Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 42
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979
X
• Pétur Pétursson fagnar einu af mörgum mörkum sínum er hann skoraði með Feyenoord síðasta keppnistímabil.
Feyenoord
í heimsókn
Heimsfrægt
knattspyrnufélag
Eins og öllum knattspyrnu-
áhugamönnum er kunnugt leikur
landsliðsmiðherjinn Pétur Pét-
ursson með Feyenoord. Pétur
gerði atvinnusamning við félagið í
október í fyrra og tókst þá strax
mjög góð samvinna milli Feyen-
oord og íþróttabandalags Akra-
ness. Varð að samkomulagi að
hollenska félagið kæmi hingað til
lands í kepþnisferð sumarið 1979 á
vegum knattspyrnuráðs í A og léki
fjóra leiki. Eins og fyrr er getið er
Feyenoord eitt þekktasta knatt-
spyrnufélag Evrópu enda í hópi
sigursælustu liða í Hollandi á
seinni árum. Félagið hefur 11
sinum orðið hollenskur meistari,
fjórum sinnum bikarmeistari og
árið 1970 náði félagið svo tindin-
um þegar það varð Evrópumeist-
ari í knattspyrnu eftir að hafa
unnið Celtic í úrslitaleik 2:1. Sama
ár varð Feyenoord heimsmeistari
'félagsliða. Árið 1974 varð Feyen-
oord enn á ný sigursælt en þá várð
félagið hollenskur meistari og
sigraði auk þess í UEFA-keppn-
inni þegar það sigraði Tottenham
í úrslitunum. Nokkur undanfarin
ár hefur Feyenoord ekki vegnað
sérlega vel en á þessu ári hefur
mátt sjá þess merki að félagið sé á
hraðri uppleið, ekki sízt vegna
tilkomu Péturs Péturssonar og í
vor varð það í 2. sæti í 1. deild,
þremur stigum á eftir Ajax.
Dagskrá heimsóknar
Feyenoord
Leikmenn Feyenoord koma
hingað til lands síðdegis mánu-
daginn 23. júlí, Kvöl iið eftir þ.e.
þriðjudaginn 24. júli leika ÍA og
Feyenoord fyrri leik sinn á Laug-
ardalsveilinum klukkan 20 og þá
leikur Karl Þórðarson með ÍA, en
hann er nú atvinnumaður í Belgíu
sem kunnugt er. Á miðvikudags-
morgun fara leikmenn Feyenoord
til Vestmannaeyja. Þeir munu
skoða Heimaey, snæða hádegis-
verð í boði frystihúsanna á staðn-
um og klukkan 20 hefst leikur ÍBV
og Feyenoord á vellinum við Há-
stein, en leikur þess er mesti
íþróttaviðburður, sem fram hefur
farið í Eyjum, enda mun Ásgeir
Sigurvinsson leika með sínu
gamla liði. Ýmislegt verður á
dagskrá til þess að gera leikinn
eftirminnilegan fyrir áhorfendur
og leikmenn, m.a. mun lúðrasveit
leika fyrir leik og í hálfleik. Að
leik loknum snæða knattspyrnu-
mennirnir kvöldverð í boði bæjar-
stjórnar.
Á fimmtudagsmorgun halda
leikmenn Feyenoord til Akureyrar
og þar verða einnig höfðinglegar
móttökur. Þann sama dag fara
Hollendingarnir til Mývatns en á
föstudag munu þeir spila golf en
framkvæmdastjóri félagsins mun
hins vegar renna fyrir lax. Á
föstudagskvöldið kiukkan 19.30
leika KA og Feyenoord á grasvell-
inum á Akureyri og verður þar
margt til gamans gert. Lúðrasveit
leikur, keppnisboltinn verður lát-
inn svífa niður á völlinn í fallhlíf
og landsliðsmenn KA í frjálsum
íþróttum keppa í hálfleik. Áð leik
loknum verður kveðjuhóf í Sjálf-
stæðishúsinu.
