Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 Nýr kirkiugarður í Gufunesi Skipulagsteikning aígardinum i Guíunesi. Lokið heíur veríð við skipulag að eystrí helmingi garðsins (til hægri). Áætlað er að á næstu árum verði lokið við austasta Ijórðung; garðsins i kringum húsin sem nú hafa verið reist. Nýr kirkjugarður verður brátt tekinn í notkun í Gufunesi. Kirkjugarður þessi kemur til með að þjóna Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi og er gert ráð fyrir að hann muni anna þörfum þessara hyggðarlaga fyrir greftrun næstu 50 eða 60 ár. Þessi kirkjugarður markar að vissu leyti nokkur þáttaskil í gerð kirkjugarða hér á landi, þó ekki væri nema vegna stærðar sinnar. Hinn nýi kirkjugarður á að vera 55 hektarar fuligerður, þar sem kirkjugarðurinn í Fossvogi er 23 hektarar og gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu aðeins 3,5 hektarar. Fullnægir grafar- þörf næstu 50 ára Jaínstór og 75 fótboltavellir Fyrirhugaður kirkjugarður í Gufunesi verður 53 hektarar að stærð. Hann liggur í lægð á milli tveggja hryggja og er 1,5 kílómetrar á lengd frá austri til vesturs en 400 metrar frá norðri til suðurs. Til að gera sér grein fyrir stærð þess landsvæðis sem hér um ræðir skal það nefnt til samanburðar að kirkjugarðurinn í Fossvogi er 23 hektarar og fót- boltavöllurinn í Laugardal er 0,7 hektarar. Stærð nýja kirkjugarðs- ins í Gufunesi er því nálægt því að samsvara stærð 75 slíkra fótbolta- valla. Að fengnum slíkum stærðar- samanburði þá er vel við hæfi að leita svara við þeirri spurningu hvernig þessi stóri kirkjugarður sé skipulagður. Einar Sæmundsen landslagsarkitekt hefur séð um skipulag garðsins og hann verður fyrir svörum. „Garðinum er skipt niður í margar smærri einingar sem ekki verður öllum lokið á sama tíma, heldur verður unnið við þær í fleiri áföngum og þær teknar í notkun eftir þörfum. Nú liggur fyrir gróft aðalskipulag af öllum garðinum en nákvæmara skipulag einungis af eystri helmingi hans. Austasti fjórðungur garðsins sem rúmar 12 þúsund grafir og nefndur hefur verið 1. áfangi hefur síðan verið teiknaður með nákvæmu deiliskipulagi." Kirkjugarður og útivistarsvæði? „í aðalskipulagi borgarinnar fyrir árin 1975—1995 er gert ráð fyrir því að umhverfis kirkjugarð- inn verði íbúðar- og iðnaðarhverfi. I samræmi við þetta skipulag geri ég ráð fyrir því í mínum hug- myndum, að náin tengsl verði milli kirkjugarðsins og íbúðar- hverfisins. Af þeim ástæðum er sá möguleiki fyrir hendi í tillögum mínum að einstakir hlutar garðs- ins gegni jafnframt því hlutverki að vera útivistarsvæði aðliggjandi byggðar. Því verður að gera kirkjugarðinn aðlaðandi og hent- ugan til alhliða útivistar en um leið viðhalda fullu samræmi við fyrirhugað hlutverk hans.“ 50-60 þúsundgrafir „Samkvæmt núverandi venjum við greftrun á íslandi má gera ráð Hfr sést yíir [yrirhunaðan kirkjunarð og hráðahir/fðahús sem þar hafa verið reist. llorít er til suðurs. Til hæicri sér til Reykjavíkur en til vinstri er Rannsóknastoínun landhúnaðarins. Fulliferður kemur kirkjutiarðurinn til með að vera 52 hektarar ok rú Kraíir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.