Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979 B jartmar Krlstjánsson: Frumvarp Þorvald- ar Garðars íslenska ull- in ólík þeirri áströlsku Þakkir á Þorvaldur Garðar Kristjánsson skildar fyurir frum- varp sitt um afnám heimildar til fóstureyðinga vegna „félagslegra aðstæðna". Nú gefst Alþingi kost- ur á að leiðrétta þá löggjöf sína frá 1975, sem heimilaði tortímingu lífs meðal þjóðarinnar án fram- bærilegrar ástæðu. Og afleiðingin lét ekki á sér standa. Því að nú er árlegt mannfall hjá okkur, af þessum sökum, meira hlutfalls- lega en meðal þjóðar, sem á í stórstyrjöld. (Allar lbr. B.K.) Þessa óheillaþróun verður að stöðva, ef við eigum að lifa áfram í landinu sem kristin menning- arþjóð. Og færir alþingismaðurinn rök fyrir því, sem ekki verður á móti mælt af nokkru viti. Engu að síður hafa þegar heyrzt mótmæla- raddir, og kem ég nánar að því síðar. Félagslegum vanda, segir Þor- valdur Garðar réttilega, á að mæta með félagslegum aðgerðum, en ekki með því að tortíma lífi, sem leysir engan vanda, nema síður sé. Þetta munu líka allir vitibornir menn skilja. Og hvað sem Alþingi gerir, er ég ekki í vafa um, að stórmikill meirihluti þjóð- arinnar, ekki síður kve'ifólk en karlmenn, er flutningsmanni frumvarpsins algjörlega sammála, þó að fáir láti til sín heyra um þetta mál. Enda er það leiðinlegt um að tala í mesta máta, en engu að síður nauðsynlegt. Óheilla- þróun síðustu ára verður að stöðva, ef mögulegt er. Og því vona allir góðir menn, að frum- varp Þorvaldar Garðars fái þær undirtektir og þá afgreiðslu á hinu háa Alþingi, sem bæði málefninu og Alþingi sæmir. Raddir 1 þingsölum Það lofar hins vegar ekki góðu, að strax heyrðust raddir í þingsöl- unum, sem töldu frumvarpið „spor afturábak, bæði í tíma og mann- réttindum", og var því líkt við aðfarir Khomeinis í Iran. Sneiðir sú samlíking samt ískyggilega nærri höfundi sínum, því að erki- skálkur þessi hefir meir verið kenndur við virðingarleysi en virðingu, fyrir mannlegu lífi. Annars er býsna óhugnanlegt til þess að vita, að á Alþingi íslendinga skuli sitja menn, er svona geta talað. Það eru kölluð „mannréttindi", að kona fái, að geðþótta, að eyða lífi því sem hún ber undir belti! Mannvinurinn Albert Schweitz- er, sem hafði lotningu fyrir lífinu að leiðarstjörnu, vildi ekki svo mikið sem stíga ofan á hinn aumasta orm, ef hann gat hjá því komizt. Berum nú saman lífsskoð- un þessa göfugmennis og lffs- skoðun hinna. sem telja heimiid til tortfmingar á mannlegu lífi, til „mannréttinda“! vita ættu þeir, að allir hafa sama réttinn til lífs, hvort heldur fæddir eða ófæddir. Það er stigsmunur en enginn eðlismunur á því, hvort barn er ófætt eða fætt, eða orðið fulltíða maður, og jafnvel þing- maður á Alþingi íslendinga. Hér er því verið að vega að þeim mannréttindum og þeirri mannlífsheigi, er við sem kristin þjóð höfum talið okkur hafa í heiðri, og viljum halda í heiðri. Að níðast á varnarlausum er eitt hið mesta ólán, sem hent getur nokkurn mann. En hverjir eru varnarlausari en þessir smæstu smælingjar, ef sá heggur, er þeim hlífa skyldi, og enginn gerir málstað þeirra að sínum? Og hendi sú ógæfa móður, að hún sjái engin önnur úrræði en þau að granda ófæddu barni sínu, án gildrar ástæðu, þá eiga aðrir ða leiða henni hið rétta fyrir sjónir og hjálpa í gegnum erfiðleikana, en styðja hana ekki til óhappa- verksins, sem hún seinna kann að iðrast sárlega. Sjálfsákvörðunar- rétturinn Þá heyrist talað um „sjálfs- ákvörðunarrétt", og að „ekki eigi að svipta konur sjálfræði yfir sjálfum sér“. Þetta lítur svo sem nógu snoturlega út. En enginn er einn í heiminum. Allt sem við Bjartmar Kristjánsson gerum hefir áhrif á aðra, fleiri eða færri. Þeirra réttur er líka nokk- urs virði. Og minna má á það, sem ekki ætti að þurfa að minna á, að við höfum ekki gefið okkur lífið sjálf, og höfum því ekki rétt á að taka eigið iíf, hvað þá annarra. „Réttindi“ okkar verðum við allt- af að skoða í samhengi við réttindi annarra. En þegar rétt- indi eins rekast á rétt annars, ef það getur annars komið fyrir, þá