Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 35 íminningu skipverja afHrönn fráEskifírði Jóhannes Steinsson, Eirík- ur Bjarnason, Stefán Guð- mundsson, Kjartan ólafs- son, Sveinn Eiríksson og Gunnar Hafdal Ingvarsson. í hljóðum harmi drúpa menn höfði í dag. Sorgarlag hefur sær- inn sungið Eskifirði. Agætir dáða- drengir eru í einni andrá horfnir í hafsins djúp. Heimabyggð þeirra er slegin myrkum rúnum hryggð- ar og trega og sá djúði tregi bergmálar í brjóstum manna víðs vegar, ekki sízt um Austurland allt. Á slíkum stundum er eftitt um orð og aðeins skal hér fáum og fátæklegum orðum minnst mætra drengja. í kaupstaðnum við Eskifjörð er nú skarð fyrir skildi. Mikið mann- val var á Hrönn, þegar hún fórst, mikil og hörmuleg blóðtaka ekki stærra byggðarlagi. Ég þekkti þá félaga mismikið, var málkunnug- ur öllum, en við suma átti ég nánari kynni en aðra. í huga mér leiftra myndir liðinna ára, ljós- brot sem glitra frá kynnum, sem í hvívetna voru hin beztu. Traust- leikinn og æðruleysið í fari Jó- hannesar skipstjóra, elskuleg ljúf- mennska Eiríks Bjarnasonar, hlýr hressileiki Stefáns Guðmundsson- ar, hljóðlát rósemi Sveins Eiríks- sonar, hýrt bros þess góða drengs Kjartans frá Byggðarholti og inni- leikinn í fari Gunnars Hafdals, þegar inn úr skelinni var komið. Allt mun þetta og ótalmargt fleira merla í minningunni um þessi horsku hraustmenni, hali vammi firrða. Hér er ekki ætlunin að rekja æviferil hvers einstaks, en allir höfðu þeir að baki dagsverk gott og giftudrjúgt, þó hinzta dægur bæri að svo alltof, alltof fljótt. í ómældri þakkarskuld stendur þjóðin öll við íslenzka sjómenn, þess skyldi minnzt oftar og betur, ekki sízt varðandi aðbúnað allan, öryggi og almenn lífskjör. Þar duga hvergi háfleyg orð á hátíðis- dögum eða harmatár hryggðar á sorgarstund, heldur átök og bar- átta fyrir bættum hag og íífsskil- yrðum öllum sjómannastéttinni til handa. Hér hæfir ekki mikið meira en geta þess, sem sameiginlega ein- kenndi alla þessa menn: karl- mennskan, dugurinn, drenglundin. Það voru eðliskostir, sem þá alla prýddu. Eiríki kynntist ég bezt, hann var einn af mínum beztu samherjum á Eskifirði, en svo var um fleiri úr þessum hópi. Þar fór einstakur mannkostamaður, sem allir mátu og báru traust og hlýhug til. Öll mín kynni voru þar á einn veg og honum færi ég sérstakar þakkir í söknuði og eftirsjá. Eins hlýt ég að minnast sérstaklega Stefáns Guðmunds- sonar, þess góða og hjartahreina drengs, sem ævinlega var hinn sami, hvað sem á gekk. En eitt stendur ofar öllu öðru, við erum lostin sárum trega, djúpum harmi vegna þessa óvænta og hörmulega slyss. Eðlilega reikar hugurinn helzt til þeirra, sem nú eiga um sárt að binda og blessunar skal þeim öllum beðið af einlægum saknað- arhug. I dag fer fram frá Eskifjarðar- kirkju minningarathöfn um áhöfnina á vélbátnum Hrönn, sem fórst í Reyðarfirði 30. april s.l. Er mikill harmur kveðinn að litlu byggðarlagi sem sér á svo svipleg- an hátt á bak sex dugnaðar- og ágætismönnum. Langar mig til að minnast vinar míns og félaga, Jóhannesar Steinssonar skip- stjóra, með fáeinum orðum. Foreldrar hans voru hjónin