Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979
19
'j
(slenska frjálsíþróttalandslidið varð í öðru sæti í Kalott-keppninni
í frjálsum íþróttum sem fram fór í Bodö í Norður-Noregi um
helgina. íslendingar hlutu 345 stig, Finnar er sigruðu í keppninni
hlutu 377,5 stig. Sá er vakti hvað mesta athygli á mótinu var Oddur
Sigurðsson, Reykvfkingurinn ungi sem keppir fyrir KA á
Akureyri. Sigraði Oddur í þremur einstaklingsgreinum í keppn-
inni og var í boðhlaupssveitum íslands er sigruðu í 4x100 og 4x400
metra boðhlaupi. Oddur setti nýtt íslenskt unglingamet í 400
metra hlaupi, hljóp á 47,64 sek., sem er rétt við íslandsmet Bjarna
Stefánssonar. Þá vakti góður árangur Hreins Halldórssonar von
um að hann sé að finna sitt gamla form, en hann kastaði 20,40 m.
Sjá allt um Kalott-keppnina á bls. 22—23. Ljósm. ÞR.
Unglingalandsliðið
í golfi keppir á EM
Ballesteros
sigraði í
opna breska
meistaramótinu
SPÁNVERJINN Bailesteros sigraði í opna breska meistaramótinu
í golfi sem lauk um helgina. — Ég er búinn að bíða eftir þessum
sigri í fjögur ár, sagði Spánverjinn og var mjög hrærður er
keppninni var iokið og sigur hans var í höfn.
Fyrir lokadaginn var það Bandaríkjamaðurinn Hale Irwin sem
hafði forystuna, tvö högg á næstu menn, en hann þoldi ekki hina
miklu spennu og lék illa í lokin og hafnaði í sjötta sæti. Ballesteros
lék hins vegar við hvem sinn fingur og lék á 70 höggum síðustu
lotuna. Þremur höggum betur en kapparnir Jack Nicklaus og Ben
Crenshaw.
Ekki gekk þó allt stórslysalaust hjá Spánverjanum, hann átti í
erfiðleikum með teigshöggin og sló iðulega út í hátt gras og í
sandgryfjurnar, alltaf gat hann samt bjargaði sér út úr ógöngunum á
meistaralegan hátt.
Hér á eftir fer röð efstu manna, höggafjöldi og peningaupphæð sú
er í verðlaun var.
73-65-75-70 283 30.000 dollara
Völsungar
skoruðu
níu mörk
ÞRÍR ieikir fóru fram um
síðustu heigi í 3. deildinni í
knattspyrnunni. HSÞ sigr-
aði Reyni frá Árskógströnd
3—2. Mörk HSÞ skoruðu
Jónas Hailgrímsson 2 og
Sigurður Björnsson 1. Mörk
Reynis skoruðu Óðinn Valdi-
marsson og Svavar Guð-
mundsson.
Höfðstrendingar töpuðu
stórt fyrir Svarfdælingum
0—7. Fyrir Svarfdælinga
skoruðu Björn Friðþjófsson
3, Björgvin Gunnlaugsson,
Jón Gunnlaugsson, Asgeir
Blöndal og Stefán Georgs-
son eitt mark hver.
Völsungar frá Húsavík
burstuðu svo Dagsbrún
9—1. Mörk Vöisungs skor-
uðu Magnús Hreiðarsson 3,
Pétur Pétursson 2, Einar
Friðþjófsson 1, Björn 01-
geirsson 1, Sigmundur
Hreiðarsson 1 og Ingólfur
Ingólfsson 1. Það var
Björgvin Steindórsson sem
skoraði mark Dagsbrúnar.
sor/þr.
Henning
Jensen
til Ajax
HOLLENSKA meistaraliðið
Ajax hefur keypt danska
landsliðsmanninn Henning
Jensen frá Real Madrid.
Kaupverð var ekki gefið
upp.
