Morgunblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979
Ljósm. Mbl. RAX.
Jarðstöðin í Mosfellssveit. Framkvæmdir við að koma upp loftneti stöðvarinnar hófust í síðustu viku
og er gert ráð fyrir að það verði komið upp um áramótin.
Jarðstöð Pósts og síma í Mosfellssveit:
Koma loftnetinu upp fyrir haustið
FRAMKVÆMDIR við að koma
upp loftneti jarðstöðvar Pósts
og síma í Mosfellssveit eru nú
hafnar.
Að sögn Jóns Skúlasonar póst-
og símamálastjóra kom loftnetið
með flutningaskipinu Bifröst til
landsins í síðustu viku. En tafir
hafa orðið á afhendingu þess
m.a. vegna verkfalla á íslandi og
í Kanada þar sem það er fram-
leitt. Jón Skúlason sagði að
stefnt væri að því að koma
loftnetinu upp fyrir haustið og
þá yrði hafist handa við upp-
setningu tækja og véla í stöðina.
Ekki bjóst Jón við að loftnetið
yrði tilbúið fyrr en um áramótin,
það færi eftir veðráttunni.
Hef ekki íhugað afsögn
— segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra
„ÉG hef ósköp lítið um það
að segja,“ sagði Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráð-
herra, er Morgunblaðið bar
undir hann ummæli Jó-
hanns K. Sigurðssonar á
Neskaupstað, er hann hélt •
því fram í Morgunblaðinu
að Norðfirðingurinn í
ríkisstjórninni ætti að
segja af sér, eftir að Norð-
firðingum var neitað um
lán til kaupa á togara
erlendis frá. „Það vérður
Loðnuveiðar hafn-
ar við Jan Mayen
FLUGVÉL Landhelgisgæsl-
unnar fór í eftirlitsflug norð-
ur að Jan Mayen í gær. En
loðnuveiðar Norðmanna eru
að hefjast þar um þessar
mundir. Að sögn Bjarna
Mikil leit
að litlum
báti
MIKIL leit hófst á sunnudags-
kvöld að litlum báti úr Kópa-
vogi. cn á honum voru hjón og
tvö börn þeirra. Spurðist ckkert
til þeirra fyrr en á tólfta tíman-
um á mánudagsmorgun og var
þá allt í góðu lagi. Höfðu hjónin
farið að Búðum á Snæfellsnesi
og gist þar um nóttina en vegna
þess að síminn þar var lokaður,
gátu þau ekki komið boðum til
ættingja sinna.
Hjónin lögðu af stað á sunnu-
dagsmorgni og var ferðinni heit-
ið til Ólafsvíkur, þar sem hjónin
ætluðu að láta vita af sér. Þegar
ekkert hafði heyrst til þeirra
seint á sunnudagskvöld hóf
Slysavarnafélag íslands að
grennslast fyrir um bátinn.
Hringt var á hafnir á leiðinni og
haft samband við skip og báta, en
enginn hafði séð bátinn. Aðfar-
arnótt mánudagsins leituðu þrjú
skip undan Jökli og um morgun-
inn leitaði flugvél frá Landhelg-
isgæzlunni á svipuðum slóðum.
Helgasonar hjá Landhelgis-
gæslunni var flogið uppundir
Jan Mayen og þaðan suður í
áttina að Færeyjum og voru
fimm norsk loðnuskip komin
þar til veiða. Samkvæmt
norska útvarpinu munu nú
sjö skip vera komin á miðin
og er reiknað með að á annað
hundrað skip fari á miðin á
næstunni.
Landhelgisgæslan mun
fylgjast með norsku loðnu-
skipunum og þá einkum vegna
landhelginnar. Bjarni sagði að
sjórinn þarna norðurfrá væri
mjög kaldur og að mikil þoka
hefði verið á þessum, slóðum
að undanförnu.
auðvitað hver að hafa sína
skoðun á því, hver viðbrögð
menn eigi að hafa við slíku,
en ég sé út af fyrir sig ekki
hvað það myndi bæta stöðu
útgerðarfyrirtækis okkar í
Neskaupstað, þótt ég tæki
slíkt skref. Mér er það ekki
fyllilega ljóst,“ sagði
Hjörleifur.
Hjörleifur kvaðst ekki hafa
verið með hugleiðingar í þá átt að
segja af sér ráðherradómi út af
þessu máli og hann kvaðst ekki
hafa sett þennan atburð í sam-
hengi við ummæli Lúðvíks Jóseps-
sonar formanns Alþýðubanda-
lagsins, sem sagði að Neskaup-
staður hefði staðið af sér vonda
ráðherra og vondar ríkisstjórnir
fyrr. „Hitt er annað mál,“ sagði
Hjörleifur Guttormsson, „að þessi
mál eru auðvitað mjög stór fyrir
alla útgerðarstaði og það verða
menn að skilja. Það er ósköp
eðlilegt að menn verði óhressir
eftir að hafa haft vonir um að fá
betri skip og nýtt veiðitæki. Það er
mjög skiljanlegt og það verða
menn að hafa í huga. Ég held að á
landsmælikvarða eða landsvísu,
þá skipti miklu máli að farið verði
ofan í þessa hluti bæði út frá
viðhorfum og hagsmunum inn-
lenda skipaiðnaðarins, en líka með
og í samvinnu við sjávarútveginn,
þannig að þar náist einhver fram-
bærileg málamiðlun.
