Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 GUÐSPJALL DAGSINS: Lúk.: 14: Hin mikla kvöldmáltíð. LITUR DAGSINS: Grænn. Litur vaxtar og þroska. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 11 árd. að Norðurbrún 1. Sr. Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Sr. Jón Bjarman. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Örn Friðriksson á Skútu- stöðum predikar. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. safnaðarheimilinu þar sem Leonora mun tala, sýna myndir og segja frá starfsemi hreyfingarinnar. Allir velkomnir. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Leonora Van Tonder talar. IIÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Orgeltónlist: J.S. Bach: Prelúdía og fúga í C-dúr. B.V.W. 547. Organleikari dr. Orthulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Danskur drengjakór aðstoðar við mess- ÚTVARPSGUÐSÞJÓNUSTAN á sunnudagsmorgun verður að þessu sinni í safnaðarheimili Langholtsprcstakalls. — Organisti er Arni Arinbjarnar. Prestur séra Árclíus Níelson. Norskur drengjakór, sem hér er í heimsókn, syngur við guðsþjónustuna. Þessir sálmar vcrða sungnir: í gl. sálma- í nýju sálma- bókinni: bókinni: 18 18 137 118 670 Ekki til GRENSÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfis sóknarprests mun sr. Ingólfur Guðmundsson messa sunnudaginn 24. júní kl. 11. Sóknarnefrdin. HALLGRÍMSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Leonora Van Tonder hjúkrunarfræðingur frá Suður-Afríku, sem vinnur í alþjóðlegri hreyfingu kristilegs félags heilbrigðisstétta, predikar. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Þriðjudagur: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10:30 árd. Þriðjud. kl. 20:30 verður fundur í una. Sr. Árelíus Níelsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Guðsþjónusta að Hátúni lOb, 9. hæð kl. 10:15. Messa kl. 11. Þriðjudagur 26. júní: Bænastund kl. 18. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Orgel og kór- stjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Organ- isti Sigurður ísólfsson. Séra Kristján Róbertsson. DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS Landakoti: Lágmessa kl. 8:30 árd. Hámessa kl. 10:30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Ræðumaður Georg Jóhannsson frá Gautaborg. Einar J. Gísla- son. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR- INS: Messa kl. 11 f.h. Síðasta messa fyrir sumarleyfi. Séra Emil Björnsson. HJÁLPRÆÐISHERINN. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. GRUND elli- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 10 árd. Séra Jón Kr. ísfeld messar. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Lesmessa kl. 11 árd. Sóknar- prestur. KAPELLAN St. Jósefsspftala Hafnarfirði: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8:30 árd. Virka daga er messa kl. 8 árd. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Strandg. 29 Hafnarf: Samkomur kl. 11 árd. og kl. 4 síðd. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10:30 árd. Önundur Björnsson guðfræðinemi predikar. Séra Björn Jónsson. Sjötugur Séra Gísli Brynjólfsson Fyrstu greinilegu minningar mínar um sra Gísla Brynjólfsson, fyrrverandi prófast á Kirkjubæj- arklaustri á Síðu, — og núverandi fulltrúa í landbúnaðarráðuneyt- inu, — eru tengdar hlöðnu, hvítu steinhúsi, sem stóð ofan við Bergstaðastrætið, skamman spöl norðan við Spítalastíginn. Húsið var ein hæð og ris, nýhvíttað og vel til haft. Við vorum þá báðir í Guðfræði- deild Háskólans. Ég um það bil að útskrifast, en Gísli tiltölulega ungur í því námi. Þarna uppi í risinu hjá Gísla