Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 31 Samtök aldraðra íReykjavík: Vonast til að geta séð fram á frjáls- ræði og fjárhagslegt öryggi íellinni SAMTÖK aldraðra í Reykjavík héldu aðalfund sinn í Súlnasal Hótel Sögu 26. apríl s.l. For- maðurinn, Hans Jörgensson, setti fundinn, ávarpaði félagsmenn og bauð þá velkomna. Fundarstjóri var kjörinn Hailgrimur Th. Björnsson og fundarritari Haf- steinn Þorsteinsson. í stjórn voru kjörin: Hans Jörgenson formaður, Hallgrímur Th. Björnsson, Þórður Kristjáns- son, Nanna Þormóðs og Teitur Sveinbjörnsson. Fjölmargar ályktanir voru sam- þykktar á fundinum. Má þar nefna að stjórninni var falið að vinna að því, að koma inn í lög húsnæðis- málastjórnar grein um samvinnu borgar og bæjarfélaga um íbúða- byggingar fyrir aldraða. Einnig var samþykkt að vinna áfram að öflun byggingasvæðis fyrir aldraða í Reykjavík. Fyrirhugað er að byggja þar hentugar litlar íbúðir, bæði í raðhúsum og sam- býlishúsum. Á fundinum var stofnaður framkvæmda- og styrktarsjóður. Tilgangur hans er að styrkja aldrað fólk, svo það fái notið öryggis og félagslegrar þjónustu. Einungis verður veitt úr sjóðnum til byggingakaupa eða fram- kvæmda. Sérstök stjórn er fyrir sjóðinn. Fundurinn samþykkti einnig að unnið verði áfram að því að fá ellilífeyri skattfrjálsan, að komið verði upp skrifstofu, sem sé þjónustumiðstöð fyrir samtökin, og að félagið gerist þátttakandi í samstarfi ellilífeyrisþega á Norðurlöndum, svo eitthvað sé nefnt. Svohljóðandi ályktun var einnig samþykkt: „Fundurinn vill taka það fram, að félagið hefir ekki viljað fara út í að skipuleggja skemmtanalíf eða félagsklúbba fyrir aldraða, þar sem þau mál teljast vera í góðum höndum, með tilliti til félagslegrar þjónustu fyrir aldrað fólk hér í Reykjavík. En rétt er að geta þess, að slík félög í smærri bæjum gætu tekið hliðstæða starfsemi upp í samráði við bæjar- og sveitastjórnir við- komandi staða, báðum aðilum til hags og heilla. Einnig vill fundurinn taka fram að sjónarmið flestra aldraðra viðvíkjandi ellinni mætti m.a. draga fram í eftirtöldum liðum: 1. Þeir vonast til þess, að geta séð fram á frjálsræði og fjárhags- legt öryggi í ellinni. 2. Þeir vonast til þess, að geta verið í sinni eigin íbúð, eða þægilegri íbúð, sem þeir hafa eignarhald á, meðan þeir geta séð um sig sjálfir, þó að um veitta aðstoð verði að ræða í sjálfu húshaldinu. 3. Þeir vonast til þess, að geta til þess síðasta haft ráð á því að lifa eðlilegu lífi og geta t.d. lofað gestkomandi barni sínu að sofa í eina eða tvær nætur í eigin húsnæði. 4. Þeir vonast til þess, að geta til þess síðasta verið í svo rúmu húsnæði, að þeir geti haft sína nauðsynlegustu persónulega muni hjá sér, svo að þeir kunni við sig og finnist þeir eiga heima í íbúðinni. 5. Þeir vonast til þess, að geta haft samneyti við fólk og vera í samfélagi við sína líka, sem frjálsir einstaklingar. 6. Þeir vonast til þess, að fá notið öryggis, hvað varðar hjúkrunar- og læknaþjónustu." smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Lóöaeigendur Leigjum ut JCB traktorsgröfu. Seljum heimkeyröa gróöurmold. Uppl. í síma 24906. Trjáplöntur Birki margar stærölr. Brekkuvíö- ir og fl. Trjáplöntusala Jóns Magnús- sonar. Lynghvammi 4 Hf. Síml 50572. Opiö til kl. 22. Sunnu- daga til kl. 16. Mótatimbur til sölu Til sölu er mótatimbur. 