Morgunblaðið - 23.06.1979, Síða 3

Morgunblaðið - 23.06.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 Benedikt Gröndal: Reiðubúinn að fara með Svavari til Sovétríkjanna —telji ríkisstjómin það nauðsynlegt „ÞAÐ ER ekki hægt að leggja meiri áherslu á mál heldur en gert er með því sð senda ráð- hcrra,“ sagði Benedikt Gröndai utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gœrkvöldi, er hann var spurður álits á þeim ummælum formanns þingflokks Alþýðuflokksins, að viðskipta- ráðherra ætti að fara þegar í stað til Sovétríkjanna til viðra’ðna um olíumál. Utan ríkisráðherra sagði það vera augljóst að við hefðum orðið fyrir miklum skakkaföllum út af þessum verðlagskerfi á olíuvörum sem við kaupum frá Sovétríkjun- um, og að sama skapi væri það augljóst að Sovétmenn hafi hagn- ast. Væri það slæmt, þar sem viðskiptasamvinnan við Sovétrík- in hefði yfirleitt verið góð. Sagði ráðherrann að við ættum að leggja á það áherslu og láta einskis ófreistað, til að fá fram leiðrétt- ingu á þessum málum. I sambandi við þá áherslu sem fylgdi för ráðherra til annars lands, sagði ráðherrann að það væri augljóst, en ekki vildi hann þó tjá sig um það mál að öðru leyti, en kvaðst vera reiðubúin til að fara með viðskiptaráðherra til Sovétríkjanna ef ríkisstjórnin teldi það vera nauðsynlegt. „Þá myndi ég ekki skorast undan þvi,“ sagði Benedikt. Utanríkisráðherra sagist vera þeirrar skoðunar að við ættum að hefja viðræður við Norðmenn sem allra fyrst um olíukaup, þó ljóst sé að þau geti ekki hafist þegar á stundinni, og ekki leyst dægurmál okkar. „En við verðum að hugsa nokkra áratugi fram í tímann í þessum efnum, og sástandið er þannig í olíumálum heimsins, að mér þykir það mjög líklegt að það verði hækkandi verð og búast megi við verðkreppum eins og núna hafa gusast yfir okkur,“ sagði Benedikt ennfremur. Þess vegna væri nauðsynlegt að gera samninga til lengri tíma, og reyna að fá olíu á hagstæðari kjörum en nú er. I því sambandi nefndi hann að fá þyrfti meiri festu í olíukaup- in, og losna þyrfti við eitthvað af þeim ótrúlega milliliðakostnaði sem væri á Rotterdamverðinu. Þá vék Benedikt að því að utanríkisráðherra og orku- og oliumálaráðherra Noregs væru fylgjandi viðræðum um þessi mál, og minna mætti á að viðskiptaráð- herra Noregs kæmi hinggað til viðræðna í næstu viku. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa rætt þessi mál í einstökum atriðum, enda væri það sérfræðinga að semja um slík mál. Benedikt sagði að komið hefðu upp hugmyndir um fleiri lönd. þegar rætt væri um olíukaup. Þar á meðal væri Nígería, þar sem við hefðum viðskiptahagsmuna að gæta, og svo einnig Irak, en þessi mál hefði borið á góma lauslega er sendiherra íraks var hér á landi fyrir skömmu. Öll þessi mál sagði hann vera í stöðugri athugun, en eitt af því sem komiö hefði upp væri hvort kaupa ætti olíu og láta hreinsa hana fyrir okkur, til dæm- is í Portúgal, og mætti þá hafa tvöfalda viðskiptahagsmuni af því að kaupa olíu frá Nígeríu til dæmis. „Öll þessi mál eru í deigl- unni, og ég tel að rík nauðsyn sé á því að ríkisstjórnin fari að taka Benedikt Gröndal ákvörðun um að fara að þreifa formlega á einhverjum þessara kosta, og þá er Noregur næstur,“ sagði utan ríkisráðherra að lokum, og minnti á komu viðskiptaráð- herra Noregs hingað til lands í næstu viku. Svavar Gestsson: „Þarf ekki áskoranir frá Sighvati til að gegna mínum embættisverkum „Ég þarf enga bciöni frá Sig- hvati Björgvinssyni til þess að fara til Rússlands,“ sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðhcrra í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær, er hann var að því spurður hvort hann tcldi rétt að fara til Sovétríkjanna til við- ræðna við Sovétmenn um olíu- kaup. eins og formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, Sighvat- ur Björgvinsson hcfur hvatt til. „En almennt um þessi olíumál vil ég segja það,“ sagði viðskipta- Ólaf ur Jóhann- esson ræddi olíu- kaup vid G jerde Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara MorKunblaðsins í Osló. Árni Tryggvason, sendiherra íslands í Osló, staðfestir í viðtali yið Morgunblaðið, að íslending- ar hafi hug á oliukaupum í Norcgi, en formleg ósk þar um hafi ekki borizt norsku stjórninni enn sem komið er. Á hinn bóginn segir sendiherrann, að Ólafur Jóhannesson forsæt- isráðherra og olíu- og orkuráð- hcrra Noregs, Bjartmar Gjerde, hafi rætt málið óformlega þegar Gjerde var í heimsókn á íslandi í fyrri viku, og ennfremur hafi Benedikt Gröndal utanríkis- ráðherra rætt það við Knut Frydenlund, hinn norska starfsbróður sinn, er hann var í Osló um si'ðustu helgi. Morgunblaðið hefur það eftir norskum olíusérfræðingum, að til viðbótar því að verð olíu á Rotterdammarkaði, sem íslend- ingar hafi skuldbundið sig til að miða olíukaup sín frá Sovétríkj- unum við, hafi rokið upp úr öllu valdi á síðustu mánuðum, megi fastlega búast við því að það fari enn hækkandi á næstunni, og gefi augaleið, að slíkar olíuhækkanir geti lagt efnahagslíf sérhvers ríkis í rúst. I viðtalinu kveðst Árni Tryggvason ekki getað fullyrt hvaða magn íslendingar hafi hug á að kaupa af Norðmönnum, og spurningunni um það, hvort ís- lendingar kunni hugsanlega að verða samvinnuþýðari varðandi samninga um miðlínu milli Jan Mayen og íslands en verið hefur, svaraði hann þannig: „Þetta er svo „heit“ spurning, að henni get ég heldur ekki svarað." ráðherra enn fremur, „að við höf- um mjög lengi haft þau í athugun, og við höfum þar gengið fram eins rösklega og unnt hefur verið. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi vandi er mjög stórfelldur og allar þjóðir heims eiga við þennan vanda að búa, því miður ekki bara íslendingar, heldur einnig aðrar þjóðir. Þess er því tæplega að vænta að við getum gert okkur vonir um önnur kjör í þessum efnum en algengust eru. Það er það sem ég vænti að allir skilji og hafi áhuga á. Við höfum rætt þessi mál mjög lengi við olíufélögin sem hafa verið með þessi mál hér í landi á undanförnum árum. Það hafa ver- ið olíufélögin fyrst og fremst sem hafa flutt inn alla olíu, ráðuneytið hefur bara afhent þá viðskipta- samninga sem gerðir hafa verið. Síðan hafa félögin haft svigrúm til að kaupa olíu á frjálsum markaði í talsverðum mæli. Sú olía er ekki að neinu leyti á betri kjörum eða ódýrari en sú olía sem rætt hefur verið um í þessum viðskiptasamn- ingum. Þannig að jafnvel þótt okkur tækist að fá breytt þeim viðmiðunum sem eru í samningum okkar við aðrar þjóðir, þá er vandinn ekki þar með leystur. Hann er miklu flóknari en svo. Við höfum lengi, eða um fjögurra vikna skeið, staðið í áþreifingum um þessi mál við fjölmarga aðila, meðal annars við verslunarfulltrúa sovéska sendiráðsins hér í Reykja- vík. Höfum við lagt á það áherslu að viðskiptaviðræðum við Sovét- ríkin verði flýtt. Við erum tilbúnir til