Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 UTGERÐIN Ekki höfuðáherzla á friðun í framtíðinni — segir Þorkell Helgason, stærðfræðingur 99 „Grundvallarforsendur mínar og Ragnars Arnasonar eru svipað- ar en að nokkru leyti aðrar en hjá Einari Júlíussyni. Fiskifræðileg grundvallaratriði eru að mestu leyti sótt til Hafrannsóknarstofn- unarinnar. Þarna er um að ræða atriði eins og hver sé núverandi stærð árganganna, náttúrulegt dánarhlutfall svo og meðalþyngd fiska í hverjum árgangi." Þetta sagði Þorkell Heigason, þegar hann var spurður hverjar voru forsendur hans og á hvern hátt þær væru frábrugðnar for- sendum hinna fyrirlesaranna, sem fluttu erindi undir samheitinu „fiskihagfræði". Þorkell sagði ennfremur að einn fiskifræðilegan þátt yrði þó að taka inn í dæmið: Hver yrði nýliðunin á næstu árum. Hann sagði: „Með nýliðun er átt við þann fjölda fiska sem bætist árlega við yngsta aldursflokkinn sem veiddur er. Hjá þorskinum er hér miðað við 3ja ára fisk, enda þótt veiði á honum sé nú hverf- andi lítil." „Stofnstærðarmælingar Haf- rannsóknastofnunarinnar sýna að nýliðun er mjög breytileg frá ári til árs og er erfitt að sjá fylgni nýliðunarinnar við aðra þætti, svo sem stærð hrygningarstofnsins. Meðalnýliðun þorskstofnsins undanfarna áratugi reiknast vera 220 milljónir þriggja ára fiska.“ Nýliðun er óvissuþáttur „Viö Ragnar prófum okkur báð- ir áfram með þá forsendu að nýiiðunin verði í meðallagi. Þar að auki erum við með afbrigði af útreikningunum, þar sem nýliðun- in er talin tengd stærð hrygning- arstofnsins, þannig að hún vex með vaxandi stofni, þar til að ákveðnu hámarki er náð. Ég geri reyndar ráð fyrir því að nýliðunin geti minnkað nokkuð vaxi hrygn- ingarstofninn úr hófi fram. En þrátt fyrir það þá hefur þessi ef til vill hæpna viðbótarforsenda sára- lítil áhrif á niðurstöðurnar. Annað fiskifræðilegt atriði í útreikningunum er álitamál, og það er friðun á smáfiski. Þetta atriði vil ég skýra nánar. I reikni- líkönum okkar Ragnars er verið að ákvarða æskilega sókn frá ári til árs. Með nokkurri einföldun má segja að sókn í okkar líkönum sé í beinu hlutfalli við dánarstuðla af völdum fiskveiða hjá elstu árgöng- unum. Ragnar lætur líkanið auk þess friða algeriega yngstu ár- gangana einn af öðrum en heldur að öðru leyti sömu hlutföllum milli dánarstuðla árganganna eins og veriö hefur undanfarin ár. Forsenda Einars Júlíussonar í þessum efnum er svipuð. Ég fer á hinn bóginn aðra leið sem helgast af því að ég tel hæpið að unnt sé að höggva algerlega á veiði í einum árgangi án þess að það dragi úr sókn í næsta aldurs- flokki. Því hef ég valið að lýsa friðuninni með stærð sem ég kalla friðunarstuðul. Hækkun friðunar- stuðuls þýðir hlutfallslega minni sókn í yngri aldursflokkana að gefinni óbreyttri sókn í þá elstu, og verður minnkunin mest hjá þeim yngstu. Lækkun friðupar- stuöulsins verkar að sjálfsögðu öfugt.“ Aukið framlag veiða til þjóðarbusins „Þá eru það hagrænu forsend- urnar. Þær eru svipaðar hjá okkur 99 Arðbærara virðist að stunda fiskverndun með lokun svæða heldur en stækk- un möskva j y yj ... hæpið að unnt sé að höggva algjörlega á veiði í einum árgangi, án þess að það dragi úr sókn í næsta aldurs- flokk^ y 99 Ávinningur- inn af minnkandi sókn er ef til vill fremur í formi minni útgerðar- kostnaðar en aukins afla j j 99 . .nota auð- lindaskattinn til að minnka sókn — með því áð kaupa upp óhagkvæmustu fiskiskipin jj Ragnari og reyndar talnagildi mín á því sviði frá honum komin. Ef við höldum okkur eingöngu við þorskveiðarnar, þá reiknum við árlega framlegð þorskveiða og vinnslu þorskafla til þjóðarbúsins á grundvelli þeirra ákvarðana um sókn og þar af leiðandi afla sem reiknilíkanið tekur. Markmið reiknilíkana okkar Ragnars er það sama, þ.e. að ákvarða sókn og friðun smáfisks þannig að hámarkað sé núvirði heildarframlags veiða og vinnslu til þjóðarbúsins. Er hér um sömu hagfræði að ræða og almennt er notuð til að meta arðsemi fjárfest- ingar.