Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979
t Eiginmaöur minn og faöir okkar, SVEINN JÓNSSON, Miötúni 3, Reykjavík, andaöist hinn 22. júlí s.l. aö hjúkrunardeild Landsspítalans, Hátúni 10B. Sigurlina Sigurðardóttir, Ágústa Sveinsdóttir, Sigurjón Sveinsson.
t Móöir okkar og stjúpmóöir SIGRÍDUR HJÖRDÍS EINARSDÓTTIR frá Miödal andaöist aöfararnótt 18. júlí s.l. Jaröarför hennar fer fram frá Háteigskirkju í dag þriöjudaginn 24. júlí kl. 15. Einar Guönason, Geröur Guönadóttir, Bergur Guönason, Jón Guönason, Jónína M. Guönadóttir, Bjarni Guönason, Elín Guönadóttir, Þóra Guónadóttir.
t Hjartkær faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi VALGEIR GUÐJÓNSSON múrari, Selvogsgrunni 3, R. veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 25. júlí klukkan 1.30. , , . Guöjón Valgeirsson, Hallveig Halldórsdóttir, Gunnar Valgeirsson, Anna Sveinsdóttir, Kjartan Þór Valgeirsson, Anna Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
t Faöir okkar, tengdafaöir og afi GUÐMUNDUR P. ÓLAFSSON Framnesvegi 32 andaöist aöfararnótt 23. júlí, Davíó Guömundsson, Lóa Guójónsdóttir, Björgólfur Guömundsson, Þóra Hallgrímsson, Sigríöur Guömundsdóttir, Gylfi Hallgrímsson, Björg Guðmundsdóttir, Halldór Þorsteinsson Ólafur Guömundsson, og barna 7örn.
t Okkar elskulegur faöir og afi HALLDÓRJÓNSSON fyrrv. útgeröarmaöur á Akranesi lést aö Hrafnistu laugardaginn 21. þ.m. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 27. þ.m. kl. 13.30. Helena Halldórsdóttir, Emilía Petra Árnadóttir.
t Móöir mín, JÓSEFÍNA GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR lést laugardaginn 7. júlí, að Hátúni 10B, Reykjavík. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey, samkv. ósk hinnar látnu. Fyrir hönd annarra vandamanna. Kristmundur Hannesson.
t Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaöur er látinn. Margrét Guömundsdóttir, Guólaug M. Jónsdóttir, Guömundur Jónsson. Tryggvi Rúnar Guðmundsson,
t Konan mín móöir og tengdamóöir KRISTÍN GUDMUNDSDÓTTIR Grettisgötu 45, verður jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. júlí kl. 3. Blóm vinsamlega afþökkuö. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Hallgrímskirkju Jón S. Steinbórsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu GUÐLAUGAR LÝOSDÓTTUR Benedikt Björnsson, Sigrún Hólmgeirsdóttir, Lýöur Björnsson, Sigríöur Bjarnadóttir, Guömunduf Björnsson, Gyöá Stelhdórsdóttir, Siguröur Björnsson, Sólveig Siguröardóttir, Jón Björnsson, Beta Hannesdóttir, og barnabörn.
Minning:
Sigríður Hjördís
Einarsdóttir
Fædd 28. ágúst 1910
Dáin 18. júlí 1979
Sigríður fæddist að Miðdal í
Mosfellssveit 28. ágúst 1910. For-
eldrar hennar voru merkishjónin
Einar Guðmundsson og Valgerður
Jónsdóttir, sem þar bjuggu um
árabil, og ólu upp fjölda mann-
vænlegra barna.
Ég man Siggu fyrst í Vestur-
bænum, en henni hafði verið
komið í fóstur til Soffíu frænku
sinnar á Báruhaugseyri að Vestur-
götu 53.
Þar ólst hún upp við gott atlæti,
og væntumþykju allra á heimil-
inu. Var Sigga alltaf í nánu
sambandi við allt það fólk og mat
það að verðieikum.
Milli systkina hennar og
tengdafólks var mikill samgangur,
og fylgdist hún alltaf vel með
öllum ystkinabörnum sínum.
Við Sigríður vorum ekki leik-
systur í æsku, en á unglingsárum
Sigurbjargar systur minnar og
Bjargar frænku, urðu kynnin
meiri og all náin.
Eftir mínu reiknisdæmi voru
þær engar af þessum þrem vin-
konum kornungar þegar fær festu
ráð sitt. Og þess vegna komu þær
mjög oft í heimsókn á Reynimel til
okkar hjóna. Þær voru ávallt
auðfúsugestir, skemmtilegar og
alltaf líf í kringum þær blessaðar.
Sigríður giftist Guðna Jónssyni
magister síðan prófessor 19. ágúst
1938.
Guðni var ekkjumaður með
fimm börn, og tók hún að sér
umsjá fjögurra þeirra, og fannst
þá mörgum að mikið væri í ráðist
af ekki eldri stúlku, sem lítið var
vön börnum, alist upp sem yngsta
barn á heimili Soffíu frændkonu
sinnar.