Jón N. Sigurðs-
son hrl. er látinn
JÓN N. Sigurðsson hæstaréttar-
Iögmaður er látinn. Hann fæddist
í Siglufirði 25. janúar árið 1909,
sonur Sigurðar Helga Sigurðs-
sonar kaupmanns þar og Mar-
grétar Pétursdóttur. Jón varð
stúdent frá MR árið 1930 og lauk
laganámi frá Háskóla íslands
árið 1936.
Hann var málflijtningsmaður í
Siglufirði árin 1936 til 1942, en þá
fluttist hann til Reykjavíkur og
stundaði málflutningsstörf þar.
Fyrst var Jón í félagi við Kristján
Guðlaugsson hrl. eða til ársins
1952, en síðan á eigin vegum. Jón
varð héraðsdómslögmaður árið
1942 og hæstaréttarlögmaður árið
1948. Jón gegndi fjölmörgum trún-
aðarstörfum, var meðal annars í
stjórn Lögmannafélagsins og for-
maður þess árin 1966—1970.
Jón var kvæntur Margréti Guð-
mundsdóttur og áttu þau eina
dóttur.
Aðalfundur Alþjóða póstsambandsins:
Þrú* íslendingar
sækja fundinn í
Ríó de Janeiró
ÞRIR Islendingar munu sækja Alþjóða póstmála ráð-
stefnu sem haldin verður í Ríó de Janeiró í Brasilíu í
haust. Ráðstefna sem þessi er haldin fimmta hvert ár, að
sögn Jóns Skúlasonar póst- og símamálastjóra. Viðfangs-
efni þessara ráðstefna er alþjóðlegi póstsamningurinn
sem aðildarríki UPU, eða Alþjóða póstsambandsins, eru
aðilar að.
Kostnaðinn við för
þremenninganna greiðir Póst-
og símamálastjórnin en leyfi
til fararinnar gefur sam-
göngumálaráðuneytið. íslend-
ingarnir munu dvelja í Brasi-
líu í manaðartíma, en ráð-
stefnan verður sett 12. sept-
ember og stendur fram í
október. Þeir sem fara verða
að öllum líkindum póst- og
símamálastjóri, forstjóri við-
skiptadeildar Pósts- og síma
og póstfulltrúi.
Milli þinga starfar sérstök
framkvæmdastjórn og hittist
einu sinni á ári í Bern í Sviss.
Norðurlönd eiga eitt sæti í
þessari framkvæmdastjórn og
hafa þau skipst á að sitja
fundi í henni og voru íslend-
ingar fulltrúar Norðurland-
anna í þeirri framkvæmda-
stjórn á síðasta fimm ára
tímabili.
Alþjóða póstsambandið er
svo sem kunnugt er ein stofn-
un Sameinuðu þjóðanna.
Islands statsminister fraviker ikke sitt syn
Jan Mayen — forlengelsen
av Islands sokkel!
REYKJAVIK (Fra vár mád.rteld.r Joh.r, Glort- Flsk.rimiraslo, K|.rt,n Joh.nsson otd,p« I
Ólafur Jóhannesson hefur síður en svo skipt um skoðun á Jan
Mayen eins og sézt á því að fyrirsögnin á viðtalinu við hann í
Morgenavisen er: Forsætisráðherra íslands hvikar hvergi frá
þeirri skoðun sinni, að Jan Mayen er framhald af landgrunni
Islands.
Ólafur sagði sjónár-
mið Mendinga óbreytt
Mbl. hefur nú borizt eintak af
norska blaðinu Morgenavisen
með viðtali því, sem blaðamaður
þess átti við Ölaf Jóhannesson
forsætisráðherra, en í Mbl. á
laugardaginn var frétt um þetta
viðtal frá fréttaritara Mbl. í Osló.
Fyrirsögn fréttar Mbl. var: „Ól-
afur Jóhannesson í samtali við
Morgenavisen: Munum hætta að
líta á Jan Mayen sem framhald
landgrunnsins" Þetta er alrangt,
því orðið ekki féll niður í frétta-
skeytinu og það sem Ólafur sagði
var því það, að íslendingar myndu
ekki hverfa frá því sjónarmiði að
Jan Mayen sé framlenging af
landgrunni íslands. Mbl. biðst
afsökunar á þessum mistökum.
Sjálfstæðisfélögin í Árnessýslu:
Almennur fundur um
landbúnaðarmál í kvöld
að Borg í Grímsnesi
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í
Árnessýslu efna til almenns fund-
ar um landbúnaðarmál að Borg í
Grímsnesi í kvöld kl. 21. Frum-
mælendur verða þeir Geir
Hallgrímsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins og Steinþór
Gestsson fyrrverandi alþingis-
maður. Fundurinn er öllum
opinn og að loknum framsögu-
ræðum verða fyrirspurnir og
almennar umræður.
Eins og kunnugt er stóðu flestir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins að
því þegar meirihluti Alþingis kom
í veg fyrir 3,5 milljarða lántöku
vegna útflutningsuppbóta til
bænda í vor. Má því búast við að
marga fýsi að kynnast viðhorfum
formanns Sjálfstæðisflokksins í
þessum efnum. Steinþór Gestsson
á sæti í nefnd þeirri sem land-
búnaðarráðherra skipaði í sumar
til þess að fjalla um vanda bænda
vegna harðindanna í vor. En
Steinþór hefur um langt árabil
verið einn helsti forystumaður
bænda í Sjálfstæðisflokknum.
Bændur og áhugamenn um
landbúnaðarmál í Árnessýslu og
nærliggjandi byggðum eru hvattir
til að fjölmenna á fundinn og
fræðast um stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í þessum málaflokki.