Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 15
Aðalsteinn Reynisson á Gáska. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979 1 5 Sigurvegarar í fimmgangi. Sigurbjörn leggur Garp á Aðalsteinn Aðalsteinsson á Skelnii. skeið. sem sigraði. Hann tekur varla orðið þátt í skeiðkeppni nema verða í fyrsta sæti. Fannar rann skeiðið á 23,6 sek. Annar varð Þór Þorgeirs Jónssonar eftir auka- sprett um annað sætið við Hrannar Gunnars Arnarsonar. Þeir Þór og Hrannar fengu tím- ann 24,2 sek. Knapi á Fannari var Aðalsteinn Aðalsteinss., knapi á Þór, Sigurður Sæmundsson og knapi á Hrannari Gunnar Arnar- son. í 250 m. stökki sigraði Don Harðar G. Albertssonar með hinn unga knapa Hörð Harðarson, á 18,9 sek. Annar varð Ljúfur Ás- geirs J. Guðmundssonar, knapi Reynir Steinsson, á 19,0 sek. Þriðji varð Hrímnir Guðmundar Þ. Sigurðssonar, knapi Atli Guðmundss. hann hlaut tímann 19,2 sek. í 350 m. stökki var búist við mjög harðri keppni, þar sem Glóa og Stormur urðu hnífjöfn í mark í undanrásum, en Glóa dæmd sjónarmun á undan. í úrslitunum sigraði Glóa nokkuð örugglega á 25,4 sek. Eigandi Glóu er Hörður G. Albertsson en knapi var Hörður Harðarson. Annar í mark varð Stormur Hafþórs Hafdal, knapi Guðm. Ingi Bergsson á 25,6 sek. Þriðji hestur í mark varð Maja, Maríu Traustadóttur, knapi Anna D. Markúsdóttir, á 26,2 sek. 800 m. stökkið sigraði Reykur Harðar G. Albertssonar knapi Sigurður Sæmundsson á tímanum 63.8 sek. Annar varð Móri Hörpu Karlsdóttur, sem hún sat sjálf, á 64.8 sek. Þriðji varð Tinna Þórdís- ar H. Albertsson, knapi Hörður Harðarson, á 65,5 sek. í 1500 m. stökki sigraði skemmtilegur brokkari, Stjarni Ómars Jóhannssonar, sem hann sat sjálfur. Tími Stjarna varð 3:28,0 sek. Annar varð Blesi Kristjáns Friðgeirssonar, knapi Helgi Eggertsson á 3:42,8 sek. Þriðji varð Faxi Þorleifs Sigfús- sonar, sem hann sat sjálfur, á 3:48,3. Eins og áður getur var haldið, samhliða Skógarhólamótinu, ís- landsmót í hestaíþróttum, hið annað í röðinni frá upphafi. Fyrsta mótið var haldið á Selfossi í fyrrasumar. Á íslandsmótinu var keppt í: fimmgangi, fjórgangi, tölti, gæðingaskeiði, hlýðnikeppni og hindrunarstökki. Unglinga- flokkar voru líka í fjórgangi, tölti og hlýðnikeppni. Það er skemmst frá því að segja að mót þetta tókst í alla staði með afbrigðum vel, og var mikil skemmtun og ánægja fyrir áhorfendur að fylgjast með. I fimmgangi, fjórgangi og tölti fór keppni fram þannig, að knöpum (í íþróttakeppninni eru það knaparnir sem keppa sín á milli) voru gefin stig eftir frammistöðu, en fimm efstu síðan raðað aftur í sæti að forkeppni lokinni. Hestarnir fimm eru þá allir í hringnum í einu, en í forkeppninni er bara einn hestur í hringnum í einu. Nokkuð algengt er að röð breytist nokkuð í úrslitakeppn- inni. í fjórgangi (fet, tölt, brokk, stökk) urðu endanleg úrslit þessi: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Brjáni 2. Kristján Birgisson á Stormi 3. Gunnar Arnarson á Mána 4. Skúli Steinsson á Steinunni 5. Viðar Halldórsson á Blesa. í fimmgangi (fet, tölt, brokk, stökk, skeið) urðu úrslit þessi: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Garpi 2. Aðalsteinn Aðalsteinsson á Skelmi 3. Sigfús Guðmundsson á Þyt 4. Reynir Aðalsteinsson á Borgfjörð 5. Sigurður Sæmundsson á Val. Töltkeppninni lauk þannig: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Brjáni 2. Hreggviður Eyvindsson á Goða 3. Sigfús Guðmundsson á Þyt 4. Aðalsteinn Aðalsteinsson á Skelmi 5. Reynir Aðalsteinsson á Borgfjörð. Þrír efstu knapar í hlýðnikeppni urðu: 1. Reynir Aðalsteinsson á Borgfjörð 2. Sigurbjörn Bárðarson á Brjáni 3. Viðar Halldórsson á Blesa. Gæðingaskeiðinu lauk þannig: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Garpi 2. Ragnar Hinriksson á Vála 3. Skúli Steinsson á Frama. í unglingakeppninni urðu úrslit- in sem hér segir: 1. Tómas Ragnarson á Gauta 2. Aðalsteinn Reynisson á Gáska 3. Garðar Hreinsson á Blakk 4. Monika Pálsdóttir á Kolka 5. Kolbrún Jónsdóttir á Herði. Tölt: 1. Aðalsteinn Reynisson á Gáska 2. Tómas Ragnarsson á Gauta 3. Ester Harðardóttir á Blesa 4. Þorleifur