Morgunblaðið - 24.07.1979, Side 18

Morgunblaðið - 24.07.1979, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979 IHorjEjxmlíMiiífo Framkvi Útgefandi amdastjóri Ritstjórar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guftmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstrasti 6, sími 22480. Sími83033 Askriftargjald 3500.00 kr. é ménuði innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakift. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla Refsiskattur á Reykvíkinga? Reykvíkingar hafa í rúma þrjá áratugi búið að hitaveitu, sem tryggt hefur þeim örugga og ódýra húshitun miðað við aðra valkosti. Frumkvæði og framtak Reykvíkinga og Qlafsfirðinga, sem riðu á vaðið um nýtingu jarðvarma, hefur ekki aðeins komið íbúum viðkomandi sveitarfélaga til góða. Þetta framtak varðaði veginn fyrir fjölmörg önnur sveitarfélög og hefur sparað þjóðarbúinu feiknmikla fjármuni í minni innflutningi eldsneytis. Jarðhiti mætir í dag um 65% af orkuþörf þjóðarinnar til húshitunar og talið er, að hann svari 80% þarfarinnar innan skamms tíma. Jarðvarmi, nýttur til húshitunar, sparar þjóðinni 30 milljarða króna í erlendum gjaldeyri í ár, miðað við verðlag á olíu nú. A næst liðnu kjörtímabili vóru stigin stór spor bæði í jarðvarmaleit og jarðvarmanýtingu, sem færðu sveitarfél- ögum með milli 30 og 40 þúsund íbúa hitaveitur. Stærsti áfanginn var að Hitaveita Reykjavíkur færði þjónustusvæði sitt til nágrannabæja: Kópavogs, Garðabæjar og Hafnar- fjarðar. Hvatinn að framtaki og fjárfestingu, sem að baki býr jarðvarmavæðingunni, allt frá frumkvæði Reykjavík- urborgar fyrir ár;..agum síðan að stækkun Hitaveitu Reykjavíkur í þágu nágrannabyggða, var að sjálfsögðu sá að tryggja íbúum viðkomandi sveitarfélaga betri og ódýrari þjónustu. Þess vegna virkjuðu forystumenn Reykjavíkur- borgar og viðkomandi sveitarfélaga skattpeninga íbúanna í þessum framkvæmdum — til að búa í haginn fyrir þá í framtíðinni. Þessi hvati til fyrirhyggju og framkvæmda er afl, sem gefizt hefur vel, og hættulegt er að fella í fjötra með stjórnvaldsaðgerðum. Sú stefnumörkun Tómasar Árnasonar, fjármálaráðherra, sem hann setur fram í viðtali við Mbl. sl. föstudag, að greiða eigi niður hitunarkostnað á svokölluðum „olíusvæðum" með álagningu jöfnunargjalds á heitavatnsverð, gengur þvert á þennan framkvæmdahvata og hefur sett ugg að fólki á jarðvarmasvæðum, ekki sízt á höfuðborgarsvæðinu. Slík álagning myndi virka sem refsing á þau sveitarfélög, eða íbúa þeirra, sem með framsýni hafa búið í haginn fyrir sig, og draga úr framtaki annarra. Refsiskattur af þessu tagi stingi hvatann til framtaks svefnþorni. Verðþróun á olíu sem orðin er kallar að vísu á óhjákvæmileg viðbrögð samfélagsins til að létta undir með þeim, sem enn búa að olíuhitun húsa. Þau viðbrögð eiga hins vegar ekki að koma fram í eins konar refsiskatti ofan á hækkandi jarðvarmaverð af öðrum ástæðum. Slík niður- greiðsla yrði betur borin uppi af skattheimtu, sem deildist á þjóðfélagsþegnana með sama hætti og almennir ríkisskatt- ar. Fjármálaráðherra er talsmaður ríkisstjórnar í stefnu- mörkun á skattavettvangi. Hætt er við að ummæli af því tagi, sem hér hefur verið vitnað til, um eins konar refsiskatt ofan á heitavatnsverð, séu framsett til að kanna almanna- viðrbögð — áður en hugmyndinni er hrundið í framkvæmd. Ekki er hægt að búast við að hinn nýi borgarstjórnarmeiri- hluti í Reykjavík bregðist við með verðskulduðum hætti. Hann hefur valið sér hlutverk ambáttárinnar gagnvart ríkisvaldinu. Honum virðist sýnna að semja af sér í hagsmunamálum Reykvíkinga, hvort heldur er í orkumálum eða á öðrum sviðum, en að standa á rétti þeirra. — Viðbrögðin verða því að koma frá hinum almenna borgara ef stöðva á þessa viðruðu skattherferð á hendur heimilum í Reykjavík og nágrannabyggðum. Niðurgreiðslur á olíu til húshitunar eiga að koma niður í formi almennrar skattheimtu en ekki í sérsköttum á fólk á höfuðborgarsvæð- inu. Ef endalyktir verða þær að olíuniðurgreiðslur vinstri stjórnarinnar bætast ofan á heimilisútgjöld Reykvíkinga fellur ein skrautfjöðurin enn af Guðrúnu Helgadóttur, borgarfulltrúa, sem sárast sór að varðveita kaupmátt almennra launa fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu. Fer þá að fara lítið fyrir allri umhyggjunni, sem hún þóttist bera fyrir láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu og kjaralegri stöðu þess. Styttist þá og í það að hún geti tekið undir með nafnfrægri nöfnq sinni: „Þeim var ég verst er ég unni rnest." Ekki sama Volkswagen og séra Volkswagen. Annar í sól og sumri en hinn fær „þrjú tonn af sandi“. Sigurvegarinn, Árni Árnason á ötlu útopnu þótt í beygju sé. Rally- cross og bíl- veltur Aðeins 9 af 18 keppendum sem tóku þátt í Rally-cross um heigina luku keppni. Fimm bflar skeyttu lítt um þyngdarafl jarðarinnar og ultu. Rally-cross keppni sumars- ins númer tvö fór fram á jörðinni Móum á Kjalarnesi á íaugardaginn. Átján bflar tóku þátt í keppninni sem var skipulögð af Bifreiðaíþrótta- klúbbi Reykjavíkur (BÍKR) og þótti takast með ágætum. Keppninni var þannig háttað að í hverjum riðli kepptu 4 bflar og kepptu 2 þeir bestu úr hverjum riðli síðan sín á Hér er hart barist. í rally-cross lita menn ekki smimuni á sig fi. Þó brettin vanti er ekkert því til fyrirstöðu að halda ifram þar til yfir lýkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.