Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritatjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Olíukaup frá Noregi Það kemur fram í viðtali Morjíunblaðsins við orkuráð- herra Norejís, Bjartmar Gjerde, í jtær, að íslendingar geti innan tíðar fengið keypta norska olíu. Norski ráðherrann segir og, að til greina komi að selja olíuna á meðalverði. Hann skilgreinir það verð ekki nánar en slíkt OPEC-verð á hráolíu er um þessar mundir 18—20 bandaríkjadalir á hvert fat, þ.e.a.s. 159 lítra, en það er nálægt helmingur þess verðs, sem nú er á Rotterdammark- aði. Bjartmar Gjerde, orkuráðherra Noregs, minnir og í viðtalinu á það, að íslendingar hafi fyrir nokkrum árum sýnt áhuga á olíukaupum frá Noregi. Forsaga þess máls er sú, að Geir Hallgrímsson og Matthías Á. Mathiesen fluttu tillögu til þingsályktunar árið 1973, sem fól í sér að stjórnvöld skyldu kanna, hvern veg mætti sem bezt tryggja kaup á nægjanlegum olíuafurðum til langs tíma. I því sambandi átti að kanna möguleika á olíukaupum í Noregi, enda væri rétt að dreifa frekar áhættunni við olíuinnkaup. — Styttra væri og að flytja olíu frá Norðursjó en Rússlandi, sem haft gæti nokkurn sparnað í för með sér. Þessi tillaga hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi, því miður. Geir Hallgrímsson, þáv. forsætisráðherra, hittir síðan Tryggve Bratteli, þáv, forsætisráðherra Noregs, 18. september 1975, þar sem hugsanleg olíuviðskipti milli Noregs og íslands bar á góma. Matthías Á. Mathiesen ræddi og um sama efni við Bjartmar Gjerde núverandi olíu- og orkuráðherra Noregs. Mbl. fjallar um þessar viðræður í leiðara 20. september 1975 og leggur áherzlu á „hugsanleg olíukaup okkar frá Noregi, jafnvel þegar á næsta ári“, eins og það var orðað i forystugreininni. Þar er ítrekaö að þessi viðskiptamöguleiki verði þá þegar kannaður ofan í kjölinn. Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins og þáv. viðskipta- ráðherra, Ólafs Jóhannessonar, hafði hinsvegar allt á hornum sér varðandi hugsanleg olíukaup frá Noregi. I leiðara Tímans 23. september þ. á. er vitnað til fiskmarkað- ar okkar í Sovétríkjunum og sagt m.á.: „Þaö er hinsvegar ekki kunnugt, að Norðmenn hafi upp á slíkan fiskmarkað að bjóða. Meðan svo er, og ástandið í fisksölumálum er að öðru leyti eins og það er, er það hreinlega út í hött að ræða um það að færa olíuviðskiptin frá Sovétríkjunum til Noregs.“ I niðurlagi leiðarans standa þessi undarlegu orð: „Islending- ar munu ekki hlutazt til um, hvernig Norðmenn haga viðskiptum sínum við Sovétríkin, en jafnframt frábiðja þeir sér, að Norðmenn séu eitthvað að blanda sér inn í viðskiptamál íslendinga við Rússa.“ Það er fróðlegt að rifja nú upp þessi orð Tímans í ljósi þeirrar þróunar olíuvið- skipta, sem orðin er, og kostað hefur íslenzkt þjóðarbú síyaxandi hluta af verðmætasköpun þess. í þessu sambandi er skylt að minna á, að Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, bar nýlega fram þá fyrirspurn, í viðræðum við Knud Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, hvort Norðmenn væru reiðubúnir til að ræða við Islendinga um hugsanleg olíuviðskipti. Að sögn Benedikts tók Frydenlund þeim möguleika vel og hefur hann komið þessum jákvæöu