Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 20
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979
Það var ekki margt um manninn á útihátíðinni að Kolviðarhóli um helgina. Þessi mynd var tekin á laugardeginum en þegar fjölmennast var á hátíðinni á
laugardagskvöldið er talið að þarna hafi verið milli 600 og 800 manns. Tap Handknattleiksdeildar Víkings sem stóð fyrir hátíðinni er talið nema 2 milljónum króna.
Tveggja milljóna tap á Kol ’79
600 ta 800 manns þegar f jölmennast var
„ÞAÐ má reikna með þvf að
heildartapið nemi um það bil 2
milljónum,14 sagði Hannes
Guðmundsson einn af forráða-
mönnum útihátfðarinnar Kol
79. Hátíðin hófst á föstudags-
kvöld og lauk með balli á
laugardagskvöldi.
Hátíðin fór prýðilega fram og
veður var mjög gott allan tím-
ann að sögn Tómasar Jónssonar
varðstjóra á Selfossi en
lögregluþjónar frá Selfossi og
Reykjavík sáu um löggæslu á
hátíðinni. Hann sagði að á laug-
ardagskvöldið hefði mest verið
um það bil 5—600 manns, en
3—400 manns, á föstudagskvöld-
ið.
Tómas sagði að fáir mótsgest-
ir hefðu verið yngri en 15 ára.
Flestir hefðu verið á aldursbil-
inu frá 16 ára aldri og framyfir
tvítugt. Tómas sagði að veðrið
hefði verið afbragðsgott á meðan
á mótinu stóð. Sagði hann að
hátíðin hefði farið prýðilega
fram og væri raunar sú allra
rólegasta sem hann þekkti til.
Hannes Guðmundsson sagði
að áberandi hefði verið hversu
Reykvíkingar voru í miklum
minnihluta á mótinu, en flestir
hefðu verið frá Keflavík, Stokks-
eyri og nágrannabyggðum. Hann
sagði að á hátíðinni hefði verið
100 manna starfslið sem vann í
sjálfboðavinnu. Stærstu út-
gjaldaliðir þessarar hátíðar
sagðist hann reikna með að yrðu
auglýsingar og löggæsla. Hann
sagði að þeir yrðu að greiða fyrir
alla löggæslu en réðu engu um
hversu mikil hún yrði. Vegna
þess að lögreglan bjóst við fjöl-
menni var mikil löggæsla á
föstudagskvöldið.
Bandarísk segl-
skúta í Grindavík
Stuðningur við samstarf æsku-
lýðssamtaka á Norðurlöndum
Gríndavfk 23. júlí 1979.
SÍÐASTLIÐINN laugardag kom
til Grindavfkur frá Amerfku
seglskútan Bride og Astonia með
fjögurra manna áhöfn. Að sögn
eigandans Frank Eberharts jr.
og félaga hans, sem eru búsettir f
New York og nágrenni, lögðu
þeir af stað frá Nýfundnalandi 8.
júlí. Þeir hrepptu vonskuveður í
ísland og Barbados
taka upp
stjómmálasamband
Ríkisstjórnir íslands og Barbados
hafa ákveðið að taka upp stjórn-
málasamband og er Barbados því
55. ríkið sem ísland er í stjórn-
málasambandi við. Ekki hefur
verið ákveðið hvenær skipst verð-
ur á sendiherrum.
42 klukkutfma suður af Hvarfi á
Grænlandi og héldu þar sjó.
Þrátt fyrir þessa töf reyndist
skútan vel og á tólfta degi komu
þeir til Grindavíkur.
Einn skipsmanna hafði dvalist á
íslandi fyrir nokkrum árum í
fáeina daga og varð hrifinn af
landi og þjóð. Hvatti hann, félaga
sína til þessarar íslandsfarar.
Þeir komu að landinu á fegursta
degi sumarsins og kváðust ekki
gleyma þeirri landsýn. Þeir eru
fyrstu útlendu sjómennirnir sem
njóta fyrirgreiðslu nýbyggðar
sjómannastofu hér í Grindavík
sem hefur allar almennar veiting-
ar og hreinlætisaðstöðu fyrir sjó-
menn og ferðamenn. Fram-
kvæmdastjóri Sjómannastofu
Grindavíkur er Kjartan
Kristófersson.
-Guðfinnur.
Á FUNDI menntamálaráðherra
Norðurlanda árið 1972 var sam-
þykkt að verja 1 millj. danskra
króna á ári næstu þrjú árin til
stuðnings við samstarf á sviði
æskulýðsmála á Norðurlöndum.
Með fjárveitingum þessum
skyldi leitast við að auka þekkingu
í Morgunblaðinu, föstudaginn 20.
júlí s.l., birtist frásögn af innbús-
flutningum í Laugalækjarskóla, en
frásögn þessi hófst þannig:
„Á mánudag í þessari viku var
hafist handa við að flytja innrétt-
ingar úr 2. áfanga Laugalækjar-
skóla sem nú stendur til að ríkið
kaupi af borgarsjóði. Flutningar
þessir hófust áður en endanlegt
samþykki borgarráðs fyrir sölunni
liggur fyrir og því í raun gert í
heimildarleysi."
