri innflutnipgsáætlun. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, sagði að „við hurfum frá því þar sem allt of margir óvissuþættir eru inn í dæminu, svo sem harðir vetur". Hún sagði, að leiðtogarnir hefðu verið sammála um, að kjarnorkan væri eini mögulegi orkugjafinn til að leysa vandann. Leiðtogarnir voru einnig sam- mála um að setja reglur um alþjóðlega olíumarkaði. Þar er einkum átt við markaðinn í Rott- erdam. í þessum reglum er gert ráð fyrir, að öll verzlunin á þess- Lundúnum. 22. júní — AP. Flugumferðarstjórar á Heath- row-flugvelli í Lundúnum fóru í samúðarverkfall í dag með opin- berum starfsmönnum. Flugum- ferð frá Lundúnum raskaðist mjög og talsmaður British Air- ways sagði, að aðeins um þriðj- um mörkuðum verði opinber. Valery Giscard d’Estaing, Frakk- landsforseti, ræddi um að braskiö á olíumörkuðum í Evrópu hefði næstum þrefaldað verðið. „Þessir markaðir verða að vera fyrir opnum tjöldum", sagði hann. D’Estaing kom til Strassbourg með tillögur um mjög aukið eftir- lit með markaðinum í Rotterdam, Helmut Schmidt féllst ekki á tillögur Frakka um bein afskipti, aðeins að verzlun á þessum mörk- uðum færi fram fyrir opnum tjöldum. Orkumál voru aðalmálið á leið- togafundinum í Brússel, ásamt þeim áhrifum sem olíuverðshækk- anirnar hafa á efnahagslíf ríkj- anna. ungur þeirra 45 þúsund farþeg- ar, sem höfðu bókað far, kæmist leiðar sinnar. Frá miðnætti var flugi til Lund- úna annaðhvort stefnt til Gat- wick, næst stærsta flugvallar heimsborgarinnar, eða þá var frestað. Flugumferðar- st jórar í verkfalli Þungt vatn frá Noregi við gerð kjarnorkusprengju Frú íréttaritara Mbl. í ósló. 22. júní. „NORÐMENN lögðu þungt lóð á vogarskálarnar til að gera ísra- elsmönnum klcift að framleiða kjarnorkusprengju þegar þeir seldu þeim þungt vatn árið 1959,“ sagði Sverre Lodgaard hjá norsku friðarstofnuninni í vik- unni. Norðmenn seldu ísraelsmönn- um 20 tonn af þungu vatni árið 1959 en norska utanríkisráðu- neytið sagði, að vatnið hefði einungis verið til friðsamlegra nota. Þá skýrði ráðuneytið frá því, að ísraelsmenn hefðu viljað kaupa þungt vatn af Norðmönnum árið 1970 en því hefði verið hafnað. Fulltrúi frá kjarnorkuráðinu fór til Israels á sínum tíma til að fylgjast með því, að þunga vatnið væri notað til friðsamlegra nota. Þetta mál er nú mikið hitamál í Noregi. Það hefur komið fram í fréttum hér, að þunga vatnið hefði sennilega verið notað í kjarnaofn í Negeveyðimörkinni, sem hefur verið í notkun frá 1963. Þar hefði verið framleitt plútóníum til að framleiða kjarnorkusprengju af svipaðri stærð og Hiroshima- sprengjan var á sínum tíma. Mestu skattaálögur í sögu Danmerkur Frá (réttaritara Mbl. í Kaupmannahöfn, 22. júní. MESTU skattaálögur, sem lagð- ar hafa verið á danskan al- menning, litu dagsins ljós 1 efnahagsfrumvarpi stjórnar- flokkanna. Alls verða skatta- byrðarnar auknar um 12 millj- arða danskra króna. Bjórinn hækkar um 15 aura hver flaska, bcnsín hækkar um 50 aura. Þá hækkar