Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979
13
Friðjón TF T •
Þórðarson m/ d} dW W W*
alþm.: V mfm
og vegleysur
Einn talaði um veg yfir vegleysur og hraun.
7 Einn vitnaði í samtök, er ynnu þyngstu raun.
Einn mældi fyrir vegi og vissi upp á hár, / /
hvar vegur ætti að koma ... Svo liðu hundrað ár.”
Samkvæmt vegalögum skal
leggja tillögu til þingsályktunar
um vegáætlun fyrir Sameinað
Alþingi, svo fljótt eftir þingsetn-
ingu sem auðið er. Alþingi það,
sem nú hefur nýlokið störfum og
var 100. löggjafarþing þjóðarinn-
ar, var að venju sett 10. okt.
Vegáætlunin var lögð á borð
þingmanna 2. maí s.l.
Vegáætlun sú, er hér um ræðir,
á að gilda fyrir árin 1979—1982.
Hún fjallar því um framkvæmdir í
vegagerð næstu fjögurra ára hér á
landi. Má ljóst vera, að mikill
vandi er á höndum að ákvarða og
velja úr mörgum brýnum verkefn-
um, þegar framkvæmdafé er af
skornum skammti. Það er heldur
ekkert áhlaupaverk að skipta
fjármagninu milli kjördæma, svo
að allir láti sér vel líka. Ekki er við
vegamálastjóra né starfsmenn
hans að sakast. Þeir liðsinna og
leiðbeina þingmönnum eftir bestu
getu.
Fjárveitinganefnd hafði aðeins
örfáa daga til að fjalla um þetta
mikilvæga mál, sem snertir alla
landsmenn á einn eða annan veg.
Nefndin skilaði áliti 21. maí eða
tveim dögum fyrir þinglok. Aætl-
unin var endanlega afgreidd á
síðasta þingdegi. Skall þar vissu-
lega hurð nærri hælum.
Á undanförnum árum hafa
þingmenn keppst við að gera
lýðum ljóst að hefja þurfi stórátak
í vegagerð hérlendis. Þetta er
auðskilið mál. Það hefur fallið í
góðan jarðveg. Vonir hafa vaknað
um bættar samgöngur um byggðir
landsins. Hætt er því við, að
mörgum hafi súrnað í augum,
þegar sjá mátti úthlutun til vega-
gerðar á því herrans ári 1979.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
fjárveitinganefnd, þ.e. minni hluti
nefndarinnar, — undirrituðu
nefndarálitið með fyrirvara. Segir
svo í grg.: „Þeir vilja taka fram, að
vegna ákvörðunar ríkisstjórnar-
innar um stórfelldan niðurskurð á
framlögum ríkissjóðs til vegamála
á þessu ári mun verða um 15%
magnminnkun nýbygginga vega í
landinu frá því í fyrra, þrátt fyrir
gífurlega auknar skattálögur á
umferðina. Síðari ár vegáætlunar
er stefnt í nokkra magnaukningu
vegaframkvæmda, án þess að
minnsta tilraun sé gerð til þess að
ríkisstjórn og Alþingi móti stefnu
í fjáröflun til þess á annan hátt en
gera ráð fyrir nýjum lántökum".
Á vegum Samtaka sveitarfélaga
á Vesturlandi hefur um árabil
starfað sérstök nefnd að sam-
göngumálum. Hefur hún kynnt
athuganir sínar og tillögur á
aðalfundum samtakanna, sem
haldnir eru á hverju hausti. Hefur
nefnd þessi unnið mikið starf og
Friðjón Þórðarson
haft nána samvinnu við umdæm-
isverkfræðing vegagerðarinnar í
Borgarnesi. Nefndin hefur m.a.
gert ítarlegar tillögur um for-
gangsflokkun framkvæmda í
stofnbrautum utan hringvegar og
þjóðbrautum í Vesturlandskjör-
dæmi. Nefndin hefur lagt ríka
áherslu á, að leitað verði nýrra
leiða í fjármögnun vegamála í því
skyni að stórauka vegafram-
kvæmdir. Jafnframt hefur hún
bent á brýna nauðsyn þess að auka
vegaviðhald til stórra muna. Enn
hefur nefnd þessi ítrekað þá skoð-
un að einstakar stórframkvæmdir
svo sem Borgarfjarðarbrú verði að
fjármagna sérstaklega.
Eðlilegt er, að hver og einn
skyggnist um af sínu heimahlaði,
þegar um vegamál er að ræðá. Þá
kemur greinilega í ljós, að hlutur
Vesturlands er harla lítill og rýr á
þessu ári miðað við aðrar byggðir
landsins. Þetta stafar m.a. af því,
að hin mikla og dýra brúarbygg-
ing yfir Borgarfjörð er skráð feitu
letri í reikning Vesturlandskjör-
dæmis. Brúin er stórframkvæmd,
arðgæf og hagkvæm. En hún er á
hinn bóginn stuttur spölur af
hringveginum, sem nánasta um-
hverfi fær ekki undir risið nema
sérstök fjáröflun komi til að
verulegu leyti.
