Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 40
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979
23
Stórgóður
árangur
hjá Oddi
Oddur og Sigurborg
komu mest á óvart:
Venja er í hverri Kalott-keppni
að veita sérstök verðlaun fyrir
þau afrek karls og konu frá
hverju landi sem mest þykja
koma á óvart. Er það hlutverk
hverrar fararstjórnar að velja
þau sem verðlaunin skulu hljóta,
og ákvað fararstjórn íslenska
liðsins að Oddur Sigurðsson og
Sigurborg Guðmundsdóttir
skyldu hljóta verðlaunin, sem
voru veglegir bikarar. Engar
ákveðnar reglur hafa verið um
verðlaun þessi og þótti sumum
það nokkuð kynlegt að verðlaun-
in voru afhent áður en keppni í
ýmsum greinum var lokið. Oddur
og Sigurborg voru þó vel að
verðlaununum komin.
Kalott á
íslandi 1980:
Ákveðið var á fundi fulltrúa
liðanna er þátttaka í Kalott að
keppnin yrði næst á íslandi, að
ári. Verður keppnin haldin í
Reykjavík dagana 5.-6. ágúst.
Er þetta seinna en venjan er en
það er vegna ólympíuleikanna
sem haldnir verða í Moskvu í júlí
á næsta ári.
íslendingar sigursælir:
íslendingar sigruðu í flestum
greinum í karlaflokki Kalott-
keppninnar, alls í 10 greinum af
tuttugu. Oddur Sigurðsson sigr-
aði í 100, 200, og 400 m hlaupi,
Ágúst Ásgeirsson í 3000 m hindr-
unarhlaupi, Stefán Hallgrímsson
í 400 m grindahlaupi, Hreinn
Halldórsson í kúluvarpi, Óskar
Jakobsson í kringlukasti, og Er-
lendur Valdimarsson í sleggju-
kasti, auk þess sigraði ísland í
báðum boðhlaupunum. Finnar
fengu fimm sigurvegara. Norð-
menn fjóra og Svíar einn.
Af íslensku konunum unnu
aðeins Lára Sveinsdóttir, Þórdís
Gísladóttir og Sigurborg Guð-
mundsdóttir einstaklingssigra.
Lár sigraði í 110 mm grind,
Þórdís í hástökki og Sigurborg í
400 m grind, þá unnu stúlkurnar
bæði boðhlaupin. Og unnu þvf
sigur í fimm greinum af 15.
Finnar hlutu einnig fimm sigur-
vegara í kvennaflokki, Norð-
menn þrjá og Svíar tvo.
óskar Jakobsson vann sér inn gull, silfur og bronsverðlaun í
Kalott-keppninni.
Hreinn Halldórsson náði mjög góðum árangri í kúluvarpinu, kastaði 20,40 metra, og er greinilega allur
færast í aukana.
Maður mótsins, Oddur Sigurðsson, sigraði í þremur einstaklingsgreinum og var í báðum boðhlaupssveil
hlaupi. Til vinstri við Odd er Aðalsteinn Bernharðsson sem stóð sig með mikilli prýði í krppninni.
Islendingar höfnuðu
í öðru sæti í Kalott
FINNAR reyndust sterkari en við var búist í Kalott-keppninni í
frjálsum fþróttum sem fram fór í Bodö í Noregi um síðustu helgi.
íslenska frjáisfþróttalandsliðið varð að gera sér að góðu annað sætið í
keppninni. en sfðast þegar landinn sigraði f keppninni var það á
norskri grund. Þrátt fyrir þetta náðu margir einstaklingar
athyglisvcrðum árangri og áttu fslensku keppendurnir hug og hjörtu
áhorfenda sem hvöttu landann þegar hann var í baráttunni en ekki
Norðmennina. Fjölmörg íslandsmet voru sett í keppninni og ljóst er
að f heiid er um mikiar framfarir að ræða og aukna breidd f fslenskum
frjálsíþróttum. Maður mótsins var Oddur Sigurðsson, en hann sigraði
í fimm keppnisgreinum, þremur einstaklingsgreinum og hlaut tvenn
guliverðlaun að auki í boðhlaupunum. Er norska sjónvarpið fjallaði
um keppnina í fþróttaþætti á sunnudagskvöld var sérstaklega getið
um Odd Sigurðsson, Hrein halldórsson og Óskar Jakobsson.
Úrslitin í keppninnu urðu þau að Finnar hlutu 377,5 stig,
íslendingar sem urðu fyrir óheppni og missttu dýrmæt stig í nokkrum
greinum urðu í öðru sæti með 345 stig, Norðmenn urðu þriðju með 242
stig og Svíar ráku lestina með 237,5 stig.
