Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 UTGERÐIN 25 „Hér er um að ræða hliðarnið- urstöðu útreikninganna. Segja má að með skuggaverði fisks sé átt við það verðmæti sem meðalfiskur á eftir að skila okkur ef hann er skilinn eftir í sjónum og látinn ávaxta sitt pund og gefa af sér afkvæmi. A þriðju skýringar- myndinni er sýnt slíkt skuggaverð þorsks í öllum aldursflokkum í ársbyrjun 1978. Forsendur um nýliðun skipta hér miklu máli eins og fram kemur í línuritinu. Ef við lítum á þorskinn sem syndir í sjónum sem innistæðu verðlagða með þessu skuggaverði, þá myndum við hegða okkur skyn- samlegar. Reyndar er merking þessara verðstærða slík að við myndum einmitt haga okkur á þann hátt sem hagkvæmast er samkvæmt líkaninu. Þá má benda á það að nota mætti slíkan verðmætisútreikning til að meta hvort skynsamlegt sé að loka ákveðnum miðum vegna óeðlilega mikils hlutfalls smáfisks í afla, enda þótt afli sé annars mikill." Draga þarf úr sóknar- kostnaði — Hvernig ætti að framkvæma þann samdrátt í sókn sem þið félagar mælið með? „Fyrst ber þess að geta að alls ekki er sama hvernig að siíkum samdrætti yrði staðið. Ávinning- urinn af minnkandi sókn er ef til vill fremur í formi minni útgerð- arkostnaðar en aukins aflaverð- mætis. En sparnaður í sókn næst auðvitað því aðeins að raunveru- lega sé dregið úr sóknarkostnaði. Samdráttur til dæmis í því formi að loka góðum miðum eða banna veiði ákveðna daga í viku eða mánuði getur hugsanlega minnk- að aflann, — en dregur hann nokkuð úr útgerðarkostnaði? Ég fæ ekki séð neina aðra sanngjarna leið en einhvers konar auðlindaskatt eða veiðileyfa-sölu. í fyrstu mætti nota þessar skatt- tekjur til að ná fram raunveruleg- um samdrætti í úthaldi með því að kaupa upp óhagkvæmustu veiði- skipin. En þegar fiskistofnarnir hafa rétt við tel ég slíka skatt- heimtu eðlilega aðferð til að dreifa stórauknum arði veiðanna til þjóðarinnar. Eitt vil ég þó leggja áherslu á og VÍSITÖLUR 15 Q. 140 130 120 110 ÍDQ. 90 8 0. 70 60 -f L. I---------------1 FRAHLEGÐ I------ AFLI -------1 Lr?.K‘L 1978 1979 1980 1981 1982’ 1983 1984 1985' AR Illutfallsleg breyting á sókn í þorsk, á þorskafla og á framlagi þorskveiða og -vinnslu til þjóðartekna. Miðað er við gildið 100 árið 1977. Forsenda um nýliðun: nýliðun háð hrygningarstofni. J 15C 14C 13C 12C 11C ÍQC 9C 8 C 70 60 50 40 30 20 10 VlSITALA SKUGGA- VERÐS FISKS 1 SJÖ i----------------------1 I______________________ L. Skuggaverð þorsks í sjó í ársbyrjun 1978 eftir aldri. Skuggaverðið e sýnt sem hlutfall af útflutningsverðmæti, sem hefur gildið 100. Samfelldur ferill miðast við meðalnýliðun. Slitróttur ferill miðast við forscndu um tengsl nýliðunar o hrygningarstofns. það er að stjórnun með slíkum markaðsaðferðum verður að vera hreyfanleg, þ.e.a.s. það verður að vera hægt að haga seglum eftir vindi. Ég hef prófað að líkja eftir raunverulegum þorskveiðum sem væri stjórnað í samræmi við reiknilíkanið af þeirri gerð sem lýst hefur verið. Þar eru aðstæður endurskoðaðar í byrjun hvers árs. Bæði getur verið að stofninn sé ekki nákvæmlega sá sem við átt- um von á, þar eð þrátt fyrir góðan vilja hafi sóknin á síðasta ári vikið nokkuð frá áætlun. Einnig er öruggt að frávik frá spá um nýliðun yrði verulegt. Hvort tveggja má kanna með aðstoð tölvu, þar sem sókn og nýliðun eru látin sveiflast á hendingarkennd- an hátt í kringum ráðgerð reikni- gildi. Kemur þá í ljós sem vænta mátti, að sveiflur í æskilegri sókn geta verið umtalsverðar. Því getur verið heppilegt að hatda áfram að nota auðlindaskatt eða hluta hans til að kaupa fiskiskip, sem síðan mætti selja eða leigja út þegar vel árar.“ Svarta skýrslan var upphafið — Ér þessum rannsóknum þín- um lokið, eða hvert verður fram- haldið? „Já. Þessum þætti, sem við höfum rætt um, er að vissu leyti lokið. Ég byrjaði á þessu í hjá- verkum skömmu eftir að „svarta skýrsla" Hafrannsóknarstofnunar kom út. Mér og fleirum hér við Háskólann fannst, að við yrðum að ljá þessum málum lið eftir því sem við gætum. Reiknilíkan mitt og þeirra Ragnars Árnasonar og Einars Júlíussonar eru öll frentur einföld, en nýta þó þann fróðleik sem virðist tiltækur. En ég er sannfærður um, að þau sýna rétt hvert stefna ber i bráð: draga skal úr sókninni. Annað mál er, að þegar sóknin væri farin að nálgast það sem við teljum langtíma lausn þarf fínni drætti til. Ég sýni vísvitandi ekki lengra tímaferli á mínum línuritum en átta ár enda þótt reiknilíkanið sýni niðurstöð- ur sem í raun gilda óendanlega langt fram í tímann. Ég tel það ætti strax að byrja hópvinnu um mun ítarlegri líkanagerð til „fin- stýringar" á fiskveiðunum, ef þannig má að orði komast. Það þarf að rýna meira, bæði í hagfræðilega og líffræðilega þátt- inn. Hvað þann fyrrnefnda snertir ætti að hluta útgerðina niður eftir skipategundum og stærðum, veið- arfærum, landshlutum og ef til vill fleiru. Reyndar er þessi þáttur þegar kominn vel í gang af hálfu Framkvæmdastofnunar ríkisins og Reiknistofnunar Háskólans. Erfiðasti hjallinn hér er að finna rétt tengsl milli úthalds hinna einstöku skipaflokka og áhrifa þeirra á fiskveiðidánarstuðla. Hópvinna um stærri áfanga Varðandi ’ líffræðilega þáttinn blasa ýmsar spurningar við: sókn- arminnkun leiðir til stærri fiski- stofna. Er til næg fæða og þá hver? Étur hinn stóri stofn ef til vill frá okkur annað sjávarfang í of miklum mæli, jafnvel sín eigin afkvæmi? Af þessum sökum rak ég nokkurn áróður fyrir því á ráðstefnunni að hafist verði handa við gerð eins konar fæðu- keðjulíkans af íslenskum hafsvæð- um. Ég hef reyndar unnið með dönskum fiskifræðingi í vetur að tengdu líkani, sem að vísu tekur mið af Norðursjó, og fluttum við erindi um það á ráðstefnunni. En einnig í þessum efnum tel ég stefna í rétta átt. Ólafur K. Pálsson fiskifræðing- ur hefur þegar byrjað umfangs- mikla könnun á fæðuvali íslenskra fiska; en svo að ég svari spurning- unni um framhaldið þá hef ég lokið mínu verkefni, eh hef fullan hug á hópvinnu um stærri áfanga.“ - Sv.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.