Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 . HLAÐVARPINN , Heljíi Gíslason moð eitt af verkum sínum við Korpúlfsstaði. Ljósm. Mbl. RAX. Höfuðstaðir Norður- landa á minnispeningum REYKIAVIK Helgi Gíslason, myndlistarmaður gerði íslenzka peninginn „MYNDINA AF Reykjavík vann ég upp úr gamalli mynd. Fann hana á Lands- bókasafninu. Málverkið er eftir Jón Helgason biskup og er frá 1836,“ sagði Helgi Gíslason. myndlistarmaður er blaðamaður ræddi við hann. Nýlega voru slegnir minnispeningar um höfuð- staði Norðurlanda og vann Ilelgi þann íslenzka. Verk- efnið sem myndlistar- mennirnir á Norðurlöndum fengu var að gera táknræna mynd fyrir höfuðstað hvers lands. „Fyrirmælin voru nokkuð skýr. Á bakhlið íslenzka peningsins áttu að vera þeir Skúli fógeti og Ingólfur Arnarson. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef tekið svona að mér. Við höfum enga tradisjón í svona tegund myndlistar og ég tel mína mynd minnstu medalíumyndina, Finnar eru greinilega flinkastir“ sagði Helgi ennfremur. Að hverju ertu að vinna nú? Ég er að vinna að sýningu myndhöggvarafélagsins. Við ætlum að vera með í sýningu á Kjarvalsstöðum. Annars er ég búinn að leggja síðustu hönd á styttu Sigvalda Kaldalóns fyrir Reykjavíkurborg. Það á að setja hana upp við Tjörnina, ég hef unnið lengi að því verkefni. STÆLT OG STOLIÐ — STÆLT OG STOLIÐ — •• Oskukarlar — sorptæknar í þau tæp þrjátíu ár, sem sá er þetta skrifar hefur gist þessa jörð, hefur hann ávallt talað um öskukarlana, að þeir væru komnir til að hreinsa öskutunnurnar. Á virðulegu blaðamáli var ávallt rætt um sorpeyðingarmenn. En heimurinn breytist og sjálfsagt mennirnir með. I Suðurnesjatíðindum 15. maí hafa öskukarlarnir í Keflavík fengið nýtt og virðulegt starfsheiti — þeir eru kallaðir sorptæknar. Ágætt orð og það fer þeim vel að heita sorptæknar, rétt eins og meinatæknar og allir hinir tæknarnir. En brátt verður hætt að kalla menn blaðamenn — þeir verða kallaðir blaðtæknar, bilstjórar þá bíltæknar, þingmenn þá væntanlega þingtæknar... SUDURNESJA TIÐINDI Rætt við sorptækna Keflavíkurkaupstaðar fair sem binda fyrir pok- ana, sem þó ber að gera. Við eigum ekki að taka poka, sem ekki er búið að binda fyrir.“ Þannig Litt af þeim malum sem bzjarstjórn Keflavíkur þurfti að taka afstöðu til á fundi sínum s.l. þríðjudag var áskorun öskukalla fullt lið eða ekki og bætti við að ekki þýddi að tala um meira en kortér fyrir hvorn hálfleik. Þessi orð mátti skilja sem svo, að sá Stundum áttu meir en lífs- afkomuna undir díeselvél „Stundum áttu meir en lífsafkomuna undir díeselvél" gæti setningin í auglýsingunni útlagzt á íslenzku. Hún birtist í hinu virta tímariti Fishing News International. Og þegar áherzlu skal leggja á hætturnar, sem fylgja sjósókn, liggur beinast við að birta mynd af báti á Islandsmiðum, þar sem sjómenn eru öllu vanir. Myndin er af Þorbirni, GK 541. LEIKLIST Vaxtíf— fíktmeð vax og kertaljós „í Vaxlífi er boriö saman samkomulag hjóna, sem hafa verið gift nokkuð lengi og svo aftur sambúð pars sem er í upphafsstööu ef svo má orða það. Þaö er spilað upp á breytt viðhorf, frá því þau eldri giftu sig og svo aftur nú. Þá er einnig komið inn á viðhorf til barna og eins störf konunnar," sagði Kjartan Heiðberg, kenn- ari og leikritaskáld austur á Neskaupstaö, er blaðamaður ræddi við hann um leikrit hans, sem verður frumflutt 5. júlí þar austur frá. Af hverju heitir leikurinn Vaxlíf? „Ja, það kemur beint frá verkinu sjálfu, þar er vax, kertafikt. Það logar á kertum. Leikstjóri er Haukur Gunnars- son og þegar hann kom hingað þá var ég ekki endanlega búinn að ganga frá verkinu. En við höfum gert það í samein- ingu. Auðvitað hefði ég viljað hafa meiri tíma. Við vorum bara búin að ákveða leikdag- inn. í æfingum þá sér maður gallana, nýja og nýja galla. Ég hef gaman af að skrifa, má segja að þetta sé tómstunda- gaman mitt. En lokasprettinn hefur þetta bara verið strit og púl.“ Þú hefur samið verk áður, ekkisvo? „Ég samdi Grenið, sem leik- félagið hér flutti árið 1977. Þaö var síðan flutt í útvarpi í fyrra og Þorsteinn Gunnarsson leik- stýrði því þá.“ Ertu spenntur fyrir frum- flutninginn? „Ég er aðeins farin aö titra, því neita ég ekki. Skjálftinn er kominn." Þú ert auövitað borinn og barnfæddur Norðfiröingur? „Nei, svo er ekki. Ég kalla mig alltaf Hafnfiröing þó ég sé fæddur í Reykjavík og búi nú á Noröfirði." Kjartan Heiðberg — leikfélag á Norðfirði frum- sýnir í byjun júní verk hans „Vaxlíf".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.