En Sigríður reyndist starfinu
vaxin, og gjörði allt sem hún gat,
til að vera manni og stjúpbörnum
sem best í alla staði.
Síðan bættust í hópinn fjögur
börn Sigríðar og Guðna. Svo mikið
var starfið að annast heimili og
stóran barnahóp.
Sigríður og Guðni bjuggu fyrstu
búskaparárin á Stýrimannastíg
10. Nokkur ár bjuggu þau svo á
Eiríksgötu 13 eða þar til þau
keyptu glæsilega íbúð í Drápuhlíð
5 hér í borg.
Það var sama hvar Sigríður átti
heima, hún gjörði alltaf vistlegt
og fallegt í kringum sig og sína.
Þau hjónin áttu mörg hamingju
og gleðiár saman. í sameiningu
komu þau upp öllum börnum
sínum, menntuðu þau öll með
ágætum, enda eru þau með ein-
dæmum vel gefin og sannkallað
mannkostafólk. Þau eru öll gift og
eiga börn, nema Elín sem er
þeirra yngst og hefur verið sjúkl-
ingur undanfarin ár.
En 1%7 syrtir að, Guðni veikist,
en nær sér samt töluvert aftur,
veikist svo á ný, og er sjúklingur
eftir það, oftast dvelst hann þó
heima í Drápuhlíð á þeirra yndis-
lega heimili, engum mun gleymast
með hvílíkum ágætum kona hans
annaðist hann til hinnstu stundar.
Guðni lést 1974.
Sigríður og Guðni höfðu alltaf
gaman af að hafa gesti á heimili
sínu, þau voru vinmörg og gestris-
in með afbrigðum. Húsmóðirin
var dugleg, myndarleg í alla staði
og naut þess að veita vel og hafa
allt sem fram var borið sem allra
best, og þá ekki hugsað um fyrir-
höfn sem af þessu hlaust.
Fyrir utan að hún var frænd-
rækin með afbrigðum var hún
trölltrygg vinum sínum allt til
hinstu stundar.
Eftir lát Guðna fór heilsa Sig-
ríðar að gefa sig, og dvaldi hún
meira og minna á sjúkrahúsi, þar
til yfir lauk.
Guð blessi minningu mætrar
konu.
Ættingjum öllum sendum við
hjónin innilegar samúðarkveðjur.
Ásta Björnsdóttir.
Nokkur þakkar-
og kveðjuorð
í dag verður borin til grafar frú
Sigríður Hjördís Einarsdóttir,
ekkja dr. Guðna Jónssonar, pró-
fessors, en hún dó 18. júlí sl.
Dr. Guðni var bekkjarbróðir
minn og hefði átt fimmtíu og
fimm ára stúdentsafmæli á þessu
vori.
Það fór ekki framhjá bekkjar-
systkinum hans þegar hann tveim
árum eftir stúdentsprófið gekk í
heilagt hjónaband, óvenjulegur
kjarkur í þann tíð þótt ekki þyki
tíðindum sæta nú.
Þannig vildi það til að margir
okkar skólabræðranna, vina
Guðna, eignuðumst eins konar
aukaheimili í Reykjavík. Við
fylgdumst því vel með sístækk-
andi barnahóp og bráðlega hnign-
andi heilsu hinnar ungu og glæsi-
legu húsfreyju. Eftir aðeins tíu
ára hjónaband stóð svo Guðni
einn uppi með fjögur börn á
aldrinum fimm til tíu ára, drag-
andi fram lífið á lélegum kennara-
launum.
Margur hefði gugnað við minna
mótlæti og látið heimilið tvístrast
en Guðni var ekki þeirrar gerðar
að hann léti baslið smækka sig og
hélt saman litla heimilinu sínu á
Spítalastíg 14.
Tveim árum síðar eða 1938
birtist honum bjargvætturinn,
Sigríður Einarsdóttir frá Miðdal
sem hann gekk að eiga það ár.
Hún var eitt þeirra glæsilegu og
listrænu Miðdalssystkina, Guð-
mundar Einarssonar málara og
myndhöggvara og systkina hans,
börn Einars Guðmundssonar
bónda í Miðdal í Mosfellshreppi og
Valgerður Jónsdóttur konu hans.
Það þurfti áræði til að bindast
sárafátækum gagnfræðaskóla-
kennara og ganga fjórum börnum
hans ungum í móðurstað.
Brúðkaupsdagurinn 19. ágúst
varð mikill heilladagur, ekki að-
eins fyrir Guðna og móðurlausu
börnin hans, heldur miklu fleiri,
alda og óborna.
