Morgunblaðið - 24.07.1979, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979
Andrés Hermannsson „ílýgur“ hér aí einum öldutoppnum yfir á næsta og mætti ímynda sér að 105 hestafla vélin hafi gefið honum
nokkurn skell þegar hann náði næstu öidu.
Mikill sportbáta-
áhugi á ísaf irdi
Féiag sportbátaeigenda á
ísafirði. Sæfari, var stofnað
fyrir tæplega ári síðan, en
félagar eru nú 45. Eru í eigu
þeirra nú 35 skemmtibátar og 2
skútur, Bonny, sú sem er í
siglingu suður um höfin og
Tíbrá, mun minni skúta, sem 4
ísfirðingar keyptu frá Reykja-
vík á dögunum.
Jónas Eyjólfsson er formað-
ur Sæfara og sagði hann í
samtali við Mbl. að skemmti-
báta áhugi væri mikill á ísa-
firði og færi síðfellt vaxandi. —
Hér er mikill fjöldi skemmti-
báta, tvær skútur komnar og
við höfum haft af því spurnir
að fleiri séu jafnvel að hugleiða
skútukaup, sagði Jónas.
Er bátasportið ekki dýrt?
— Það er kannski orðið það
núna og menn frekar farnir að
beina huganum að skútum eftir
að benzínið er orðið svo dýrt, en
margir hafa einnig í huga að
nota dísilvélar í stað benzínvéla.
Gallinn við.það er heizt sá að
menn komast þá ekki eins hratt
yfir.
Hvernig er aðstaða fyrir bát-
ana?
— Hún má teljast sæmileg,
en hins vegar hefur orðið svo ör
fjölgun skemmtibáta síðustu 2
árin að Sundahöfnin er að yfir-
fyllast og við erum farnir að
Sundahöfn á ísafirði, og skútan Tíbrá 18 feta, fellir seglin í
hafnarmynninu um leið og hún rennir að legunni.
Jónas Eyjólfsson formaður Sæfara stýrir hér báti sfnum í
ísafjarðardjúpi.
Hjörtur Sigurðsson, Gísli Gunnlaugsson, Hrafn Byrinn varð heldur minni en ætlað var þegar
Snorrason og Ari Daniel Hauksson ganga frá siglt var um Skutulsfjörðinn eina kvöldstund, en
skútunni í læginu. þá var gripið til belgseglsins.
Tfbrá f sundinu.
þrengja verulega að rækjusjó-
mönnunum. En við höfum farið
fram á að okkur verði úthlutað
svæði fyrir framtíðaraðstöðu og
má ég segja að búið sé að
úthluta okkur svæði við Úlfsá og
bryggjur séu nánast á teikni-
borðinu.
Hvert siglið þið aðallega héð-
an frá ísafirði?
— Það er farið um allt Djúp
og norður í Jökulfirði. Við get-
um farið á þessum bátum hvert
sem okkur sýnist séum við búnir
nauðsynlegum öryggistækjum,
talstöðvum og neyðarblysum og
þvílíku og má einnig segja að
þessir bátar þoli velflestir all-
nokkurn sjó, sagði Jóna og er
það vafalaust rétt, enda má
minna á sjórallið á bátum sem
þessum og blm. fékk bátsferð
með Jónasi um Djúpið í stinn-
ingskalda, 6—7 vindstigum að
því er Jónas sagði og virtist slíkt
veður ekki koma í veg fyrir
siglingar nema hvað fara verður
hægar. Jónas hefur átt bát frá
því hann var 15 ára og var hann
því ekki í vandræðum með að
sigla okkur um Djúpið og hægja
á þegar kröppustu öldurnar
komu á móti. Sem dæmi um
hraða þessara sportbáta má
nefna að sigling frá ísafirði í
Vigur tekur um eina klukku-
stund sé farið með Fagranesi, en
Jónas sagðist vera 20—30 mín-
útur að sigla þá leið, en þegar
undirritaður fór með tók sigl-
ingin klukkutíma vegna veðurs.
— En menn nota bátana líka
mikið til að ferja ferðamenn yfir
Djúpið og norður á Strandir eða
fara með fjölskylduna í útilegur
þangað eða í Djúpið.