Fyrri dagur:
Islendingar unnu tvöfaldan sig-
ur í fyrstu greininni, 400 m
grindahlaupi. Stefán Hallgríms-
son hljóp vel og var langfyrstur í
mark á 51:9 sek. sem er aðeins
einu sekúndubroti frá íslandsmet-
inu sem hann setti árið 1975.
Aðalsteinn Bernharðsson varð
annar, hljóp á 53,0 sek. og bætti
fyrri árangur sinn enn einu sinni.
Það fór ekki milli mála er 200 m
hlaupið var hálfnað, að Oddur
Sigurðsson væri yfirburðamaður
og hann sigraði á 21,5 sek. en
hlaupið var upp í vægan mótvind.
Sigurður Sigurðsson náði sér ekki
á strik og varð sjötti á 22,7 sek.
Þetta hlaup bætti Sigurður sér
upp í 4x100 m boðhlaupinu en
hann hljóp síðasta sprettinn frá-
bærlega vel, vann upp marga
metra forskot finnsku sveitarinn-
ar og tryggði íslensku sveitinni
sigur á marklínunni. í sveitinni
voru auk Sigurðar Valbjörn, Odd-
ur og Aðalsteinn. Sveitin hlaut
tímann 42,58 sek.
Jón Diðriksson og Gunnar Páll
sigruðu auðveldlega í síðustu
Kalott-keppnum í 800 metra
hlaupi. En í upphafi hlaupsins í
Bodö var ljóst að andstæðingar
þeirra ætluðu ekki að gera þeim
leikinn auðveldan að þessu sinni.
Jón tók strax forystuna en fjórir
hlauparar nældu sig í hann, en
Gunnar var lengst af í sjötta sæti
og virkaði óákveðinn. Þegar 250
metrar voru eftir fóru þrír kepp-
endur fram úr Jóni, en Gunnar
hljóp síðustu 100 m vel og vann sig
úr sjötta sæti í þriðja. Náði
Gunnar næstum öðrum Finnanum
á marklínunni og fékk tímann
1.51.7 mín. en Jón varð fimmti á
1.52.8 mín. Finninn Tastio Tiri
sigraði á 1,51,2 mín.
Sigurður P. Sigmundsson sýndi
af sér hörku í 5000 m hlaupinu og
hljóp á 14,57,5 mín. og varð þar
með fimmti Islendingurinn sem
hleypur vegalengdina undir 15
mínútum. Sigurður lenti í þriðja
sæti í hlaupinu. Brynjólfur Hilm-
arsson hljóp á 16,17 mín. og varð
síðastur. Finninn Kahkola sigraði
á 14.29,4 mín.
Óskar Jakobsson og Erlendur
Valdimarsosn sigruðu tvöfalt í
kringlukastinu og í innbyrðis-
keppni þeirra á milli hafði Óskar
betur, kastaði 56,08 metra. Er-
lendur kastaði 55,10.
Friðrik Þór Óskarssyni tókst
ekki sem verst upp í langstökkinu
og varð fjórði með 7,14 metra. En
Sigurði Sigurðssyni tókst að
stökkva betur en nokkru sinni fyrr
og setti persónulegt met, 7,01
metra. Norðmaðurinn Falch sigr-
aði með 7,39 metra stökki og
næstir honum urðu tveir Svíar.
Guðmundur Guðmundsson stóð
sig með ágætum í hástökkinu og
varð þriðji með 2,01 metra. Stefán
Friðriksson var virkilega óhepp-
inn að fella 2,01 metra, var alveg
kominn yfir en tók rána á niður-
leið með hælnum. Að þessu sinni
stökk hann 1,98 og er aðeins
tímaspursmál hvenær hann stekk-
ur 2 metra. Norðmaðurinn Al-
brightsen vann hástökkið, stökk
2,07 metra.
Norska stúlkan Mona Evjen var
í sérflokki í spretthlaupunum en
Lára Sveinsdóttir og Sigríður
Kjartansdóttir báru ekki of mikla
Frjðlsar ibrðttir
____________________________
virðingu fyrir henni og hlupu vel.
Varð Lára önnur í 100 m á 12,0
sek., sem er hennar besti tími, og
Sigríður varð þriðja á 12,1 sek.,
sem er jafnt hennar besta. Mót-
vindur að styrkleika 0,1 var í
hlaupinu og gæta þær því áreið-
anlega bætt sig.
Evjen sigraði á 11,7 sek.
Sigríður setti íslenskt met í
stúlknaflokki í 400 metra hlaup-
inu, hljóp á 55,6 sek. En þar
sigraði Evjen á 54,4 sek. Rut
Ólafsdóttir var dæmd úr leik fyrir
að þjófstarta tvisvar voru það
mistök þjálfara að láta hana
starta standandi en það hafði hún
aldrei gert fyrr. Landskeppni er
tæpast prufumót. Við þetta töpuð-
ust dýrmæt stig í keppninni.