1x6 ca. 600—700 metrar, 1x6 heflaö ca. 300 metrar, 1'/zx4 ca. 400 metr- ar. Upplýsingar í síma 42941. Gróðurmold heimkeyrö í lóöir. Sími 40199. Danskar stúdínur — Atvinna Tvær danskar stúlkur, stúdent- ar, óska eftir vinnu viö landbún- aö, garðyrkju eöa önnur störf. Vinsamlegast skriflö til Llsbet Filt eöa Öster Bækvej, 6893 Heinnet, Danmörk. Toyota Mark II Til sölu Toyota Mark II, árg. 1975. Mjög vel meö farinn bfll. Ný sprautaöur. Keyröur 54 þús. km. Nánari uppl. í síma 52248 í dag og næstu daga. KFUIU ~ KFUK KFUM KFUK Almenn samkoma veröur í húsi félaganna viö Amtmannsstíg, sunnudagskvöld kl. 20.30. Efnl samkomunnar veröur í umsjá Kristilegs félags heilbrigöls- stétta. Einnig mun norskur ungl- ingakór, Youngspiratlon syngja. Allir eru hjarlanlega velkomnlr. ÚTIVISTARFERÐÍR Laugard. 23/6 kl. 20 Jónsmessunæturganga með Þorleifi Guömundss. Verö 2000 kr. Sunnud.24/6 Kl. 10 Krísuvfkurleiöin verö 2500 kr. Kl. 13 Húshólmi — Gamla Krfsuvfk. Verö 2500 kr. frftt f. börn m. fullorönum. Fariö frá B.S.Í. benzínsölu (í Hafnarf. v. kirkjugaröinn í allar feröirnar). Otivist. /F|[Jl\ferdafélag ^^^fÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Laugard. 23. júní kl. 13.00 Gönguferð á Esju (fjall árslns). Gengið á Kerhólakamb (851m) frá melnum fyrir austan Esju- berg. Þar geta þeir, sem koma á eigin bílum slegist f förina. Gjald: meö bílnum frá Umferöamiö- stööinni kr. 2000.-, fyrir aöra kr. 200.-. Þátttökuskjal innifalið. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðlnna. Fararstjóri: Guömundur Péturs- son. Ath. Þetta er síöasta Esju- gangan á þessu vori. Sunnud. 24. júní 1) ki. 09.00 ferö á sögustaöi Njálu. Komlð aö Hlíöarenda, Bergþórshvoli, Keldum og víöar. Verö kr. 5000,- gr. v. bílinn. Fararstjóri og leiðsögumaður: Dr. Haraldur Matthíasson. 2) kl. 13.00 gönguferö um Selja- dal á og/ eöa á Grímmansfell. Létt og róleg ganga. Verö kr. 2000,- gr. v. bílinn. Fararstjóri: Guörún Þórðardóttir. Fariö frá Umferöamiöstööinni austanverðu. 27. júní—1. júlí Ferö um Snæfellsnes, yfir Breiöafjörö og á Látrabjarg. Komiö viö í Flatey, dvalið einn dag á Látrabjargi viö fuglaskoö- un o.fl. Gist í tjöldum og húsum. Kynnist landinu. Feröafélag islands. Heimatrúboöið Óðinsgötu 6A Almenn samkoma annaö kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. UTIVISTARFERÐIR Hornstrandaferöir 1. Hornvík 6/7 9 dagar, fararstj. Jón I. Bjarnason. 2. Hornvík 13/7 10 dagar, farar- stj. Bjarni Veturliöas. 3. Hornvík 13/7 4 daga helgar- ferö, fararstj. Bjarni Veturliðas. liöas. 4. Hornvik 20/7 4 daga helgar- ferö. Fararstj. Bjarni Veturliðas. Veitum einnig aðstoð viö skipu- lagningu sérferöa um Hornstrandir. Aörar sumarleyfisferöir 1. Öræfajökull — Skaftafell 3.—8. júlí. 2. Grænland 5.—12. júlí. Helgarferðir Þórsmörk, vinnuferö. um næstu helgi. Grímsey, miönætursól, um næstu helgi, flug og bátsterð. Nánari upplýsingar á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Útivist raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Nauðungaruppboð á hænsnahúsi meö 30122 ferm leigulóö úr landi Ásgautsstaöa í Stokkseyrarhreppi, eign Hilmars Leifssonar, áöur auglýst í 70., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaös 1978, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 29. júní 1979 kl. 15.30, skv. kröfum Landsbanka íslands, innheimtumanns ríkissjóös og