Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979
Um
borð
í Barða:
BARÐI N.K. 120 lagði upp að
bryggju á Neskaupstað um miðj-
an dag á laugardaginn. Á bryggj-
unni tóku á móti Barða nokkrir
aðstandendur áhafnarinnar, for-
ráðamenn Síidarvinnslunnar og
fleiri bæjarbúar. Það sem gerði
þessa komu Barða merkilega í
augum heimamanna var,stöðvun
hans vegna klössunar og óvissa
sú, sem ríkir um afdrif skipsins.
Barði var fyrsti skuttogarinn,
sem við íslendingar eignuðumst
og kom til landsins fyrir 13
árum. Barði hefur að sögn for-
ráðamanna hans verið gott afla-
skip, en er nú mjög úr sér
genginn og þarfnast mikilla
endurbóta. Skipið verður nú
dregið á þurrt og sett í klössun
og svonefnt 12 ára eftirlit.
Fyrirhugað var að gera um-
samdar lagfæringar á skipinu,
áður en skiptin færu fram, en nú
er fyrirsjáanlegt að mun
kostnaðarsamari og vfðtækari
lagfæringar þarf að gera, ef
ekkert á að verða úr framkvæmd
skiptasamninganna.
„Viðskiptaaðilar
orðnir mjög órólegir“
Ólafur Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar
var einn af þeim er tóku á móti
Barðanum. Hann tjáði okkur, að
mikil endurnýjun þyrfti að eiga
sér stað á skipinu, jafnt á skrokki
þess sem útbúnaði. „Ætlunin var
að Barðinn færi út síðari hluta
ágústmánaðar og nýja skipið
kæmi litlu síðar. En ú vitum við
ekki hvað verður. Viðskiptaaðil-
arnir úti eru orðnir mjög órólegir
vegna þessarar óvissu, en við
ætlum að sjá til fram eftir næstu
viku, hvort ekki fæst hér lagfær-
ing á eða að hægt verði að finna
einhverja útgönguleið."
Ólafur sagði einnig, að ef skipt-
in ættu sér ekki stað yrði að gera
mun róttækari lagfæringar á skip-
inu og spurning væri, hversu langt
væri hægt að ganga í þeim efnum,
kostnaðarlega séð.
„Auðvitað erum við
svekktir og óánægðir“
Strax mátti sjá, er Barðinn
nálgaðist bryggju, að hér var á
ferðinni „þreytt" skip, sem þarfn-
aðist endurbóta. Skuttogarinn er
illa farinn að sjá og sagði Ólafur,
að skipta þyrfti um heilu stykkin í
skrokki hans. Við stukkum um
borð, er hann lagði upp að og á
móti okkur tóku nokkrir hásetar
með þeim einróma ummælum, að
auðvitað væru þeir svekktir og
óánægðir og að þeim fyndist að
Kjartan ætti að segja af sér, eða
skreppa með þeim einn túr til að
kynnast aðbúnaðinum af eigin
raun.
Skipverjar sýndu okkur aðstöðu
á dekki. Sögðu þeir aðbúnað fyrir
neðan allar hellur. „Lunningar á
togaranum eru allt of lágar og
mildi að ekki hafa orðið stórslys
þess vegna" sagði einn þeirra. Þeir
sögðu slysahættu helmingi meiri
en á nýrri skuttogurum vegna
staðsetningar á spilkoppum. Þeir
þyrftu að vinna á dekki og í
skutrennunni með vírana í togi við
hlið sér og til að komast leiðar
sinnar væri eina leiðin að fara
undir vírana, sem væri auðvitað
stórhættulegt. „Ef vír slitnar sóp-
umst við allir útbyrðis", sagði einn
þeirra. „Á Birtingi (sem er systur-
skip skuttogarans, sem kaupa átti
í stað Barða) eru spilkoppar mun
neðar og vírar brgðir“.
„Þakka fyrir
að ekki fór verr“
Jón Herbertsson háseti var einn
þeirra er tók á móti Barða. Hann
var í fríi þennan túr vegna and-
litsmeiðsla, sem hann varð fyrir
um borð í síðasta túr. Við spurð-
um hann hvað komið hefði fyrir.
Herbert Benjamínsson skipstjóri situr hér við stjórnvölinn. „Columbus hefði áreiðanlega ekki látið bjóða
sér þennan tækjabúnað“ sagði hann.
„Oryggisleysið um
borð óþolandi”
— segir skipst jórinn Herbert Ben jamínsson
Nokkrir hásetanna, sem sýndu blaðamanni og ljósmyndara aðbúnað skipverja. Talið frá vinstri: Jón
Herbertsson, með umbúðirnar í andliti, Valgeir Guðmundsson, Hinrik Halldórsson, Helgi Árnason, Jens
Nilsen og Hjálmar Kristinsson.
yfirreiðarinnar, að það myndi fara
eins fyrir skuttogaraflotanum
okkar og nýsköpunar, að hann
færi að lokum allur í brotajárn,
„enda virðist það stefna stjórn-
valda“, sagði Hinrik Halldórsson.
