Morgunblaðið - 23.06.1979, Síða 41

Morgunblaðið - 23.06.1979, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 41 • „Gætu hugsað betur um kettina“ Kæri Velvakandi. Ég er fyllilega sammála „Fugla- vini“ sem skrifar í dálka þína 19. júní sl., þar sem hann kvartar um veiðiskap katta á ungum og smá- fuglum, sem verpa í húsagörðum. Ég hefi, — sem formaður Dýra- verndunarfélags Akureyrar, fengið margar kvartanir um þetta sama hér í bænum, og sjálfsagt er svo víðar. En auðvitað er lítið sem ekkert hægt að gera nema eig- endur þessara ágætu dýra hugsi betur um þetta. Þetta er að sjálf- sögðu eðli kattarins og oft gerir hann mjög vel í sambandi við veiði á meindýrum, svo sem rottum og músum. En að mínu áliti gætu og ættu eigendur þessara dýra, að hugsa betur um þau, eins og t.d. Kattaeigendur eru vin- samlega beðnir að gæta vel katta sinna og hafa þá í bandi þegar þeir eru úti Petta er sérlega nauð- synlegt yfir varptfma fuglanna, ekki síst þeqar ungarnir eru komnir úr nreiörunum en eru ófleygir. Ef kötturinn er vanmn á meðan hann er ungur að vera f bandi venst hann þvf fljótt, enda dæmi um slfkt hér á Akur- eyri. Einnig er nauðsyn- ®9t, hafa kettina merkta þvf svo oft villast þeir frá heimilum sfnum °g er þá oftast hringt f Dyraverndunarfélagið og sagt frá óskila heimilis kottum, sem ekki er hægt að koma heim til sín, nema þeir sóu merktir. Dýraverndunarfé/ag Akureyrar. Guðrún Á. Símonar, sem ég held að hugsi mjög vel um sín mörgu ágætu dýr. Og ég veit um fjöl- skyldu hér í bæ, sem hugsar mjög vel um köttinn sinn og hefur hann alltaf í bandi, þegar hann er úti, og væri það gott ef fleiri tækju upp þann sið. Á hverju vori og hausti eru blöðin hér á Akureyri svo vin- samleg við Dýraverndunarfélagið, að birta ýmsar aðvaranir til almennings um velferð dýranna, og m.a. hafa nú nýlega birst slíkar hvatningar til almennings, m.a. til kattaeigenda þar sem er höfðað til „kattareigenda" að gæta katta sinna vel. Og að lokum, væri ekki rétt að setja reglugerð um ketti, eitthvað svipað og er sett um hunda þar sem þeir eru leyfðir í bæjum. M.H. 6482-4716, formaður D.A. Þessir hringdu . . . • „Siðferði- leg skylda að taka við flóttafólkinu“ Þorsteinn Þorsteinsson hringdi: „Mér finnst það forkastanlegt að ríkisstjórnin skuli slá því á frest að taka á móti flóttafólki frá Víetnam. Þetta er fólk eins og við og á rétt á að koma hingað. Það er í hrakningum og það er siðferðileg skylda okkar að taka á móti því. Vandamál þau sem komið hafa upp á Norðurlöndunum eru ekki frekar innflytjendum þar að kenna en íbúum sjálfum. Maður hefur heyrt að Alþýðu- bandalagið vilji ekki taka á móti þessu fólki nema að fá skyrslu um það erlendis frá sem er náttúru- lega ómögulegt. Sú sósíalíska hugsjón sem búa á með Alþýðu- bandalaginu kemur að minnsta kosti ekki fram í þessu. Það er von mín að ríkisstjórnin gangi fyrir því að þetta fólk komi sem fyrst og jafnvel fleiri en farið er fram á. Sjálfur er ég persónu- lega tilbúinn að ættleiða tvö börn af þessum þjóðflokki og ég vonast til þess að fólk, sem er sama sinnis, láti í sér heyra." SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Aaronson masters skákmót- inu í London nú um páskana kom þessi staða upp í skák þeirra Hill, Englandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Dr. Jahrs, V-Þýzkalandi. 