lögmannanna Jóhannesar Jóhannes- sen, Ingvars Björnssonar, Hákonar H. Kristjónssonar, Ólafs Ragnars- sonar, Siguröar Baldurssonar og Jóns Magnússonar. SýslumaÖur Árnessýslu. Nauðungaruppboð á réttindum Birkis Skúlasonar skv. kaupsamnlngi í húselgninni Þelamörk 34, Hverageröi, áöur auglýst í Lögblrtlngablaöi 22. sept., 4. og 12. okt. 1978, fer fram á elgnlnni sjálfrl flmmtudaglnn 28. júní 1979 kl. 11.30, skv. kröfum lögmannanna Elnars Vlöar, Krlstlns Björnsson- ar og Hauks Jónssonar, Landsbanka íslands og Veiödeildar Landsbanka Islands. SýslumaOur Árnessýslu. Nauðungaruppboð Annaö og síöasta uppboö á býílnu Bræöratungu á Stokkseyri, eign Hilmars Leifssonar, áöur auglýst í 22., 24. og 26. tbl. Lögbirtingablaös 1978, fer fram á elgnlnnl sjálfrl föstudaglnn 29. júní 1979 kl. 14.00, skv. kröfum lögmannanna Elnars Vlöar, Svölu Thorlacius, Ólafs Ragnarssonar, Kristlns Slgurjónssonar, Guömundar Þóröarsonar, Magnúsar Sigurðssonar, Páls A. Pálssonar, Hafstelns Slgurössonar, Skúla J. Pálmasonar og Sveins H. Valdlmarssonar, svo og skv. kröfum Búnaöarbankans og Innhelmtumanns ríkissjóös. Sýslumaöur Árnessýslu. Nauðungaruppboð á vélbátnum Árnesingl ÁR 75, elgn Jóhanns Alfreössonar, áöur auglýst í Lögbirtingablaði 22. sept. 4. og 12. okt. 1978, fer fram í bátnum sjálfum í Þorlákshöfn föstudaglnn 29. júní 1979 kl. 11.00, skv. kröfum Fiskveiöasjóös Islands og hdl. Þórðar Gunnarssonar. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð á húseigninni Heiöarbrún 14, Hverageröi, eign Ómars Ellertssonar, áöur auglýst í Lögbirtingablaöi 22. sept., 4. og 12. okt. 1978, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. júní 1979 kl. 10.00, skv. kröfum lögmannanna Árna Gunnlaugssonar og Siguröar Sveinssonar og Landsbanka íslands. Sýslumaöur Árnessýslu Nauðungaruppboð Annað og síöasta uppboö á elnum ha. lands úr óskiptri skógarspildu í landi Drumboddsstaöa í Biskupstungnahreppl, elgn Óskars Lárussonar o.fl., áöur auglýst í Lögbirtingablaöl 26. jan., 2. og 9. febr. 1977, fer fram á eignlnnl sjálfrl flmmtudaglnn 28. júní 1979 kl. 16.00 skv. kröfu Hafþórs Jónssonar, hdl. og sklptaráöandans í Reykjavík. Sýslumaöur Árnessýslu Nauðungaruppboð á hálfu Mýrarkoti í Grímsnesi, elgn Hilmars Jónssonar, áöur auglýst í Lögbirtingablaöi 22. sept., 4. og 12. okt. 1978, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. júní 1979 kl. 14.00, skv. kröfum lögmannanna Jóns Magnússonar, Jóns Ingólfssonar, Tómasar Gunnarssonar, Ævars Guömundssonar, Hákonar H. Krlstjónssonar og Baldvins Jónssonar. Sýslumaöur Árnessýslu Nauðungaruppboð á róttindum Ludviks Duke Wdowlak skv. kaupsamnlngi í húseigninni Heiöarbrún 33, Hverageröl, áöur auglýst í Lögbirtingablaöi 22. sept., 4. og 12. okt. 1978, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. júní 1979 kl. 10.45, skv. kröfu hdl. Magnúsar Þóröarsonar. Sýslumaöur Árnessýslu MFélagsstarf Sjálfetœðisfltíkksins Mosfellssveit Viötalstími hreppsnefndarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í Mosfellssveit veröur laugar- daginn 23. júní kl. 11 — 12 f.h. í Litla-salnum í Hlégaröi. Til viðtals veröa Bernhard Linn hreppsnefnd- | arfulltrúi og Einar Tryggvason form. skipu- lagsnefndar. Mosfellingar eru hvattir til aö notfæra sér þessa þjónustu Sjálfstæðisfélagsins. Stjórn sjálfstæöisfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.