Morgunblaðið - 19.07.1979, Side 38

Morgunblaðið - 19.07.1979, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979 t Elskuleg dóttir okkar og systir, DAGNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Aöalstræti 33, ísafirði lézt í Landakotsspítala 17. júlí. Elínborg Siguröardóttir, Guöbjörn Ingason, Sveinn Ingi, Veigar Þór. t Móöir okkar PÁLÍNA ÁGÚSTA FÆRSETH fré Siglufirði andaðist á Vífilsstaöaspítala aö morgni 18. júlí. Fyrir hönd systkina Andrea Færseth. t Ástkær eiginmaöur minn og faöir MAGNÚS EINARSSON skipstjóri, Álftamýri 12 andaöist þriöjudaginn 17. júlí. Fyrir hönd annarra vandamanna Svanhildur Jónsdóttir Einar Magnússon. Móöir okkar er látin. t ASLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Snorrabraut 33, Brynhildur Kjartansdóttir, Þórunn Kjartansdóttir, Birna Hafstein, Sólveig Ágústsdóttir. t Faöir okkar tengdafaöir og afi VILHJÁLMUR BENEDIKTSSON frá Efstabæ veröur jarösunginn frá Akraneskirkju föstdaginn 20. júlí kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar MARGRÉT EINARSDÓTTIR Mosabaröi 9 verður jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 20. júlí kl. 14. Kjartanía Vilhjólmsdóttir, Elín Vílhjálmsdóttir. Eiginkona mín og móöir , NANNA MAGNÚSDÓTTIR, Mávahlíö 18, sem andaöist 11. júlí, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. júlí kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Dómald Ásmundsson, Burkni Dómaldsson, Kristín Dómaldsdóttir, Magnús Dómaldsson, Guörún Dómaldsdóttir. t Viö þökkum ykkur öllum af alhug, sem gáfuö minningargjafir og sýnduö okkur á annan hátt samúö og vinartryggð vegna andláts GUDMUNDAR JÓNS ÞÓRÐARSONAR — símvirkja Reykjaborg — Mosfellssveit. Freyja Norödahl, Þóröur Guömundsson, Elín Anna Jónsdóttir, Guðbjörg Þóróardóttir, Guöni Stefénsson, Þóröur Freyr Hilmarsson, Kjartan Þóröarson, Krístín Guöbrandsdóttir, Tinna Kjartansdóttir, Freyja Kjartansdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Kjartan Norödahl, og aörir vandamenn. Guðbjörg Guðmunds- dóttir—Minningarorð Fædd 26. júlí 1913 Dáin 26. júní 1979 Það eru liðin mörg ár síðan ég kynntist Guðbjörgu fyrst. Það var í Kvennaskólanum á Staðarfelli þar sem hún starfaði sem vefnað- arkennari. Einnig lágu leiðir okk- ar saman við störf að kvenfélags- málum og gaf það góð kynni þar sem margvísleg mál voru þá til umræðu. Saga kvenfélaga er stór- merk saga, þar hafa aldrei ríkt peningasjónarmið heldur mann- úðarmál verið á dagskrá. Hver hefur lagt sitt af mörkum til mannúðarmála og hjálpað þeim sem minnst máttu sín í hörðum heimi. Á þeim vettvangi kynntist ég mannkostum Guðbjargar, feg- urðarsmekk og hinu hlýja hjarta- lagi, einnig órofa tryggð sem aldrei féll skuggi ár. Guðbjörg var tvígift, fyrri maður hennar var Jón Guðnason, Valþúfu, hinn ágætasti maður. Þau eignuðust tvær dætur sem báðar eru á lífi. Björk, starfar við Fiskirannsókn- arstofnun Háskólans, og Svala, gift Einari S. Einarssyni aðalbók- ara Samvinnubankans. Eftir lát manns síns flutti Guðbjörg að Selfossi með dætur sínar, dvaldi þar nokkurn tíma, flutti þaðan til Reykjavíkur og keypti íbúð í Mávahlíð 24 ásamt mági sinum Snorra sem síðar varð eiginmaður hennar. Snorri var þá starfandi vaktmaður við Landspítalann. Hann reyndist henni vel og dætr- um hennar sem