Morgunblaðið - 24.07.1979, Side 5

Morgunblaðið - 24.07.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 5 Hinrik biskup Frehen ásamt tveimur þýskum prestum við athöfnina á sunnudaginn, fyrir altari Kristskirkju. Þess var minnst á sunnudaginn með hátíðarguðsþjónustu í Krists- kirkju í Landakoti, að rétt fimm- tíu ár voru liðin frá vígslu kirkj- unnar. Fjöldi manna sótti hátíð- arguðsþjónustuna, og meðal tig- inna gesta voru forsetahjónin, forsætisráðherra og frú, kirkju- málaráðherra og frú, og borgar- stjórinn í Reykjavík og kona hans. Var hvert sæti hinnar miklu kirkju Krists konungs skipað, auk þess sem margir stóðu í anddyri. Biskup kaþólskra manna á Islandi, dr. Hinrik Frehen, messaði, en auk hans tóku þátt í messugjörðinni þýskir gestir og íslenskir aðstoð- armenn, og fór athöfnin mest megnis fram á islensku. Daginn áður, á laugardaginn, fór fram prestvígsla í Kristskirkju, er Agúst K. Eyjólfsson var vígður til prests, einn örfárra íslendinga er tekið hefur prestvígslu í kaþólskum sið hér á landi eftir siðaskiptin 1550. Frá kirkjuvíglsunni árið 1929 sagði svo í Fálkanum það ár: Ljósm. ÓI.K.Mag. Mikill mannfjöldi var við athöfnina í Kristskirkju á sunnudagsmorg- uninn, er þess var minnst með hátíðarguðsþjónustu að hálf öld er liðin frá vigslu kirkjunnar. „Síðari hluta dags hófst kirkju- vígslan. Það er suðrænn ef ekki austrænn blær yfir helgisiðum kaþólskra manna, litir og ljós, iðandi líf og þó eins og töfrablær yfir öllu saman. Það er ekki íslenzkt í eðli sínu og þó hafa þessir siðir verið hérlendir og forfeðrum vorum eðlilegir. Það hafa að vísu aldrei verið vígðir biskupar hér á kaþólskri öld, en kirkjuvígslur hafa oft verið framdar hér með alveg sama hætti og kardináli van Ross- um vígði nú Kristskirkjuna í Landakoti. Er hann gekk með mítur og kórkápu um kirkjuna og stökkti hana vígðu vatni, hár og herðalotinn, gat maður látið sér fljúga í hug að her kæmi Jón Hólabiskup Arason. Kirkjuvígslan er löng athöfn og ærið fornleg og liggur hin leyndardómsfulla mein- ing hennar ekki alltaf á lausu. Athöfnin er í aðalatriðum hreins- un.“ Margt svipað má segja um guðsþjónustu þá er fram fór á sunnudaginn, þar var fátt eitt er minnti á guðsþjónustur þær er þorri íslendinga sækir í þjóðkirkj- unni, Hinni Evangelísku Lúthersku kirkju. Skrúðganga biskups, presta og kórdrengja og annarra aðstoð- armanna úr og í kirkju, reykelsi var brennt í kirkjunni, biskup bar mítur og bagal, flókin helgiatriði fyrir altari, mikil þátttaka kirkju- gesta í athöfninni, samskotabauk- ur gekk um kirkjuna á meðan á athöfninni stóð, allt er þetta ólíkt því sem flestir íslendingar eiga að venjast í kirkju. En öll var athöfn- in hin hátiðlegasta, og ógleymanleg þeim er viðstaddir voru. Að athöfninni lokinni. Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn og kona hans, frú Halldóra, ganga úr kirkju undir leiðsögn nunnu frá Landakoti. Geir Hallgrímsson Afmælishátíðir Sjálfstæðisflokksins: Á Ólafsfirði og í Skjólbrekku Lárus Jónsson um næstu helgi AFMÆLISHÁTÍÐIR í tiiefni 50 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins verða áfram haldnar um helgina, á föstudagskvöld á Ólafsfirði og á laugardagskvöld f Skjólbrekku, Mývatnssveit. Skemmtiatriðin hefjast klukkan 21.00 og þar eru á dagskrá gaman- mál Þóru Friðriksdóttur, Jóns Sigurbjörnssonar, Svanhildar og Jörundar. Einnig verður bingó og tízkusýningar, sem Karon samtök- in annast. Diskótekið Dísa og Hljómsveit Óla Gauks sjá um tónlistina og leika svo fyrir dans- inum. Á afmælishátíðinni í Ólafsfirði flytja ávörp: Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Lárus Jónsson alþingismaður, og í Skjólbrekku Geir og Halldór Blön- dal blaðamaður. Halldór Blöndal Einnar kaloríu kóladrykkur Nú er kominn nær kaloríulaus kóladrykkur - sykursnautt Spur - drykkur sem gleður alla sem eru í kapphlaupi við kílóin. Sykursnautt Spur inniheldur innan við eina kaloríu í hverri flösku - það er 80 sinnum minna en í venjulegum kóladrykk. HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.