Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 Sandinistar krefjast framsals Somozas Managua — 23. júlí — AP. MÁLSVARI uppreisnarstjórnarinnar í Nicaragua. Sergio Ramirez, lýsti því yfir á fréttamannafundi í Managua í dag, að þess yrði krafizt af Bandaríkjastjórn að hún framseldi Anastasio Somoza fyrrum forseta, svo hann geti svarað til saka fyrir rétti í Nicaragua. Sakirnar sem á Somoza eru bornar eru stríðsglæpir. Jafnframt kom fram að stjórnin væri að gera ýmsar ráðstafanir til að koma í veg fyrir fjöldaaftökur á stuðningsmönnum Somozas í líkingu við þær, sem fram fóru í íran eftir fall keisarans þar. Ramirez kvað Somoza bera ábyrgð á dauða þúsunda andstæð- inga fyrri stjórnar, auk þess sem hann og stuðningsmenn hans hefðu látið greipar sópa í fjár- hirzlum ríkisins. Hann sagði að Somoza væri nú að spóka sig á lystisnekkju sinni á Karabíska hafinu, en heimildir væru um að hann væri farinn að undirbúa endurkomu sína til Nicaragua með hervaldi. Fréttamenn, sem komið hafa í fangelsi Sandinista í Masaya, sem er skammt frá Managua, segja að Khomeini bannar alla tónlist Francisco Urcuyo, sem skamma hrfð var forseti Nicaragua eftir að Somoza flúði tii Bandaríkj- anna. fjörutíu manns hafi verið þar í haldi. Hafi sumir verið venjulegir glæpamenn en aðrir grunaðir um njósnir í þágu Somoza, aðild að Þjóðvarðliðinu. Þá hafi þar verið fimm ungmenni, sem óhlýðnazt hafi fyrirmælum Sandinista- stjórnarinnar um meðferð skot- vopna. Fangar, sem fréttamenmn áttu orðastað við, kvörtuðu ekki undan meðferð eða aðbúnaði í fangelsinu, og sögðust ekki óttast um líf sitt. Kona, sem kvaðst sökuð um njósnastarfsemi fyrir Somoza, sagðist hafa verið hand- tekin án þess að annað hefði legið fyrir um sekt hennar en ábending nágranna, og ungur maður, sem sagðist hafa verið handtekinn fyrir gripdeildir, án þess að hann hefði nokkru sinni stolið, taldi að í landinu væri verið að koma á „Somoza-isma án Somoza". í land- inu ríkti ekkert réttlæti, og bær- inn Masaya væri í raun ekkert annað en „alþýðufangelsi". Arguelo, einn sjö hæstaréttar- dómara, sem taka við embætti á mánudag, segir, að í Nicaragua verði dauðarefsingar ekki lög- leiddar og að dómstólar í landinu muni ekki kveða upp dauðadóma. Arguelo sagði að erfiðasta verk- efni hæstaréttar á næstunni væri endurskipulagning og endureisn dómsvaldsins í landinu. Væri stefnt að því að skipa dómara í undirrétti við fyrsta tækifæri, og skipti miklu hversu til tækist. Somoza við komuna til Florida í síðustu viku Teheran. 23. )ÚH - AP KHOMEINI, trúarleiðtogi írana lýsti í dag yíir banni á tónlist í útvarpi ug sjón- varpi — allt frá Bach til rokks nútímans. „Rétt eins og af ópíum for- heimskast fólk af músík, það hættir að hugsa og verður órólegt,“ sagði Khomeini þegar hann til- kynnti bannið á fundi með starfsmönnum útvarps- stöðvar í Darya. Bann trúarleiðtogans var þegar harðlega gagnrýnt af unnendum tónlistar, hvort heldur vestrænnar eða persneskrar. „Hafi fólk hug- rekki til, þá mótmælir það bann- inu. Verði banninu framfylgt, tífaldar það viðskipti okkar. Fólk kvartar þegar yfir lélegri tónlist í útvarpi og sjónvarpi, og kaupir plötur í ríkari mæli,“ sagði eigandi plötuverzlunar í Teheran. Ekki var sagt hvenær bannið tæki gildi en útvarpið og sjónvarp- ið hugðust hætta að leika tónlist á miðvikudag en þá hefst 30 daga föstuhátíð — Ramandan. Þegar keisarinn var við stjórn var bæði vestrænni og austur- lenskri tónlist útvarpað en eftir byltinguna hefur endir verið bundinn á flutning léttrar tónlist- ar í útvarpi og sjónvarpi. Fólk hefur þyrpst inn á hótel og veit- ingahús til að hlusta á tónlist, bæði persneska og vestræna. Veður Akureyri 12 heióskírt Amsterdam 17 skýjað Apena 35 mistur Barcelona 23 léttskýjaó Berlín 18 skýjaö Brussel 20 skýjaö Chicago 30 skýjaö Frankfurt 21 rigning Genf 21 heióskýrt Helsinki 18 skýjaö Jerúsalem 30 heiöskírt Jóhannesarb. 