vorum við margir deildarbræðr- anna samankomnir. Þarna var rökrætt um allar mannlífsins gát- ur, — lífsins og dauðans, og um háskólann og um kennarana okk- ar. — Og það var sem risið þarna hækkaði og stækkaði og yrði að víðum vettvangi, þar sem öllum leið vel. Þannig var gestrisni Gísla og hans góðu móður, sem var þarna í ekkjudómi sínum að koma yngsta syninum til manns. Og ég man, þegar frá þessari stundu, mælsku Gísla og brenn- andi áhuga, og hversu bros hans og hlátur náði ekki aðeins til vara og augna, heldur uppljómaði and- litið allt. Þau voru mörg systkinin, börn þeirra Brynjólfs Gíslasonar og Guðnýjar Jónsdóttur, er löngum bjuggu hér í Skildinganesi við Skerjafjörð. — Hafa þau öll systk- inin verið skarpleika- og greindar- fólk og gengið veg sinn með sóma. Má þar vissulega nefna sra Eirík á Útskálum, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Þegar námsárin voru vel að báki og Gísli orðinn kirkjunnar þjónn austur á Kirkjubæjarklaustri og ég prestur í Laugarnessókn í Reykjavík, naut ég og fólk mitt mikillar gestrisni hans og Ástu Valdimarsdóttur, hinnar ágætu konu hans, sem hefir bæði átt persónuleikann og þokkann til að gefa lífi beggja fyllingu og reisn. Þeim hafa gefizt þrír myndarsyn- ir: Brynjólfur sóknarprestur að Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráós fslands: V erðstöd vun Hvem er Nær samfellt í áratug,, eða frá 1. nóvember 1970, hefur verðstöðv- un verið í gildi. Eru nú jafnvel í lögum tvenn ákvæði, efnislega samhljóða, er banna verðhækkan- ir. Þar segir, að ekki megi, þar til öðru vísi verði ákveðið, hækka verð á vöru eða þjónustú eða endurgjald fyrir afnot af fasteign eða lausafé, nema að fengnu sam- þykki réttra yfirvalda og skulu þau ekki leyfa neina hækkun, nema þau telji hana óhjákvæmi- lega. Leyfi til hækkunar tekur þó ekki gildi fyrr en það hefur hlotið staöfestingu ríkisstjórnarinnar. Þeir sem minna þekkja til lög- mála efnahagslífsins, kunna í upphafi að hafa haldið, að slíkt lagaákvæði stöðvaði verðbólguna. Reynslan sýnir okkur hins vegar, að frá 1. nóvember 1970 hefur verðlag rúmlega nífaldazt, hefur hækkað um 840%. Til jafnaðár hefur verðlag því hækkað um 30% á ári. Menn kunna að áfellast ríkisstjórnir undanfarinna ára fyrir að heimila þessa verðbólgu. Það verður að gera á grundvelli aðgerða eða aðgerðaleysis í efna- hagsmálum, en ekki með tilvísun til lagaákvæða um verðstöðvun. Verðstöðvun stöðvar ekki verð- verið að bólguna, enda er slíku lagaákvæði einungis ætlað að telja fólki trú um, að stjórnvöld vinni gegn verðbólgunni. Nú blekkja slík ákvæði engan lengur, enda eru ýmsar aðgerðir sfjórnvalda á öðr- um sviðum svo verðbólguhvetj- andi að sker í augun. Mannkynssagan geymir margar gagnmerkar frásagnir af raun- verulegum verðstöðvunum, er blátt bann og þungar refsingar voru lagðar við verðhækkunum. Einna frægust er verðstöðvun Díókletíanusar keisara í Róm (301 e. Kr.). Verðstöðvun Díókletíanus- ar tók bæði til launa og vöruverðs og dauðarefsing og útlegð beið þeirra brotlegu. Lögin voru þó óframkvæmanleg. Miklar blóðsút- hellingar urðu vegna smámuna. Þegar menn fengu ekki lengur sannvirði fyrir vörur sínar, þorðu þeir ekki með þær á markað. Þetta jók svo á hallærið í landinu, að margir létu lífiö og hætt var að framfylgja lögunum. Orsök verð- bólgunnar þá var sú sama og oft síðar: Ódýrum málmum var blandað í myntina til að fjár- magna sívaxandi opinber útgjöld. Nú notum við seðlaprentun. blekkja? Verðstöðvun nútímans er hins vegar einungis orðin tóm, enda gleyma stjórnvöld gjarnan, að verðstöðvun er í gildi, hafa ekki tölu á þeim lagaákvæðum er um hana