Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 1
44 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA ÍÞROTTABLAÐI 167. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Napalm gegn flóttamönnum Islamabad. 23. júlí. Reuter. Sovézksmíðaðar MIG-orrustu- þotur aíghanska flughersins hafa beitt napalm-sprengjum til að drepa og særa afghanska flóttamenn á leið til Pakistan að sögn pakistanskra embættis- manna í Peshawar. Embættismennirnir sögðu að MIG-þoturnar hefðu ráðizt á afghönsku flóttamennina þegar þeir voru á ferð yfir fjöllin til flóttamannabúða í Pakistan fyrir tveimur vikum. Sjúkrahússheim- ildir staðfestu þetta og sam- Bandaríkja- menn fluttir frá Kabul Washington. 23. júlí. Reuter. BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið sagði í dag, að það hefði fyrirskipað að nokkrar fjöl- skyldur starfsmanna banda- ríska sendiráðsins í Afghanist- an færu úr landi öryggis þeirra vegna. Um 100 manns munu fara með áætlunarflugvélum á næstu vikum. Ráðuneytið segir að stjórn marxista í Kabul hafi líflátið um 5.000 pólitíska fanga á undan- förnum tólf mánuðum, en neitar því að brottflutningurinn standi í sambandi við aftökurnar. Talsmaður ráðuneytisins gat ekki nefnt dæmi þess, að veitzt hefði verið að Bandaríkjamönn- um, en sagði að belgískir og franskir ferðamenn hefðu slasazt í skotbardaga fyrir nokkrum dögum á veginum frá Kabul til Pesahawar. Bandaríski sendiherrann í Kabul, Adolph Dubs, var myrtur í febrúar eftir að honum var rænt. kvæmt þeim gerðist atburðurinn í Paktía-héraði örfáa kílómetra frá landamærunum. En ekki hefur fengizt staðfest- ing á þeirri staðhæfingu af- ghanskra uppreisnarmanna að af- ghanski flugherinn beiti napalm- sprengjum að vild gegn þorpum uppreisnarmanna A undanförnum tveimur vikum hafa Rússar afhent afghönsku stjórninni allt að 30 fullkomnar M-30 þyrlur, fullkomnustu þyrlur sem þeir ráða yfir að sögn vest- rænna diplómata og pakistanskra embættismanna. Þyrlurnar hafa sézt gera árásir á stöðvar uppreisnarmanna ná- lægt landamærunum. Þær eru nýtízkulegar og ólíklegt er talið að afghanskir flugmenn kunni að meðhöndla þær. Talið er að sov- ézkir flugmenn fljúgi þeim. Elsvoðinn í líberíska olíuflutningaskipinu „Atlantic Express“ undan strönd Tobago eftir áreksturinn við olíuflutningaskipið „Aegean Captain.“ Sjá frásögn á bls. 42. Flokkur frú Gandhi styður Charan Singh Nýju Delhi. 23. júlí. AP. Reuter. ___ KONGRESSFLOKKURINN undir forystu Indiru Gandhi fyrrverandi forsætisráðherra ákvað f dag að styðja Charan Singh, leiðtoga uppreisnarinnar gegn stjórn Moraji Desai forsætisráðherra, í tilraun hans til að mynda nýja rikisstjórn. Þó mun Kongressflokkurinn ekki ganga til stjórnarsamvinnu með Singh. Flokkurinn hefur 71 fulltrúa á þingi. Sanjiva Reddy forseti gaf í dag Singh og Desai tveggj a daga frest til að sanna að annar hvor þeirra gæti myndað ríkisstjórn. Singh nýtur stuðnings um 250 þing- manna að þingmönnum Kongress- flokksins meðtöldum. Carter tekur upp nýja siði Washington, 23. júlf. Reuter. CARTER, forseti, sem reynir að | sýna sterka forystuhæfileika, til- kynnti í dag, að næsti blaðamanna- fundur hans yrði haldinn í fyrsta sinn í Hvíta húsinu sjálfu og á aðalsjónvarpstíma, kl. 9 á mið- vikudag (01.00 ísl. tími). Fundurinn verður haldinn í svo- kölluðu austurherbergi og val þess og tíminn, sem er valinn, þykir boða meiriháttar stefnubreytingu hjá Carter. Hingað til hefur hann haldið blaðamannafundi sína síð- degis í hversdagslegum fundarsal í byggingu við hliðina á Hvíta húsinu í samræmi við andúð hans á svo- kölluðu „keisaralegum forsetastíl" nokkurra fyrirrennara hans. Nú virðist hann vilja innleiða nýja reisn oe viðhöfn sem hann hefur hingað til forðazt í embætti. Jody Powell blaðafulltrúi lýsti ánægju í dag með síðustu skoðana- könnun Gallups, sem sýnir að 36% 539 manna sem spurðir voru telja að breytingarnar á ríkisstjórninni og starfsliði Hvíta hússins verði landinu til góðs. Urslitin eru sam- starfsmönnum Carters mikil upp- örvun þótt ekki sé um verulega fylgisaukningu að ræða. Powell sagði, að aðgerðir forset- ans og festa hans stæðu í engu sambandi við skoðanakannanir. Hann sagði að forsetinn hefði beint athyglinni að verulega aukinni svartsýni Bandaríkjamanna. Hann kvað