er eðlilegast að þau réttindi sem léttvægari eru, víki fyrir þeim, sem þyngra vega. Rétturinn til lífs, sem öll önnur réttindi byggj- ast á, hlýtur því að vera þyngri á metunum en „rétturinn“ til þess að losna við einhver tímabundin óþægindi. Löglegt og ólöglegt Þeir sem halda vilja í heimild til fóstureyðinga vegna félagslegr að- stæðna, telja mikið unnið við það, að nú fari þetta allt fram með löglegum hætti. En lítum svolítið á þær röksemdir. Móses og aðrir leiðtogar mann- kyns, sem settu margskonar boð og bönn gagnvart mannlegri hegð- un og framferði, þeir gerðu það til þess að vísa mönnunum á þann veg, er þeir skyldu ganga, sjálfum sér og öðrum til farsældar og blessunar, vitandi þó það, að boðorðin yrðu brotin meira og minna. Og hvers vegna eru alþing- ismenn að setja lög, sem þeir vita líka að verða brotin í einhverjum mæli, ef það er kjarni málsins, að allt sé „löglegt"? Væri þá ekki öruggasta ráðið að hafa lögin þannig, að hver og einn mætti gjöra það sem honum sýnist, í hverjum hlut? En nú eru lögin ekki sett laganna vegna, heldur vegna þeirra, sem búa eiga við þau. Og þess vegna á að miða öll Iög við það, að þau komi að gagni, séu einstaklingum og þjóðarheild til góðs á einhvern hátt og vái rétt til vegar. Áhættuna á því, að lög séu brotin, verður alltaf að taka. En lög sem slæva og rugla siðgæðisvitund almennings, eru hreinn þjoðarvoði. Og það er þetta umrædda lagaákvæði. tJtburður barna fyrr og síðar í andmælum við nefnt frumvarp sagði þingmaður, að „fóstur innan 12 vikna geti ekki lifað sjálfstæðu lífi“. En ég spyr, hve lengi mundi nýfætt barn, og þó eldra væri, geta lifað „sjálfstæðu lífi“? Hátt- virtur þingmaðurinn getur sjálf- sagt upplýst það. Þjóðin hefir aldrei verið sátt við það, að félagsleg vandmál væri „leyst“ með því að granda lífi, hvorki barna, gamalmenna né fátæklinga. Menn kannast við söguna af Svaða á Svaðastöðum, sem vildi leysa félagslegan vanda sinnar tíðar með því að granda fátæklingum og gamalmennum. En svo tókst til, að hann féll sjálfur í þá gröf, sem hann hafði öðrum búið. Og þótti það við hæfi. Útburður barna, fyrr á öldum, þótti heldur aldrei góður. Þó var hann hreint ekki að ástæðulausu. Því að örbirgð og harðýðgisleg lög neyddu fólkið til slíkra örþrifa- ráða, oft og tíðum. En nú er öldin önnur, hvað þetta hvort tveggja snertir. Velsæld er meiri með þjóðinni en nokkru sinni fyrr í sögu hennar, svo að vitað sé. Auk þess hafa menn nú ráð á margs konar getnaðarvörnum sem áður var ekki um að tala. Og þegar á þetta er litið verður manni á að spyrja, hvers vegna vandamál af þessum toga er upp komið með þjóðinni? Þorvaldur Garðar segir: „Kristi- legar siðgæðishugmyndir leiddu til afnáms hins forna siðar um tortímingu mannlegs lífs af fél- agslegum ástæðum". Þetta er rétt. En liggur þá orsökin ef til vill í því, að einhverjir þverbrestir séu komnir í hinar kristilegu siðgæð- ishugmyndir á okkar tímum? Tvöfalt óhappaverk Ég vil segja, að það sé tvöfalt óhappaverk, sem unnið er með umræddu lagaákvæði. Annað er þetta, að það kemur þeirri hugmynd inn hjá okkur, að hér sé ekkert óheilbrigt eða sak- næmt á ferðinni, þar sem lög landsins heimili þetta. Það er stutt að, frekar en reynt sé að hindra ónauðsynlegar fóstureyð- ingar. Lagaákvæði þetta ruglar siðgæðisvitundina. Hitt er það, að hér er ekki lengur um einstaklingsbundin frá- vik að ræða frá „allsherjarreglu", heldur er þetta stefna þjóðarinn- ar í heild, sem er miklu alvar- legra mál. Alþingi ætti að varast að setja slík lög, lög sem mis- bjóða samvizku alls þorra lands- manna. Rétt væri því að leggja málið undir dóm þjóðarinnar, beri Alþingi ekki gæfu til að afnema þetta ómannúðlega og andkristi- lega lagaákvæði. Og enn vil ég taka undir orð Þorvaldar Garðars Kristjánsson- ar: „Réttinn til lífsins verður að viðurkenna. Það er siðferðileg skylda að varðveita lff, jafnvel líf ófædds barns“. Virðingarleysið fyrir mannlegu lífi, og lífinu yfirleitt, er orðið svo mikið í heiminum, að skelfilegt er um að hugsa. Látum því ekki okkar þjóð leggjast á eitt með öflum helstefnunnar, reynum heldur að þroska með henni lotn- inguna fyrir lífinu og Honum, sem er lífsins herra. 