Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir:
Afmismunandiþjóðernum —
en fólk alveg eins og ég og þú
Eftirfarandi bréf er frá 18 ára stúlku, Jónu
InxihjörKU Jónsdóttur. scm dvalist hvfur í úr í
iiandaríkjunum svm skiptinvmi ú vcgum
Jóna Ingibjörg ásamt skólafélögum frá Honduras.
Natick. júnf 1979.
Um daginn þegar ég var
aö blaða í gegnum kær-
komna sendingu af íslens-
kum dagblöðum datt mér í
hug að senda ykkur línu um
dvöl mína sem A.F.S. skipti-
nemi í Massachusetts fylki í
Bandaríkjunum. Núna ætla
ég að gera þessa hugmynd
að veruleika og hér með
byrja ég párið.
22. ágúst, 1978: „Welcome
to Kennedy Airport in New
York“.
Með þessari tilkynningu
fylgdi klapp og húrrahróp
frá okkur, tuttugu og einum
verðandi A.F.S. skiptinema
— loksins! Þaðan lá leiðin í
silfurrútu til C.W. Post há-
skólans, þar sem dvelja átti
í 2 daga við kynningu og
undirbúning. í rútunni var
okkar góði siður, rútusöng-
ur, óspart í heiðri hafður
þessa fyrstu klukkutíma á
bandariskri grunu.
Seinna um kvöldið var
haldin smáuppákoma frá
hverri þjóð á háskólaloð-
inni. Um 900 skiptinemar af
33 þjóðernum komu upp
hver á eftir öðrum og vorum
við íslendingarnir 23ju í
röðinni á eftir Ghana í
Afríku. Við stelpurnar lit-
um út eins og hógværar
langömmur í upphlutnum;
strákarnir voru kappklædd-
ir í lopapeysur og föður-
landinu hlýja. Næturmollan
virtist ekki hamla okkur
neitt þegar við byrjuðum að
dansa ofurljúft vikivakann
og kyrja „A Sprengisandi"
við. Föðurlandsástin yfir-
gnæfði allar aðrar tilfinn-
ingar. Lokaatriðið var hið
forna kvæði „I’m an
Icelandic cowboy" og losuð-
um við okkur þá af sannri
ánægju við harðfiskinn, sem
mengað hafði ferðatösk-
urnar okkar!
Allir skjótt orðnir
bestu vinir
Þann 24. ágúst skildu
leiðir allra gamalla og
nýrra vina. En hvað við
hötuðum þetta orð
„Good-bye“. Það var ekki
laust við að nokkur tár
sæjust glitra á brúnum,
hvítum og gulum andlitum.
Sum okkar sæjust ekki
aftur fyrr en eftir heilt ár,
eða kannski ekki fyrr en
einhvern tímann í framtíð-
inni. En þegar maður er á
A.F.S., þá lærist að segja
„bæ“ og „hæ“. í minni rútu
voru allir skjótt orðnir
bestu vinir. Pennar flugu út
um allar áttir til að skrifa
niður adressur og vísdóms-
orð, hvort sem þau voru á
japönsku, swahili eða
íslensku. Stofnaður var
alþjóðlegur söngsextett þar
sem meðlimir sungu hástöf-
um „Meistari Jakob“ og
„Kalli á Hóli“, hver með
sínum texta.
Eftir 5 tíma keyrslu rann
rútan í hlaðið hjá Natick
Shopping Center þar sem
væntanleg „Host“-fjöl-
skylda mín átti að taka á
móti mér. Hvar eru þau?
Hjartað tók kipp — þarna í
þessum aragrúa af fjöl-
skyldum stóð skilti eitt
uppúr og svei mér þá ef það
var ekki með nafninu mínu
á og íslenska fánanum. Ég
hálfhljop með undarlegan
fiðring í maganum að skilt-
inu og þar stóðu þau: Mom,
Dad, Cindy, Dona, Linda og
sve...
Núna er komið fram í
miðjan júní, 1979. Já, árið
hefur liðiö fljott.
Brautskráð frá
„High School“
x Þann 10. júní útskrifað-
ist ég sem senior frá Natick
High School ásamt öðrum í
300 C hita,klædd í rauðan
kufl og með einskonar
ferhyrndan hatt og dúsk á
höfði. Þetta árið voru hatt-
arnir ekki búnir til úr hörð-
um pappaspjöldum heldur
hrágúmmí vegna slysa-
hættu, þegar höttunum er
hent hent íloftið. Fyrir utan
diplómað mitt gaf skólinn
mér bændaríska fánann.