Með ást sinni og dæmafárri
nærgætni og umhyggju tókst
hinni ungu húsfreyju að skapa
manni sínum þann starfsvettvang,
þrátt fyrir þrenglsi á barnmörgu
heimili, að honum auðnaðist að
verða einn af afkastamesu sagn-
og ættfræðingum bæði fyrr og
síðar. Þeir sem til þekktu leyfa sér
að fullyrða að minna og það miklu
minna hefði Guðna orðið úr verki
ef kona hans hefði ekki kunnað að
meta verk hans og þýðingu, og
búið honum það næði sem með
þurfti. Aðeins það kostaði meiri
fyrirhöfn og stjórnsemi en marg-
an grunar. Lengst af bjuggu þau
hjón í þröngu húsnæði. Vinnuher-
bergi var ekki til og því varð
Guðni að nota stofuna til skrifta.
Þangað máttu börnin ekki koma
er pabbi var að vinna svo þau
trufluðu hann ekki. Um tíma voru
sjö börn og unglingar sem vaka
þurfti yfir að trufluðu ekki föður-
inn þegar hann sat við skrifborð
sitt í einu stofuhorninu.
Efnin voru lengst af lítil og
marga munna að metta, en engu
að síður tókst Sigríði að skapa
fjölskyldunni sérlega þokkafullt
og aðlaðandi heimili, í því efni
naut sín vel meðfæddur lista-
smekkur hennar. Sjálfur var
heimilisfaðirinn einstakur snyrti-
og reglumaður og vandfýsinn í því
efni.
Skyndilega er svo þetta ánægju-
lega heimili og nú með góðri
vinnuaðstöðu fyrir hinn sískrif-
andi heimilisföður — lostið reið-
arslagi. Arið 1967 missir Guðni
heilsuna með allsnöggum hætti og
verður næstum ósjálfbjarga þau
sjö ár sem hann á enn eftir ólifuð.
Hægri hlið líkamans lamaðist og
orðaforði hins mikla fræðimanns
takmarkaðist við tvö þrju orð og
þá oft í litlu samræmi við það sem
hann ætlaði að segja.
Nú sýndi húsmóðirin hvað í
hana var spunnið. Hún lét baslið
ekki smækka sig fremur en eigin-
maðurinn hafði gert forðum. öll
þessi löngu sjö ár sem nú fóru í
hönd vék hún vart frá manni
sínum, hún vildi vera nærstödd ef
hann þarfnaðist einhvers með, en
sjálfum var Guðna óljúft að aðrir
hjálpuðu honum en konan eða þá
nánustu ástvinir.
Frú Sigríður fórnaði manni
sínum öllu, jafnvel heilsu sinni
undir lokin.
Á þessum árum kom ég oft og á
ýmsum tímum til Guðna bekkjar-
bróður míns og vinar en aldrei
sótti ég svo að honum að prófess-
orinn sæti ekki uppdubbaður í stól
sínum, nýrakaður og snyrtur og
fínn til fara. Það var líkast því að
hann sæti fyrir framan nemendur
sína í Háskólanum og væri að
miðla þeim af viskubrunni þekk-
ingar sinnar. Og kona hans gerði
meira til að létta honum hin
þungbæru örlög en hafa hann
jafnan tilhafðan. Oft bauð hún til
þeirra hjóna gömlum vinum og
félögum eins og þau höfðu gert á
meðan Guðni var við fulla heilsu,
og var ekkert til sparað hvorki
fyrirhöfn né annað svo maður
hennar væri fullsæmdur af. Það
leyndi sér ekki á andliti húsbónd-
ans, þótt eigi mætti hann mæla,
að honum leið vel á þessum „góðra
vinafundum" og dæmi voru til
þess að haftið á tungu hans
losnaði og hann syngi með gamla
stúdentasöngva og það með skilj-
anlegum texta.
Allt var gert sem í mannlegu
valdi stóð til að stytta hinu löngu
daga hins mikla athafnamanns
sem nú sat stjarfur á stól sínum,
dæmdur til iðjuleysis.
Nú að leiðarlokum vil ég fyrir
hönd okkar vina þeirra hjóna
þakka fyrir allar fær ánægju-
stundir sem við áttum á heimili
þeirra og þó miklu fremur vil ég
fyrir hönd okkar vina og félaga
Guðna þakka frú Sigríði konu
hans fyrir þá aðbúð sem hún veitti
honum, sem varð því nærfærnari
og skilningsríkari sem hann var
meira upp á hana kominn. Án
þeirrar aðbúðar og umhyggju
hefði honum ekki reynst unnt að
verða að slíkum afreksmanni á
sviði bókmennta sem raun ber
vitni um og síðustu árin hefðu
orðið honum að óbærilegri mar-
tröð.
Og þar erum ekki við einir,
gömlu félagarnir, sem stöndum í
þakkarskuld við frú Sigríði frá
Miðdal sem hér er kvödd hinstu
kveðju, heldur og allir þeir sem
sögulegum fróðleik unna, allir þeir
sem á einn eða annan hátt eiga
eftir að njóta handverka og hug-
smíða hins einstaka eljumanns
sem dr. Guðni Jónson var.
Við hjónin vottum aðstandend-
um frú Sigríðar innilega samúð
um leið og við þökkum henni
kynningu margra ára.
Megi nú Guð láta henni raun
reynast lofi betri.
Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum.