Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 32
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979
MORöJlv-
KArr/NU
Oísa framtíðarmöguleikar hér í
fyrirtækinu. — T.d. var ég
járnahrúga úti í horni fyrir
nokkrum mánuðum.
Að því slepptu að ættartaflan
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Á dögunum náði Niccola
Gardener Evróputitli á annað
sinn með stöllum sínum f enska
landsliðinu 1 kvennaflokki. Góð-
ur árangur hjá þrítugri skóla-
stýru bridgeskóla við Kings Road
í London.
Spilið í dag sýnir hæfni hennar
vel en það var spilað í leik enska
liðsins við Frakkland í nýloknu
móti. Vestur gaf, austur — vestur
á hættu.
Norður
S. GIO
H. DG1085
T. 743
L. Á108
Vestur Austur
S. 6 S. 943
H. Á9643 H. 72
T. KD85 T. ÁG
L. D53 L. K97642
Suður
Ekki hrædd — ekki hrædd. — Fílar éta ekki fólk!
/
Aheyrilegir íþrótta-
þættir í útvarpi
Fleiri mættu fylgja fordæmi
Hermanns í dagskrárgerð
íþróttaþættir Hermanns Gunn-
arssonar í útvarpinu hafa nú
þegar áunnið sér vinsældir manna
og kvenna víða um land. Hermann
kom á sínum tíma inn í heim
íþróttafréttaritara eins og „hvítur
stormsveipur" og hefur á skömm-
um tíma tekist að vekja íþrótta-
fréttir útvarpsins af værum
svefni. Sá svefn var af þeim toga
spunninn að íþróttafréttirnar
voru staðnaðar. Alltaf sömu frétt-
irnar með tilbrigðum samtímans.
En alltaf var sama formið á þeim,
sama framsetningin trónaði í
hásæti þar sem enginn gat til
hennar náð.
Hermann hefur kosið að fara
aðrar leiðir í dagskrárgerð sinni,
og hefur honum tekist að fá fólk
til að leggja við eyru. Þar kemur
S. ÁKD8752
H. K
T. 10962
L. G
Á báðum borðum kom út lágt
lauf gegn fjórum spöðum spiluð-
um í suður. Spilað var strax
hjarta á kóng og ás og þegar sú
franska var við stýrið skipti vest-
ur í lágan tígul. Austur spilaði
gosanum til baka en vestur gaf
sagnhafa færi á að vinna spilið
þegar hún yfirtók ekki. Austur
spilaði þá laufi, trompað og eftir
að hafa tekið tvo trompslagi voru
hjörtu blinds reynd. En austur
trompaði of snemma og níu slagir
urðu hámarkið.
Skólastýran valdi aðra og örlítið
betri leið. Upphafið var það sama
en eftir hjartaásinn spilaði vestur
aftur laufi, sem hún trompaði og
spilaði lágu trompi á tíuna. Fleiri
tromp tók hún ekki í bili en spilaði
hjörtunum strax. Austur tromp-
aði við fyrsta möguleika en þá var
auðvelt að trompa betur, taka
síðasta trompið með gosanum og
hjartatían varð tíundi slagurinn.
Eins og Evrópumeistara og
bridgekennara sæmir valdi
Niccola Gardener aðeins betri leið
samkvæmt líkindareiknum.
Hjörtun gátu skiptst 4—3 og þá
var sama hvor aðferðin var reynd.
En þegar austur átti aðeins tvö
hjörtu þurftu trompin ekki að
skiptast 2—2.
Lausnargjald í Persíu^
Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
28
vegabréfaskoðun. Tveir
íranskir lögreglumenn voru að
skoða handfarangur farþega og
þeir renndu sömuleiðis vopna-
leitartæki yfir hvern og einn.
Nú voru þeir að skoða hávaxinn
mann sem var á undan henni.
Hann var hár og ljóshærður og
hún hugsaði með sér að hann
gæti verið bandarískur háskóla-
prófessor.