Skólaskyldan er frá 5—17
ára. Natick High School er
fyrir þrjú síðustu árin. Allir
þeir 3300 A.F.S. skipti-
nemar, sem eru hérna í
U.S.A. þetta árið, fara í
senior-bekk eða síðasta ár
skólaskyldunnar. Þetta ár
samsvarar nokkurn veginn
öðrum bekk menntaskóla
heima á íslandi. Félagslífið
í skólunum er venjulega
mjög öflugt, t.d. í mínum
skóla eru starfræktir um 20
klúbbar og mörg íþróttalið.
Ég var í blaki fyrir jólin og
á þessu vori í söngleik
„Guys & Dolls", sem fjallar
um lífið í undirheimum New
York Borgar um 1940. Hlut-
verk mitt var danspía í „The
Hot Box Club“. Þetta leikrit
var mjög amerískt eins og í
gömlu danskvikmyndunum.
Það var nóg til að láta mig
fá hlaturskast á hverri æf-
ingu.
Frætt og fræðst
„Er kalt á íslandi?" Að
þessu var ég spurð í næstum
hvert skipti þegar ég sagði
hvaðan ég væri. Heitu
hverirnir, jöklarnir og skák-
einvígið ’72 var það helsta
sem ég gat togað upp úr
samræðunum, jú og svo
náttúrulega okkar víðfrægu
lopapeysur. Ég upplýsti
krakkana í skólanum og alls
konar Jdúbba um ísland
með því að sýna skugga-
myndir og halda ræður.
Jafnframt því sem' eg lærði
um hið bandaríska þjóðfé-
lag, þá lærir það um hið
íslenska.
Húsið gamaldags
ogþægileg
Landslag Massachusetts
er gjörólíkt því íslenska. Ef
þið hafið einhvern tíman
séð myndir frá Finnlandi þá
hafið þið góða hugmynd um
landslagið , há tré og vötn
hvert sem litið er. Um
haustið voru trén þau lit-
skrúðugustu sem ég hef séð
um ævina. Nýja England,
eða sex nyrstu fylkin á
austurströnd Bandaríkj-
anna, eru þekkt fyrir fall-
egu haustlitina.
Flest íbúðarhúsin hér eru
timburhús. Þau eru ódýrari
í byggingu, minni fasteigna-
skattur er borgaður af þeim
en steinsteypuhúsum og þar
að auki þykja hús úr stein-
steypu of skrifstofuleg. Ég
var hissa á því að sjá hvað
húsin eru gamaldags og
þægileg. Á flestum húsun-
um opnast bakdyrnar inn í
lítið herbergi, veröndina og
síðan beint inn í eldhúsið.
Núna, í góða veðrinu, eru
oft haldnar garðveislur eða
„cookouts". Eiginkonurnar
koma með salötin og ham-
borgarana en eiginmennirn-
ir með bjórinn. Síðan hjálp-
ar hver og einn sjálfum sér.
Ég hlakkaði ekkert til að
borða hamborgara og
amerískan dósamat íheilt
ár, en þessi ótti minn reynd-
ist óþarfur. Því er mest að
þakka að vmom “ er frábær
kokkur. Ég slapp þó ekki
fram hjá hinum
al-ameríska matarsið; ís,
snarl og kökum, sem þykja
ómissandi á hverju heimili.
Lummur og kleinuhringir
þykja fínn morgunmatur,
en ég komst fljótt að því að
jafnframt því að vera þungt
í maga, þá fóru kílóin upp.
Kartöflur eru ekki borðaðar
með hverri máltíð eins og
skyldugt þykir á íslandi,
heldur er stór skál með
hrásalati með hverri máltíð.
Umræður við kvöld-
verðarborðið
Fjölskyldan mín er
kaþólsk og byrjar
kvöldverðinn alltaf á borð-
bæn. Ekki er það siður hér
að segja „takk fyrir mig“
þegar staðið er upp frá
borðum. Ennþá er ég íslensk
og öðruhvoru líður mér eins
og ég sé ókurteis þegar ég
þýt frá borðinu án þess að
segja neitt. Kvöldverðar-
borðið er þó vettvangur
mikilla umræðna og er oft
ekki staðið upp fyrr en eftir
1—2 klukkutíma umræður
og vangaveltur.
í mínu húsi eru 3 sjón-
vörp og jafn margir símar.
Það þykir mikið á íslenska
mælikvarða enda eru
Ameríkanar nú ekki beint
þekktir fyrir að kunna sér
hóf í þægindum. Sjónvarpið
hefur um 14 stöðvar, þ.á.m.
Dæmigert landslag í Massachusetts.