Á laugardag halda leikmenn
Feyenoord suður aftur og á sunnu-
dag klukkan 15 mæta þeir ÍA á
nýjan leik, í þetta sinn á Akra-
nesvelli. Er ætlunin að Pétur
Pétursson leiki þá með sínum
gömlu félögum í IA. Á Akranesi
verður einnig ýmislegt gert til
þess að gera hollensku gestunum
dvölina eftirminnilega og bæjar-
stjórn Akraness mun bjóða þeim
til hádegisverðar á sunnudag.
Búist er við mikilli aðsókn að
leikjunum og verður forsala að
þeim öllum. Akraborgin verður í
ferðum milli Reykjavíkur og
Akraness og sérstakar rútuferðir
verða frá stærstu kaupstöðvunum
I
norðanlands til Akureyrar í sam-
bandi við leikinn þar.
Leikir Feyenoord
á íslandi
Þriðjudagur 24. júlí, ÍA — Feyen-
oord á Laugardalsvelli kl. 20.
Miðvikudagur 25. júlí, ÍBV —
Feyenoord í Vestmannaeyjum kl.
20.
Föstudagur 27. júlí, KA — Feyen-
oord á Akureyri kl. 19.30.
Sunnudagur 29. júlí, ÍA — Feyen-
oord á Akranesi kl. 15.
Feyenoord, eitt þekktasta
félagslið Evrópu
Feyenoord er eitt sigursælasta
knattspyrnufélag Hollands fyrr og
síðar og í hópi þekktustu félaga í
evrópskri knattspyrnu. Félagið
hefur alls 11 sinnum orðið hol-
lenskur meistari, fjórum sinnum
hefur félagið orðið bikarmeistari
og hátindinum náði félagið vorið
1970 er það sigraði skozka félagið
Celtic 2:1 í úrslitaleik Evrópu-
keppni meistaraliða og náði þar
með æðsta takmarki allra
knattspyrnuliða í Evrópu, að
verða Evrópumeistari. Haustið
1970 varð Feyenoord síðan heims-
meistari félagsliða.
Feyenoord kemur frá Rotter-
dam í Hollandi en þar var félagið
stofnað 19. júlí 1908 og átti það því
71 árs afmæli nýverið. Það varð
hollenskur meistari í fyrsta skipti
árið 1924 og skömmu fyrir seinni
heimsstyrjöld átti félagið mikilli
velgengni að fagna en styrjöldin
batt enda á sigurgöngu Feyen-
oord. Félagið náði sér svo verulega
á strik á sjöunda áratugnum og
varð fimm sinnum meistari á
árunum 1961—’71.
Á þessum áratug sem nú er að
líða hefur árangur Feyenoord ekki
verið eins glæsilegur og oft áður
en á þessu ári hefur mátt sjá þess
merki að félagið sé á hraðri
uppleið og þess verði ekki langt að
bíða að það nái sinni fyrri stöðu
meðal fremstu liða Evrópu. Er það
mikill fengur fyrir íslenzka
knattspyrnuunnendur að Feyen-
oord skuli koma hingað til lands
einmitt núna þegar lið félagsins er
í mikilli framför, ekki sízt vegna
tilkomu Péturs Péturssonar.
Árangur Feyenoord
Hollenskur meistari: 1924, 1928,
1936, 1938, 1940, 1961, 1962, 1965,
1969,1971, og 1974.
Bikarmeistari: 1930, 1933, 1965 og
1969.
Evrópukeppni: Sigurvegari í
Evrópukeppni meistaraliða
1969—’70, sigraði Celtic í úrslita-
leik í Mílanó 2:1.
Sigurvegari í keppni Knatt-
spyrnusambands Evrópu (UEFA)
1973—’74, sigraði Tottenham 2:0 á
heimavelli en gerði jafntefli á
útivelli 2:2.
Heimsmeistarakeppni: Sigurveg-
ari í Heimsmeistarakeppni fé-
lagsliða 1970, sigraði meistara
Suður-Ameríku Estudiantes de la
Plata 1:0 á heimavelli en gerði
jafntefli á útivelli 2:2.
