Morgunblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 43 Jóhannes gáfi fer ekki til N-Irlands London, 23. júlí - AP BREZK stjórnvöld hafa neitað staðhæfingum um, að Jóhannes Páll II. páfi muni heimsækja N-írland í september. Heimildir í Vatikaninu hermdu að vafasamt væri að páfinn færi til Armagh en þar verður kaþólskur biskup settur í embætti. Páfinn mun fara í þriggja daga heimsókn til írska lýðveldisins í september og orðrómur hefur verið uppi um að hann mundi fara yfir til Armagh. Lischka - Gestapó- foringinn ákærður Köln, 23. júlí — Reuter. NÆST ÆÐSTI mæður Gestapó í Frakklandi á stríðsárunum, Kurt Lischka, hefur verið ákærður fyrir morð á yfir 33 þúsund gyðingum og hefjast réttarhöld yfir honum og tveimur öðrum nazistum 23. október. Lischka hefur hvorki neitað né játað sakargiftum en hinir tveir, Heinrichsohn og Hagen, hafa neitað sakargiftum. Þremenningarnir eru ásakaðir fyrir að hafa sent að minnsta kosti 73 þúsund gyðinga til Auschwitz og annarra útrýminga- búða í Póllandi á árunum 1942 til 1944 og af þeim hafi 33.582 þegar verið sendir í gasklefana. Begin missir sjón vegna blóðtappa 23. júlí JerÚ8aIem, — AP MENACHIM Begin, forsætisráðherra ísraels er nú í sjúkra- húsi í Jerúsalem en þangað var hann fluttur í síðustu viku. Læknar segja að Begin hafi misst 25% sjón á hægra auga og 10% sjón á vinstra auga vegna blóðtappa í höfði. Læknar sögðu, að enn væri of snemmt að segja til um hvort sjónmissirinn yrði varanlegur. Sjóndepra Begin hefur komið af stað orðrómi um að hann segi af sér en talsmaður stjórnarinnar sagði, að hún hefði tekið afstöðu gegn því, þar eð hann tæki allar veigamestu ákvarðanir og væri látinn fylgjast með gangi mála. Begin á erfitt með lestur. Búist er við að hann útskrifist af sjúkrahúsinu í byrjun næstu viku. „E1 Cordobes44 kominn af tur Brnidorm — 23. júlí — Reuter „EL CORDOBES“, einn mesti nautabani Spánar fyrr og síðar, tók um helgina þátt í nautaati á Benidorm við gffurlegan fögnuð aðdáenda sinna, en nú eru liðin sjö ár frá þvf að hann Iék síðast listir sínar. Manuel Benitez, eða „maðurinn frá Cordoba“ sagði eftir að hafa lagt sex naut að velli: „Ég er orðinn leiður á því að ala svín á búgarðinum mínum. Spennan er það, sem ég hef ánægju af. Þetta er minn löstur.“ Hann er nú 43 ára að aldri og er nokkuð tekinn að grána í vöngum. Hann hefur undirritað samninga um 40 nautaöt á Spáni á næstunni og 35 í Suður-Ameríku. 30 börn haf a orðið hýenum að bráð Nýju-Dchli — 21. júlí — Reuter MEIR EN 30 börn hafa síðustu mánuðina orðið fórnarlömb hýena í úthverfum borgarinnar Lucknow í Norður Indlandi, að því er indverska fréttastofan PTI skýrði frá í dag. Líkamsleif- ar síðasta fórnarlambsins, tveggja ára gamals barns, fundust á árbakka í útjaðri borgarinnar i gær. í síðustu viku urðu tvö börn fórnarlömb hýena, og fundust lík þeirra mjög illa leikin. Vopnaðir lögreglumenn fara nú um svæðin þar sem börnin hafa látið lífið í leit að hýenum. DC-10 í erfiðleikum Linthicum. Maryland — 23. júlt — AP DC-10 ÞOTA frá bandaríska flugfélaginu United Airlines nauðlenti á Baltimore-Washington flugvellinum í gær. Bilun varð í hægri hreyfli þotunnar, og drap áhöfnin á honum og snéri til Baltimore-Washington flugvallarins en þaðan var þotan á leið til Chicago. Lendingin tókst vel, engin meiðsli urðu á fólki. Farþegar héldu síðan til Chicago með öðrum þotum. Atvikið í gær á sér stað aðeins níu dögum eftir að DC-10 þotum var leyft að fara í loftið, og er þetta önnur bilunin sem fram kemur í DC-10 eftir það. Náttúruverndarmenn höfðu uppi mikil mótmæli þegar fundur alþjóða hvalveiðiráðsins fór fram í Lundúnum og á mynd AP sést hvar þeir draga risahvalaloftfar upp eftir Thames til að vekja athygli á málstað sínum. Bohman ogPalme deila um Víetnam Fri Önnu Bjarnadóttur. (réttaritara MorKunblaðsina í Stokkhólmi GÖSTE Bohman, formaður sænska íhaldsflokksins, skoraði í síðustu viku á Olof Palme, formann Jafnaðar- mannaflokksins og fyrrum forsætisráðherra, að segja skoðun sína á ástandinu í Víetnam. Hann benti á að sjaldan hefði Palme verið jafn þögull um nokkurt meiri háttar mál í heiminum og hann væri nú um afdrif flóttafólksins frá Víetnam. Bohman sagði meðal annars: „Á ferli þínum sem forsætisráðherra tókust náin tengsl með Svíþjóð og Hanoi-stjórninni. Víetnam var veitt meiri fjárhagsaðstoð en nokkru öðru þróunarlandi og verður á næsta ári veitt 400 milljónum sænskra króna þangað. Þú hefur barizt kröftuglega á móti því að styrkurinn verði minnkaður í ljósi þess, sem nú á sér stað. Þú hefur þvert á móti farið fram á hærri styrk til Víetnams í þinginu. Þú hefur lýst þig mótfallinn því að Svíþjóð taki við aðeins stærri hluta af hundruðum þúsunda víet- namskra flóttamanna. Þú hefur verið hljóðari um atburðina í Víetnam en um nokkra aðra meiri háttar atburði í heiminum á öllum stjórnmálaferli þínum“. I fyrstu brást Palme við ræðu Bohmans með því að benda á að þegar Bandaríkjamenn létu sprengjur falla á konur og börn í Víetnam hafi Bohman sagt þá kasta sprengjum í nafni friðar. Hann sagði Bohman nú bregðast við hörmungum flóttafólksins með því að ráðast á sig persónulega. Og að síðustu sagði Palme að jafnaðarmenn hefðu ekkert að læra í stefnu þeirra og starfi að alþjóðlegri samstöðu bg vináttu. Næsta dag fór Palme þó nei- kvæðum orðum um stjórnina í Víetnam. „Það er hörð . og ósveigjanleg stjórn, sem virðir einskis mannréttindi, sem eru jafnaðarmonnum mjög mikilvæg. Margir þeirra, sem nú gagnrýna Víetnam eru þeir sömu, sem í raun studdu nýlendustríð Frakka og innrás Bandaríkjamanna. Ástæða er til að segja ákveðið við þessa menn: Óréttlátt stríð er aldrei hægt að réttlæta eftir á. Það var rétt að styðja sjálfstæðisbaráttu Víetnama". Palme sagði að það væri rangt að draga úr aðstoðinni við Víet- nam, — það væri brot á óskrif- uðum reglum Svía um aðstoð við þróunarlöndin. Áskorun Göste Bohman vakti mesta athygli í fyrstu kosninga- ræðu hans í sumar. Hann hélt fyrstur sænsku flokksformann- anna ræðu í Visby á