Morgunblaðið - 24.07.1979, Side 43

Morgunblaðið - 24.07.1979, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 25 FH skoraði tíu mörk gegn Reyni FH STEFNIR nú örugglega í 1. deild ásamt Breiðabliki. Þessi lið haía algjöra yfirburði í 2. deild og virðist nú nánast ekkert geta komið í veg fyrir sigur þeirra — aðeins spurning hvort liðið hreppir fyrsta sœtið í 2. deild. Yfirburðir þessara tveggja liða voru enn undirstrikaðir um helg- 2U 10:2 ina er bæði liðin unnu stóra sigra. FH-ingar voru á skotskón- um í Kaplakrika er þeir fengu Reyni frá Sandgerði í heimsókn, 10 sinnum mátti Jón örvar Ara- son hirða knöttinn úr net- möskvunum í 10—2 sigri Hafnar- fjarðarliðsins. FH hafði algjöra yfirburði í Kaplakrika, leikmenn fengu rúm og tíma til að athafna sig og árangurinn lét ekki á sér standa. Nánast furðulegt hvað liði Reynis hefur farið aftur. Það var illa dekkað upp, hreyfanleiki í liðinu lítill, markvarzlan í molum og lítið sást til samleiks. Gegn liði eins og FH er þá stutt í skell — og hann fengu Reynismenn. Hinir eldsnöggu leikmenn FH nánast gengu út og inn um vörn Reynis, við hraða þeirra Leifs Helgasonar, Pálma Jónssonar og Atla Alexanderssonar réðu varnar- menn Reynis ekki, Leikni Þóris Jónssonar og Viðars naut sín vel og fyrsta markið kom þegar á 3. mínútu. Leifur Helgason gaf lag- lega út á vinstri vænginn til Atla, sem brunaði upp, gaf góða send- ingu fyrir og þar var fyrir Helgi Ragnarsson, sem skoraði af öryggi - 1-0. Næsta mark FH kom á 7. mín- útu. Enn var sending út á vinstri vænginn, Leifur Helgason gaf fyrir og Jón Örvar var illa á verði. Varnarmenn ætluðu að hreinsa frá en tókst ekki betur til en svo að þeir skutu beint í fæturna á Benedikt Guðbjartssyni og af hon- um fór knötturinn í netið — 2—0. Aðeins sex mínútur liðu og enn lá knötturinn í netmöskvunum að baki Jóni örvari. Leifur Helgason fékk sendingu fram, lék laglega á varnarmann rétt eins og hann væri ekki til og skaut góðu skoti úr teignum, 3—0. Á 18. mínútu var staðan orðin 4—0 og að þessu sinni skoraði Þórir Jónsson. Pálmi bróðir hans lék á Jón örvar er rétt einu sinni var eins og álfur út úr hol, gaf síðan á Þóri, sem skoraði í mannlaust markið. Þetta var allt svo auðvelt, að FH-ingar nánast gáfu vítaspyrnu á 22. mínútu er Þórir Jónsson handlék knöttinn í vítateignum og Hjörtur Jóhanns- son skoraði örugglega úr vítinu, 4—1. En FH-ingar skoruðu tvívegis fyrir leikhlé, Viðar Hall- dórsson skoraði örugglega úr víta- spyrnu eftir að Leifur Helgason hafði verið felldur og á 44. mínútu skoraði Pálmi Jónsson, eftir að Leifur Helgason hafði sent knött- inn á hann. Sex sinnum hafði því knöttur- inn hafnað í netmöskvunum að baki Jóni Örvari en í upphafi síðari hálfleiks gekk hvorki né rak hjá liðunum. FH-ingar náðu ekki að sýna sama spil og í fyrri hálfleik, leikmenn virtust sáttir við orðinn hlut. En á 61. mínútu bókstaflega gekk Guðjón Guðmundsson í gegnum vörn Reynis án þess að nokkur reyndi að stöðva hann og hann skoraði. Á 76. mínútu var Leifur Helga- son enn á ferðinni, nú skoraði hann með skalla. Helgi Ragnars- son bætti við níunda marki FH á 85. mínútu með góðu skoti úr teignum, stöngin inn. Aðeins mínútu síðar opnaðist vörn FH illa, Jón Jónsson skoraði af öryggi framhjá Friðriki Jónssyni. En FH bætti við sínu tíunda marki — Leifur Helgason skoraði með góðu skoti eftir að varnarmenn höfðu gert lítið til að stöðva hann. Auðveldur, hreint ótrúlega auð- veldur sigur FH. í raun er lítið hægt að dæma getu liðsins af leiknum, til þess var mótspyrnan of lítil. Leifur Helgason var yfir- burðamaður í liði FH, fljótur og fylginn sér. Pálmi Jónsson átti góða spretti, svo og Viðar Hall- dórsson, sem lék sem aftasti maður í vörn. Annars var vörnin lítt trufluð, Atli Alexandersson, Ólafsvíkingurinn í liði FH, var mjög sprækur í fyrri hálfleik en hvarf svo alveg út úr leiknum. Leikinn og fljótur leikmaður en þarf að ná meiri festu. Liði Reynis hefur farið ótrúlega aftur. Baráttan í liðinu ákaflega lítil, svo og skipulagning. Allt of mörg mörk beinlínis gefin. Erfitt sumar framundan og liðið þarf að taka á honum stóra sínum til að verjast falli í 3. deild. Friðgeir Halldórsson dæmdi vel en leikurinn gat ekki hafist á réttum tíma þar sem annar línu- vörðurinn, Róbert Mckee, mætti ekki. H. Halls. Helgi Ragnarsson lætur skotið ríða af en Jón örvar sá við honum að þessu sinni — tíu sinnum mátti þó Jón örvar hirða knöttinn úr