Jónas sagði að lokum að mikil
bót væri að því að bátamenn
skyldu hafa sameinast í eitt
félag, með því væri auðveldara
að ná fram hagsmunamálum og
nefndi hann sem dæmi að nú
væri komin á hóptrygging allra
skemmtibáta í félaginu. Væru
þeir tryggðir á sjó í 5 mánuði,
maí — spetember, en slíka
tryggingu hefðu t.d. Reykjavík-
urbátar ekki enn fengið vegna
aðstöðuleysis.
jt.
Sumarsýning Nor-
rænahússins 1979;
Breyttur
opnunartími
ÁKVEÐIÐ hefur verið að lengja
tíma þann sem „Sumarsýning
Norræna hússins 1979“ er opin
almenningi. Hingað til hefur
sýningin verið opin daglega frá
kl. 14 — 19, en nú hefur verið
ákveðið að hafa hana opna til kl.
22 á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum.
Þessi kvöld er ennfremur dag-
skrá í samkomusal hússins, á
þriðjudagskvöldum hefur Ein-
söngvarafélagið sínar söngvökur
en á fimmtudagskvöldum er „Opið
hús“ á vegum Norræna hússins,
einkum ætlað ferðamönnum, þó
öllum sé vitaskuld heimill aðgang-
ur. Á fimmtudaginn verður kynnt
íslensk tónlist og syngur þá Guð-
rún Tómasdóttir íslensk lög við
undirleik Ólafs Vignis Albertsson-
ar. Síðar um kvöldið verður kvik-
myndasýning. Þann 2. ágúst verð-
ur tónlistarkvöld og mun Sigurður
Björnsson óperusöngvari syngja.
Miðvikudaginn 25. júlí mun
sænskur kór skipaður sextán ung-
mennum, ásamt hljóðfæraleikur-
um, flytja nokkur létt lög í Nor-
ræna húsinu og hefjast tónleik-
arnir kl. 21.00 og er aðgangur
ókeypis.
Um þessar mundir stendur yfir
í anddyri hússins ljósmyndasýn-
ing og er hún frá Finnlandi og
Noregi og stendur hún fram yfir
næstu helgi.
(Fréttatilkynning)
29555
KRUMMAHÓLAR
2ja herb. 70 fm (búð á 2. hæð. Verð
14.5 millj.
LAUGAVEGUR
2ja herb. 70 fm. íbúð á 2. hæð. Hentug
sem skrifstofupláss. Bygglngaréttur
fyrir eina hæö.
BRÁVALLAGATA
3ja herb. 80 fm íbúð á 3. hæð. Réttur til
aö byggja eina hæð ofan á.
HÁALEITISBRAUT
3ja herb. 100 fm jaröhaaö í skiptum fyrir
parhús eöa einbýlishús í Smáíbúöa-
hverfi.
HRAUNBÆR
3ja herb. 90 fm íbúö á 1. hæö. í skiptum
fyrir stærri eign í Hraunbæ.
SKÁLAHEIÐI
3ja herb. 90 fm 2. hæö. Sér inngangur.
Verö 21 millj.
HVASSALEITI
4ra herb. 93 fm íbúö á 4. hæö í skiptum
fyrir 3ja herb. íbúö vestan Elliöaáa.
MOSFELLSSVEIT
4ra herb. 86 fm íbúö á 2. hasö. Verö 13
millj.
SÓLHEIMAR
4ra—5 herb. 104 fm íbúö á 2. hæö.
Æskileg skipti á íbúö meö bílskúr eöa
bílskúrsrétti.
HÖFUM KAUPENDUR AÐ LITLUM OG
STÓRUM ÍBÚOUM, SÉRH/EDUM,
RADHÚSUM OG EINBVLISHÚSUM í
REYKJAVÍK, KÓPAVOGI OG
HAFNARFIRDI.
EIGNANAUST
LAUGAVEGI 96
(viö Stjörnubíó)
SÍMI 29555
Lárus Helgason
Svanur Þór Vilhjálmsson hdl.