Henning Jensen er 29 ára
gamall og hefur verið einn
þekktasti knattspyrnumað-
ur Evrópu .um margra ára
skeið. Hann lék fyrst með
Borissia Mönchengladbach
en þaðan var hann seldur til
Reai Madrid og hjá báðum
þessum liðum hefur hann
unnið til margra verðiauna.
Jensen ætiaði að snúa
heim til Danmerkur í vor,
þegar samningur hans við
Real Madrid rann út en
þegar Ajax kom með freist-
andi tilboð sló hann til, ekki
síst vegna þess að félagar
hans Frank Arnesen og Sör-
en Lerby leika með Ajax og
eru í hópi beztu manna liðs-
ins.
Guðgeir
skoraði
Lið það er Guðgeir Leifs-
son leikur með í Banda-
rfkjunum,v Edmonton
Drillers, sigraði Los Angeles
Aztecs um helgina 4—3.
Skoraði Guðgeir eitt af
mörkum liðs síns og átti
góðan leik samkvæmt frétta-
skeyti AP. Eins og kunnugt
er leikur hinn frægi knatt-
spyrnumaður Johan Gryuff
með Aztecs og var þetta
fyrsti tapleikur liðsins um
iangt skeið.
Þróttur —
Fylkir í
2. deild
Einn leikur fer fram í 2.
deiid í kvöld. Á Neskaupstað
leika Þróttur og Fylkir kl.
20.00. Má búast við spenn-
andi leik þar sem Þróttarar
eru jafnan erfiðir heim að
sækja.
UNGLINGALANDSLIÐIÐ í
goifi hélt á laugardag af stað
áleiðis til Tékkóslóvakíu. þar
sem Evrópumeistaramót ungl-
inga hefst n.k. miðvikudag.
Unglingalandsliðið er skipað
okkar efnilegustu ungu kylfing-
um og er ætlunin að standa sig
jafn vel eða betur en á síðasta
Evrópumóti, en þá varð ísland í
8. sæti. Piltarnir æfa sig tvo
fyrstu dagana en á miðvikudag-
inn hefst svo alvaran, sjálf
keppnin.
Meðfylgjandi mynd var tekin
af unglingalandsliðinu í fyrra-
dag. Fremri röð frá vinstrk
Konráð Bjarnason fararstjóri,
Einar Þórisson, Hilmar Björg-
vinsson, Hálfdán Þór Karlsson
og Eiríkur Þór Jónsson. í efri
röð eru Sigurður Pétursson og
Magnús Birgisson.
Ljósm. RAX.
Úrslitin urðu þessi:
Severiano Ballesteros, Spáni
Ben Crenshaw, Bandaríkjunum
Jack Nicklaus, Bandaríkjunum
Mark James, Bretlandi
Rodger Davis, Ástralíu
Hale Irwin, Bandaríkjdnum
Isao Aoki, Japan
Bob Byman, Bandaríkjunum
Graham Marsh, Ástralíu
Bob Charles, Nýja-Sjálandi
72-71-72-71 286 22.500 dollara
72- 69-73-72 286 22.500 dollara
76-69-69-73 287 15.000 dollara
75-70-70-73 288 13.000 dollara
68-68-75-78 289 12.000 dollara
70-74-72-75 291 10.000 dollara
73- 70-72-76 291 10.000 dollara
74- 68-75-74 291 10.000 doliara
78-72-70-72 291 8.000 dollara
Spánverjinn Severiano Ballesteros
ÍA — Feyenord
leika í kvöld
í KVÖLD kl. 20.00 fer fram fyrsti leikurinn í heimsókn hoilenska
iiðsins Feyenoord hér á landi. Leikur liðið við gestgjafa sína, ÍA, á
Laugardalsvellinum kl. 20.00. Margir frábærir knattspyrnumenn
leika með liðinu sem er eitt besta lið Hollands um þessar mundir.
Þeirra þekktasti leikmaður Wim Janssen sem er með 63 landsleiki
að baki og lék með hollenska landsliðinu í heimsmeistarakeppninni
í Vestur-Þýskalandi og Argentínu.
Sjá bls. 25.