— Ég geri það, ég lofa því,
sagði Eileen. — Ég veit ekki
hvað ég hefði gert ef ég hefði
ekki átt þig að, James.
Hann brosti, dökkt hárið féll
fram á ennið sem hann beygði
sig að henni.
— I>ú lendir aldrei í neinum
vanda sem þú ræður ekki við
sjálf. Þú hefur þennan írska
kjark, sem er odrepandi. Vertu
sæl Eileen. Ég hringi til þín
eftir fáeina daga. Vertu róleg
og hafðu sem minnstar áhyggj-
ur. Og ef þú vilt tala viðð mig
eða þarft á mér að halda — þá
sendirðu mér skeyti og ég kem
heim með hraði.
Hún tyllti sér á tá og kyssti
hann, og huú fann hann grípa
þéttingsfast um öxl henni. Svo
sneri hún frá, síðasta útkall í
velina. Hún fór ifgegnum
vopnaleitarskoðun og hand-
töskuskoðun og síðan var henni
afhent aftur taskan. Hún gekk
á eftir ljóshærða manninum inn
í brottfararsalinn og í áttina að
útgönguhliði númer sjö.
Irönsk kona, svcipuð chadoir
upp að augum, gekk á undan
þeim. Hún hélt á litlum dreng
sem saug græðgislega á sér
fingurna. Það var ekkert í fari
drengsins sem minnti á Lucy,
en samt gat Eileen ekki varizt
því að hugur hennar reikaði til
íitlu dóttur hennar. Frá því
augnabliki að hún kom heim
eftir að hafa verið á dýrindis
einkafæðingarstofnun, hafði
barnið verið í umsjá fóstru.
Hún hafði verið svo veikburða
að hún hafði ekkki treyst sér til
þess að maida í móinn. Sem hún
gekk um borð í vélina vissi hún
með sjálfri sér að nú myndi
verða breyting á, hún skyldi
annast um Lucy og iáta ekki
aðra um að sjá um uppeldi
barns síns. Og Lucy skyldi
fylgja henni þegar þau Logan
skiidu þó svo það kostaði stríð
við Logan.
Hún settist skammt frá neyð-
arútgöngudyrunum, festi sætis-
ólina og opnaði bókina sem hún
hafði verið að reyna að Iesa
daginn áður. Hún veitti því
ekki einu sinni athygli að
Bandaríkjamaðurinn sat við
hlið henni. En síðar áttu þau
bæði eftir að minnast þess —
undir allt öðrum kringumstæð-
um — að leiðir þeirra höfðu
legið saman fyrst í þessari för.
3. KAFLI
Jean Resnais drap tímann á
Orlyflugvelli, meðan hann beið
eftir því að Peters og Madeleine
kæmu, með því að skoða stelp-
urnar í salnum. Þarna var ein
ljómandi snotur, litfríð og ljós-
hærð og vöxturinn hreint ekk-
ert slor. Hann hefði ekkert haft
á móti því að koma sér í kynni
við hana, og þótti verst að til
þess gafst að þessu sinni enginn
tími. Sjálfur var hann fremur
lágvaxinn, dökkur yfirlitum
með greindarlegt andlit, hann
var klæddur í lítt áberandi
jakkaföt en vönduð og hann
hélt á stresstösku. Hann leit út
fyrir að vera ungur kaupsýslu-
maður á uppleið. líklega um
þrítugt. Reyndin var þó sú að
hann var rösklega hálf fertug-
ur og hann var frábær í með-
ferð skotvopna. Vélin til Lond-
on átti að leggja af stað eftir
klukkutima, hann gekk að
komuborðinu og kannaði málið.
Vélin frá Teheran hafði verið að
lenda. Madeleine átti að slást í
för með honum í brottfararsaln-
um. Eftir því sem hann bezt
vissi átti Peters að tka vél
klukkutíma síðar.
Resnais sá hana koma gang-
andi og hún hélt aðeins á einni
lítilli tösku, hann gekk á eftir