„Columbus hefði ekki
látið bjóða sér
okkar útbúnað“
Við enduðum heimsókn okkar
um borð í Barða í brúnni, þar sem
saman voru komnir yfirmenn
skipsins og löndunarstjóri. Brúin
er ekki það sem kalla mætti litlar
vistarverur, enda höfðu yfirmenn
orð á að þar mætti án erfiðleika
slá upp balli, en hagkvæmni þessa
engin. Við tókum tali Herbert
Benjamínsson skipstjóra og sagði
hann að sömu sögu væri að segja
um þennan hluta skipsins. „Hér er
allt úr sér gengið og þarfnast
endurnýjunar til að mæta kröfum
tímans. Columbus hefði ekki látið
bjóða sér þau siglingatæki, sem
við erum hér með. Ef við ættum að
endurnýja þau að fullu, þá myndi
það ekki kosta minna en 100 millj.
kr. Eins er hér ískuldi á vetrum og
erfitt að hita upp þennan geym,
enda skipið hannað fyrir franskar
aðstæður."
Herbert sagði einnig, að
öryggisleysið væri orðið óþolandi.
Hann sagði ábyrgðarhlut að gera
skipið út lengur, enda yrði það
ekki gert án undangenginna stór-
lagfæringa. „Úthaldsdagar skips-
ins voru taldir 270 á síðasta ári.
Þetta er ekki rétt, þeir voru aðeins
milli 240—250 vegna sífelldra
bilana“. Herbert sagði í lokin, að
hann ætti engin orð til að lýsa
undrun sinni á afstöðu sjávarút-
vegsráðherra, „enda er nóg að
vitna til orða þeirra, sem áður
hafa tjáð sig um þetta mál“.
Vélstjórarnir Anton Pálsson og
Bjarki Þórlindsson sögðu að vélar-
kramið væri útslitið og þyrfti
mikilla lagfæringa við. Að þeirra
áliti væri fljótlegra að skipta um
það í heilu lagi en gera tilraun til
að endurnýja.
Mikill hluti aflans
eyðilegst við löndun
Jóhannes Sveinbjörnsson er
löndunarstjóri skipsins. Hann
sagði löndunarmálin einn þátt í
þessu, sem undirstrika mætti.
Aðstæður í skipinu til geymslu á
aflanum væru mjög slæmar og
löndunaraðstaða það slæm, að
mikill hluti aflans eyðilegðist.
„Lestar eru litlar og lágar og erfitt
að athafna sig í þeim og einnig
mjög erfitt að ná upp úr þeim
sökum þessa og eins hversu lúgur
eru litlar. Enda er það svo, að ekki
er hægt að landa afla úr Barða
sagði að erfitt myndi reynast að opna þennan útgang ef eitthvað
bjátaði á.
„Ég var að vinna við að hífa
bobbinga og skipta um millibobb-
inga skammt frá spilkoppnum
þegar strekktur kaðall slitnaði og
skall í andlit mér. Ég slapp með
nokkra skurði, nefbrot og sár á
öðru auga, og má kannske þakka
fyrir að ekki fór verr. Þetta er allt
að gefa sig hérna um borð“, sagði
Jón um leið og hann hvatti okkur
til að líta einnig á vistarverur.
Einn hásetanna sagði að þetta
væri ekki fyrsta slysið af þessu
tagi. Vír hefði eitt sinn höfuð-
kúpubrotið mann, og annar hefði
fótbrotnað, en sem betur fer hefðu
þeir ekki misst mann, þó svo
skutrennuloka væri ekki fyr'i
hendi, og mætti það teljast miki
m ldl Loftleysi og
hávaði neðan þilja
Vistarverur skipverja eru nokk-
uð iila farnar en loftleysi var þar
mest áberandi. Sögðu hásetar að
loftræsting væri léleg og sumir
sögðu hana alls ekki fyrir hendi.
Einnig væri einangrun skipsins
nánast engin og þegar allt væri á
fullu í skutrennunni, eins og þeir
orðuðu það, væri hávaði í vistar-
verunum mikill. Saggi myndast í
sumum klefunum og sýndi einn
hásetinn okkur kýrauga í klefa
. . 'iifttQt'. ■ - .
................................... ...........
Barðinn NK siglir í höfn s.l. laugardag. Spurningin er, siglir hann
þarna inn í sfðasta sinn með afla fyrir Sfldarvinnsluna eða verður
lappað upp á hann.
sínum, sem hann sagði geta orðið
skrautlegt á vetrum vegna grýlu-
kerta, sem stæðu neðan úr loftinu.
Kokkurinn, Unnur Herberts-
dóttir, sýndi okkur vinnuaðstöðu
sína sem hún sagði ekki slæma
miðað við vistarverurnar, sem
væru bæði loftlausar og ískaldar á
vetrum. Hún sagðist þó viss um að
heilbrigðiseftirlit myndi ekki
samþykkja slíka aðstöðu í landi.
„Matvæli þarf ég að sækja í
frystikistu, sem staðsett er á
millidekki þar sem vinnsla aflans
fer fram, og ganga með þau í
gegnum slorið".
Hásetunum bar saman um í lok
annars staðar en hér. Við erum
búnir að sérþjálfa menn til þessa
verks hér.“
Við ræddum nokkra stund við
mennina í brúnni. Þeir lýstu furðu
sinni og undrun á viðbrögðum
stjórnvalda og sögðust hafa
áhyggjur af hvað við tæki. „Við
förum núna í frí, eins og reiknað
var með vegna klössunarinnar, en
hvað við tekur hjá áhöfn þessa
skips og mörgum öðrum sem
atvinnu hafa af okkar inntekt er
spurning, sem Kjartan Jóhanns-
son sjávarútvegsráðherra virðist
einn geta svarað fyrir okkur“,
sagði einn þeirra í lokin.