23. Bxf7+; Kxf7 24. Dxe6+ Kf8 25. Rf5 Bg5 Bg5 (Ef 25 ... Bf6 þá 26. Rxh6; og svartur er varnarlaus) 26. h4 Bc6 27. hxg5 hxg5 28. Re7 og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI Sjötugur f dag; Jón Þorbjörnsson Allt í kring um heiðursvininn Jón Þorbjörnsson á sjötugsafmæl- inu í dag fer um mig og sam- starfsmenn okkar ylur, sem er þægilegur, af hvaða átt sem hann blæs. Jón er enginn veifiskati. Ylurinn kemur í veg fyrir það, réttlætið og manngæskan, sem honum er í blóð borin, yfirgnæfir allt, svo að höggið, sem hátt var reitt, fellur máttlaust niður, af því að Nonni íhugar málið og rasar aldrei um ráð fram, — þá náðar- gáfu á hann í svo ríkum mæli. Ég hef þekkt afmælisbarnið í 55 ár og aldrei hefur fallið skuggi á þá kynningu. Á yngri árum okkar dauðöfundaði ég Nonna af skekkt- unni, sem pappi hans setti hann um borð í og sagði þá, — Nú stjórnar þú og áfram. — Þetta var fínn bátur. — Síðan hefir Nonni átt báta og skip áfram, formaður á þeim og útgerðarmaður um leið, og farnast vel. Snyrtimennska Nonna og meðferð bátanna var hárfín og margan fiskinn hefir hann lagt inn í þjoðarbúið. Nonni var farsæll sjómaður, Faxaflóann þekkir hann út og inn, veðurglögg- ur maður með afbrigðum á því sviði og það stenst allt, sem hann spáir að morgni hvers dags. — Jón missti konu sina Svanlaugu Kristjánsdóttur, — ein af Álfsnes- -systkinum, en þau voru 14, — 30. júní 1966 og hætti hann þá um leið sjómennskunni og gekk börnum sínum þremur í móður- og föð- urstað með mikilli prýði eins og hans er von og vísa. Ég og starfsfélagar þínir, menn, konur og börn, óskum þér alls góðs í framtíðinni. Lifðu vel og lengi dag eftir dag, ár eftir ár og svo koll af kolli. G.K. Við sem unnum með Jóni Þor- björnssyni í mötuneyti Sements- verksmiðju ríkisins að Sævar- höfða 11 hér í Reykjavík, sendum honum innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins, með tilvitnun í hina sígildu heilræðavísu séra Hallgríms Péturssonar: Vortu dyxxur. trúr ox tryxxur við on«ann styKKUr. né í orðumhryKKur — athuKa raViu mína. Þannig hefur Jón tamið sér alla framkomu sína við okkur öll á liðnum árum. Guð blessi Jón á þessu merka afmæli hans. Matráðskona og starfsstúlkur Sýning á norrænni vefjar- list fer um Norðurlöndin II SÝNING norrænnar vefjarlist- ar 1979-1980 var opnuð í Röhsska listiðnaðarsafninu í Gautaborg 20. júní s.I. Þaðan fer sýningin til Kaupmannahafnar, Helsinki, Ós- lóar, Þórshafnar í Færeyjum og endar að Kjarvalsstöðum í apríl 1980. 3ja nianna dómnefnd var kositi í hverju landi fýrir sig til að velja verk á sýninguna. íslensku dóm- nefndina skipa: Hrafnhildur Sehram listfræðingur, Hörður Ágústsson listmálari og Magnús Púlsson ntynd- listarmaður. 27 verk bárust eftir 19 höfunda en 8 verk voru valin og er það kvóti Islands á sýningunni. Islensku myndlistarmennirnir sem eiga verk á sýningunni eru; Ásgerð- ur Búadóttir, Gerla Geirsdóttir, Guðrún Auðunsdóttir. Guðrún Þor- kelsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Ragna Róhertsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. Vinnuhópur úr Textil- félaginu hefur séð unt allan undir- búning hér. Halló„ Halló Akurnesingar, feröafólk. Athugiö, höfum opnaö Grill aö Akursbraut 3 Akranesi. Heitir grillréttir allan daginn. Gjöriö svo vel aö líta inn. Akurnesingar viö sendum ykkur matinn heim. Munið að síminn er 1230. PlðrgmiMafoitfo óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR: □ Holtsgata AUSTURBÆR: □ Skólavöröustígur KÓPAVOGUR: □ Víöihvammur. Uppl. í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.