undirtektum á framfæri í ríkisstjórninni. Enginn vafi er á því að hyggilegt er að renna fleiri stoðum undir íslenzkt olíuöryggi, eins og mál hafa þróazt á því viðskiptasviði undanfarið. Sjálfgefiö er að hefja nú þegar viðræður við Norðmenn í ljósi þeirrár afstöðu þeirra, sem utanríkisráðherra hefur kunngert og fram kemur í samtali Bjartmar Gjerde við Morgunblaðið. Ljóst er nú að þau viðbrögð tiltekinna afla, að kæfa þegar í fæðingu alla viðleitni til að renna fleiri stoðum undir olíuhagsmuni okkar en þeim rússnesku, hefur kostað íslenzkt þjóðarbú tugi milljarða króna, komið mjög illa við helztu atvinnu- grein okkar, sjávarútveginn, og raunar öll heimili og einstaklinga í landinu. Ólund Svavars Gestssonar, við- skiptaráðherra, sem bítur sig alfarið í sovétviðskipti og Rotterdamverðviðmiðun, má ekki koma í veg fyrir að íslenzkra hagsmuna verði gætt á þessu þýðingarmikla sviði þjóðarbúskapar okkar. Ef viðskiptaaöstaða okkar út á við rýrnar um tugi milljarða króna, að hluta til vegna óhagstæðra viðskiptasamninga, hlýtur slíkt að koma niður á lífskjörum almennings í landinu. Það verður að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir slíka kjararýrnun almennings af völdum sofandaháttar viðkom- andi stjórnvalda í utanríkisviðskiptum okkar. Birgir ísl. Gunnarsson: Merkileg tillaga í borgarstjóm um aukið líf í borg Vorið 1974 var samþykkt í borgarstjórn ítarleg „áætlun um umhverfi og útivist". Manna á meðal hlaut þessi áætlun nafnið „græna byltingin", enda fólust í áætluninni tillögur um skipuleg vinnubrögð til að breyta útliti borgarinnar. Áætlun þessi var frumsmíð og mikil vinna lá að baki hennar. Tillögur um frágang útivistarsvæða Áætlunin skiptist í tvo megin- þætti. Fyrri þátturinn var grein- argerð, sem lýsti öllum svæðum í borginni, ástandi þeirra og æski- legri notkun. í þessum þætti voru jafnframt tillögur í 28 liðum, þar sem nánar var kveðið á um, hvað framkvæma skyldi í þessum efnum árin 1974—1983, þ.e. á aðalskipulagstímabilinu. Síðari þátturinn var fram- kvæmdaáætlun fyrir árin 1974—1977. í þessum þætti var mikil áherzla lögð á það for- gangsverkefni að ganga frá opn- um svæðum í íbúðarhverfum svo áætluninni voru ætluð til úti- vistar. Glæða þarf opnu svæðin lífi Hingað til hefur þetta starf aðallega beinzt að því að ganga frá svæðunum, rykbinda þau með grasi, rækta þau upp og skipuleggja. Hitt meginverkefn- ið er eftir, þ.e. að gæða þessi svæði auknu lífi og auka að- dráttarafl þeirra og efla þar með möguleika íbúanna til útivistar og tómstundaiðkana utanhúss í hverfunum sjálfum og næsta nágrenni borgarinnar. Tillaga Sjálf- stæðismanna Til að vekja athygli borgar- stjórnar og borgarbúa á þessu verkefni og til að beina kröftum borgarstjórnar meir að því, fluttum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítarlega til- markmiðum. Af þeim má nefna: Að örva til listflutnings á opnum svæðum borgarinnar með auk- inni notkun sviðsvagnsins eða með því að koma upp einfaldri aðstöðu t.d. til útisýninga á ákveðnum stöðum á útivistar- svæðum borgarinnar, auka lán á stórum tjöldum, koma upp úti- grillum á útisvæðum o.fl. Að skipuleggja á útivistarsvæðum borgarinnar afmarkaða reiti, þar sem hægt væri að heimila