Carter njóta mikils álits fyrir heiðarleika og ráðvendni. „Fleiri halda að fleiri þrjótar séu í stjórn- inni en þegar Watergate stóð sem hæst,“ sagði hann. Forsetinn mun tilkynna breyt- ingar á starfsliði sínu seinna í vikunni. Jafnframt ferðaðist Rosa- lynn kona hans til miðvestur- og vesturríkja í dag til afla manni sínum stuðnings. Janata-flokkur Desais hefur 210 þingmenn. Ymsir stuðningsmenn Singhs, þar á meðal vinstri menn, eru andvígir samvinnu við frú Gandhi og flokk hennar, en enn sem komið er bendir ekkert til þess að nokkrir $tuðningsmenn Singhs hlaupist undan merkjum vegna tilkynning- ar Kongressflokksins. Á þingi sitja 539 fulltrúar og því þurfa Desai og Singh stuðning 270 þingmanna til að mynda stjórn. Báðir halda því fram að þeim muni takast að tryggja sér þingmeiri- hluta. Desai sagði af sér 15. júlí þegar um 100 þingmenn sneru baki við honum þannig að þingmönnum Janata-flokksins fækkaði í 206. Nú segir Janataflokkurinn að nokkrir þingmenn hafi aftur komið til liðs við Desai þannig að þingmenn hans séu nú rúmlega 210. Flokkur- inn treystir einnig á stuðning 27 þingmanna frá Punjab og Madras. Singh er leiðtogi samtaka Desai SinKh smábænda á Norður-Indlandi og telur sig njóta stuðnings 88 fyrr- verandi þingmanna Janata-flokks- ins sem fylktu sér um hann í síðustu viku. Auk þess treystir hann á stuðning 13 sósíalista sem hafa yfirgefið flokk Desais, 75 þingmenn gamla Kongressflokks- ins — auk 71 þingmanns flokks frú Gandhi. Fjörutíu og tveir þingmenn kommúnista og þriggja vinstri flokka halda fund á morgun um ákvörðun frú Gandhi. Flokkarnir hafa þegar ákveðið að leggjast gegn Desai. Brezka st jórnin boðar niðurskurð London — 23. júlí — Reuter STJÓRN íhaldsflokksins í Bret- landi boðaði mikinn niðurskurð á opinberum útgjöldum í dag og tilkynnti að hún ætlaði að selja hlutabréf í stóru þjóðnýttu fyrir- tæki, British-Aerospace, sem framleiðir Concorde. Leiðtogar Verkamannaflokks- ins gagnrýndu harðlega þessa ráðstöfun og sögðu að fyrirtækið Víetnamar myrtu tugi llóttamanna Manila, 23. júlí. Reuter. AP. VÍETNAMSKIR hermenn myrtu 85 flóttamenn frá Víet- nam, þar af 45 börn, þegar bátur þeirra strandaði á einni Spratley-eyjanna á Suður-Kína- hafi í síðasta mánuði sam- kvæmt heimildum í Manila. Átta flóttamenn lifðu af árás- ina samkvæmt heimildunum og þeir eru nú á eynni Palawan um 560 km austur af Spratley-eyj- um þar sem þeir eru undir vernd filippeyskra hernaðaryf- irvalda. Tveir þeirra sem kom- ust af eru fyrrverandi yfirmenn úr suður-vfetnamska fluhern- um. Fréttin um þessi fjöldamorð fylgir í kjölfar alþjóðlegrar ráðstefnu í Genf um vandamál flóttamanna. Þar var skýrt frá því að stjórnin í Hanoi hefði lofað að gera það sem hún gæti til að stöðva flóttamannaflóðið. Kínverjar, Víetnamar, kín- verskir þjóðernissinnar á Taiw- an og Filippseyingar gera kröfu til Spraltey-eyjar. Sendiherra Indónesíu í Manila sagði í dag að Bandaríkjamenn og Rússar héldu uppi eftirliti á öllu Suður- Kínahafi þar sem olía kynni að leynast á eyjunum og þar sem þær eru hernaðarlega mikilvæg- ar. yrði þjóðnýtt aftur ef þeir kæmu til valda. Sir Keith Joseph iðnaðarráð- herra sagði á þingi að um það bil helmingur hlutabréfa í British Aerospace yrði settur á markað fyrir árslok 1979. í síðustu viku sætti það harðri gagnrýni að ríkis- stjórnin ákvað að gefa einkaaðilum kost á að fjárfesta í ríkisflugfélag- inu British Airways, sem er rekið með arði. Fyrr í dag ræddi ríkisstjórnin leiðir til að draga úr opinberum útgjöldum um 4,000 milljónir punda á fjárhagsárinu 1980—81. Embættismenn segja að ólíklegt sé að nákvæmar upplýsingar verði birtar fyrr en eftir marga mánuði, en talið er að niðurskurðurinn geti komið niður á áætlunum í húsnæð- ismálum og menntamálum. Þegar ríkisstjórnin kom til valda í maí var ráðgert að draga úr útgjöldum um 3,000 milljón. en sú upphæð hefur verið hækkuð eftir nánari athugun. Stjórnin athugar jafnvel niðurskurð í landvörnum sem hún vill efla. Ríkisstjórnin lofaði jafnframt í dag auknum stuðningi næstu tvö ár við skipasmíðaiðnaðinn sem hefur orðið fyrir barðinu á samdrætti í heiminum en kvaðst óttast að loka yrði fleiri skipasmíðastöðvum. Að- stoðin mun nema 120 milljónum punda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.