Af þessu tilefni óska ég hér með
eftir að Morgunblaðið birti eftirfar-
andi athugasemd:
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar 15. febrúar s.l.
var framlag borgarinnar til rekstr-
ar grunnskóla lækkað um kr. 40.0
millj. frá því sem gert hafði verið
ráð fyrir í upphaflegri áætlun. í
orðsendingu forstöðumanns fjár-
máladeildar borgarinnar til mín,
dags. 20. apríl s.l., segir svo varðandi
þessa lækkun:
„Þá var bætt inn liðnum 04—139:
„Kostnaðarlækkun við grunnskóla"
kr. 40.000 þús. og er þar átt við
niðurskurð útgjalda með endur-
skipulagningu grunnskólahalds í
borginni, sem komi til framkvæmda
á næsta hausti."
Fyrirspurn minni um, hvað nánar
tiltekið væri átt við með þessu
orðalagi, svaraði borgarstjóri þann-
ig að hér væri fyrst og fremst átt við
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á ísa-
firði efna til skoðunarferðar að
Látrabjargi dagana 28.-29. júlí.
Farið verður með rútu frá gjálf-
stæðishúsinu á ísafirði kl. 9 ár-
og skilning á menningar-, stjórn-
mála- og þjóðfélagslegum málefn-
um á Norðurlöndum.
Frá 1973 hafa æskulýðssamtök á
Norðurlöndum síðan fengið árlega
fjárveitingar úr þessum sjóði, og
hafa þær aukist jafnt og þétt ár frá
ári. Á þessu ári, 1979, hefur verið
að aðeins annað skólahús Lauga-
lækjarskólans yrði notað til skóla-
halds á vegum borgarinnar næsta
skólaár, þótt fleiri leiðir til sparnað-
ar, sem hann tilgreindi, væru einnig
hafðar í huga.
Fræðsluráð hefur nú lokið við að
skipa nemendum grunnskóla og
framhaldsskóla í samrekstri ríkis
og borgar á skólastofnanir og er
ekki gert ráð fyrir að fleiri nemend-
ur verði í Laugalækjarskóla en svo
að svari til notkunar annars skóla-
hússins þar.
Flutningur á húsgögnum og bún-
aði úr öðru húsi Laugalækjarskóla
byggist á þessum ákvörðunum borg-
aryfirvalda og fræðsluráðs — sem
teknar voru löngu áður en nokkuð lá
fyrir um hvort samningar tækjust
um sölu annars húss Laugalækj-
arskólans til ríkisins.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
MÁL og menning hefur sent frá
sér bókina Löggan sem tdó eftir
Maj Sjöwall og Per Wahlöö.
Þetta er fjórða bókin í sagna-
flokknum Skáldsaga um glæp
degis. Komið verður heim að
kvöldi 29. júlí. Gist verður í
Örlygshöfn Rauðasandshreppi.
Ferðin er nánar auglýst í götuaug-
lýsingum á ísafirði.
úthlutað rúmlega 114 millj. danskra
króna og árið 1980 verða 1.922.600
d.kr. til ráðstöfunar.
Stuðningur þessa sjóðs við starf-
semi æskulýðssamtaka hér á landi
felst í því annars vegar að stuðla að
því að fulltrúar íslenskra æskulýðs-
samtaka geti tekið þátt í námskeið-
um og ráðstefnum o.fl. á hinum
Norðurlöndunum, og hins vegar að
æskulýðssamtökum hér á landi sé
gert kleift að annast framkvæmd
slíkra verkefna á íslandi.
Þetta ár (1979) styrkti sjóðurinn
t.d. fjögur verkefni hér á landi með
samtals 95.000 d.kr. (6.270.000 ísl.
kr.) og í umsóknum um verkefni á
Norðurlöndum sem hlutu stuðning
er gert ráð fyrir að bjóða alls 220
íslendingum til þátttöku.
Þeir aðilar hér á landi, sem
stuðning hafa hlotið á þennan hátt
til norræns samstarfs eru t.d.
Bandalag ísl. skáta, Ungmennafélag
Islands, íslenskir ungtemplarar,
Æskulýðssamband íslands, kristileg
æskulýðsfélög, bindindissamtök og
æskulýðsfélög stjórnmálaflokk-
anna.
Uthlutun fer fram tvisvar á ári,
með umsóknarfresti 1. mars og 15.
september.
Núverandi fulltrúar íslands í
úthlutunarnefndinni eru Reynir G.
Karlsson æskulýðsfulltrúi og er
hann formaður nefndarinnar þetta
tímabil (1979—1980), og Kristján
Valdimarsson fulltrúi í Félagsvís-
indadeild Háskóla íslands, en hann
er varaformaður nefndarinnar.
Umsóknareyðublöð og nánari
upplýsingar um styrki þessa er að fá
í menntamálaráðuneytinu.
eftir þessa höfunda; áður eru
komnar út á íslensku eftirtaldar
bækur: Morðið á ferjunni, Maður-
inn sem hvarf og Maðurinn á
svölunum.
Sagnaflokkurinn Skáldsaga um
glæp er safn tíu lögreglusagna
sem eru sjálfstæðar hver um sig,
en aðalpersónur eru þær sömu,
Martin Beck og starfsbræður hans
í rannsóknarlögreglu Stokkhólms-
borgar.
Löggan sem hló er gefin út
bæði innbundin og sem pappírs-
kilja. Bókin er 247 bls. prentuð í
Prentrún hf. Þýðandi er Ólafur
Jónsson.
Innbúsflutningur í
Laugalækjarskóla
Athugasemd frá fræðslustjóranum í Rvík
Sjálfstæðisfélögin á ísafirði
efna til ferðar að Látrabjargi
Fjórða bókin í flokknum
„skáldsaga um glæp”