einstaklingum eða félagasam- tökum að koma upp skemmti- tækjum, t.d. hringekjum, bíla- brautum, mini-golfi og þess háttar aðstöðu. Að auka þekk- ingu Reykvíkinga á tækifærum til útivistar, t.d. með reglulegri kynningu og útgáfustarfsemi, þar sem m.a. væru kynntir áhugaverðir staðir frá jarð- fræðilegu sjónarmiði, listaverk borgarinnar, gönguleiðir og ýmis náttúrufyrirbæri í nágrenni borgarinnar. Að afmarka skokk- brautir og ýmislegt fleira. Hér hafa verið nefndar nokkr- ar þær leiðir, sem fjallað er um í tillögunni, en þær voru fyrst og Sjálfstæðismenn í borgarstjórn fluttu s.l. fimmtudag tillögu um sérstaka áætlun til að nýta betur útivistarsvæði borgarinnar og auka líf í borg. Vinstri flokkarnir tóku því fálega og höfnuðu tillögunni. og að leggja gangstéttir og gangstíga innan hverfa og milli hverfa. Borgin tók stakkaskiptum Á árunum 1974—1978 urðu miklar framkvæmdir á þessu sviði. Samdráttur í verklegum framkvæmdum kom þó niður á þessum málaflokki eins og ýms- um öðrum. Mikið var þó fram- kvæmt og segja má að borgin hafi tekið stakkaskiptum. Oræktarsvæði voru ræktuð upp, mikið átak gert í gangstígagerð innan hverfa og míkið unnið á útivistarsvæðum í nágrenni borgarinnar, eins og t.d. á Hólmsheiði og í Bláfjöllum (skíðaaðstaðan stórbætt). Áætlun þessari var mjög fá- lega tekið af vinstri flokkunum í borgarstjórn. Sýndu þeir þessum málaflokki lítinn áhuga, sem m.a. kemur fram í því, að á þessu ári er stórlega dregið úr fram- kvæmdum á þessu sviði og nú virðist það helzt til ráða að byggja íbúðarhús á mörgum þeim svæðum, sem samkvæmt lögu um þetta efni í borgarstjórn s.l. fimmtudag. Grunntónninn í tillögufini er sá, að borgin með ýmsum óbeinum aðgerðum örvi borgarbúa, þ.e. einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök til að beita sér fyrir ýmis konar at- höfnum og framkvæmdum til að örva lífið í borginni. Nokkur atriði úr tillögunni skulu gerð að umtalsefni hér. Þar er greint í 5 töluliðum, hver skuli vera meginmarkmið áætl- unarinnar. Þau eru m.a., að auka félagsleg samskipti Reykvíkinga, gera borgina líflegri og mann- eskjulegri, auðvelda almenningi að notfæra sér þá aðstöðu til útivistar, sem Reykjavíkurborg og félagasamtök hafa komið upp og tengjá útivist þeirri viðleitni borgar og almennings að fegra umhverfi og auka áhuga þeirra á eigin umhverfi og sögu. Sérstök áætlun um að auka líf í borg Síðan eru tilgreindar leiðir í átta töluliðum til að ná þessum fremst settar fram sem dæmi um aðgerðir, en margt fleira kemur til greina. Lítill áhugi vinstri manna Við Sjálfstæðismenn lögðum til að allt þetta starf yrði fellt í eina áætlun, sem undirbúin væri af sérstakri starfsnefnd og skyldi hún skipuð tveimur full- trúum frá þeim nefndum, sem helzt snerta þennan málaflokk, þ.e. æskulýðsráði, íþróttaráði og umhverfisráði. Viðbrögð vinstri liðsins í borg- arstjórn voru hin furðulegustu. Þeir harðneituðu að samþykkja tillöguna, neituðu einnig tveim- ur umræðum um tillöguna í borgarstjórn og reyndu að drepa málið með því að setja það í svefnkistu umhverfismálaráðs. Þessi viðbrögð staðfesta enn áhugaleysi vinstri flokkanna á umhverfi og útivistarmálum í borginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.