Margir hafa bent á, að arðsemi
vegagerðarframkvæmda sé ein sú
mesta, serm þjóðinni geti fallið í
skaut af nokkru verki. Það sé því
engin goðgá að leita eftir erlend-
um lánum til slíkra framkvæmda.
Ennfremur hefur margsinnis ver-
ið að því vikið, að uppbygging
vegakerfisins um allt Iand sé í
raun og veru eitt hið brýnasta og
raunhæfasta mál byggðastefn-
unnar. Það sé eina leiðin til að
þoka byggðunum saman, svo að
atvinnulíf og þjónusta geti dafnað
og þjóðarhagur farið batnandi.
Loks er hér um að ræða eitt hið
mesta mál til að jafna aðstöðu
allra landsmanna, hvar sem þeir
eiga heima.
Davíö fró Fagraskógi.
í vegaáætluninni er framlagi til
stofnbrauta skipt eftir meginvið-
fangsefnum í almenn verkefni,
bundin slitlög og sérstök verkefni.
Þetta er spor í rétta átt. Þá er gert
ráð fyrir að útvega lánsfé, sem
nemur 1 milljarði til Borgarfjarð-
arbrúar á næsta ári, en takmarkið
er að opna brúna til umferðar á
árinu 1980. — Talið er, að slit á
bifreiðum sé 63% meira á malar-
vegum en malbiki og bensíneyðsla
19% meiri. Gefur því auga leið,
hversu aðstöðumunur þegnanna
er gífulegur. Það er líka ljótt aö
sjá ökutækin vaða fram í þykkum
moldarmekki eftir þjóðvegum
landsins að sumarlagi, ausandi
malar- og moldryki á báða bóga
yfir hvað sem fyrir verður. Mál er
að linni.
Með hliðsjón af þeim risavöxnu
verkefnum, sem framundan bíða í
vegagerð, er framlag ríkisstjórnar
til þeirra mála lítið og lélegt á
þessu ári. Segja má, að Eyjólfur
hressist nokkuð að þessu leyti á
næsta ári. En þar er allt í óvissu
um fjáröflun, opið í báða enda. Á
stjórnarheimilinu rekur sig eitt á
annars horn í þessum efnum sem
öðrum. Hækkandi álögur og skatt-
ar af umferðinni renna í stríðum
straumum gegnum galtóman rík-
iskassann. Hvergi er veitt viðnám.
Óráðsían er í algleymingi.
I vetur fluttu átta þingmenn
Sjálfstæðisflokksins úr öllum
kjördæmum landsins tillögu til
þingsályktunar um varanlega
vegagerð. Þar er gert ráð fyrir að
fella að nýrri vegáætlun sérstaka
15 ára áætlun um lagningu hring-
vegar og vega til allra þétt-
býlisstaða í landinu með bundnu
slitlagi. Tillaga þessi var ekkert
sýndarplagg. AÖ henni hafði lengi
verið unnið af færustu mönnum.
Hún mótar ákveðna stefnu í vega-
gerð komandi ára og markar
skýrar leiðir til tekjuöflunar. Til-
lögunni fylgdi efnismikil greinar-
gerð í þrem setningum:
„Brýnasta hagsmunamál þjóð-
arinnar nú er gerð vega með
bundnu slitlagi til allra þéttbýl-
iskjarna í landinu og lagning vega
upp úr snjó. Samhliða beislun
orku fallvatna og orku í iðrum
jarðar er þetta einnig arðgæfasta
framkvæmdin. Því ber nauðsyn til
að Alþingi taki þegar í stað
ákvörðun í máli þessu".
Máli þessu var vel tekið, — en
ákvörðun skotið á frest. Hvenær
verður hafist handa af fullum
krafti? Eftir er að brjótast yfir
botnlaus fúafen ríkisstjórnarráð-
leysu. En hjá bjartsýnismönnum
má þó enn greina landsýn fram-
undan og von um fast land undir
fótum.
Lífog land:
Fundur um lagningu þjóðveg-
ar um Leirur og Vaðlaskóg
SUNNUDAGINN 24. júní gangast
landssamtökin Líf og land ásamt
Skógræktarfélagi Eyfirðinga og
SUNN (Samtök um náttúruvernd
á Norðurlandi) fyrir fundi um
lagningu þjóðvegar um Leirur og
Vaðlaskóg. Hefst fundurinn með
skoðunarferð um Vaðlaskóg. Verð-
ur farið frá Menntaskólanum á
Akureyri kl. 13.00. Að skoðunar-
ferðinni lokinni verður haldinn
fundur í kjallara Möðruvalla. Jón
Rögnvaldsson, yfirverkfræðingur
hjá Vegagerð ríkisins, flytur er-
indi um fyrirhugaða vegagerð og
forsendur hennar. Ingólfur Ár-
mannsson, formaður Skógræktar-
félags Eyfirðinga, gerir grein fyrir
Vaðlareit. Helgi Hallgrímsson,
formaður SUNN, flytur erindi um
Leirurnar. Árni Jóhannsson, garð-
yrkjustjóri Akureyrar, og Jóhann
Pálsson, forstöðumaður Lysti-
garðsins á Akureyri, ræða um þau
áhrif sem vegargerðin getur haft á
landslag. Fundurinn er öllum op-
inn.
að g gengið frá þeim til
varðveizlu. Reynt er að tína
til það helzta sem byrjendur
spyrja oftast um og gefa ráð
sem að gagni mega koma“.