Steinn Árni Ásgrímsson frá Karlsstöðum í Ólafsfirði, sem látinn er fyrir þrem árum, og Anna Sigurðardóttir frá Þverá í Ólafsfirði, hún lifir son sinn. Jóhannes fæddist í Ólafs- fjarðarkaupstað 16. sept. 1935, sá 5. í 8 systkina hópi, hin eru Sigurður, bifvélavirki í Njarðvík, Guðfinna húsmóðir á Siglufirði, Kristinn vélvirki á Akureyri, Gunnar bílstjóri í Ólafsfirði, Bragi ketilsmiður á Akureyri, Eiginkonum og börnum þeirra Eiríks og Jóhannesar skulu færð- ar sérstakar samúðarkveðjur. Aldraðri móður Stefáns, foreld- rum þeirra Sveins og Kjartans og ekki sízt góðvini mínum Ingvari í Dölum og konu hans, foreldrum Gunnars Hafdal færi ég einlægar samúðarkveðjur. Baráttuhetjunni okkar í Nes- kaupstað, Bjarna Þórðarsyni, semdi ég hlýjustu kveðjur mínar. Orðs er eðlilega vant á stund sem þessari. Minningin lifir og merkið stendur, þó maðurinn falli, er með réttu sagt. Minning þessara mætu heiðurs- manna verður öllum syrgjendum þeirra mikil huggun harmi gegn. Ég bið allar góðar vættir að veita þeim styrk í sárri sorg þeirra. Kveðjur mínar eru yljaðar hlýrri þökk og heitri samúð. Þeim horfnu skal helguð virðing okkar allra, svo sem þeir áttu skilið. Blessuð sé minning þeirra allra. Helgi Seljan Anna sjúkraliði á Akureyri og Málfríður húsmóðir í Reykjavík. Sjóinn hóf Jóhannes að stunda 15 ára gamall, og var sjómennsk- an hans aðalstarf upp frá því. Veturinn 1957—58 var hann við nám á Akureyri og tók þá fiski- mannapróf. Éftir það var hann yfirmaður á fiskiskipum, fyrst á Jóni Kjartanssyni, sem stýri- maður hjá Þorsteini Gíslasyni, síðan skipstjóri á Birki, sem hann átti með nokkrum öðrum, og í nokkur ár var hann með Gissur hvíta á Hornafirði. Um 1970 stofn- aði hann ásamt Stefáni Guð- mundssyni og Eiríki Bjarnasyni Hafölduútgerðina sem þeir starf- ræktu til dauðadags. Áttu þeir fyrst tvo báta með Haföldunafn- inu og nú síðasta árið Hrönnina. Var Jóhannes skipstjóri á þeim öllum. Þann 26. desember 1958 kvænt- ist Jóhannes Þorbjörgu Björns- Jóhannes Steinsson Eskifiröi—Minning Anna Jónsdóttir —Minningarorð Menn eiga ávallt erfitt með að sætta sig við fráfall náins ástvinar jafnvel þótt aðstæður séu þannig, að við því megi búast hvenær sem er. Þannig var mér farið, er ég frétti lát ömmu minnar, Önnu Jónsdóttur frá Þverhamri og í harmi mínum finn ég, að orð verða harla fátækleg til að lýsa þeim tilfinningum sem í brjóstinu bærast við slíka fregn. Ég vil samt reyna í örfáum orðum að lýsa þakklæti mínu fyrir þá gæfu að hafa-átt samleið með henni á bernsku og unglingsárum mínum þótt allt það sem ég á henni gott að gjalda verði aldrei fuliþakkað. Flestir menn eiga í huga sér fjársjóð sem tengdur er minningu um einhvern sem þeir hafa kynnst á lífsleiðinni. í mínum huga er slíkur fjársjóður tengdur minningunni um ömmu mina. Hún var ekki auðug á veraldarvísu en auður og manngildi fara ekki alltaf saman eins og sannaðist á henni. Hennar verðleikar voru skynsemi, dómgreind og hjarta- hlýja og slíkir verðleikar verða aldrei metnir til fjár. Það er margs að minnast þegar hugurinn reikar til bernskuár- anna, austur í Breiðdal þar sem ég dvaldi á hverju sumri við