Gott hlaup Ragnheiðar:
Ragnheiður Ólafsdóttir stór-
bætti sinn fyrri árangur í 1500
Frá Ágústi Ásgeirssyni blm. Wlbl. í Bodö
metra hlaupinu, er hún hljóp á
4,29,6 mín. Varð hún fjórða í
hlaupinu. Hún á framtíðina fyrir
sér og á eftir að ná mun betri
árangri. Ragnheiður er aðeins 16
ára gömul. Thelma Björnsdóttir
stóð sig líka mjög vel. Stórbætti
hún fyrri árangur sinn og hljóp nú
á 4,47,3 mín. Thelma er aðeins 15
ára. Tími Ragnheiðar er nýtt
íslenskt meyja- og stúlknamet.
Hlaupið vann sænsk stúlka á
4,22,8 mín.
Sigurborg Guðmundsdóttir setti
nýtt Islandsmet og Kalott-met í
400 m grindahlaupi. Sigraði Sig-
urborg á 61,7 sek. Sigrún Sveins-
dóttir hætti eftir að henni hafði
mistekist að fara yfir grind, eftir
að finnsk stúlka fór yfir á hennar
braut.
Kvennasveitin setti nýtt ís-
landsmet í 4x100 metra boðhlaupi,
hljóp 47,35 sek. og sigraði með
yfirburðum í boðhlaupinu.
Sveitina skipuðu Helga Hall-
dórsdóttir, Lára Sveinsdóttir, Sig-
urborg Guðmundsdóttir og Sigríð-
ur Kjartansdóttir.
Guðrún Ingólfsdóttir varð
þriðja í kúluvarpi, kastaði 12,23
metra, finnsk stúlka sigraði með
13,02 metra. íris Grönfelt varð
sjötta með 10,37 metra.
Iris setti nýtt meyja- og
stúlknamet í spjótkasti með því að
kasta 38,84 metra og varð hún í
fjórða sæti. María Guðnadóttir
varð fimmta með 37,90.
Lára Sveinsdóttir varð fimmta í
langstökki með 5,45 metra og
Þórdís sjötta með 5,33 metra.
Stigin eftir fyrri daginn:
Að loknum fyrri degi keppninn-
ar var staðan í karlaflokki sú, að
Finnar voru með 87 stig, íslend-
ingar 71 stig, Norðmenn 53 og
Svíar neðstir með 52 stig. Finnar
voru efstir í kvennaflokki með 92
stig, íslendingar með 67 stig, Svíar
með 57 stig og Norðmenn með 56.
Samanlagt voru því Finnar efstir
með 179 stig, Islendingar í öðru
sæti með 138 stig og Norðmenn og
Svíar jafnir með 109 stig hvort lið.
Síðari dagur:
Erlendur Valdimarsson vann
sigur í fyrstu grein síðari dagsins
sem var sleggjukast. Kastaði Er-
lendur 57,48 metra og Óskar
Jakobsson tryggði þriðja sætið
jneð því að kasta 54,20 metra sem
er hans besti árangur. Óskar
bakkaði Hrein Halldórsson vel
upp í kúluvarpinu, en Hreinn náði
einu af sínu bestu köstum í sumar
og kastaði 20,40 metra og var
yfirburðasigurvegari. Óskar varp-
aði 18,61 metra og tryggði sér
þannig eitt sett verðlauna í Kal-
ott-keppninni, hlaut gullverðlaun í
kringlukasti, silfur í kúlu og brons
í sleggju.
Einar Vilhjálmsson varð fimmti
í spjótkasti með 65,40 metra og
Elías Sveinsson sjötti með 63,64
m. Svíinn Holmström sigraði með
' 77,38 m kasti.
Oddur maður mótsins:
Maður mótsins var án efa Odd-
ur Sigurðsson sem sigraði í 100 og
400 metra hlaupi seinni daginn.
oddur sigraði því í þremur ein-
staklingsgreinum sem er frábær
árangur. Hljóp Oddur 100 metr-
ana á 11,10 sek. en mótvindur var.
Og 400 m á 47,67 sek. sem er nýtt
unglingamet og aðeins 9 sekúndu-
brotum frá Islandsmeti Bjarna
Stefánssonar. Oddur getur án efa
gert mun betur.
Sigurður Sigurðsson sýndi
keppnishörku í 100 metrunum og
varð annar á 11,24 sek. Aðalsteinn
Bernharðsson varð svo annar í 400
m á 48,40 sek. sem er hans
langbesti árangur.
Jón Diðriksson réð lögum og
lofum í 1500 metra hlaupinu og
lengi vel leit út fyrir öruggan
sigur hjá honum en á síðustu
metrunum skaust Norðmaðurinn
Tjere Johanssen fram úr en hann
hafði fylgt Jóni eins og skugginn.