12 heiöskírt Kaupmannahöfn 16 skýjaö Lissabon 23 skýjað London 18 skýjað Los Angeles 27 heiöskírt Madríd 35 skýjaö Malaga 25 léttskýjaó Mallorca 26 léttskýjaö Miami 29 skýjað Moskva 22 skýjaö New York 32 skýjaö Osló 22 skýjaö París 20 skýjaö Reykjavík 12 heióskirt - Río De Janeiro 26 skýjaö Rómaborg 30 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiöskírt Tel Avív 30 heiöskírt Tókýó 32 skýjaó Vancouver 22 heíöskírt Vínarborg 20 skýjað Sax í forustu í Amsterdam AmHterdam. 23. júlf — Reuter UNGVERJINN Guyaia Sax sigr- aði Tékkann Smjekal í níundu umferð IBM skákmótsins í Amsterdam í dag. Þar með hefur Sax tekið forystu með 6,5 vinn- inga en í áttundu umferð vann Sax Hollendinginn Donner. Skák þeirra Hort og Hans Rae var frestað og með sigri gæti Hort náð Sax að vinningum. Úrslit í níundu umferð urðu: Sax vann Smejkal, og Donner vann Farago, Ligterink og Byrne gerðu jafntefli, einnig Lein og Sosonko, Stean og Torre, Anderson og Sahovic. Röðin á IBM mótinu er nú: Sax 6.5; Hort 5.5 og biðskák; Smejkal og Anderson 5.5; Rae 5 og biðskák; Byrne og Torre 5; Lein, Sosonko 4.5; Donner og Ligterink 3.5; Stein og Sahovic 3; Farago 2. Tala latinnanú 539 eftir flóðbylgjuna er skall á eyna Lomblen í Indónesíu Jakarta — 23. júlí AP — Reuter TALA látinna í flóðbylgj- unni, sem skall á eyna Lomblen í Indónesíu í síð- ustu viku, er nú komin upp í 539 eftir að yfirvöld lýstu því yfir að 365 sem saknað var væru taldir af. Flóðbylgjan náði um 450 metra inn á eyna, skall á fjórum þorpum og lagði þau í rúst. Flóðbylgjan var um tveggja metra há þar sem hún æddi yfir landið og svipti hún fólkinu með sér á haf út. Á laugardag voru 175 lík grafin í fjöldagröf, en þau fundust á eynni — hin fórnarlömb- in virðist flóðbylgjan hafa tekið með sér. Yfirvöld skýrðu frá því, að orsök flóðbylgjunnar hefði verið gífur- leg skriða er féll í sjó fram frá fjallinu Verung. í fyrstu var talið að orsök flóðbylgjunnar hefði verið neðansjávargos, svipað og átti sér stað fyrr á árinu, en þá fórust um 150 manns í Sundas eyjaklasanum. Yfirvöld skýrðu frá því, að fólkið í þorpunum hefði verið varað við hugsanlegri flóðahættu og það beðið að flytja á öruggari stað eftir að skriða hafði fallið úr fjallinu Verung. íbúarnir neituðu hins vegar að fara fyrr en að afloknum uppskerutímanum. Tuttugu og átta taldir af eftir áreksturinn — eldar loga enn um borð í Atlantic Tobago. 23. júl( — AP. Reuter. MESTA hættan á því að olíubrák úr risaolíuskip- unum, sem rákust saman á Karabíska hafinu, reki upp á strendur Tobago, er nú liðin hjá eftir að haf- straumar og vindar báru olíubrákina á haf út. Tek- ist hafði að koma í veg fyrir lekann úr Aegean Captain en það er 210 þúsund lestir að stærð. Atlantic Empress var tek- ið í tog út á Atlantshaf þar sem reynt verður að losa olíu úr því yfir í önnur skip. Tuttugu og sjö af Aegean Cap- tain eru nú taldir af og einn af Atlantic Empress. Eldar kveikn- uðu í báðum skipunum við árekst- urinn en á laugardag tókst að slökkva eldana í Aegean Captain. Eldar loguðu enn í Atlantic Em- press í dag. Skipin rákust saman í svarta þoku og rigningu á föstudag um 32 kílómetra undan strönd Tobago í S-Ameríku. Bæði skipin voru hlaðin olíu, alls um 70 milljónum gallona. Aegean Captain kom mið- skips á Atiantic, sem er 292 þúsund lestir að stærð. Af þeim 28 sem fórust voru 27 af Aegean Captain en flestir þeirra fórust er þeir köstuðu sér útbyrðis, ýmist í lífvestúm eða á flekum. Björgun- armenn hafa nú farið um borð í Aegean. Lufthansa kaupir 57 nýjar flugvélar Nýja gerðin af Airbus A 310 vélunum, sem Lufthansa hyggi taka i notkun árið 1983, e félagið hefur keypt 25 slíka vélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.