Árangur á þessu ári: Varð í 2. sæti
í 1. deild í Hollandi, 3 stigum eftir
meisturunum Ajax.
Leikmenn Feyenoord
Hjá Feyenoord eru nú 26 at-
vinnumenn í knattspyrnu og eru
þessir helstir:
Ton van Engelen, markvörður,
28 ára, fæddur 4/10 1950.
Joop Hiele, markvörður,
20 ára, fæddur 25/12 1958
André Stafleu, varnarmaður,
24 ára, fæddur 21/2 1955.
Ben Wijnstekers, varnarmaður,
23 ára, fæddur 31/8 1955
Michel V.D. Korput, varnarm.
22 ára, fæddur 18/9 1956.
Iwan Nielsen, varnarmaður,
22 ára, fæddur 9/10 1956.
Stanley Brard, varnarmaður,
20 ára, fæddur 24/10 1958.
Sjaak Troost, varnarmaður,
19 ára, fæddur 28/8 1959.
Wim Jansen, tengiliður,
32 ára, fæddur 28/10 1946.
René Notten, tengiliður,
29 ára, fæddur 20/11 1949.
Wim van Til, tengiliður,
25 ára, fæddur 24/9 1953.
Roger Albertsen, tengiliður,
22 ára, fæddur 15/3 1957.
Gerard W.D. Lem. framherji, 26
ára, fæddur 15/11 1952.
Jan van Deinsen, framherji, 26
ára, fæddur 19/6 1953.
Jan Peters, framherji,
26 afa, fæddur 20/7 1953.
Richard Budding, framherji,
22 ára, fæddur 6/5 1957.
Pétur Pétursson framherji,
20 ára, fæddur 27/6 1959.
Carlo de Leeuw, framherji,
18 ára, fæddur 12/12 1960.
Landsliðsmenn Feyenoord:
Wim Jansen (63 leikir), Jan
Peters, Joop Hiele, Michel W.D.
Korput, Roger Albertsen, Pétur
Pétursson og André Stafleu.
Framkvæmdastjóri P. Step-
han, þjálfari V. Jazek.
Völlur: Stadium Feyenoord,
Rotterdam, rúmar 64.000 áhorf-
endur, þar af 53.000 í sæti.
Búningur: Rauðar og hvftar
peysur, svartar buxur, svartir
sokkar með rauðri og hvítri rönd
efst.
Leikmenn ÍA
Eftirtaldir leikmenn leika með
liði íþróttabandalags Akraness
sumarið 1979. Leikjafjöldi miðað-
ur við 12. júlí:
Jón Þorbjörnsson markvörður,
21 árs, 71 leikur.
Bjarni Sigurðsson markvörður,
18 ára, 9 leikir.
Guðjón Þórðarson bakvörður,
24 ára, 172 leikir.
Jóhannes Guðjónsson miðvörður,
28 ára, 161 leikur.
Jón Gunnlaugsson miðvörður,
29 ára, 267 leikir.
Sigurður Halldórsson miðvörður,
22 ára, 41 leikur.
Sigurður Lárusson framvörður,
25 ára, 22 leikir.
J.ón Alfreðsson framvörður,
29 ára, 306 leikir.
Árni Sveinsson framvörður,
23 ára, 150 leikir.
Sveinbjörn Hákonarson framv.
23 ára, 44 leikir.
Kristján Olgeirsson framvörður,
19 ára, 21 leikur.
Andrés ólafsson framvörður,
28 ára, 127 leikir.
Matthías Hallgrfmsson framh.
32 ára, 297 leikir.
Kristinn Björnsson framherji,
24 ára, 76 leikir.
Sigþór Ómarsson framherji,
22 ára, 39 leikir.
Guðbjörn Tryggvason framherji,
21 árs, 36 leikir.
Sigurjón Kristjánsson framherji,
16 ára, 2 leikir.
Þjálfari ÍA er Klaus J'úrgen
Hilpert frá Vestur-Þýzkalandi og
liðsstjóri er Hörður Helgason.