Morgunblaðið - 19.07.1979, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 19.07.1979, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979 47 íslandsmótið í golfi á Akureyri ÁKVEÐIÐ hefur verið að íslandsmótið í golfi fari fram að þessu sinni á Norðurlandi.íslandsmótið mun hefjast 6. ágúst á golfvellinum á Akureyri en þá verður keppt í sveitakeppni og öldungakeppni. 7. ágúst hefst svo keppni í öllum flokkum nema meistaraflokki. 1. flokkur karla keppir á Húsavík. 2. fl. karla á ólafsfirði, en 3. flokkur karla og allir kvennaflokkar leika á golfvellinum á Akureyri. Meistaraflokkur karla keppir svo 8.—11. ágúst á Akureyri. — þr. Ljósm. Guðlaugur S. • Hilmar Björgvinsson GS varö unglingameistari íslands í golfi. Hann veröur væntanlega í eldlínunni eins og fleiri í meistaramóti Golfklúbbanna sem nú stendur yfir víöast hvar. Golfmót um allt land MEISTARAMÓT Golfklúbbanna standa nú yfir. Hófust þau hjá allmörgum golfklúbbum í gær- kvöldi en sum hefjast í dag. Almennt eru leiknar 72 holur, og standa mótin yfir fram á laug- ardag. Leiknar eru 18 holur á dag, og keppt er í öllum flokkum. Það verður því mikið um að vera hjá iálenskum kyifingum í vik- unni. Hjá Nesklúbbnum hefur sú nýbreytni verið tekin upp að verðlaun verða veitt fyrir að fara holu í höggi á 6. braut vallarins en sú braut er 135 metra löng. Það eru Heimilistæki sem gefa verð- launin, sem eru litsjónvarp og myndsegulbandstæki. Gildir þetta fyrir alla dagana sem leikið er. Á laugardag síðasta dag keppninnar verður sjónvarpsmyndavél komið fyrir á 6. brautinni svo að fólk inni í golfskálanum geti fylgst með hvort einhverjum tekst að fara holu í höggi. Aukaverðlaun eru veitt fyrir að komast næst holunni og fær sá ferðaútvarpstæki í verðlaun. -þr. Laugardalsvöllur — Bikarkeppni KR — Valur í kvöld kl. 20. Allir á völlinn. SEBASTIAN Coe í miöju handhafi tveggja frábærra heimsmeta í hlaupagreinum, 800 metra hlaupi 1,42,33 mín og í enskri mílu 3,48,95 mín. Eins og sjá má á myndinni er Coe mjög grannur og lágvaxinn. Hann er aöeins 22 ára gamall. Myndin er tekin skömmu eftir aö hann setti heimsmet í 800 metrunum í Oslo fyrir 11 dögum. Goe aftur með heimsmet nú í mfluhlaupi BREZKI hlauparinn Sebastian Coe setti nýtt heimsmet í mflu- hlaupi á stóru frjálsíþróttamóti f Osló í fyrrakvöld. Hljóp Coe mfluna á 3,48,95 mínútum sem er 0,4 úr sekúndum betri tími en gildandi heimsmet Johns Walkers frá Nýja Sjálandi en hann var meðal keppenda í hlaupinu og varð f sjötta sæti á 3,52,9 mín sem þykir frábær árangur. Fyrir rétt tveimur vik- um setti Coe heimsmet í 800 metra hlaupi í Osló er hann sló heimsmet Kúbumannsins Juan- torena. Heimsmet Coe er 33. heimsmetið sem sett er f hlauta- greinum á hinni frábæru hlaupa- braut á Bislet leikvanginum í Osló. Millitími Coe í 1500 metrun- um reyndist vera nýtt Evrópumet 3,32,8 min. Tímarnir í mfluhlaup- inu voru hreint frábærir og við skulum nú líta á röð fyrstu manna. mín Sebastian Coe Englandi 3,48,95 Steve Scott Bandar. 3,51,11 Craig Masbach Bandar. 3,52,01 Eamonn Coghlan írlandi 3,52,45 John Robsson Englandi 3,52,74 John Walker Nýja Sjálandi 3,52,85 Mjög góður árangur náðist í hinum ýmsu greinum frjáls- íþróttakeppninnar á Helztu úrslit urðu þessi: mótinu: Spjótkast m Nemeth Ungverjalandi 85,60 200 m hlaup sek Edwards Bandaríkjunum 20,55 400 m grind sek Moses Bandaríkjunum 47,67 Kringlukast m Hjeltnes Noregi r 1 67,86 Frlðisar fbröttir Bláskóga- skokkið endurvakið NÚ hefur trimmnefnd Selfoss ákveðið að endurvekja Bláskóga- skokkið, sem búið var að vinna sér fastan sess í íþróttalífinu fyrir fáeinum árum. Einhverra hluta vegna hefur það fallið niður undanfarin ár. Ákveðið hefur verið að hlaupið verði laugardaginn 28. júlí og lagt verður af stað kl. 14.00 við hliðið á Gjábakkabænum og hlaupið til Laugarvatns. Skrásetning verð- ur kl. 13.00 á sama stað. Aldurs- flokkaskipting verður í hlaupinu og verðlaun veitt og viðurkenn- ingarskjöl í hverjum flokki. — þr. Tvö met TVÖ met voru sett á sundmóti í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. ólafur Einarsson Ægi setti sveinamet 12 ára og yngri í 100 metra skriðsundi, synti á 1:08,1 mín. Þá setti piltasveit frá Sel- fossi met í 4x100 metra skrið- sundi 3:59:0 mín. • Skíöadrottningu Islands viröist fleira vera til lista lagt en aö renna sér á skíðum. Um síöustu helgi sigraði Steinunn í íslandsmóti stúlkna í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum. Á myndinni afhendir Ragnar Guðmundsson formaöur Golfklúbbs Vestmannaeyja henni sigur- launin. Á milli þeirra sést í Konráð R. Bjarnason ritara Golfsambands íslands. -þr. Ljósm.: Guölaugur S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.