Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979
29
Ödípús í Kólonos
— í þýðingu Helga Hálfdanarsonar
MÁL OG Menning hefur sent frá
sér leikritið Ödfpús í Kólónos
eftir Sófókles í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar og hefur félagið
þá gefið út alla svonefnda Þebu-
leiki Sófóklesar í ljóðaþýðingu
Helga. Hin leikritin tvö eru
Ödípús konungur og Antígóna
sem bæði hafa jafnframt verið
flutt nýlega á fsíensku leiksviði,
annað í Þjóðleikhúsinu en hitt á
vegum Leikfélags Reykjavíkur.
Efni þessara þriggja leikrita er
samfellt og kemur þá þessi leikur.
sem fjallar um útlegð Ödípúsar og
ævilok, á milli hinna tveggja.
Með þessum þríleik hefur Helgi
Hálfdanarson enn bætt nýju stór-
virki við þýðingar sínar á sígildum
bókmenntum segir í frétt frá
útgáfunni. Áður hafa komið út
Shakespeare-þýðingar í 6 bindum,
og fleiri eru í undirbúningi. Enn-
fremur hefur Helgi gefið út marg-
ar bækur ljóðaþýðinga, nú síðast
úrvalsbækur japanskra og kín-
verskra ljóða.
Haraldur Pétursson, Björg Einarsdóttir og Helga Þórarinsdóttir
fara yfir efni í ijósmæðratalið.
Stéttartal ljósmæðra
kemur út á þessu ári
LJÓSMÆÐRATAL íslands gefur
út stéttartai ljósmæðra í tilefni
60 ára afmælis félagsins 2. maf sl.
og er bókin væntanleg á þessu
ári.
I frétt frá Ljósmæðrafélagi ís-
lands segir að efnisöflun sé að
mestu lokið og stendur nú yfir
eins konar eftirleit atriða sem á
vantar, samhliða hreinritun og
samræmingu æviágripanna, sem
eru um 1700 talsins og ná frá
Anna Sigurðardóttir
árinu 1761 til 1978. Meginstofn í
um 1200 æviágripum er skráður af
Haraldi Péturssyni, fyrrum
safnhússverði.
í bókinni „Ljósmæður á íslandi"
verður auk stéttartalsins 60 ára
sama félagsins rituð af Helgu
Þórarinsdóttur, B.A. í sögu, og
ritgerð er nefnist „Úr veröld
kvenna" eftir Önnu Sigurðardótt-
ur, forstöðumann Kvennasögu-
safns íslands. Ennfremur eru
prófskrár, umdæmaskrár o.fl.
Mikið safn mynda af ljósmæðr-
um er nú þegar fyrirliggjandi hjá
ritnefndinni, en nokkur brögð eru
þó að því að ljósmæður eða
aðstandendur þeirra hafa ekki
sent inn myndir og eru hlutaðeig-
andi hvattir til að bæta úr því hið
allra fyrsta. Jafnframt er safnað
myndum úr starfi og ferðalögum
ljósmæðra og öðru er stéttinni
viðkemur. Það eru eindregin til-
mæli ritnefndar að þeir er kynnu
að hafa slíkar myndir undir hönd-
um og vildu lána þær setji sig í
samband við skrifstofu Ljós-
mæðrafélagsins.
Magnús Magnús-
son ritst jóri tímarits
imi fornleifafræði
KOMIÐ ER út í Bretlandi nýtt rit
um fornleifafræði „Popular Arch-
eaology“, og er ritstjóri þess Magn-
ús Magnússon, sem kunnur er fyrir
sjónvarpsþætti sína, en hann hefur
um árabil starfað í Bretlandi. Rit
þetta kemur framvegis út fyrsta
föstudag hvers mánaðar.
Blaðið er ætlað fornleifafræðing-
um og áhugamönnum um fornleifa-
fræði og vonast ritstjórinn til þess
að bæði fornleifafræðingar og sam-
tök þeirra muni skrifa í blaðið og
greina frá því sem efst er á baugi í
fornleifafræði hverju sinni.
Forsíða hins nýja brezka rits
um fornleifafræði, sem
Magnús Magnússon ritstýrir.
Svifið frá Sandafelli út yfir Dýrafjörð.
Hálfdán Ingólfsson sig-
urvegari í svifdrekaflugi
Núpi 23. júli.
UM HELGINA fór fram á
Þingeyri íslandsmót í svif-
drekaflugi. Keppendur voru 15
frá þremur félögum og voru
mættar til leiks sveitir frá
Tálknafirði, ísafirði og Reykja-
vík.
Aðstæður eru ágætar til þess-
arar íþróttar á Þingeyri, en
svifdrekamenn stökkva af
Sandafellinu, sem gnæfir yfir
kauptúnið. í keppninni var
stokkið af fjallinu við endur-
varpsstöðina og lent á íþrótta-
vellinum á Þingeyri. Það sem
skiptir máli er að vera sem
lengst í svifinu og hitta á réttan
þar til markaðan hlut á vellin-
um.
Ekki var hægt að hugsa sér—
betra veður eða skilyrði almennt
en þarna var, en mótið hófst á
Torfi Andrésson formaður Svif-
drekaklúbbs Tálknfirðinga. .
drekana fram af Sandafelli tjáði
hann Mbl. að mikill áhugi væri á
Tálknafirði fyrir svifdreka-
íþróttinni og a.m.k. 10 drekar á
staðnum. Er það um það bil einn
dreki á hverja 30 íbúa. Aðstæður
kvað hann ekki sem ákjósanleg-
astar á Tálknafirði, aftur á móti
frábærar þarna af Sandafellinu.
Um hvort þetta væri dýrt sport
taldi Torfi meðal dreká kosta
upp undir hálfa milljón kr. Taldi
hann allflesta getað stundað
þetta sport og væri það mjög
útbreitt orðið um heiminn.
Úrslit urðu sem hér segir: 1)
Hálfdán Ingólfsson ísafirði 87,35
stig, 2) Örn Ingólfsson ísafirði
59,24 stig, 3) Helgi Gíslason
Tálknafirði 47,96 stig og fjórði
var Sveinn Ásgeirsson Reykja-
vík með 46,57 stig.
F.H.
Drekarnir tilbúnir á brún Sandafelis.
föstudag og endaði á sunnudag í
einmunablíðu. Þegar keppendur
stukku fram af greip uppstreym-
ið þá yfirleitt og hófust þeir hátt
yfir Sandafellið og út yfir Dýra-
fjörð. Hnituðu þeir svo hringa og
lentu á iþróttavellinum eins og
fyrr er getið. Ekki er nóg með að
veðurskilyrði séu góð til iðkunar
þessarar íþróttar á Sandafelli
heldur einnig hitt að aka má alla
leið upp á fjallið með drekana,
en það vill oft vera erfitt að
rogast með þá langar leiðir.
Synd var að ekki skyldu fleiri
áhorfendur verða aðnjótandi
þessarar skemmtunar og má ef
til vill um kenna lítilli auglýs-
ingu.
Torfi Andrésson formaður
þeirra Tálknfirðinga var móts-
stjóri. Milli þess sem hann taldi
Ragnar Ingólfsson tilbúinn til flugs.