Hlaut Johanssen 3,49,4 mín. og
Jón 3,49,9 mín. Gunnar Páll Jóa-
kimsson sýndi af sér mikla keppn-
ishörku, hljóp frá þremur and-
stæðingum á síðasta hring og varð
fjórði á sínum langbesta tíma,
3,54,7 sek. Bæfti Gunnar sig um
heilar fjórar sekúndur.
^Ágúst Ásgeirsson fór með sigur
af hólmi í 3000 metra hindrunar-
hlaupi, hljóp hann frá keppendum
sínum þegar hlaupið var hálfnað
og sigraði með glæsibrag á 9,05,6
mín.
Sigurður P. Sigmundsson varð
fjórði á 9,15,8 sek. og bætti sinn
fyrri árangur um 9 sekúndur.
Frammistaða Sigurðar var góð
þegar haft er í huga að hann hljóp
erfitt 5 km hlaup daginn áður.
Steindór Tryggvason varð
sjöundi í 10,000 m hlaupinu á 34,03
sek. Gauti Grétarsson varð átt-
undi á 41,47,7 mín. Finnskur
hlaupari sigraði á 29,32,5 sek.
Ekki tókst þeim Elíasi Sveins-
syni og Valbirni Þorlákssyni vel
upp í 110 m grindahlaupinu. Elías
barðist þó betur og varð fimmti á
15,75 sek. en Valbjörn sjöundi á
15,92 sek. Finnskur hlaupari sigr-
aði á 15,10 sek.
Valbirni tókst heldur ekki vel
upp í stangarstökkinu, felldi byrj-
unarhæðina. Sigurður T. Sigurðs-
son varð þriðji með 4,40 metra.
Norðmaður sigraði með 4,75 m.
Friðrik Þór stökk 15,32 m í
þrístökkinu, en það dugði honum
aðeins til þriðja sætis. Sigurvegar-
inn stökk 15,73 m. Pétur Péturs-
son varð ttundi með 14,10 m.
Spennandi boðhlaup:
Sveit íslands sigraði í 4x400 m
boðhlaupi eftir harða og spenn-
andi baráttu við Finna síðustu 100
metrana. Sigurður Sigurðsson
hljóp fyrsta sprettinn og var
sveitin í öðru sæti er hann skilaði
af sér keflinu. Aðalsteinn hljóp
annan sprett afbragðsvel og náði
að skila forskoti sem Oddur Sig-
urðsson jók til muna. Síðasta
sprettinn fyrir íslendinga hljóp
Stefán Hallgrímsson. Finni náði ^
honum en Stefán kastaði sér fram
á marklínu og náði að tryggja
sigur. Var sveitin 5 hundruðustu á
undan Finnum. Tíminn var 3,17,55
mín.
Dagurinn byrjaði
vel hjá konunum:
Lára og Helga sigruðu tvöfalt í
100 m grindahlaupinu. Lára varð
fyrst á 14,55 sek. en Helga önnur á
15,01 sek.
Helga stóð sig vel í 200 m
hlaupinu en þar varð hún þriðja á
25,90 sek. Sigríður Kjartansdóttir
gerði þó betur, varð í öðru sæti á
25,68 sek. en Mon Evjen, hin
frábæra norska hlaupakona, sigr-
aði á 24,60 sek. Rut Ólafsdóttir fór
af stð í 800 m hlaupinu af miklu
kappi. Kom það henni í koll og
varð hún fjórða á 2 mín. 12 sek.
Ragnheiður systir Rutar varð önn-
ur á 2,10,7 mín., bætti hún sig um
tæpar fjórar sekúndur.
Thelma Björnsdóttir setti nýtt
íslandsmet í stúlknaflokki í 3000
m hlaupi sem hún hljóp á 10,26,6
mín.
Varð Thelma sjötta í hlaupinu,
en Guðrún Sveinsdóttir varð að
hætta keppni. Hlaupið vann norsk
stúlka á 9,20,6 mín.
I 4x400 metra boðhlaupi setti
kvennasveitin nýtt íslandsmet,
hljóp á 3,46,31 mín. Sveitina skip-
uðu Helga Halldórsdóttir, Rut
Ólafsdóttir, Sigurborg Guð-
mundsdóttir og Sigríður Kjart-
ansdóttir.
Þórdís Gísladóttir sigraði í há-
stökki, stökk 1,74 m. María
Guðnadóttir stökk 1,65 m og varð
sjöunda. Guðrún Ingólfsdóttir
varð þriðja í kringlukasti, kastaði
40,06 m. Kristjana Þorsteinsdóttir
varð sjöunda með 33,16 m.
Ágúst Ásgeirsson sigraði með nokkrum yfirburðum í 3000 m
hindrunarhlaupi, á ágætum tíma.