gilda og hafa aldrei svo mikið sem reynt að framfylgja slíkum ákvæðum, nema gagnvart einstaka aðilum. Þar reyna stjórn- völd að benda á niðurskurð verð- hækkunarbeiðna, en forðast að nefna, að mönnum lærist fljótt að fara fram á meiri hækkanir en þörf er á vegna sennilegs niður- skurðar. Ef raunhæfar verðhækk- unarbeiðnir eru ítrekað skornar niður, er hins vegar voðinn vís. í rúm 40 ár samfellt hefur ríkisvaldið skipt sér af verðmynd- uninni í landinu. Hver er árangur- inn: • Verðlag hækkar hér tífalt hrað- ar en í nágrannalöndunum. • Innkaup til landsins hafa verið torvelduð og gerð óhagkvæmari, þjóðinni til stórtjóns. • Vörudreifing innanlands hefur ekki tekið þeim framförum sem skyldi. • Innlend framleiðsla hefur ekki nægilega notið ávaxta fram- leiðniaukandi aðgerða. • Dregið hefur úr samkeppni milli fyrirtækja og þjónustu við neytendur. • Samkeppnishamlandi við- skiptahættir hafa viðgengist og verðmyndunarhöftin hafa auð- veldað samræmdar verðhækk- anir og samráð milli fyrirtækja. • Loks hafa verðmyndunarhöftin boðið heim margvíslegri spill- ingu, ófrelsi og valdníðslu. Er ekki kominn tími til, að skynsemin fari að ráða og við tileinkum okkur sama frjálsræði til verðmyndunar og vel hefur gefizt á Vesturiöndum? Árni Árnason framkvæmdastjóri Verzlunarráðs ís- lands. Stafholti í Borgarfirði. Valdimar bóndi í Álftagróf i Mýrdal og Sverrir, rafvirki hér í Reykjavík. Það er mér enn dýrmætt sumar- ið löngu liðna, þegar ég var hjá þeim Astu og Gísla í sumarleyfi mínu, — og hann tók mig með sér til skírnar og skírnarveizlu að Skál, einum efsta og fjærsta bænum á Siðunni. Við fórum ríðandi mörg í hóp þessa löngu leið. Gísli setti mig á glæstan, brúnan gæðing sinn, sem gjörði mér ferðina unaðslega, með gangi sínum öllum og eldlegu fjöri. Og skírnin og börnin og fólkið í Skál, gestrisnin og gleðin þarna meðal Skaftfellinganna er mér alveg ógleymanleg. Jafnframt embættum sínum, fyrst eystra og síðar hér syðra, hefir sra Gísli Brynjólfsson stund- að fræðistörf, bæði á sviði ís- lenzkrar persónusögu og þjóðlegs fróðleiks, og miðlað úr þeim brunnum bæði í ræðu og riti. Eftir að Gísli fluttist til Reykja- víkur og gjörðist fulltrúi í land- búnaðarráðuneytinu, urðu þau hjónin tíðir gestir í Laugarnes- kirkju. En hann lét ekki þar við sitja, heldur hljóp hann í skarðið fyrir mig og tók að sér messu- gjörðir mínar þar um nokkra hríð, er ég varð fyrir því óhappi að handleggsbrotna. Einnig annaðist hann eitt sinn „haustfermingu" fyrir mig, þegar ég einmitt um það sama leyti þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga. „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ — segir máltækið. Ég á sannarlega Gísla vini mínum margvíslega þakkarskuld að gjalda. Því flyt ég honum nú, sjötugum á þessum 23. júnídegi, djúpar þakkir og óska honum og þeim hjónum báðum þeirrar blessunar að fá að njóta fagurs og gifturíks ævikvölds. Ég veit að ég mæli þar fyrir munn margra. Garðar Svavarsson. Magnús Guð- laugsson kjörinn for- maður Loka MAGNÚS Guðlaugsson, laga- nemi, var kjörinn formaður Loka, félags ungra sjálfstæðis- manna í Langholtshverfi, á aðal- fundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Aðrir í stjórn voru kosnir þau Sigrún Waage, Jó- hannes Sigurðsson, Oddur Gunn- arsson, Pétur B. Magnússon og Eyjólfur Kristjánsson. Á aðalfundinum var samþykkt að stækka félagssvæði Loka og nær það nú yfir Langholts- og Laugarneshverfi. Fyrrverandi for- maður, Jónas Egilsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þess má geta að Loki er hluti kjördæmis- samtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.