11. maí 1979 Bjartmar Kristjánsson ÍSLENSKA ull'in er nú orðin mjög vinsæl söluvara víða erlendis og margir ferðamenn, sem hingað til lands koma, fara heim aftur með úttroðnar ferða- töskur af lopapeysum, lopa- sokkum og öðrum ullar- varningi. Fyrir stuttu var stödd hér á landi ung kona, Kaye Sims frá Hahndorf í Suð- ur-Ástralíu. Aðaláhugamál frú Sims í heimssókninni hér var að kynna sér sölu á mislitri ull, hvernig hún er seld, hverjir nota hana, hvernig farið er með hana í ullarverksmiðjum, hvaða vörur eru framleiddar úr henni og hvernig þær vörur eru seldar. Að auki lék henni forvitni á að sjá eitthvað af mislitu fé. Frú Sims dvaldi hér á landi í 10 daga, en henni var veittur svo- nefndur Churchill styrkur til kynnisferðar til Evrópu og Ameríku til þess að afla sér upplýsinga um vinnslu mislitrar ullar. Á meðan á dvöl hennar hérlendis stóð, heimsótti hún ýmis fyrirtæki, er framleiða og selja vörur úr íslenskri ull og kvað hún ferðina hingað hafa verið sér ákaflega fróðlega. Sagði frú Sims að íslenska ullin væri mjög ólík þeirri áströlsku, því að í Astralíu væru 85% kind- anna af merinó kyni. „Ullin af merinokindunum er ákaflega fíngerð með öllum hárunum jafnlöngum,“ sagði frú Sims er blm. Mbl. ræddi við hana. „íslenska ullin er aftur á móti með mislöngum hárum, þ.e. fínum, stuttum (þel) og grófum, löngum (tog). Litaafbrigði íslensku kindarinnar eru líka mun fleiri en kindanna í Ástralíu. í Ástralíu eru hvítu kindurnar í miklum meiri- hluta, en auk þeirra höfum við eitthvað af gráum og svörtum kindum," sagði frú Sims. „Hingað til hefur litaða ullin verið talin gölluð vara í Ástralíu og sama og ekkert notuð," sagði frú Sims. „Islendingar kunna hins vegar mjög vel að notfæra sér mislitu ullina, en það eru mjög fáar þjóðir í heiminum sem nota litaöa ull sér til hagsbótar og ná jafn góðum árangri og þið,“ bætti frú Sims við. „í Ástralíu eru nú mikill áhugi fyrir því að reyna að nýta mislitu ullina sem best, en megintilgang- ur með heimsókn minni hingað er einmitt að kynna mér hvernig þið íslendingar farið að þessu. Héðan fer ég með mikið af nýjum hug- myndum um það hvernig vinna megi mislita ull og gera úr henni fallega hluti." „Ástralía kemur þó aldrei til með að geta orðið keppinautur íslands hvað snertir sölu ullar- vara íheiminum, sökum þess hve frábrugðin ástralska ullin er þeirri íslensku. Við getum ekki framleitt sömu vörur og þið, þó svo að við förum að nýta mislitu ullina. Vegna þess hve merino ullin er fíngerð er einungis hægt að framleiða úr henni mjög fín- gerð efni, sem henta áströlsku loftslagi ágætlega." Að sögn frú Sims hafa Ástralar gert lítið af því að vinna ullina sína sjálfir, en selja hana mikið óunna úr landi. Kaye B. Sims var mjög hrifin af íslensku ullinni og þeim vörum sem úr henni eru unnar. Ljónm: Kristinn. „Ullin er síðan unnin erlendis, en fullunnar ullarvörur fluttar til Ástralíu. Þetta er engan veginn nógu hagstætt og því eru ýmsir aðilar nú að kanna möguleika á því að vinna ullina í Ástralíu." Frú Sims lét ákaflega vel af dvöl sinni á íslandi og sagði hún, að hún hefði haldið að einungis ullin og kindurnar myndu vera áhuga- vekjandi, en landið hefði heillað hana svo að hún hefði nú mikinn áhuga fyrir því að koma aftur einhverntíman seinna og skoða þá landið betur. „Núna gafst mér aðeins tæki- færi til að ferðast um norður- og vesturland, en hefði mjög gjarnan viljað fara á Austfirði. Það verður þó að bíða betri tíma,“ sagði frú Sims að lokum. A.K. Undirskrifta- söfnunin varðandi Landakotstún VEGNA fréttar sem birtist í Mbl. s.l. fimmtudag um undirskrifta- söfnun varðandi byggingar á Landakotstúninu skal þáð tekið fram að söfnun undirskrifta var á vegum Rannveigar Tryggvadóttur fyrstu þrjár og hálfa vikuna í júní en þá komu Ibúasamtök Vestur- bæjar og buöu henni aðstoð og söfnuðu 401 undirskrift en alls söfnuðust 2258 nöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.