faðir. Líf þeirra var farsælt. Þau seldu í Mávahlíð og fluttust að Fýlshólum 1 og bjuggu þar í nábýli við dóttur sína og tengdason. Allt útlit kringum þetta hús er sérstætt og sannar þann fegurðarsmekk sem er svo einkennandi hjá þessu fólki. Nú hefur sól sortnað. Öll þessi fjöl- skylda fór í sumarfrí til Spánar. Eftir stutta dvöl þar veiktist Guðbjörg, fékk heilablæðingu og komst ekki eftur til meðvitundar. Dóttir hennar Björk og dóttur- dóttir voru hjá henni þar til yfir lauk. Nú hefur hún fengið gröf í íslenskri mold. Að síðustu votta ég öllum að- standendum innilegrar samúðar, bið guð að vaka yfir lífi þeirra og styrkja hinn aldna eiginmann sem mest hefur misst. Að síðustu sendi ég kveðju mína til minnar góðu vinu með nokkrum ljóðlínum: (dagsins önn é« (undið get ei frið né fró í hjarta hvar sem leitað er. Ó sendu geisla og sólskin handa mér ég sakna vina að horfa á eftir þér. Við áttum saman okkar gleðistund svo ótal margt sem mér er kært að muna nú aldrei framar fer ég á þinn fund en finn þó hvfld við minninguna að una. Þú sefur nú f sælli grafar ró ég signi vina kalda leiðið þitt en fögur minning fölnar aldrei þó að fegurð blóma missi skartið sitt. Theodóra Guðlaugsdóttir. Afmælis og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Barnakór Grindavík- ur syngur erlendis BARNAKÓR Grindavíkur lagði af stað í 20 daga söngför til Finnlands og Svíþjóðar miðviku- daginn 18. júlí. I vor ferðaðist kórinn um Austfirði og söng við góðar undirtektir. Þetta er 2. starfsár kórsins. í fyrra fór kórinn í söngför til Færeyja. Stjórnandi kórsins er Eyjólfur Ólafsson. Fararstjórar í þessari ferð eru Sigrún Kjartans- dóttir og Valgerður Ragnarsdótt- ir. t Eiginmaður minn, faöir okkar og fósturfaöir EINAR ÓSKAR Á. ÞÓRÐARSON, húsgagnasmíöur, Vesturbrún 10, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 24. júlí kl. 1.30. Laufey Guömundsdóttir Sigríöur Erna Einarsdóttir Þórir Einarsson, Þorsteinn Hörður Björnsson. t Ástkær dóttir mín, ELLEN MJÖLL JÓNSDÓTTIR veröur jarösungin í Fossvogskirkju föstudaginn 20. júlí, kl. 10.30. Jón Hannesson. t Alúöarþakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og útför mannsins míns, BJÖRNS ÞORKELSSONAR Eskifiröi. Vígdís Björnsdóttir og dætur. t Alúöarfyllztu þakkir fyrir auösýnda samúö vegna fráfalls HILMARS J. H. LÚTHERSSONAR Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæzludeildar Borgarspítalans. F.h. vandamanna Hildur og Steinunn Hilmarsdætur og systkiní. t Þökkum auösýnda samúö við andlát og jarðarför konu minnar móður, tengdamóður, ömmu og systur UNNAR VALDIMARSDÓTTUR Varmadal Guö blessi ykkur öll. Jón Jónsson Varmadal, Hjördís Jónsdóttir, Hreinn Magnússon, Valdímar Jónsson, Þórdís Kjartansdóttir, Jón Sverrir Jónsson, Hanna Sigurjónsdóttir, Haraldur Jónsson, Guöný Þorgeirsdóttir Sigríöur Sigurjónsdóttir, Þór Sigpórsson, Hrefna Valdimarsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er auösýndu samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, GUÐNA GESTSYNI Þorkelsgeröi Selvogi. Jensína Helgadóttir, Helgi Guönason, Gestur Guönason, Jens Guönason, Guöný Guönadóttir, óskar Þórarinsson, Ingimar Guönason, Herta Ágústsdóttir, Guölaug Guönadóttir, pétur Friöriksson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.