Morgunblaðið - 23.06.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 23.06.1979, Síða 1
44 SIÐUR OG LESBOK Innflutningur olíu til Evrópu frystur Loftárásir í Managua ManaKua, 22. júní. Reutcr. HER Nicaraguastjórnar beitti herþotum og stór- skotavopnum gegn upp- rejsnarmönnum í Mana- gua í dag en mætti harðri mótspyrnu. Harðir bardagar blossuðu upp þegar hermenn notuðu fallbyssur til að hrekja skæruliða frá stórum götuvígjum. Inter-Continental- hótelinu var lokað þegar skærulið- ar lýstu því yfir, að það væri skotmark þar sem embættismenn hefðu leitað þar hælis. í Washington neitaði talsmaður Jimmy Carters forseta að útiloka þann möguleika, að bandarísku herliði yrði beitt í Nicaragua. Strassborg, 22. júní. AP. Reuter. LEIÐTOGAR Efnahags- bandalagslandanna ákváðu í dag í lok tveggja daga fundar síns til undir- búnings leiðtogafundinum í Tokyo í næstu viku að frysta olíuinnflutning og skora á Bandaríkjamenn að draga úr olíunotkun. Leiðtogarnir ákváðu að takmarka olíuinnflutning- inn næstu sex ár við 470 milljónir lesta, sama magn og flutt var inn í fyrra, og auka kjarnorkunotkun þrátt fyrir andstöðu um: hverfisverndarmanna. í lokayfirlýsingu fundarins sagði, að ef ekki yrði sigr- azt á oliuskorti „mundi heimurinn stefna hraðbyri til nýrrar og víðtækari efnahags og þjóðfélagskreppu“. Forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, sagði að sparnaðarráðstafanir Evrópuríkja yrðu gagnslausar ef önnur lönd heims færu ekki að dæmi þeirra. Enginn nefndi Bandaríkin með nafni en ekki fór á milli mála að átt var við þau. Nokkrir forsætis- ráðherrar létu í ljós efa um að Bandaríkin sem nota tvöfalt meiri olíu en Evrópuríkin, gætu dregið úr innflutningi að ráði. Leiðtogarnir ákváðu að leita eftir viðræðum iðnríkja og Opec-landa. Frakkar hafa viljað viðræður Evrópu og Opec án Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við ísrael en Vestur-Þjóð- verjar voru á öðru máli. Þeir ákváðu einnig að auka eftirlit með olíumarkaðnum og fá olíufélög ofan af að verzla á skyndimörkuðum. Frakkar vildu þak á olíuverð á skyndimörkuðum og nokkurs konar neytendaverk- föll ef markaðir héldu áfram að selja olíu á uppsprengdu verði. Vestur-Þjóðverjar voru andvígir ríkisíhlutun á skyndimörkuðum þar sem Evrópa græddi ekki á því að markaðirnir flyttust frá álf- unni. Leiðtogarnir sögðu að skyndi- markaðir gætu ekki haldið áfram að valda „alþjóðlegri braskveiki" án samstarfs Bandaríkjamanna og Japana. Þeir vona að með ströngu eftirliti með viðskiptum á skyndimörkuðum verði hægt að tryggja verðlagseftirlit án laga- setningar. Sjá „Heimskreppu spáð bls. 16. „France ” tilNoregs? París, 22. júní, AP. Reuter. AUÐMAÐUR frá Saudi Arabíu, sem kcypti lystiskipið Francc, ætlar að selja það norsku skipa- félagi á þriðjudaginn aö sögn blaðs í Le Ifavrc. Vcrðið er 17.5 milljónir dollara samkvæmt óstaðfcstum fréttum. France var hleypt af stokkun- um 1960 og var flaggskip franska kaupskipaflotans. Skipinu var lagt 1974 vegna 22.7 milljóna dollara árlegs taps á rekstri þess. Það var selt 1977. Bátaíólkið vill heldur berjast Kuantan. Malaysíu. 22. júní. Rcutcr. AP. VÍETNAMSKIR flóttamenn, sem búa í búðum á ströndinni við bæinn Kuantan í Malaysíu, strengdu þess heit í dag að berjast og deyja í stað þess að láta Malaysíumenn hrekja sig á haf út. Þeir skoruðu á vestrænar þjóðir að veita þeim hjálp áður en það yrði um seinan. Talsmaður um 500 manna hóps sagði: „Við skorum á heiminn, einkum Bandaríkjamenn, að hjálpa okkur. Við höfum þjáðst undir stjórn kommúnista í Víet- nam. Við líðum þrengingar núna. Við þörfnumst hjálpar." Heilbrigðisyfirvöld hafa hafið rannsókn á því hvort drepsótt getur blossað upp meðal 