Morgunblaðið - 19.07.1979, Page 10

Morgunblaðið - 19.07.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 Grein og myndir: Arni Johnsen Þegar maður sat í snjódyngj- unum fyrir ofan Qanaqfjall og horfði yfir þetta 350 manna þorp, nyrsta þorp í heimi, var undar- legt að hugsa til þess að til næsta þorps voru um 2000 km. Þessi mannabyggð í norðrinu átti þó sinn sterka svip þess mannlífs sem hún hýsti. Birtan; fsinn allt um kring og 30—40 stiga frost var harðneskjuleg umgjörð þess- arar byggðar, en samt sem áður er tign og fegurð í þessum ramma tíu mánuði ársins. Neðst í þorpinu voru hús flestra veiðimannanna við ströndina. Þó er þar strönd aðeins tvo mánuði á ári, á öðrum tima bindast landís og hafís órofa böndum. Nálægt ströndinni voru einnig geymslu- hús og verzlun KGH, vatnsfram- leiðsluhúsi sem bræðir ís og bæj- arskrifstofurnar, en ofar í hlíðinni voru allir embættismennirnir í sínum rúmgóðu húsum og einn og einn veiðimaður bjó einnig við slíkan húsakost. Að upp- lifa hvers annars líf í frásögninni Kirkjan var á sínum stað, götur og samkomuhús og sérstök brú niður eftir allri hlíðinni. Þannig átti þessi mannabyggð flest sem við þekkjum til í daglegum búnaði líðandi stundar, en eitt var þó meira áberandi, friðurinn. Þessir Grænlendingar norðurs- ins eru lausir við kapphlaup tím- ans miðað við það sem þekkist í hinum iðnþróaða heimi. Til verka ganga þeir af alúð, en þeir taka sinn tíma og þeir taka sér góðan tíma í að sinna fjölskyldulífi og svefni. Það er eins og þessi mikli ís og kuldi kalli á auka lúr og lúr eins og mat milli mála hjá þeim sem þurfa að borða mikið. Græn- lendingar borða hins vegar ekki ísskápur fólksins í norðrinu. Það er einfaldlega byggður trépallur utan dyra og matvælum síðan hrúgað þangað upp eins og sjá má. Þannig búa veiðimennirnir sig unðir nóttina með því að tjalda yfir sleðann og láta loga á prímus hluta nætur a.m.k. Einn af ungu mönnunum f Qanaq, Einar Heilmann, en Grænlendingar eru mjög listhneigðir og þessi var einmitt að ljúka við teikningu af tupilak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.