í bókinni er fyrst fjallað
um nafngiftir plantna og
birt yfirlit yfir skiptingu
plönturíkisins, síðan lýst
nafngreiningu og söfnun
ýmissa tegunda, æða-
plantna, mosa, flétta, sveppa
og þörunga. Síðan er lýst
þurrkun plantna og frágangi
þeirra til geymslu, niður-
skipun safnsins og merk-
ingu. Þá er greint frá því
Bók um plöntusöfnun
Bókaútgáfan Iðunn hefur
gefið út Leiðbeiningar um
plöntusöfnun eftir Ágúst H.
Bjarnason menntaskóla-
kennara. Um tilgang bókar-
innar segir höfundur í for-
mála: „Kveri þessu er ætlað
að vera lítill leiðarvísir þeim
sem vilja kynna sér plöntu-
ríkið. Aðaláherzlan er lögð á
hvernig lífverunum er safn-
hvernig verja má plöntu-
safnið skemmdum.
Iðunn hefur áður gefið út
kennslubókina Almenn vist-
fræði eftir sama höfund.
Leiðbeiningar um plöntu-
söfnun eru 60 bls. að stærð.
Ilöfundurinn teiknaði
myndir í bókina og Skúli Þ.
Magnússon tók ljósmyndir.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RIKISSJOÐS:
23. júní 1979. Innlausnarverö Seölabankans
Kaupgengi m.v. 1 árs Yfir-
pr. kr. 100.- tímabil frá: gengi
1968 1. flokkur 3.391.14 25/1 ‘79 2.855.21 18.8%
1968 2. flokkur 3.188.43 25/2 '79 2.700.42 18.1%
1969 1. flokkur 2.370.52 20/2 '79 2.006.26 18.2%
1970 1. flokkur 2.176.55 15/9 ‘78 1.509.83 44.2%
1970 2. flokkur 1.574.29 5/2 '79 1.331.38 18.2%
1971 1. flokkur 1.475.88 15/9 '78 1.032.28 43.0%
1972 1. flokkur 1.286.41 25/1 ‘79 1.087.25 18.3%
1972 2. flokkur 1.100.95 15/9 ‘78 770.03 43.0%
1973 1. flokkur A 834.62 15/9 '78 586.70 42.3%
1973 2. flokkur 768.60 25/1 ‘79 650.72 18.1%
1974 1. flokkur 532.88
1975 1. flokkur 431.41
1975 2. flokkur 329.24
1976 1. flokkur 312.85
1976 2. flokkur 254.09
1977 1. flokkur 235.97
1977 2. flokkur 197.68
1978 1. flokkur 161.07
1978 2. flokkur 127.16
VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100.-
1 ár Nafnvextir: 28'/2% 83
2 ár Nafnvextir: 28'/2% 74
3 ár Nafnvextir: 28’/2% 66
4 ár Nafnvextir: 28'/2% 62
5 ár Nafnvextir: 28'/2% *) Miöað er viö auðseljanlega fasteign 57
Tökum ennfremur í umboössölu veöskulda-
bréf til 1 — 3 ára meö 12—281/2% nafnvöxt-
um.
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi pr. kr. 100
B — 1973 714.10 (10% afföll)
C — 1973 622.29 (10% afföll)
D — 1974 540.00 (10% afföll)
G — 1975 266.15 (10% afföll)
H — 1976 257.75 (10% afföll)
VEÐSKULDABRÉF: Sölugengi pr. kr. 100
1 ár 10 m Nafnvextir 14% 62.74 (Áfallnir vextir)
2 ár 6 m Nafnvextir 16% 73.21 (Áfallnir vextir)
4 ár 4 m Nafnvextir 12% 53.26 (Áfallnir vextir)
5 ár Nafnvextir 15% 37.82
5 ár 3 m Nafnvextir 14% 59.20 (Áfallnir vextir)
5 ár 4 m Nafnvextir 12% 51.81 (Áfallnir vextir)
5 ár 5 m Nafnvextir 13% 51.09 (Áfallnir vextir)
6 ár 10 m Nafnvextir 13% 37.07 (Áfallnir vextir)
MÍRKrnnfiflitféM ísumdi Kfc
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu).
Sími 2 05 80.
Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16