sígarettupakkinn um 10 aura hver pakki og eins hækkar rafmagn, hver kíló- vattstund hækkar um 8 aura. Lagðar verða álögur á fcrða- menn. Reiknað er með að ríkis- kassinn fái 735 milljónir króna f skatta af tóbaki og um 165 milljónir danskra króna í skatta af öli. Álögur á eldsneyti eiga að gefa rfkinu um 4.8 milljarða króna. Áætlað er að ríki og sveitar- félög spari um 5 milljarða króna. Það, sem vakið hefur upp miklar deilur hér, er sú ákvörðun stjórnarinnar að Danir leggi bílum sínum einn dag í viku. Margir hafa lýst efasemdum um, að það sé framkvæmanlegt. Poul Schutter, stjórnarandstæðingur, hefur kallað hið nýja frumvarp stjórnarinnar dæmigert draum- órafrumvarp jafnaðarmanma. Anker Jörgensen, forsætisráð- herra, hefur frestað sumarleyfi sínu um nokkra daga. Larsen 23. júní Þetta gerðist 1969 — Eiturmengun í Rín frá Sviss til Hollands. 1948 — Samgöngubann Rússa á Berlín hefst. 1940 — Stjórn Pétains marskálks í Frakklandi semur vopnahlé við ítali. 1922 — Rathenau, utanríkisráð- herra Þjóðverja, veginn. 1920 — Grikkir hefja sókn gegn Tyrkjum í Litlu-Asíu. 1917 — Svartahafsfloti Rússa gerir uppreisn í Sevastopol. 1894 — ítalskur stjórnleysingi myrðir Sadi Carnot, forseta Frakka, í Lyons. 1859 — Orrustan um Solferino. 1839— Ibrahim, sonur Muhamm- ed Ali í Egyptalandi, gersigrar lið Tyrkja við Nezib. 1821 — Bólívar sigrar her Spán- verja við Carabobo og tryggir sjálfstæði Venezúela. 1812 — Innrás Napoleons í Rúss- land hefst með sókn yfir Niemen. 1793 — Fyrsta lýðveldisstjórnar- skráin í Frakklandi. 1595 — Jarlinn af Tyrone lýstur landráðamaður fyrir uppreisn hans á írlandi. 1535 — Karl keisari V stjórnar herferð til að ná Túnis af Barbar- ossa og leggur undir sig strönd Norður-Afríku. 1529 — Kappel-friður fyrri bindur endi á borgarastríð í Sviss. 1497 — John Cabot kemur til strandar Norður-Ameríku. 1314 — Orrusta Englendinga og Skota við Bannockburn. Afmæli. John Gaunt, hertogi af Lancaster (1340-1399) — Hertog- inn af Marlborough, enskur her- maður (1650-1722) — Kitchener lávarður, brezkur hermaður (1850-1916) — Jack Dempsey, bandarískur hnefaleikakappi (1895). Ándlát. Ferdinand I, konungur af Kastilíu og Leon, 1065, — Lucrezia Borgia, hertogafrú af Ferrara, 1519. Innlent. Kristnitaka á íslandi 1000 — Samningur Breta og Dana um fiskveiðar við ísland 1901 — Fyrsti keisaraskurður á íslandi 1865 — Góðtemplarareglan stofn- uð 1886 — Bændaskólinn á Hólum stofnaður 1882 — Bændaskóli á Hvanneyri 1889 — Vígð brú á Norðurá 1911 — Alþingiskosning- ar 1934 — 1956 — Truman stað- festir flugréttindi Loftleiða 1948 — Matthíasarkirkja á Akureyri opnuð 1961 — Fyrsti ráðherra- fundur Nato hér 1968 — d. Órækja Snorrason 1245 — Oddur Gott- skálksson lögmaður 1556 — Jón Jónsson lögmaður 1606 — Pétur Havsteen amtmaður 1875 — Þor- gils gjallandi 1915. Orð dagsins. Sérhver maður er Napoleon í augum hunda og af því stafa vinsældir hunda — Aldous Huxley, brezkur rithöfundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.