netinu. Ljósm. Kristján. Ljósm. Mbl. Siiftr. SigtryKgsaon. Steinar Jóhannsson skorar fyrsta mark Keflvíkinga án þess að Ársæli markvörður komi vörnum við. Hart barizt að venju í leik IBK og IBV ÞAÐ þarf ekki að fara saman gott veður og góð knattspyrna sagði maður einn sem fylgdist með leik Keflavíkur og Vestammaeyja í Keflavík á laugardaginn. Og hann hitti naglann á höfuðið, leikurinn fór fram í hreint stórkostlegu veðri, því bezta í sumar en því miður var knattspyrnan sem liðin buðu áhorfendum uppá ekki í sama gæðaflokki. Leikurinn varð eins og fyrirfram hafði verið spáð mikill baráttuleikur eins og jafnan þegar þessi tvö lið mætast og þegar svona hart er barizt og hvergi gefið eftir skapast ekki mörg tækifæri til þess að leika knattspyrnu, sem virkilega gleður augað. En baráttuleikir þurfa ekki að vera óskemmtilegir og þessi var það ekki,*né leiddi baráttan til þess að leikurinn varð grófur. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleiknum. Baráttan um knöttin var í algleymingi en tækifæri við mörkin teljandi á fingrum annarrrar handar. Eyjamenn voru heldur sterkari til að byrja með og Þorsteinn varð að taka á honum stóra sínum til þess að verja þrumuskot Gústafs Baldvinssonar á 7. mínútu. En leikurinn jafnaðist og brátt fóru Keflvíking- arnir að láta meira að sér kveða. Steinar Jóhannsson brunaði upp allan völl á 31. mínútu en skaut framhjá í góðu færi og á 43. mínútu misnotaði Ragnar Margeirsson illa tækifæri sem hann fékk. Ólafur Júlíusson gaf góða sendingu frá hægri en Ragnar skaut yfir af markteig. Fyrsta markið kom á 11. mínútu síðari hálfleiks. Óskar Færseth tók langt innkast, Sigurður Björgvinsson skallaði boltann aftur fyrir sig að markstönginni fjær þar sem Steinar var fyrir og laumaði boltanum í markið, dæmigert „Steinars-mark“. Þegar hér var komið sögu hafði sókn Keflvíkinga þyngst til muna og á 15. mínútu sluppu Eyjamenn með skrekkinn þegar Steinar brauzt upp hægri vænginn og gaf boltann fyrir markið. Ársæll missti bolt- ann yfir sig en marksúlan kom til hjálpar, boltinn small í stönginni fjær og skoppaði út á völlinn og hættunni var síðan bægt frá. Á 30. mínútu juku Keflvíkingar forystuna. Þeir tóku hornspyrnu, boltanum var spyrnt frá marki ÍBV en síðan rakleiðis að markinu aftur og skyndilega voru tveir Keflvíkingar í dauðafæri í víta- teignum. Ragnar Margeirsson náði boltanum og vippaði honum laglega framhjá úthlaupandi markverði ÍBV. Eyjamenn mót- mæltu markinu ákaft, töldu Kefl- víkingana rangstæða en línuvörð- urinn kvað varnarmenn ÍBV hafa verið fyrir innan þá og því ekki um rangstöðu að ræða. Eftir marklð tóku Keflvíkingar lífinu með ró. Eyjamenn sóttu þá í sig veðrið og tókst að skora mark á 34. mínútu. Ómar Jóhannsson tók hornspyrnu frá hægri. Hann gaf vel fyrir markið beint á höfuð Einis ingólfssonar, sem skallaði boltann í markið af miklu öryggi, enda óvaldaður. Guðjón bakvörður reyndi að bjarga á marklínunni en tókst ekki. Eyjamenn voru aldrei nálægt því að jafna metin og það voru svo Steinar Jóhannsson skoraði tvö mörk á móti ÍBV. Keflvíkingar sem innsigluðu sigur sinn með marki á 90. mínútu. Snorrri Rútsson braut á Einari Á. ólafssyni innan vítateigs og Stein- ar Jóhannsson skoraði úr víta- spyrnunni. Var mark hans sérlega glæsilegt, skot ofarlega í mark- hornið. Sigur Keflvíkinga var verð- skuldaður. Þeir voru sterkari aðilinn í leiknum, einkum þó í seinni hálfleiknum. Þoredteinn Ólafsson var að vanda öruggur í markinu og í vörninni var Óskar Færsteth beztur. Er sjaldgæft að sjá hann gera mistök. Á miðjunni var Gísli Eyjólfsson mjög drjúgur leikmaður sem vinnur vel og skilar boltanum vel frá sér. I framlínunni var Steinar spræk- astur og fer ekki á milli mála að afturkoma hans'i liðið styrkir það verulega. Eyjamenn börðust vel í leiknum en sókn þeirra var ansi bitlaus. í liðið vantaði þá Þórð Hallgrímsson og Tómas Pálsson og munar um minna. Þórður var í leikbanni en Tómas meiddur. Beztu menn liðsins voru Ársæll markvörður og Örn Óskarsson, sem skilaði miðvarðarstöðunni með miklum sóma. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild, Kefla- víkurvöllur 21. júlí, ÍBK — ÍBV 3:1 (0:0) MÖRK ÍBK: Steinar Jóhanns- son á 56. og 90. mínútu (vítaspyrna). Ragnar Margeirsson á 75. mínútu. MARK ÍBV: Einar Ingólfsson á 79. mínútu. ÁMINNINGAR: Guðjóni Guðjónssyni ÍBK sýnt gula spjald- ið í f.h. ÁHORFENDUR: 779. -SS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.