9.400 víetnamskra flóttamanna í búðum á eynni Pualau Tengah. Sjóher Malaysíu hefur sent olíu- flutningaskip að austurströndinni til að gera við víetnamska flótta- mannabáta og sjá þeim fyrir vistum þannig að hægt verði að draga bátana á haf út. Þetta fylgir í kjölfar frétta um að hermenn hafi skotið viðvörunarskotum að flóttamönnum til að koma í veg fyrir að þeir sigli að landi. Fjöldamorð í Sýrlandi Damaskus, 22. júní. AP. INNANRÍKISRÁÐHERRA Sýr- lands, Adnan Dabbagh hershöfð- ingi, staðfesti í dag að ofsatrúar- Jeremy Thorpe, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi, kemur frá Old Bailey, þar sem hann var sýknaður _ Thorpe sýknaður af morðákærunni London. 22. júní. Rcuter. AP. BREZKI stjórnmálamaðurinn Jeremy Thorpe var í dag sýknaður af ákæru um morð á 31. degi réttarhalda sem hafa verið kölluð „mál aldarinnar" í Bretlandi. Kviðdómur skipaður níu körlum og þremur konum sýknaði Thorpe þegar hann hafði setið á rökstólum í tvo og hálfan dag. Thorpe sýndi ekki svipbrigði cn lét í ljós fögnuð sinn með því að fleygja púða sem hann hafði setið á í réttarhöldunum til Marion konu sinnar. Sækjendur í réttarhöldunum sök- uðu hann um misheppnað samsæri um að myrða Norman Scott, sýn- ingarmann, sem hélt því fram, að hann hefði haft kynvillusamband við Thorpe á árunum eftir 1960. Thorpe neitaði alltaf harðlega þess- um ásökunum og sagði, þegar dóm- urinn hafði verið kveðinn upp, að hann væri „með öllu sanngjörn, réttlát og alger uppreisn". Hann sagði ekkert um fyrirætlanir sínar annað en að hann þyrfti hvíld. Lögfræðingar hans viðurkenndu í réttarhöldunum að stjórnmálaferli hans væri lokið. Auk Thorpes voru þrír aðrir menn ákærðir um samsæri um að myrða Scott og voru allir sýknaðir. Thorpe var sýknaður af annarri ákæru um að hvetja einn þeirra, David Holmes, til að myrða Scott. Holmes er gamall vinur Thorpes og f.vrrverandi varagjaldkeri Frjáls- lynda flokksins. Hinir sakborning- arnir voru kaupsýslumaðurinn John Le Mesurier og næturklúbba- eigandinn George Deakin. Um málið hefur verið ítarlega fjallað í fjölmiðlum og hlutverk dagblaða, sem buðu mikilvægum vitnum offjár fyrir frásagnir, kom við sögu réttarhaldanna. Siðanefnd brezkra blaða tilkynnti eftir rétt- arhöldin að hún mundi fjalla um þessi mál. Núverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins, David Steel, fagnaði dóminum og kvaðst vona að Thorpe gæti fundið sér vettvang þar sem hæfileikar hans nytu sín eftir hæfilega hvíld. Marion, kona Thorpes, sagði þegar hann hafði verið sýknaður, að hún væri ekki undrandi, en henni hefði létt mikið. menn úr múhameðskum neðan- jarðarsamtökum hefðu gert árás á herskóla í borginni Aleppo í norðurhluta landsins og myrt 32 foringjaefni úr stórskotaliðinu. Hann sagði að 54 önnur for- ingjacfni hefðu særzt þegar ofsa- trúarmennirnir réðust inn um opinn glugga á kennslustofu sem var fullsetin foringjaefnum, vopnaðir handsprengjum og vél- byssum sem þeir beittu óspart. Dabbagh hershöfðingi sagði, að hann hefði fyrirskipað herferð um land allt gegn Bræðralagi múham- eðstrúarmanna, neðanjarðarsam- tökum sem hann kenndi um árás- ina á herskólann 16. júní. Hann sakaði Bandaríkjamenn og ísraels- menn um að endurlífga bræðralag- ið til að veikja andspyrnu Sýrlend- inga gegn sérfriði Egypta við ísra- elsmenn. Bræðralag múhameðstrúar- manna var brotið á bak aftur 1954 þegar það gerði misheppnaða til- raun til að ráða Gamal Abdel Nasser heitinn forseta af dögum. Dabbagh sagði að bræðralagið , hefði staðið fyrir mörgum sprengjuárásum og banatilræðum í fleiri sýrlenzkum borgum, meðal annars í bænum Hama og höfuð- borginni Damaskus.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.