Gotlandi, en síðan 1968 hefur það verið viðkomustaður formannanna í kosningabaráttunni. Palme fetaði í fótspor Bohmans á sunnudag og talaði um mikilvægi jafnaðar- stefnunnar. Síðan tala þeir hver af öðrum og ferðast svo hver um annan þveran um landið fram að kosningum, sem verða 16. septem- ber, og reyna að sannfæra kjósend- ur um yfirburði eigin stefnu yfir stefnu annarra flokka. Miklar sögusagnir hafa verið uppi í Bretlandi um samband Karls Bretaprins og Jane Ward, 23 ára gamallar fráskildrar konu. Að sögn brezkra blaða hafa þau hist reglulega undan- farið — Elísabetu drottningu til mikillar skapraunar. Á mynd AP sjásf þau skötuhjúin saman á göngu í Cowdry Park. Þetta gerðist__________________________24. júlí 1976 — Víkingur lendir á Mars. 1969 — Fyrstu tunglfararnir lenda á Kyrrahafi. 1959 — „Eldhúsumræður" Nixons óg Krúsjeffs á vörusýningu í Moskvu. 1946 — Fyrsta bandaríska tilraun- ín með kjarnorkusprengju neðan- sjávar við eyna Bikini á Kyrrahafi. 1942 — Brezkar loftárásir á Frank- furt og Mannheim. 1929 — Hoover forseti kunngerir Kellogg-Briand-sáttmálann sem af- neitar stríði sem stjórntæki. 1923 — Lausanne-friðarsamningur Grikkja, Tyrkja og stórveldanna. 1914 — Tillaga Breta um mála- miðlun fjórvelda á Balkanskaga, en Serbar biðja Rússa um aðstoð — Briand myndar stjórn í Frakklandi. 1908 — Abdul Hamid II soldán endurreisir stjórnarskrána frá 1876. 1882 —• — Arabi Pasha boðar Heilagt stríð í Egyptalandi. 1850 — Uppreisnarmenn í Slés- vík-Holstein sigraðir við Istedt. 1847 — Borgarastríði lýkur í Portúgal með Gramido-sáttmálan- um. 1799 — Napoleon Bonaparte sigrar Tyrki við Aboukor í Egyptalandi. 1712 — Frakkar sigra Hollendinga við Denain, Frakklandi. 1704 — Sir George Rooke aðmíráll tekur Gíbraltar af Spánverjum — Stanislaus I kosinn konungur Pól- lands. 1545 — Franskur floti siglir frá Englandi eftir velheppnaða árás. Afmæli. Símon Bólivar, suður-amerísk frelsishetja (1783—1830) — Alexander Dumas eldri, franskur rithöfundur (1802—1870) — Frank Wedekind, þýzkur rithöfundur (1864—1918) — Ernst Bloch, svissneskt tónskáld (1880-1959) Andlát. Jakob van Artevelde, stjórnmálaleiðtogi, 1345. Innlent. Þjóðminjasafn stofnað í Reykjavík 1863 — Enskt víkinga- skip rænir fjárhirzlu landsins (37.000 dölum) 1808 — Konungur tilkynnir Hamborgurum einokun- aráform sín 1601 — Söfnun undir- skrifta um stofnun sérstaks þings lýkur 1838 — Nunnur koma til Islands í fyrsta skipti síðan fyrir siðaskipti 1896 — d. Jón Rugmann 1679 — síra Gunnar Gunnarsson í Laufási 1853 — f. Dethlev Thomsen 1867 — Straumhvörfin miklu í Danmörku með stjórnarmyndun vinstri manna 1901 — Friðrik ríkisarfi og Ingiríður krónprinsessa koma 1938 — Vinstri stjórn Her- manns Jónassonar skipuð 1956 — Gagarin hér 1961 — Geir Hall- grímsson tilkynnir forseta að könn- un á stjórnarmyndun hafi mistekizt 1974. Orð dagsins Bezti timinn til að eignast vini er áður en þú þarfnast þeirra — Óþekktur höfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.