að taka þátt í slíkum viðræðum hvenær sem er, og viljum að það V idskiptaráðherra fari arlaust til Rússlands” -segirSighvatur Björgvinsson Svavar Gestsson verði hið allra fyrsta. Askoranir frá Sighvati Björgvinssyni þarf ég ekki að heyra til að gegna mínum embættisverkum". Viðskiptaráðherra kvaðst ekki vilja svara því, hvort það hefðu verið mistök að kaupa ekki olíu frá Norðmönnum á sínum tíma, og sagði: „Því verða þeir að svara sem könnuðu þetta á sínum tíma. Ég minni á að í þeirri ríkisstjórn sem ber ábyrgð á þeim samningum sem við höfum núna við Sovétríkin voru Geir Hallgrímsson og Matthías Mathiesen. Þeir fluttu iður en menn far» að r«ða um aö nefni að viöskiptaráðherra t leggja stórkoatlegar byrðar á á hendur, verði árant einhverja tillögu um þessi mál á Alþingi árið 1973, en á þeim tíma sem þeir sátu í ríkisstjórn var ekkert aðhafst í þessum málum annað en að framlengja þá samn- inga sem gerðir höfðu verið. Það er best að spyrja þá um það hvort þeir telja að þeir hafi gert mistök." Að lokum kvaðst ráðherrann hafa sagt frá því opinberlega hvað eftir annaö, að hér færu fram viðræður viö Norðmenn í næstu viku. „Hingað kemur í mínu boði viðskiptaráðherra Noregs," sagði Svavar Gestsson, „í opinbera heim- sókn, og þessi mál verða þá rædd. Ég hef falið essari olíunefnd sem er starfandi að kanna alla hluti í sambandi við málið. Nefndin hefur sent skeyti til nær allra sendiráða Islands erlendis, og til fleiri aðila, með fyrirspurnum um það hvernig olíuviðskiptum er háttað í viðkom- andi löndum. Þessi hlutir eru í fullum gangi af okkar hálfu og hafa verið um margra vikna skeið, mun lengur en frá því þessi síðasta stóra hækkun varð á þessum Rotterdammarkaði," sagði við- skiptaráðherra að lokum og svaraði aðspurður að hvarvetna ætti að kanna olíukaup eins og t.d. frá írak eða Nígeríu, en áréttaði að viðræðurnar við norska ráðherr- ann væru næstar á dagskrá. Ólafur Jóhannesson: Hefur legið fyrir að við gætum fengið keypta olíu af Norðmönnum Farið að óskum olíufélaga um olíukaup Bjartmar Gjerde „Það er óhætt að segja, að í þessu efni verða allir mögu- leikar kannaðir. og olíumáiin verða til umræðu á ríkis- stjórnarfundi á mánudaginn kemur,“ sagði Ólafur Jóhann- esson forsætisráðherra í við- tali við Morgunblaðið í gær. Um viðræður þeirra Bjart- mars Gjerde olíu- og orku- ráðherra Noregs í íslands- heimsókn hans á dögunum sagði Ólafur Jóhannesson: „Um þær get ég lítið sagt, því að aðeins var minnzt á olíu- málin í framhjáhlaupi, en það hefur legið fyrir, að við gæt- um fengið keypta olíu frá Norðmönnum. Hitt er ljóst, að það gæti tekið báða aðila nokkurn tíma að koma slíkum kaupum um kring.“ Morgunblaðið innti forsæt- isráðherra eftir ráðagerðum um olíukaup frá Noregi í við- skiptaráðherratíð hans og neikvæðri afstöðu Framsókn- arflokksins til málsins á þeim tíma, eins og meðal annars kom fram í leiðaraskrifum Þórarins Þórarinssonar rit- stjóra og þá formanns utanrik- ismálanefndar Alþingis í sept- ember 1975. „Því vil ég ekki svara nema að betur athuguðu máli,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Ætli það hafi ekki verið af því, að olíufélögin hafa verið ánægð með olíuviðskiptin við Rússa. En það er óhætt að segja að þau ár, sem ég var viðskipta- ráðherra, var farið eftir óskum olíufélaganna í sambandi við olíukaupin, fyrst og fremst." Ólafur Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.