“ 100% vexti til að rétt- læta núver- andi ofveiði „Tekjur á mismunandi árum eru allar reiknaðar til byrjunarárs að teknu tilliti til vaxtataps. Vextir þeir sem við Ragnar reiknum með eru 4% miðað við fast verðlag. Þetta er í samræmi við meðalvöxt þjóðartekna. Reikningar Einars Júlíussonar fjalla um æskilega jafnstöðu, það er sókn í fiskistofna sem hafa náö sér. Tekjustreymi yrði þá jafnt frá ári til árs þannig að samtenging nútíðar og fortíðar með vöxtum er óþörf. Þar að auki telur Einar siðferðilega hæpið að nota vexti í sambandi við náttúruauðlind, sem í eðli sínu er takmörkuð, enda gæti þá svo farið að talið væri hagkvæmt að veiða fiskistofnana upp til agna í eitt skipti fyrir öll og lifa síðan á vöxtunum. Þessu er því til að svara að við erum fyrst og fremst að gera áætlanir til skamms tíma og það á tímum þegar þjóðarbúið er skuld- um vafið út á við. Þannig er þorskur fluttur út í dag meira virði fyrir okkur en að ári. Þar við bætist að þessir lágu vextir breyta nær engu um niðurstöðurnar og er af og frá að vaxtareikningurinn leiði'til óeðlilegrar græðgi í þorsk- inn. Reyndar þyrfti nær 100% vexti til að réttlæta núverandi ofveiði þorsksins." Hliðstætt niðurstöðum fiskifræðinga — Hvað viltu segja um niður- stöður þínar? Eru þær á einhvern hátt frábrugðnar niðurstöðum Einars og Ragnars? Já og nei. Eins og áður kom fram eru aðferðir og forsendur okkar Ragnars nokkuð svipaðar en erfiðara er að bera sig saman við Einar. Allir þrír komumst við þó að sömu megin niðurstöðu: Sóknin í þorskstofninn og reyndar einnig flesta aðra botnfiskastofna er verulega meiri en æskilegt er út frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Þessar niðurstöður koma auð- vitað ekki á óvart í ljósi þess sem fram hefur komið hjá fiskifræð- ingum. Einnig má benda á hlið- stæða útreikninga Rögnvalds Hannessonar hagfræðings í dokt- orsritgerö hans frá 1974 og grein eftir þá hagfræðingana Jón Sigurðsson og Sigurð B. Stefáns- son í Fjármálatíðindum. Hitt er svo annað mál að við fáum nokkuð mismunandi niður- stöður um það hve ört eigi að minnka sóknina. Mínar niðurstöð- ur um þorskveiðar koma fram í tveimur línuritum er sjá má á meðfylgjandi skýringarmyndum. Er þar sýnd æskileg vísitala sókn- Þorkell Helgason, stærðfræðingur. ar, afla og síðan framlags veiða og vinnslu til þjóðarbúsins. Vísitölur þessar miðast við tölugildið 100 á árinu 1977. Reiknað er með að strax árið 1978 sé farið eftir niðurstöðum reikninganna. Astæðan er sú að ég gerði útreikn- ingana að mestu í fyrra. Fyrra línuritið sýnir niðurstöðurnar miðað við þá forsendu að nýliðun þorskstofnsins sé ávallt í meðal- lagi en síðara línuritið gerir ráð fyrir vissri fylgni milli nýliðunar og hrygningarstofns eins og áður var vikið að. Nægir ekki til að réttlæta núverandi sókn „Ég fæ fram nokkuð hægari sóknarminnkun en hagkvæmast virðist samkvæmt útreikningum Ragnars. En það á sér þær skýr- ingar að í þessum útreikningum geng ég eins langt og mér virðist unnt í þá átt að réttlæta núver- andi sókn. Geri ég þetta á tvennan hátt. Annars vegar sleppi ég öllum afskriftum af núverandi flota, þar sem ekki verður aftur snúið með þau flotakaup. Hins vegar er ég með tilbúinn kostnaðarlið, sem er háður sókn- arbreytingum frá ári til árs. Þessi kostnaðarliður er hvatning til að fara fremur hægt í sakirnar með sóknarminnkun. Slíkur kostnaðar- þáttur er ekki óeðlilegur, þar eð ljóst er að breyting á sókn leiðir til margvíslegra félagslegra vandamála. Reyndar þarf þessi kostnaður ekki að vera hátt met- inn til að milda sóknarminnkun- ina. I þeim niðurstöðum sem línuritin sýna er þessi kostnaðar- þáttur um 1 til 2% af nettótekjun- um af veiðum og vinnslu. Báðir þessir þættir sem ég nefni þarna eru forsendur sem eru vilhallari mikilli sókn í nánustu framtíð. Þetta nægir þó hvorugt til þess að breyta þeim heildar- niðurstöðum sem ég fæ, en þær eru að þjóðhagslega hagkvæmt sé að minnka sóknina." Ekki höfuð- áhersla á friðun í framtíðinni — Þú hefur rætt um þá sóknar- minnkun, sem reikningarnir mæla með. En nú fjalla þeir einnig um friðunaraðgerðir? „Já eins og ég sagði að framan þá ákvarðar líkanið svonefnda friðunarstuðla árlega. Þá kemur það í ljós að í framtíðinni beri ekki að leggja höfuðáherslu á friðun og jafnvel minnka möskva frá því sem nú er. Þetta á þó ekki við í bráð, meðan verið er að byggja upp hrygningarstofninn. Þvert á móti ætti að auka friðun í eitt til þrjú ár. Þessi niðurstaða um minni frið- un á smáfiskinum er byggð á vissum forsendum um breytingu á útgerðarkostnaði við breytt sóknarmynstur og er umdeilanleg. Alla vega rennir hún stoðum undir það sem virðist heilbrigð skynsemi; að dýrt geti verið að sleppa fiski, sem annars kosti lítið að krækja í t.d. með minni möskv- um. Þannig virðist það ekki vera skynsamlegt frá hagfræðilegu sjónarmiði að stunda fiskverndun með þeim hætti að stækka möskva heldur virðist arðbærara að stunda þá fiskverndun með því að loka ákveðnum svæðum fyrir öll- um veiðum.“ .. þá myndum við hegða okkur skynsam- legar“ — Ég hnýt um orðið „skugga- verð“ fisks í sjó í ritgerð þinni. Hvað er átt við með því?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.