Sigfússon á Hausta 5. Atli Guðmundsson á Blakk. Hlýðnikeppni: 1. Þorleifur Sigfússon á Hausta 2. Tómas Ragnarsson á Hrönn 3. Dagný Ragnarsdóttir á Glotta. I hindrunarstökki voru aðeins þrír keppendur. Þar sigraði Tómas Ragnarsson á Glotta, annar varð Reynir Aðalsteinsson á Stjarna og þriðji Viðar Halldórsson á Blesa. Einnig voru veitt verðlaun fyrir íslenzka tvíkeppni, (tölt og fjór- gangur eða fimmgangur). Þau verðlaun hlaut Sigfús Guðmundss. og hjá unglingunum Aðalsteinn Reynisson. Stigahæstu knapar mótsins fengu einnig verðlaun, þeir Sigurbjörn Bárðarson og hjá unglingunum Tómar Ragnarsson. Að Islandsmótinu í hestaíþrótt- um stóð að þessu sinni íþrótta- deild Fáks. _ GM. (Jrslitaspretturinn í skeiði. vísindalegt af sagnfræðingum að rökstyðja þróun skólamála hér út frá þróun mála í Bretlandi sem hefur allt annað þjóðfélagsmynst- ur. Enda má lesa það út úr lokaorðum hans að forsenda sósíalískrar stefnumótunar í ís- lenskum skólamálum sé slík rann- sókn sem hann myndi þá væntan- lega framkvæma sjálfur. Þarna dettur LG ofan í sama pyttinn og flokksbróðir hans Jónas Pálsson. Erindi Sigurjóns Björnssonar Hér er ég líklegast kominn að því erindi sem ég gat með engu móti verið sammála. Þar reynir SB að sanna að tölfræðilegum rökum að börn af stétt VI. (börn háskólamenntaðra manna) hafi hærra greindarstig en börn af I. stétt (börn erfiðismanna án sér- menntunar). Þar komí til áhrif heimilanna og hinn lýðræðislegi skyldunámsskóli auki á þennan mun. Því miður er ekki sagt í þessari vísindarannsókn sem gerð var við þýska vísindastofnun af SB og fl., hvernig stæði á greindarmun milli systkyna eða jafnvel tvíbura. Niðurlagsorð SB eru hvatning að það þurfi að draga pólitískar (leturbr. mín) ályktanir af þessu. Fjölgað í pyttnum. Fleiri spámenn Ekki ætla ég að taka fyrir fyrirlestur annarra fyrirlesara sérstaklega nema það að þeir virðast sammála því að börnum borgarastéttarinnar sé hyglt á kostnað barna alþýðunnar. — „Augljóslega er skólinn ekki lagaður að þörfum þeirra (þ.e. börnum verkamanna) heldur þörf- um miðstéttar- og yfirstéttar- barna," segir Gunnar Árnason sálfræðingur. — „Það virðist gefa besta raun að ganga út frá svo- kölluðu átakalíkani eins og það er nefnt í félagsfræðinni í stað sam- stöðulíkans en það þýðir að athyglinni er beint að „stétt gegn stétt" í stað óraunhæfra hug- mynda um átakalausa „samstöðu stéttanna" segir Guðný Guð- björnsdóttir lektor. Bravó Hörður! Eini maðurinn sem dettur ekki alveg ofan í flokkspólitíska pytt- inn er Hörður Bergmann. Erindi hans um breytingar í átt til valddreifingar, aukins lýðræðis og jafnréttis innan skólakerfisins er eins og nafnið ber með sér áhuga- vekjandi og á erindi til allra er aðhyllast frjálshyggju. Þar bendir Hörður á leiðir til þess að draga megi úr miðstýringu í mennta- málum og auka atvinnulýðræði í skólunum. Hörður fær stjörnu fyrir sinn skerf. Niðurstaða Þeir alþýðubandalagsmenn eins og aðrir sósíalistar og kommúnist- ar eiga sér þann draum að koma á sæluríki kommúnismans. Þeir telja skólann þýðingamikið tæki til þess að ná þessu takmarki og helgar tilgangurinn meðalið. En i hvert sinn sem þannig er reynt að tengja menntastefnu ákveðnum stjórnmálaflokki eða stjórnmála- stefnu hlýtur það að mistakast. Ég skrifa ekki á móti þessari stefnu alþýðubandalagsmanna endilega sem flokksbundinn sjálf- stæðismaður. Ef til vill ekki sem kennari heldur sem foreldri sem á börn í skóla landsins og er ekki sama hvað þar fer fram. Menntamál eru ekkert einkamál kennara eða sálfræðinga. í reynd á sér stað mikil umræða um menntamál sérlega ef um róttæk- ar breytingar eiga sér stað. Um- mæli skólamanna í Lesbók Mbl. vakti mikla athygli og vafalaust geta margir tekið undir orð þeirra. Hvað um það þá þarf alltaf að vera virk umræða um skólamál og enginn flokkur getur eignað sér menntastefnu. Góð menntastefna byggist ekki á isma til hægri eða vinstri heldur á mannúð og skyn- semi. Gísli Baldvinsson. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRCTI « - SlMAR: 17152-17353

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.