leik og störf undir verndarvæng ömmu minnar. I huga barnsins getur einfallt atvik orðið að miklu vandamáli og í slíkum tilfellum er gott að eiga einhvern að, sem með heilbrigðri dómgreind og skyn- semi útskýrir málin og færir allt til betri vegar. Þessir eiginleikar voru svo ríkir í fari ömmu, að skýrustu minningarnar um hana tengjast þeim á einn eða annan hátt. Ég minnist þess einnig hve mikla virðingu ég bar fyrir þekkingu hennar á bókmenntum fornaldar og sögu lands og þjóðar. Þau voru ófá kvöldin sem hún leiddi mig inn í ævintýraheim fornkappa og Noregskonunga með upplestri úr Islendingasögunum eða Heimskringlu og á þann hátt kenndi hún mér að meta og virða þau andlegu verðmæti sem felast í fornritunum. í daglegu amstri fátækrar sveitakonu gefst ekki mikill tími til að grúska í þjóðleg- um fræðum, en henni tókst ótrú- lega vel að nýta frítima sinn á þann hátt, eins og hugur hennar stóð til. Enda var það svo, að þekking hennar vakti undrun margra sem henni kynntust. Nú skilja leiðir okkar ömmu að sinni en minningin um hana mun lifa í huga mér og sú minning verður ávallt tengd öllu því besta sem ég hef kynnst. Sveinn Guðjónsson. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. dóttur frænku minni, sóma- og dugnaðarkonu, svo sem heimili þeirra ber glöggt vitni um. For- eldrar hennar voru Hallgerður Halldórsdóttir frá Högnastöðum, sem lést 1943, og Björn Jónasson, bóndi frá Svínaskála. Hann lést í hárri elli í nóvember s.l. Hafði hann þá um nokkurt skeið verið hjá Gunnþóru dóttur sinni í Egils- staðakauptúni, en 12 næstu ár á undan var heimili hans hjá Þor- björgu og Jóhannesi. Umhyggja þeirra beggja fyrir honunt var til fyrirmyndar og hjá þeim undi hann sér vel. Tvö myndarleg börn eignuðust þau hjónin, þau eru Hallgerður Anna, tvítug, og Ásgrímur Óli, 15 ára. Fyrir tveimur árum bættist lítill ljósgeisli í heimilið, dóttur- dóttirin Birna Kristín, sem var augasteinn afa síns. Jóhannes var einstaklega dug- legur maður og áhugasamur að hverju sem hann vann, það var alltaf hressilegt andrúmsloft í kringum hann og stutt í spaugs- yrði á hverju sem gekk. Það jafnaðargeð og sú þrautseigja og græskulausa kímni sem hann átti, er ómetanleg þeim sem heyja stríð við válynd náttúruöfl. Það var ævinlega hressandi að heyra til hans, hvort heldur var á landi eða sjó. I síðasta sinn sem við töluð- umst við í talstöð, daginn fyrir slysið, brá hann á glens að vanda og bað mig að útbúa fyrir sig kröfuspjaldið fyrir 1. maí gönguna og hafa það ekki mjög stórt ef hann yrði hvass. Ég og mínir félagar áttum um árabil margt saman að sælda við þá Jóhannes, Eirík og Stefán. Það get ég með sanni sagt að ekki bar nokkurn minnsta skugga á í þeim samskiptum. Aldrei fór ég bón- leiður til búðar ef ég bað þá félaga um greiða. Jóhannes Steinsson var góður drengur, einlægur og hreinskilinn. Það erfitt að kveðja slíka menn fyrir fullt og allt í blóma lífsins, en mikils virði aö eiga minning- una um svo góðan vin sem hann var. Sendi ég fjölskyldu hans einlægar samúðarkveðjur, svo og fjölskyldum skipsfélaga hans. Arni Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.